Vísir


Vísir - 04.02.1964, Qupperneq 2

Vísir - 04.02.1964, Qupperneq 2
2 V*1 SIR . Þriðjudagur 4. febrúar 1964. Dagurinn í gær var mikill sigur- dagur fyrir Frakka og Norðmenn. Þetta var einnig mikill dagur fyr- ir blaðamenn, sem létu hina 18 ára gömlu Mariellu Goitschel gabba sig með trúlofunarsögu að loknum sigri sínum. Mikið uppi- stand varð einnig þegar biaða- maður einn neitaði áð yfirgefa sæti, sem tekið hafði verið frá fyrir Júlíönu Hollandsdrottningu. Var þetta Kanadamaður og var hann handtekinn. 1 JA VI ELSKER DETTE... Norski fáninn var dreginn að húni i fyrsta sinn á þessum leik- um á sigurstönginni í Seefeld. Það var Tormod Knudsen, sem vann norræna tvíkeppni á undan Rússanum Kisilev og Georg Thoma frá Þýzkalandi. Það var há tíðleg stund fyrir jafnt Norðmenn sem alla Norðurlandabúa, þegar iúðrasveitin lék „Ja vi elsker ECörfykiKBttleikur: YFIRBURDASIC- UR Í.R.-INGA — unnu KJ. með 31 stigs mun S.l. laugardagskvöld hófst ís- landsmótið í körfuknattleik. — Er mótið hafði verið sett af Boga Þor- steinssyni formanni körfuknattleiks sambandsins gengu til leiks lið Ár- manns og UMF Skallagríms í I. fl. Ármann vann með yfirburðum, enda mun leikvanari menn í því liði en meðal Borgnesinga , sem enn eiga margt ólært í körfuknatt- leik. Þorsteinn Hallgrímsson við körfuna. Seinni leik kvöldsins léku meist- araflokkslið KR og IR. Fyrirfram var búizt við að KR myndi veita ÍR nokkra keppni og þeir bjartsýn- ustu vonuðu jafnvel að KR gæti bundið enda á margra ára sigur- göngu ÍR. En hér fór á annan veg. Strax í upphafi kom í ljós, að leik- ur ÍR var mun betur skipulagður en andstæðinganna, sérstaklega þó varnarleikurinn. I beinu framhaldi af þessu skoruðu ÍRingar mun meira en KRingar og um miðjan fyrri hálfieik stóðu leikar 24:8 IR í vil. Mestur varð munurinn 28:10. en þá tóku KRingar fjörkipp og héldu honum út fyrri hálfleik, sem endaði með 36:26 fyrir ÍR. I seinni hálfleik endurtók sig'sama sagan og í fyrri hálfleik. IR hefur algjöra yfirburði framan af og KR lætur lítið að sér kveða. KR sótti þó held ur í sig veðrið er á leikinn leið, en þá var það orðið of seint og sigur ÍR orðinn staðreynd. Leikinn vann ÍR með 31 stigs mun, 87:56. Það var fyrst og fremst iRliðið, sem heild, en ekki yfirburðir neins eins manns í liðinu, sem stuðlaði að þessum yfirburðarsigri liðsins, að ógléymdri slakri vörn KR. Þá er óskiljanlegt hvers vegna KR not- aði ekki hraða þann sem liðið greini lega ræður yfir og gafst mjög vel í þau fáu skipti, sem honum var beitt, t. d. seinni hluta fyrri hálf- leiks. Leikinn dæmdu Björn Arn- órsson og Guðjón Magnússon. Þss. dette landet“, sem hljómaði i kyrrð fjalianna. rFRANSKA STÚLKAN GÁSKAFULLA . Hinar stórkostlegu frönsku syst- ur héldu áfram að sigra. Marielle litla vann gull í stórsviginu, en stóra systir varð önnur og jöfn Jean Saubert frá Bandaríkjunum. Marielle var f himnaskapi, þeg- ar hún var búin að aka á ofsa- hraða niður brekkurnar. Hún tók blaðamönnum tveim höndum og sagði (í grfni), að hún ætlaði að gitfast nágranna sínum, hinum tvítuga hóteleiganda og 6. manni f svigi á þessum leikum, Jean- Claud Killy. Og fréttin flaug um allan heim og það var gleði á ■® heimili Goitschel-systranna í f jalla bænum D’Isere ekki sízt vegna „trúlofunarinnar“. En klukkutfma sfðar varð heimspressan að bera fréttina til baka, þetta hafði allt verið spaug. T ÍSKNATTLEIKUR í INNSBRUCK ... I ísknattleik er Kanada fyrst í a-riðli með 8 stig eftir 4 leiki, Rússar með 6 stig eftir 3 leiki, Tékkar með 4 eftir 3 leiki og Svíar með sömu töiur. Þá koma Bandaríkjamenn, Finnar, Þjóðverjar og Svisslendingar. í b-riðli eru Pólland fyrst með 3 leiki og 6 stig, Austurríki með 3 leiki og 5 stig, Japan með sömu tölur, þá Júgóslavar, Norðmenn, ítalir, Rúmenar og Ungverjar. .«• n .•*•/ • • Þrír Isindsleildr í laugardaS í sumar ÍSLENDINGAR keppa við svertingja frá BERMUDA Þeldökkir knattspyrnuhienn muhu í sumar heyja kappleik við íslenzka landsliðið í knatt- spyrnu. Það eru leikmenn Ber- muda, sem leika hér 10. ágúst n.k., en sá leikur verður einn þriggja, sem ákveðið er að fari hér fram. Hinir leikirnir eru við Skota 27. júlí og Finna 23. ág- úst. Einniq niun islenzkt lið far? f ugleiðis utan t'3 F~rp’';a ‘ boð- knattspyrnii';pt”b"ud-'n" ' ar er hað á 2!> árr. afr.iæl' ’tm þe'" ar mtmdir. Landsleikirnir n- ••* Skota og Finna haí; I' staðfestir. Bermudaliðið mun vera allsterkt og Iék t. d. ný- lega við UKRAIN F.C., sem er Bandaríkjameistari, og unnu Bandaríkjameistararnir aðeins 1:0, en þeir eru taldir mjög sterkir. Bermudamenn koma hingað í leiguflugvél og hafa ferðafólk með sér, en ferðin hingað er gerð gagngert til að heimsækja ís'.and. Greiða þeir allan kostnað af ferð sinni sjálf- ir, nema KSÍ borgar uppihaldið bér. Finnar eru orðnir mjög sterk- ■ á knattspyrnusviðinu svo sem 'cunnugt er. Þeir voru nær orðnir ''lorðurlandameistarar f knatt- 'vrnu í haust og áttu mjög góða leiki. Verða okkar menn eflaust ekki þung raun fyrir Finnana. Skotar senda hingað áhuga- mannalandslið sitt. Það lið er talsvert sterkt, en e. t. v. er ekki fjarri iagi að ætla að hér verði heldur jafn leikur, þó er það kannski óskhyggja. Ekki er enn ákveðið hvaða lið tekur hinu ágæta boði Fær- eyinga um leik. A-landslið okk- ar mun ekki geta farið, enda er liðið bundið við verkefni hér heima. Til mála getur komið, að senda B-landslið okkar með nokkrum unglingaliðsmönnum, eða jafnvel Unglingalandslið ís> Iands, sem verður eflaust mjög gott lið. Þetta er teiknimynd af hinni fögru skál, sem heldur uppi Ol- ympíueldinum, sem Iögar þessa dagana í Innsbruck, meðan á ieikunum stendur. Er hún mik- ið mannvirki eins og sjá má. una með trúlofunarsögu! Marielle litla gabbaði beánspress-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.