Vísir - 28.10.1963, Page 5

Vísir - 28.10.1963, Page 5
VJ-SIK , Mánudagur 28. október 1963. 5 Skyrslan — Framh. af bls. 1. árdal á föstudagskvöld. Var þar allt meö'friði og spekt það kvöld, næstu nótt og fram yfir hádegi á laugar- dag 1. júnf, enda tiltölulega fá- mennt. Fólk þetta, og flest það, sem sfðar kom, tjaidaði og hafðist við í landi Skógræktar ríkisins á svokölluðu Nesi niður undan Skriðu felli, miUi Sandár og Fossár. Er land þar kjarri vaxið, en slétt rjóð- ur á milli. Þarna eru ákjósanleg tjaldstæði, enda er staðurinn mikið sóttur á sumrin af ferðafólki, sem hefst þar víð í tjöldum, einkum um helgar. Hefur ferðafólk þetta, að sögn bænda í nágrenninu, ávallt hagað sér prúðmannlega og gengið vel um, en aldrei hefur verið þar um mikinn mannsöfnuð að ræða, eða neitt í líkingu við það, sem nú átti sér stað. Seinni hluta laugardags fyrir hvítasunnu var svo látlaus straum- ur bifreiða úr Reykjavfk austur í Þjórsárdal. A. m. k. 5 — 6 lang- 1 ferðabifreiðir, sem taka hver um 40 manns, fluttu þangað fólk, auk þess leigubifreiðir og loks fjöldi einkabifreiða, sem ungmenni þessi höfðu umráð yfir. Akstur margra ungmennanna var hraður og ógæti- legur. Var mannfjöldinn mestur á laugardagskvöld og fram yfir há- degi á hvítasunnudag. Má gizka á, að þarna hafi verið 600 — 700 manns þegar flest var, og hafðist megin- þorri þessa mannfjölda við á til- tölulega litlu svæði, skammt fyrir innan hlið þjóðgarðsins á nesi því, sem áður er nefnt, milli Sandár og Fossár. Langferðabifreiðir og leigu- bifreiðir höfðu þarna stutta við- dvöl, enda margir unglingahópar samið um að láta sækja sig aftur á ákveðnum tíma. Mjög fór að bera á ölvun og ólátum seinni hluta laugardags og þá einkum um kvöldið og aðfara- nótt hvítasunnu. Illvíg slagsmál munu þó ekki hafa átt sér stað, en hrindingar og ryskingar, flöskum hent beint af augum og þær brotnar Ýmsir óðu út í Sandá, ösluðu þar í öllum fötum, aðrir voru fáklæddir eða i sundbol, einn karlmaður bað- aði sig nakinn í ánni. Ýtti það und- ir þessi tiltæki, að mjög heitt var og logn á laugardag og sunnudag. Óp, háreysti og troðningur var mik- iil. Þyrptist fólkið að mjög stórum söluvagni úr Reykjavík, þar sem seldir voru gosdrykkir og pylsur. Sumir unglinganna voru nestislaus- ir eða nestislitlir og höfðu hvorki með sér tjald né svefnpoka. Mikili meirihluti þeirra virðist þó hafa haft með sér tjöld og annan við- legubúnað. Lítill friður var f mörg- um tjöldunum um nóttina fyrir þá, sem sofa vildu. Voru sum þeirra felld eða rifin niður og urðu ýms- ir, sem höfðu hægt um sig og voru ekki undir áfengisáhrifum, að færa tjöld sín lengra burtu til þess að geta verið í friði. Urðu margir ung- lingar brátt illa til reika, blautir, svangir, skrámaðir, vanklæddir og ofurölva. Sumir voru á stjái alla nóttina og fram á hvítasunnudag, aðrir sváfu í bifreiðum sínum eða undir berum himni. Um laugardags- kvöld og sunnudagsnótt leituðu margir heim að Ásólfsstöðum og Skriðufelli vegna þess, að þá van- hagaði um eitthvað og einnig vegna bleytu og svengdar, og reyndu •bændur að bæta úr þörfum þeirra eftir beztu getu. Að Skriðufelli kom t. d. á laugardagskvöld piltur einn, mjög illa til reika, drukkinn, svangur og blautur. Var honum veitt aðhlynning, hann.háttaður of- an f rúm og var hann þar um nótt- ina. Bifreiðum var ekið mikið fram og aftur um svæðið, svo og um ár- kvíslarnar. Festust þar margar bif- reiðir og dró Björn Jóhannesson bóndi á Skriðufelli, upp 15—20 þeirra, sem sátu fastar I ánum og sandeyrum, er myndast við þær. Auk þess var að akstrinum hin mesta slysahætta, þar sem hemlar bifreiða höfðu blotnað og voru 6- virkir, og fólkið sinnti því litt að víkja fyrir bifreiðum. Bifreið með óvirka hemla var ekið yfir mann, Gísla Guðmundsson, Selvogsgötu 12, Hafnarfirði, um miðnætti eða laust fyrir miðnætti á hvítasunnu- dag, og slasaðist hann mikið. — Seinna um nóttina slasaðist einnig Steingrímur Steingrímsson, Ásvalla götu 49, Reykjavík, og fluttu lög- reglumenn hann á slysavarðstofuna í Reykjavik. Um kl. 2 á aðfaranótt hvítasunnu fóru þeir Guðmundur Guðnason, Háholti, Aðalsteinn Seinþórsson, Hæli, og Erlingur Loftsson, Sand- læk, inn f Þjórsárdal til þess að grennslast fyrir um ástandið þar, sem þeir höfðu grun um, að væri ekki gott. Þegar þeir höfðu verið þar nokkra stund, kom þeim saman um, að Erlingur skyldi hringja til lögreglunnar á Selfossi vegna ölv unar unglinganna og slysahættu af framferði þeirra, ógætilegs aksturs, vasli í ánni, ryskinga og flösku- brota. Hafði lögreglan á Selfossi samband við lögregluna f Reykja vfk um kl. 2,45 aðfaranótt hvíta- sunnudags. Um kl. 3,50 fóru 7 lög reglumenn undir stjórn Hjartar Elíassonar af stað úr Reykjavík og komu þeir f Þjórsárdal um kl. 6 á hvítasunnumorgun f fólksflutninga bifreiðinni P-90. Var þá margt manna á stjái, flestir ölvaðir. Þétt ast var fólkið við söluvagn þann sem áður er um getið, og opinn var. Lokuðu lögreglumenn sölu- vagninum og hvarf hann brátt af vettvangi. Þá unglinga, sem verst létu, færðu lögreglumenn f bifreið sína. Suma þeirra varð að færa í handjárn. Höfðu lögregiuþjónarnir ærið að starfa við að koma á reglu og liðsinna fólki. Allt áfengi, | sem fannst, en á þvf virtist enginn : hörgull tóku þeir í sína vörzlu. Þegar lögreglumennirnir höfðu ver ið þarna nokkra stund, söluvagninn var farinn, verstu ólátaseggirnir teknir í geymslu og áfengi, sem til náðist, hgfði verið tekið af þeim, kom meiri kyrrð á hópinn. Enginn meiri háttar slys urðu meðan þeir voru þar. Um kl. 15 á hvitasunnudag komu 8 lögreglumenn úr Reykja- vfk undir stjórn Guðmundar Her- mannssonar, varðstjóra, og leystu fyrri hópinn af. Voru þá drykkju- læti í rénun og áfengi á þrotum. Fór ástandið batnandi, eftir þvf sem á daginn leið. Tvo pilta tóku lögreglumenn ölvaða við akstur. Margir unglinganna voru orðnir Ieiðir á dvölinni og fengu lögreglu mennirnir langferðabifreið, sem þarna var, til þess að flytja eins marga og hún tók til Reykjavíkur. Um kvöldið var komin kyrrð á og fóru lögreglumennimir þá af staðn um. Komu þeir að Selfossi laust fyrir miðnætti. Á meðan þeir stönz uðu þar, barst þangað tilkynning um, að ekið hefði verið yfir mann f Þjórsárdalnum og hann stórslas- azt. Fóru tveir lögreglumenn aust ur til þess að annast flutning slas aða mannsins. Nokkru sfðar bárust fréttir um, að ólæti og drykkju- skapur hefði enn á ný blossað upp í Þjórsárdal og ákvað varðstjóri þá, að allur flokkurinn færi austur. Æsingin reyndist eiga að mestu ræt ur sínar að rekja til slyssins og komu lögreglumennirnir fljótt kyrrð á fólkið. Héldu þeir heim leiðis um kl. 3 um nóttina og komu til Reykjavíkur um kl. 6 ár- degis á annan f hvítasunnu. Alls kærði lögreglan 23 menn fyr ir ölvun og óspektir í Þjórsárdal. Af þeim áttu 19 heimá f Reykjavík, 3 í Hafnarfirði og 1 á Álftanesi. 13 þeirra voru innan við 21 árs aldur, en hinir flestir á aldrinum 21—24 ára. Marga þar að auki höfðu lögreglumenn f geymslu í bifreiðum sínum og komu þeim síð an til Reykjavíkur. Rétt eftir mið- nætti 2. júní (hvítasunnudag) bað bifreiðarstjóri lögregluþjón frá Sel- fossi að taka ofurölva 17 ára stúlku úr bifreið sinni. Hafði hann tekið hana upp f bifreiðina við Gauks- höfða. Var hún á varðstofunni á Sel fossi og svaf þar til kl. 5 um morg- uninn. Símað var til föður hennar og vildi hann ekkert liðsinna henrii \ né kaupa bifreið með hana til i Reykjavfkur. Á annan dag hvítasunnu hafði fólki mjög fækkað f Þjórsárdal, á- fengi þrotið og það orðið leitt á dvölinni þar. Var þá allt með kyrr- um kjörum. Síðdegis þann dag eða um kvöldið fóru síðustu gestirnir þaðan. Brunmn — Framh. af bls. 16. ásamt 3 stigabflum. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Sig-1 urðssyni, varaslökkviliðsstjóraj1 var nokkuð erfitt fyrir slökkvi- j liðsmenn að athafna sig, vegna i þess að reykurinn var mjög sterkur, og þurftu slökkviliðs- menn að nota svokallaðar loft- grímur. Á vörulager Spörtu var mikið af tilbúnum fatnaði og skemmd ist allt. Sparta hafði einnig skrifstofur á þessari hæð og | urðu miklar skemmdir þar, svo í og í tveimur skrifstofuherbergj-1 um, sem Sandver hefur á sömu hæð. í höfnina — Fnunh. af bls. 16. hefði í morgun komið á bílnum nið- ur að Hafnarhvoli og lagt honum þar á stæðið fyrir vestan húsið. Að því búnu skrapp hann frá til að fá sér kaffi í Hafnarbúðum, en þeg- ar hann kom til baka um það bil stundarfjórðungi sfðar var bíllinn á bak og burt. Hann tók þá að svip- ast um eftir honum og kom bráð- lega auga á hann þar sem hann maraði í sjónum austan við Lofts- bryggju. Hafði bíllinn þá með ein- hverjum hætti runnið af stað, en þarna hallar lítillega til sjávar, og hafði runnið fram af hafnarbakk- anum austan við Loftbryggju. Lögreglumenn voru sendir á stað inn og einn þeirra fór niður í bíl- inn til að athuga hvort nokkur mað ur væri f honum, en það reyndist ekki vera. Að þvf búnu fór frosk- maður niður og kom festum á bflinn en kranabfll frá togaraafgreiðslunni dró hann á þurrt. Tillögur — Framh. af bls. 1. ur og aðra, sem fylgdust með atburðunum. Ennfremur aflaði nefndin ýtarlegra skýrslna frá Iögreglunni, bílstjórum á iang- ferðabílum, sem önnuðust fólks- flutninga f Þjórsárdal þessa helgi, og kvaddi til viðtals hóp unglinga. Auk þessa ritaði nefnd in mörgum félagssamtökum og óskaði eftir áliti þeirra og á- bendingum um það hvað gera mætti tii þess að koma f veg fyrir að atburðir sem þeir, er gerðust í Þjórsárdal, endur- tækju sig. Að lokum ræddi nefndin við ýmsa embættis- menn svo sem saksóknara, toll- gæzlustjóra, formann skipu- lagsnefndar fólksflutninga og lækna. í skýrslunni segir að ekki sé vitað um skipuleg samtök ungl inga, til að fjölmenna í Þjðrsár dal um hvítasunnuhelgina, nema hvað unglingahópur, sem oft komi á Hressingarskálann, hafi komið sér saman um að fara. Aðalforsprakkinn var 18 ára pilt ur, sem var með áskriftalista upp á vasann. Væntaniegir þátt takendur skráðu sig á þennan lista, en ekki lá hann frammi á Hressingarskálanum. „1 þessum hópi eru ýmsir, serti lögregian kannast við úr kvöldlífi borgar- innar“, segir f skýrslunni. Ungmennin höfðu meðferðis „ótrúlega mikil vínföng" og ein vörðungu sterk vín. „Algengt virðist að piltar hafi haft með sér 2 flöskur af sterku víni en stúlkur munu ekki hafa haft með sér vín heldur veittu piltar þeim það“. Vínið fengu ungling arnir með þeim hætti að þeir fengu eldri félaga sína, eða menn sem þeir hittu utan við áfengisverzlanimar, til þess að kaupa fyrir sig. En sjaldan munu unglingamir hafa hætt á gð fá sig afgreidda með vln. Hjá allmörgum fannst svokallað sjómannavín, segir í skýrslunni. Tekið er fram að Iftil leynivín sala virðist hafa átt sér stað f Þjórsárdal. 17 ára piltur keypti fyrir sig og félaga sína 8 flöskur af vodka af öðrum 17 ára pilti, „sem seldi það fyrir fóstra sinn, en hann er sjómaður", segir í skýrslunni. Þjórsárdalsnefndin gerir ýms ar og ýtarlegar tillögur er msqttu verða til þess að atburð ir eins og þeir, sem hér um ræð ir, endurtaki sig ekki. Nefndin tekur þó fram að aðeins beri að líta á tillögur hennar, sem byggðar eru m. a. á tillögum frá 15 félagasamtökum, sem bráða birgðaúrræði, og rannsaka verði frá grunni vandamál ungmenna og gera tillögur um frambúðar- lausn þeirra. Nokkur atriði má nefna út tillögum nefndarinnar: Lagt er til að áfengislöggjöf- in f heild, og fleiri lög og reglu gerðir, verði endurskoðuð með sérstöku tilliti til þess að komið verði í veg fyrir áfengisneyzlu ungmenna. Skipuleggja þurfi fræðslu handa foreldrum og öðr um uppalendum. Eðlilegt virðist að skólakerfi landsins verði end urskoðað með breytt þjóðfélags leg viðhorf f huga. Athuga þurfi endurskipulagningu á starfi barnaverndarnefnda og fá þeim aukið starfslið sérfróðra manna. — Styðja þurfi starfsemi æskulýðsfélaga af opinberri hálfu og gera uppeldis- og félags fræðilegar rannsóknir á breið- um grundvelli til þess að komast til botns í að ráða fram úr vandamálum æskunnar. Bent er á að auka þurfi löggæzlu á skemmtunum og samkomustöð um, svo og löggæzlu á þjóð vegum verulega, og hert verði eftiriit með því að ungmenni fái ekki afgreitt áfengi f áfeng isútsölum eða vínveitingastöö- um. Sé hafin f því sambandi út gáfa persónuskilríkja til ung- menna á aldrinum 12 — 22 ára. Sérleyfishafar og hópferða- leyfishafar verði gerðir ábyrgari en verið hefir um flutning ung menna á skemmtistaði og sam komustaði. Æskulýðsstarfsemi verði aukin á vegum bæja- og sveitafélaga og aukin félagsleg fræðsla f skólunum. Bætt verði aðstaða til ódýrra og hag- kvæmra ferðalaga og sumar- dvalar ungmenna, m. a. fái æskulýðsfélög aðgang að heima vistarskólum til gistingar. Leit- ast verði við að nýta betur félagsheimilin, er byggð hafa verið á undanförnum árum, til menningarstarfsemi fyrir æsku- fólk og ráðinn verði til reynslu æskulýðsfulltrúi við mennta- málaráðuneytið. Skilyrðislaust verði gert upptækt áfengi, sem borið er ólöglega inn á veitinga staði, eða reynt að bera þangað inn. Sömuleiðis áfengi í fórum manna, sem teknir eru ölvaðir Mjáifstæðístelaganna í Reykjavík verður þriðjudaginn 29. okt. kl. 20,30 í Sjálfstæðis- húsinu. Sætamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisf,'',rtc- ins í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 5—o. Húsið opnað kl. 20.00 - Lokað kl. 20.30. Heimdallur — Óðinn KVÖLD DA GS KRÁ: 1. SPILUÐ FÉLAGSVIST 2. Ávarp: Baldvin Tryggvason, framkv.stj. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. 5. Kvikmynd: Sumarferð Landsmálafélagsins Varðar 1963.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.