Vísir - 04.02.1964, Síða 8

Vísir - 04.02.1964, Síða 8
V1S IR . Þriðjudagur 4. febrúar 1964. 8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Gengi viðreisnarinnar Stjómarandstaðan lætur liggja að því orð þessa dag- ana að nú sé úti um viðreisnina — nú sé draumurinn búinn. Orsökin á að vera sú að söluskatturinn hefir verið hækkaður um rúm 2%! Ef satt væri sannaðist hér hið fornkveðna að oft veltir lítil þúfa stóru hlassi. En hyggjum örlítið nánar að málinu. Er þetta stað- reynd eða óskhyggja að viðreisnin sé fallin og það á eigin bragði í þokkabót? Það þarf ekki hagspeking til þess að sjá að hér mælir stjórnarandstaðan án raka. Það eina sem gerzt hefir er það að bráðabirgðalausn hefir verið fundin á vandkvæðum sjávarútvegsins við þessi áramót. Sú lausn stendur ekki í neinu orsaka- sambandi við viðreisnarstefnuna, né er hún þáttur í frumáætlun ríkisstjórnarinnar um endurreisn efnahags lífsins. Hún er tilkomin vegna þess eins að stjórnarand- staðan hefir komið útveginum í mikinn bobba með kaupkapphlaupi og yfirboðum. Nú er ríkisstjórnin að leysa þann vanda, sem stjórnarandstaðan hefir skapað. Syndin er nú hvorki stærri né meiri en það. En viðbrögð stjórnarandstöðunnar við sjávarútvegs- lausninni em um fleira kostuleg. Hún hefir réttilega bent á að hér er stigið skref inn á uppbótarleiðina. Það er hennar gamla leið, hennar gamla stjórnarform. En nú er því lýst yfir að þessi leið sé ótæk og stjórnin hirt fyrir það að hafa svikið loforð sín, eins og Tíminn kemst svo skemmtilega að orði í fyrradag. Þannig harmar stjórnarandstaðan að viðreisnarstjórnin skuli ekki standa við fyrirætlanir sínar í öðru orðinu, en fordæmir hana í hinu. Svo kostulegt ósamræmi er í málflutningi hennar um efnahagsmálin. gannleikurinn er sá að viðreisnin hefir fært þjóðinni miklar umbætur og miklar framfarir. Og stefna henn- ar er enn í fullu gildi þótt hliðarspor hafi orðið að taka í bili. Hér hefir svo oft verið minnzt á þann furðu- lega góða, árangur sem náðst hefir í efnahagsmálunum síðustu þrjú árin, að ástæðulaust er að fara um það mörgum orðum. Gjaldeyrissjóðir hafa verið myndaðir í stað gjaldþrotasjóða. Spariféð er orðið meira en nokkru sinni fyrr. Atvinna hefir aldrei verið meiri. 30 þúsund borgarar voru gerðir tekjuskattslausir með skatta- bótinni. Tollar voru stórlækkaðir á landsfólkinu. Al- mannatryggingarnar hafa verið stórauknar. Traust hefir verið skapað í fjármálum út á við og inn á við. Þetta eru afrek viðreisnarinnar. Að nefna þau er ekkert karlagrobb. Þau eru staðreyndir, sem öll þjóðin nýtur nú góðs af. * j ár, 1964 er hlaupár. í>að hef- ur það í för með sér, að febrúarmánuður verður einum degi lengri en í venjulegum ár- um, eða eins og segir í vísunni: Febrúar tvenna fjórtán ber frekar einn þá hlaupár er. Þetta einkennilega fyrirbæri í almanakinu hefur það 1 för með sér, að einstaka menn eru svo óheppnir, að vera fæddir á hlaupársdag og eiga þaðan f frá aðeins afmæli á fjögurra ára fresti. Það þykir neyðarlegt að vera fæddur á hlaupársdag og þess eru jafnvel dæmi, að mæð- urnar reyni að breyta því og fá lækna og yfirsetukonur til að gefa út ranga skýrslu um að fæðingin hafi orðið 28. febrúar eða 1. marz. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt, því að þegar stund- ir líða fá hlaupársbörnin það á tilfinninguna að þau séu útund- an í lífinu. Að vísu er reynt að bæta þeim það upp með því að halda upp á afmælið á næstu dögum, en félagar þeirra stríða þeim óspart með því, að þetta sé bara plat, þau eigi ekkert afmæli. Eg elska minn. ég leyfa mér að biðja hönd yðar, herra *)•) Frekar einn þá hlaupár er“ ITlaupársdagurinn stafar ein- faldlega af því, að sólin er aðeins lengur en 365 daga að fara ársins hring. Til þess þarf hún nærri 6 klst. í viðbót. Á fjórum árum hefur því safn- azt saman í heilan sólarhring. Til forna áður en menn upp- götvuðu þetta vildu árstíðirnar færast til, svo það gat numið nærri heilum mánuði á öld. Eftir nokkrar aldir voru menn hættir að skilja i því, að þeir mánuðir, sem forfeðurnir höfðu kallað sumarmánuði voru orðn- ir vetrarmánuðir með snjó og fjúki og svo öfugt. Tjegar hið kristilega tímatal var tekið upp á 6. öld var svo ákveðið að lagfæra þessi mistök með því að taka upp hlaupársdag á fjögurra ára fresti. En undarlegt var að hlaupársdagur var ekki ákveð- inn 29. febrúar, heldur þann 24. febrúar. Stafaði þetta af til- liti til hins rómverska tímatals og gamalla rómverskra siðvenja. Þannig var 23. febrúar hinn gamli rómverski hátíðisdagur Terminalia, sem var haldinn til heiðurs landamæra eða tíma- markaguðinum Terminusi. Þótti hæfa að setja hlaupársdaginn næstan á eftir honum, en við það flytjast dagar Matthlasar, Victorinusar o. fl. einum degi aftar í almanakinu. AJmennt er þó ekki tekið neitt tillit til þessarar skýringar og er yfirleitt litið svo á að sá 29. sé hlaupársdagur. ]^ú er það að vísu svo, að sól- arárið er ekki nákvæmlega 365 dagar og 6 klst., heldur nánar tiltekið 365 dagar, 5 klst., 48 mínútur og 48 sekúndur. Þar vanfar sem sagt um ellefu mínútur upp í 6 klukkustund- irnar. Það er að vísu ekki mikið en safnast þegar saman kemur, á fjögur hundruð árum hafa þessar ellefu mínútur safnazt saman í þrjá daga sem þurfa að dragast frá. Þess vegna var það ákveðið með tilskipun Gregoriusar páfa 1582, að fella niður hlaupársdag um hver aldamót, nema það aldamótaár- tal sem fjórir ganga upp í ald- atölunni. Þannig skyldi vera hlaupár árið 1600, en ekki hlaupár árin 1700, 1800. 1900. Með þessu móti vinnst upp um- rædd þriggja daga skekkja á 400 árum. En Gregorius páfi gerði meira. Hann ákvað að Ieiðrétta allt tímatalið frá upphafi hins kristi lega tímatals. Sú skekkja nam þá orðið 10 dögum og ákvað páfinn að fella átta daga úr. þá voru mótmælendatrúar- menn komnir til valda víð- ast í Norður-Evrópu og voru þeir nú ekki á því að hlýða páfanum. Þar var hinu gamla eða júllanska dagatali haldið áfram og kom nú upp það ein- kennilega fyrirbæri að mismun- andi dagatal var ríkjandi í heila öld í Suður- og Norður-Evrópu, jafnvel I nágrannahéruðum í Þýzkalandi eftir þvl hvort kaþólskir eða mótmælendur réðu þar ríkjum. Var kaþólska almanakið 10 dögum á undan og má geta nærri hvílíkum rugl- lingi þetta hefur valdið. Loksins urðu mótmælendurn- ir að gefa sig I þessu og viður- kenna að páfinn hefði rétt fyrir sér. Það gerði danska ríkið ár- ið 1700 og var munurinn þá orðinn ellefu dagar. Árið 1699 andaðist Kristján 5. og við tók sonur hans Frið- rik 4. Hann lét það verða sitt fyrsta verk að breyta tímatal- inu. Tjað þóttu mikil undur cg stórmerki norður á Islandi á Alþingi sumarið 1700 að lesið Framhald á bls. 13. Rætt um gamla hlaupárssibi, framsýni Gregoriusar páfa og tillogu til Alþingis um bónorbsrétf kvenna á hlaupársdag * I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.