Vísir


Vísir - 16.11.1963, Qupperneq 7

Vísir - 16.11.1963, Qupperneq 7
V1SIR . Laugardagur 10. nóvember 1963. ■HW Ingimundur flugstjóri. Ljósm. Vísis B.G. \ Straumfaxi hafði ekki fyrr sleppt hjólunum af Reykjavíkurflugvelli, en 60 forvitnir farþegar teygðu sig í áttina að glugganum. Ferðinni var heitið á gosstöðvarnar suðvestur af Vestmanna eyjum, og mikilli spenn- ingur og eftirvænting ríkti meðal farþeganna. — Um klukkan 4 í gær höfðu 444 farþegar flog- ið með Flugfélaginu á gosstöðvarnar frá Rvík, auk þess flugu 28 farþeg ar frá Akureyri. Um leið og hlaðfreyjan opn- aði dyrnar á afgreiðslusal Flug- félagsins, sem sneru út að flug vellinum þyrptust farþegarnir út. Allir vildu fá sem bezt sæti og auðvitað vildu allir sitja við giugga. Það glumdi í títuprjóns Allir reyndu aö sjá sem bezt, meðan sveimað var yfir gosstöðvxmum. Á SVEIMI KRINGUM GOSEY Brynjólfur Kjartansson. hælum kvenfólksins, þegar það hljóp í áttina að Straumfaxa, og margur ístrubelgurinn blés úr nös. MAMMA, MAMMA, ÉG SÉ GOS. Klukkan var 2,08 í gærdag, þegar Straumfaxi hóf sig á loft af Reykjavíkurflugvelli. Rétt eftir að flugvélin hafði tekið sig á loft .heyrðist mikið gleði- óp frá lítilli, dökkhærðri hnátu, er sat fyrir aftan okkur. „Mamma, mamma, ég sé gos, sjáðu svarta reykinn.“ Móðirin leit út um gluggann, sussaði á telpuna og sagði henni svo, að þetta væri reykur frá rusli við Elliðaár. náðu hámarki, er Straumfaxi fyrir ofan dyr flugstjórnar- klefans, byrjuðu farþegarnir að taka hulstrin af myndavél- um og sjónaukum, og margir tóku fram landabréf. Umræðu- efnið var aðeins eitt. Hið mikla gos í hafinu suðvestur af Vest- mannaeyjum. GOSSTÖÐVARNAR SJÁST. Skömmu eftir að flugvélin var komin f loftið, sáu farþegarnir, sem sátu hægra megin f vélinni, gráan gosmökkinn stíga upp úr hafinu. Sjónaukum var lyft og margir byrjuðu að mynda. Sum ir, sem sátu hægra megin í vél- inni, færðu sig yfir. Fólkið skiptist á sætum, og menn tóku að lýsa undrinu hver fyrir öðrum. Tveir gráðugir ljósmynd arar höfðu troðið sér fram í flugstjórnarklefa, og aðstoðar- flugmaðurinn, Geir Gíslason, vék úr sæti sínu, svo að þeim gæfist meira rúm til mynda- töku. Reykjarsúlan hvarf sýn- um farþeganna, sem sátu vinstra megin, og brátt fór hún að sjást hægra megin. Við sá- um, að Þórður á Sæbóli hafði fengið sér sæti á milli stólanna á ganginum ,til þéss að eiga þess kost að kíkja út án mik- illar fyrirhafnar báðum megin. Spenningurinn og forvitnin náði hámarki ,er Straumfaxi sveimaði kringum Gosey undir öruggri stjórn Ingimundar Þor- steinssonar, flugstjóra. Svartir strókar af vikri og ösku þeytt- ust upp í loftið með stuttu milli bili, Gufumökkinn lagði nokkur þús. metra upp í loftið, og hnyklar mynduðust, bólgnuðu síðan út ©g sigu í SSV með vindinum, og dökkt öskuregnið féll f sjóinn. Einu sinni mátti greina hraun ið, sem hlaðizt hefur upp á gigbörmunum. Ný eyja hefur myndazt. Að vestan sást varðskipið Albert eigi langt frá staðnum. Meðan Straumfaxi sveimaði kringum staðinn, rfkti að mestu þögn í vélinni, farþegarnir skiptu um sæti, svo að allir gætu setið einhverja stund við glugga, yfir 40 myndavélar voru með í ferðinni og voru þær óspart notaðar. Eftir að flugvélin hafði flogið kringum staðinn, lægst í 1 þús. feta hæð, var snúið við heim á leið. — Nokkrir farþeg- anna fara að ræða um nafn á eyjuna, og flestum ber saman um, að Gosey sé bezta nafnið. VARMEY, UPPLYFTING OG SJÓNARHÓLL. Við röbbuðum lítið eitt við Þórð á Sæbóli, og var hann fljótur að stinga upp á nöfn- um. „Ég hef látið mér detta í hug þrjú nöfn: Varmey, Upp- lyfting og Sjónarhóll“. Þórður sem var með frúna í ferðinni, ljómaði allur, um leið og hann bætti við: „Þetta var stórkost- legt. Ég fór á fyrsta degi, þeg- ar Hekla gaus, og gleymi þeirri sjón aldrei, og sama má segja um þetta“. í tveimur öftustu sætunum f vélinni sátu Magnús Jóhannes- son byggingarfulltrúi og Ólaf- ur Pálsson, byggingarmeistari. Þeir voru báðir sammála um, Framh. á bls. 6. Um Austurstræti Stundum er rætt um að loka fyrir bifreiðaumferð f Austur- stræti. Úr þessu hefur þó aldrei orðið nema á stórhátíðum, þjóðhátíðardaginn og fyrir jólin, þegar verzlunin er mest. Augu manna eru smátt og smátt að opnast fyrir því að Austurstræti er orðin alltof lítil og mjó gata til að bera alla þá umferð sem á hana leggst, jafnvel virka daga, einkum um aðalviðskipta- tímann. Þetta ástand á eftir að versna enn frekar. Nú er verið að byggja miklar verzlunar- og skrifstofubyggingar í þessarri litlu götu, fleiri hyggja þar á sams konar framkvæmdir. Á- standið batnar þess vegna ekki, þvert á móti, enda bifreiðaeign landsmanna í örum vexti. Þótt Austurstræti yrði gert að göngugötu, eingöngu, er ekki þar með sagt að verzlun þar minnki. Hún mundi senni- lega aukazt. Það væri þvi ekki óeðlilegt að verzlanir við Aust- urstræti iegðu eitthvað fram upp í kostnaðinn við þessar breytingar. Það væri eðlilegt að leggja hellur, koma upp litlum styttum og gosbrunnum og smá- tjörnum og gróðri. Hugsanlegt er að þar verði lítill útiveitinga- staður rekinn á sumrin. Það er jafnvel ekki fráleitt að byggja yfir Austurstræti, úr gleri eða einhverjum öðrum gegnsæjum efnum, þak, ser mætti opna, þegar sólar nyti en loka í úrkomu. Hvað sem þakinu líður, gæti Austurstræti verið einstæð með- al gatna í Reykjavík ef þessari hugmynd, eða einhverju skyldu yrði hrundið í framkvæmd. En ýmislegt þarf að gera að auki. Finna verður bifreiða- stæði í stað þeirra, sem lögð yrðu niður, og meðan bifreiða- stæðið í vesturenda Austur- strætis er notað þarf að breyta þar innkeyrslu. Hugsanlegt er að tengja Austurstræti við Austurvöll, raunar sjálfsagt, með umbótum í Pósthússtræti, á litlum kafla. Nota mætti Pósthússtrætið, milli Austur- strætis og Hafnarstrætis, fyrir Utinn, snotran veitingastað eða hvað sem mönnum annars dytti í hug. Ögmundur. Þórður á Sæbóli virðir fyrir sér gosstöðvarnar, ! •/ ' ! 1 i • ( . f ♦ » • '

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.