Vísir - 28.01.1964, Síða 15

Vísir - 28.01.1964, Síða 15
VÍSIR . Þrfðjudagur 28. janúar 1964. 75 82? — Og nú mun ég sýna og sanna fyrir yður, herrar mínir, að vandamál, sem yður virðist erfitt að leysa, er auðleyst. Menn hlustuðu furðu lostnir, eins og þeir gætu ekki trúað sínum eigin eyrum. Griskv gat ekki varizt því, að spyrja sjálf- an sig hvort Paroli væri snill- ingur eða gortari. En Paroíi spurði nú nemana hvor nokkur þeirra hefði nefgleraugu, og svar aði einn játandi. — Númer hvað? — Sextán. — Gerið svo vel að lána mér þau. Paroli tók nú við þeim og tók glerin úr umgjörðinni og lagði annað glerið á ská yfir hitt og bar þau svo þannig að hægra auga konunnar. — Gerið nú svo vel að segja mér hvort þér getið séð? Hún hlýddi, lyfti höfði, sorg- bitin á svip, og vonleysisleg, en allt í einu rak hún upp gleði óp, og hné svo eins og máttvana aftur á bak. — Hvað er að, kæra móðir?, spurði de Gevrey. — Þér þurfið ekki að ala nein ar áhyggjur, herra de Gevrey, sagði Paroli róandi tón. Móðir yðar hugði sig næstum blinda, en ég mun láta augntækjasér- fræðing þaim, sem starfar fyrir mig, gera henni sérstök gler- augu, sem munu gera henni kleift að sjá. Allir viðstaddir voru undrandi, en frú de Gevrey grét hljóðlega af einskærum fögnuði, en sonur hennar greip um báðar hendur Parolí og þakkarorðin streymdu af vörum hans. — Herra Paroli, þér færið oss miklar hamingju. Við munum aldrei geta launað yður. — Það mun reynast yður auð velt: Minnist vinsamlega þess- arar stofnunar, sem hinn frægi herra Grisky hefir gert kunna um allt Frakkland og víðar. Grisky ljómaði. Hann viður- kenndi með sjálfum sér, að eftir maður hans var honum fremri, og þessi maður viðurkenndi álit hans og kallaði hann frægan. — Þér getið nú farið heim með móður yðar, herra de Gevr ey, hélt Paroli áfram. Innan þriggja daga skal ég koma með gleraugun. — Þér skuluð verða vinur okk ar ævilangt, herra Paroli, sagði de Gevrey, og er hann hafði leitt burtu móður sína, sem hafði stamað upp nokkrum þakkarorð um, og þau voru farin, sagði Grisky: — Sonur minn, þér eruð meist ari. Þér eruð nú þegar frægur En Poroli hugsaði sem svo: — Ég hefi alla tíð þótzt örugg ur um að allt myndi heppnast fyrir mér. Hafi nokkur efi um það leynzt hið innra með mér er honum nú eytt að fullu. Paroli hafði gert ráðstafanir til þess að fá leiguvagn þennan dag, og honum var nú ekið að húsdyrum stofnunarinnar. Paroli lét hann bíða og snæddi morg- unverð með Grisky, og fór svo út, og hallaði sér með ánægju brosi á vör aftur í vagnsætinu. Hann ætlaði á fund eins landa síns. Feneyjamanns, sem var glerslípunarmaður og augntækja smiður. Er hann hafði lokið þessu erindi ók hann til íbúðar sinnar í Courcelles-götunni. Þeg ar hann kom þangað sló klukkan hálf þrjú. Hann fór inn í herberg ið og opnaði skúffuna, sem hann geymdi í peningana og stolnu skjölin, tók skjalatösku Berniers með uppkastinu að erfðaskránni og kvittunina fyrir 1.2 milljón frorjkum^sem yar und.irrítMS af Bontemps bankastjóra ;,í ávlars- eille. Paroli tók nú þessi skjöl og fór að taka afrit af þeim. Eftir- ritin skildi hann svo eftir í skúffunni, en stakk frumskjölun um í skjalatöskuna, sem var lítil, og stakk henni í vasann. Svo skrifaði hann bréf og skrif aði utan á umslagið: Hr. Hanni- bal Gervasoni, Prinsens breið- stræti nr. 5 Því næst fór hann út og bað ökumanninn að afhenda bréf- ið, og er ökumaðurinn spurði, hvert hann ætti að sækja hann, kvað hann þess ekki þörf, og kvaðst ekki þurfa meira á hon- um að halda þennan daginn, en bað hann að koma daglega klukkan þrjú. Það var fátt fólk á ferli. Vetr arsólin varpaði fölum geislum á snævi þakin húsþökin. Þegar hann var kominn í eitt úthverfið valdi hann sér afvikinn stað, þar sem enginn var á ferli og lagði skjalamöppuna í skarnið, lét hana liggja þar smástund, beygði sig svo niður, tók hana og þurkaði af henni með vasa klút sínum, en gætti þess, að á henni yrðu nokkrir óhreinir blett ir. Svo hélt hann á henni um stund, svo að hún gæti þornað dálítið, og hélt svo áfram í átt- ina til Rue des Dames. Hann nam staðar við nr. 54 og gekk án þess að hika inn í húsið og barði að dyrum í hús- varðaríbúðinni. Paroli var í loðskinnsfóðruð- um frakka, sem loðkragi var á, og með pípuhatt á höfði, og leit mjög virðulega út, enda hugði húsvarðarkonan hann vera lög- fræðing eða lækni. — Leyfist mér að spyrja, sagði hann, býr -herra Bernier hér? — Já, á fjórðu hæð, svaraði hún hiklaust, því að hún hugði hann vera einn af embættismönn um þeim, sem fjölluðu um morð málið. Paroli gekk upp á fjórðu hæö og hringdi dyrabjöllunni. Birg- itta, sem var sorgarklædd kom til dyra. — Leyfið mér að spyrja, er Bernier heima?, spurði Paroli. Birgitta horfði á hann stein hissa, næstum skelkuð. — Herra Bernier?, tautaði hún, Viljið þér tala við herra Bernier? — Já, það vildi ég gjarnan. Er það ekki hérna, sem hann á heima. — Herra Bernier er dáinn. — Dáinn? — Hve langt er síðan hann dó? — Fjórir dagar. — Það var mjög sorglegt. Búa kannske einhverjir ættingjar hans hér? — Já, dóttir hans, ungfrú Cec- ile Bernier. — Get ég fengið að tala við hana? , — Ungfrúin er í sorg, ég veit ekki . . . — Ég skil það vel, en ég þarf nauðsynlega að tala við hana — um mikilvægt mál, og það er enn mikilvægara en ég hugði,,þar sem herra Bernier er látinn. Verið svo vinsamlegar að kynna mig fyrir ungfrú Bernier. — Gerið svo vel að ganga inn. Ég skal tala við ungfrúna. Hvað heitið þér? — Angelo Paroli læknir. Þegar Benjamin Leroyer hafði fengið skeytið, sem sonur hans hafði sent honum frá Saint-Juli- en-du-SauIt, vænti hann þess, að Leon myndi koma heim með fyrstu lest, til þess að greina honum nánar frá andláti síns gamla vinar Jacques Bemiers. Þess vegna fór hann að mið- degisverðinum loknum á járn- brautarstöðina, fullviss um, að sonur hans mundi koma með næstu lest. Leroyer var sem lostinn reiðar slagi, er hann heyrði um dauða vinar síns. í fyrstu ætlaði hann ekki að geta trúað því, að það væri satt, því að Bernier var í rauninni enn á góðum aldri, og mjög heilsuhraustir. Og þeir höfðu verið saman mikinn hluta dags og fram á nótt fyrir aðeins tveimur dögum, og þá leit hann sannarlega út, eins og hann gæti lifað fjölda mörg ár enn. Hvert var banamein hans? Og hvernig stóð á því, að rétturinn hafði mál hans til rannsóknar. Þetta var allt mjög dularfullt. Sökum þess hve óeirinn Leroyer var kom hann fullri klukkustundu áður en lestin kom. Og biðin fannst honum óralöng. Hann var allt af að líta á klukkuna og hver mínútan var svo löng, að honum fannst tíminn aldrei ætla að líða. En öll bið tekur enda og loks kom lestin og þá gleymdi Leroy er allri virðingu og fór að hlaupa með fram lestinni og linnti ekki sprettinum fyrr en hann sá Leon koma út um einar vagnklefa- dyrnar. Og jafnvel áður en Leon fengi twkifæri til afj heiisa honum spurði hann: — Er það satt, að Jacques Bernier sé látinn? — Já. — Hver var dauðaorsökin. — Það var um hræðilegan glæp að ræða — og það er í rauninni kraftaverk, að ekki voru framdir tveir glæpir. LAUGAVEGI 90-92 Stærsf úrval bif- reiðu á einum stuð. SaL örugg hjú okkur. R Z A H Tarzan dregur og uregur, og smám saman færist Naomi ofar. Hún er með lokuð augu og held- v/Miklatorg Simi 2 3136 ur dauðahaldi í boga Tarzans. - treysta er grannur trefjakaðall. Fyrir neðan hana er hyldýpið, og En loksins er ferðalagið á enda, það e na, sem hún hefur á að og hún heyrir Tarzand kalla: — Nú er þér óhætt að slappa af, Naomi, þú ert óhult. gegn afborgunum Chevrolet Impala ’59, 6 cyl. beinskiptur. Moskovitch ’60 og ’61. Taunus station ’60 og ’62. Pontiac ’56, 2ja dyra Opel Caravan ’59 Benz diesei ’55 og ’56. Fiat 2100 stadion ’61 Volvo P544 ’60 Ford ’58 6 cyl. beinskiptur. Vörubilar og sendibílar í úrvali. Hundruð bifreiða á söluskrá. Seljum á dug Opel Retord ’58 ’62 ’63 Gipsy ’62. Landrower benztn og dieselbíla ’62. Ford Cardinai ’63-’64 Volkswagen ’62-’63 Willys-jeppi ’64 Benz 180 ’58 og ’60. Benz dieseibifreið ’61. Fiat 11 station ’58. Fiat fólks- bifreið ’63. verð kr. 105 þús. Opel Caravan ’59-’62. Benz vörubifreiðar ’55. ’60 og '61. Moskowich. ’60 Zimcr ’61. Bílusulu Guðmundur Bergþórugötu 3 Simi 19032 og 20070 Eldhúsborð - ildhússiólor Miklatorgi iSá

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.