Vísir - 28.10.1963, Síða 15

Vísir - 28.10.1963, Síða 15
VÍSIR . Mánudagur 28. október 1963. 15 — Og hví skyldi ég þurfa á- minningar um það? Er kannske búið að banna með lögum og reglugerðum, að menn segi mein ingu sína. Já það er alveg óþarft að glápa á mig, ekki drap ég þennan borgara, og ef yður finnst ég líta út eins og morðingi get ég bara sagt yður að líta í spegil — ég heiti Oscar Rigault, og er vel kunnur maður, og ótt- ast engan, alls engan. Ég hefi engu að leyna. — Jæja, jæja, farið þá yðar leið, það er að segja, ef þér eða félagar yðar geta engar upplýs- ingar gefið, sem geta varpað ljósi á það, sem gerzt hefir. — Nei, við vitum ekkert, alls ekkert, sagði einn hinna. — Ekki grjón, sagði Oscar Rigault, og lagði af stað með vinum sínum: — Þetta hefir nú sínar spaugi legu hliðar — og skemmtilegu — fyrir mig, — ég er nefnilega hjátrúarfullur- og trúi á töluna 13 sem happatölu og kannski tvö morð — það er lík- lega eitthvað skemmtilegt fram undan fyrir mig. Hann nam staðar til þess, að kveikja í vindli einum þeirrar tegundar, sem ekki er sem bezt lykt afr enda uppnefndir „stinka dores“ af götustrákum. Allt þetta gerðist á miklu skemmri tíma en tekur að skrifa um það og unga konan grét stöðugt. Hún var nú svo mátt- farin orðin, að hún gat vart stað. ið á fótunum, og var sóttur handa henni stóll. — 1 guðanna bænum, verið róleg, frú, sagði stöðvarstjórinn. Gátan verður áreiðanlega leyst fyrr en varir en nú verðið þér að afsaka mig. Ég verð að fram- kvæma athugun og þarf á allri minni ró að halda. Hann sneri sér að tveim undir manna sinna og bað þá að hringja til lögreglunnar og eftir lækni. — Hafið hraðann á, bætti hann við, og þeir flýttu sér að gera, sem hann hafði boðið. Stöðvarstjórinn bauð nú að losa vagninn, sem klefi hins myrta var í, frá öðrum vögnum, loka honum og snerta þar ekki við neinu fyrr en lögreglan kæmi. — Og þér, Magloire, sagði hann við lestarstjórann, skrifið skýrslu yðar og komið svo hing að. — Já, herra sagði Magloire, og gekk í áttina til einnar af skrif- stofunum. Stöðvarstjórinn sneri sér nú að konunni, sem enn grét og veinaði, og spurði í örvæntingu: — Hvar er dóttir mín? Getur enginn sagt mér hvar dóttir mín er? — Það er ekki hægt að svara spumingum yðar, sagði stöðvar- stjórinn, en þér ættuð nú að reyna að stilla yður. Það er til- gángslaust að örvænta. Það, sem virðist alveg óskiljanlegt í svip, skýrist oft ótrúlega fljótt — og á alveg eðlilegan hátt. Ekkert hefír í rauninni gerzt sem bendir til, að ekki geti verið um ein- hver mistök að ræða — Mistök, svaraði móðirin jafnhrelld og áður, hvemig ætti að vera um mistök að ræða. Þér hafið heyrt að dóttur minni var fylgt að þessari lest í La- roche bg að hún var látin fá sæti í þessum'klefa, vegna þess að öll sætin voru skipuð f dömu klefanum. Hún var því í klefan- um, sem hinn myrti var í. Stöðvarstjórinn vissi ekki hverju svara skyldi, en gerði þó enn tilraun ti,l að róa hana, með því að biðja hana að trúa því, að allt gæti farið vel. í þessum svifum kom einn af undirmönn um hans með blað í hendi. Hann kom úr símadeild stöðvarinnar. Var maðurinn svo fölur og hræddur að sjá, að ekki þurfti að fara í grafgötur um, að hann hafði alvarleg tíðindi að flytja. — Herra stöðvarstjóri, sagði hann, hér er skeyti frá Saint-Juli en-du-Sault. Það hefir orðið hræðileg slys. Unga konan spratt á fætur. — Hræðilegt slys, ég vissi það, það er vitanlega um dóttur mína, ó, lesið þetta fljótt. Stöðvarstjórinn hafði tekið við skeytinu og var orðinn mjög fölur. — Segið mér hvað í því stend ur, sagði móðirin, — segið mér það. Gat ég mér rangt til? — Nei, frú, þér gátuð yður ekki rangt til. En kannske er aðeins um slys að ræða ... — Ó, þér megið ekki leyna mig neinu, — ég vil vita hið sanna. Óvis-san er hræðileg. Dótt ur minni er ekki líf hugað — kannski er hún dáin. — Nei, frú, aðeins særð eða meidd — kannski ekki einu sinni hættulega. Hann rétti henni skeytið, sem hún hrifsaði af honum. Skeytið var svo hljóðandi: Meðvitundarlaus stúlka fundin nálægt mílnasteini 131 milli Saint-Julien-du-Sault og Villeneuve-Yonne. Steig upp í í hraðlest 13 í Laroche. Landry stöðvarstjóri. Veslings konan skalf og nötr- aði frá hvirfli til ilja. — Guð minn góður, hún er kannski dáin. Ég verð að komast á fund hennar. Ég verð að sjá hana, vera hjá henni og hjúkra henni. Hvenær get ég komizt af stað til hennar? — Ekki fyrr en kl. 12,50, svar aði stöðvarstjórinn,'. — Fimm klukkustunda bið, sagði konan, ég verð að komast til hennar án tafar. Er engin aukalest — ég hefi heyrt talað um aukalestir. — Það er ekki um neinar auka lestir að ræða nú. Nú verðið þér að vera þolinmóð og einbeita orku yðar að því að vera rólegar og taka hverju sem að höndum ber með stillingu. Hafi dóttir yðar verið í klefanum, sem hinn myrti maður var í, er vafalaust um slys að ræða, slys, sem er afleiðing þess glæps, sem hér var framinn. Og þegar hún fær meðvitund mun hún vafalaust geta skýrt allt og látið f té full- nægjandi upplýsingar. Hann sá nú að lögreglumenn voru komnir til rannsóknar og skýrslugerðar og læknir með þeim. — Þér verðið líka að vera til staðar í bili, því að þessir herr ar munu spyrja yður ekki síður en aðra spjörunum úr. Konunni var orðið svo mikið um þetta mótlæti, að hún hneig nærri magnlaus niður á stólinn, en stöðvarstjórinn gekk á móti lögreglumönnunum og læknin- um. — Það virðist svo sem alvar- legur atburður hafi gerzt í nótt. — Já, það var myrtur maður í hraðlest nr. 13, sem kom hing að fyrir skömmu. Hún kom frá Marseille. Hárgreiðslustofan I HÁTÚNI 6, sími 15493. ) Hárgreiðslustofan 1 S Ó L E Y | Sólvallagötu 72 | Stmi 14853. I Hárgreiðslustofan |P I R O L A i Grettisgötu 31, simt 14787. I Márgreiðslustofa iVESTURBÆJAR : Grenimel 9, slmi 19218. | 'Járgreiðslustofa AUSTURBÆJAR ’ (María Guðmundsdóttir) I Laugaveg 13 simi 14656 i Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3 hæð (lyfta) Sími 24616 I Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stígs og Hverfisgötu) Gjörið svo vel og gangið inn. Engar sérstakar pantanir. úrgreiðslur. P E R IVI A, Garðsenda 21, slmi1 I 33968 — Hárgreiðslu og ‘myrti- , stofa. I Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi |TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- 'megin. Simi 14662 Hárgreiðslustofan Háaleitisbraut 20 Stmi 12614 [ MEGRUNARNUDD. Dörnur athugið. Get bæ^t við< [mig nokkrum konum í mégrun- >arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar ( [Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, j sími 12274. T A K Z A N Þetta er nóg Gana höfðingi þú hefur opnað augu okkar. Töfra- mennirnir hafa engan töframátt. Litlir maurar fá þá til að gráta THEKl 5ANISH Al.L Ö//4'WEN FROtt VOURTRiBES! LET KJOGREAT . CHIEF BE FOOLEP ASAIM- BY < SCHEiAING WITCH FCCTCRS! J 'W mvgrahffather's navajo TEST FOR FA<E WITCH TOCTORS W0R<Ef FOK US--HERE IN AFRICAl BETTER THAW I HOf’EE’, CAPTAIN WILFCAT! nowwecan HAVEA PEACE CONFERENCE OFGREATCHIEFS— , WITHOUT WITCH toctore! í ER FYRIRLIGGJANDl Þ. ÞORGRlMSSON & CO. Suðurlnndsbraut 6 18966- IQQq r j LAUGAVEGI 90-02 Góður fjallabíll óskast 14—20 manna. Ýmsar tegundir koma til greina. eins og börn. Þá ættuð þið að banna alla töframenn til þess að svikarar geti ekki lengur þrifizt á meðal ykkar, segir Gana. Tarz- an og Joe byrja að leysa töfra- mennina, og Joe segir. Þetta indí ánabragð gafst vel hérna í miðri Afríku. Betur en ég þorði að vona, svaraði Tarzan, nú getum við haft höfðingjaráðstefnu án töframanna BíSakför Nýir bílai, Commer Cope St. BÍFREÍÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Simai 13660 34475 og 36598 FÓTSNYRTING Guðfinna Pétursdóttir Nesvegi 31 . Sími 196951 Gummískér Súmniistðgvél HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.