Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 3
V í S IR . Þriðjudagur 4. febrúar 1964. 3 Loksins kom snjórinn. Hann hefur Iöngum verið elskaður og hataður á víxl. Bíleigendur hata hann, þegar þeir koma að bílum sínum f kafsnjó á morgnana og eiga f erfiðleikum með að ræsa þá, eða þá að þeir sitja fastir i einhverjum skaflinum og geta sig hvergi hreyft. Börnin elska snjóinn og það er verkefni MYNDSJAR I dag að sýna börnin að Ieik í snjónum. Ljósmyndari Vísis ók um borgina og tók fjölda margar myndir og hér birtist nokkrar þeirra. Það var sama hvert ljósmynd- arann bar. Alls staðar var gáski og fjör hjá börniinum. Á Arnar- hóli voru haldnir „litlir Olym- píuleikar“ þar sem öll verðlaun runnu til íslendinga, og í Lang- holti voru nokkur börn að byggja sér lítið snjóhús í skjóli stein- steypurisanna tveggja. Það var líf og fjör og eflaust hafa litlu börnin verið eins þreytt eftir fjörugan Ieik eins og bileigendurn ir sem þurftu að ýta bílnum út úr sköflum hvað eftir annað. Á blettinum milli Snorrabrautar og Þorfinnsgötu, þar sem jámsmiðurinn hans Ásmundar stendur, renndu börnin sér á rassinum niður stutta en bratta brekku. iii i borginni uno sér vel i snjónum „Smá-olympíuleikar" á Arnarhóli ... og öSS verðlaun til íslendinga Unga skíðakonan hafði heyrt getið um systurnar frönsku sem sigra alla á Olympíuleikunum. Og hér var hún að reyna sig í brekkunum í fyrsta sinn. Fall er fararheill, — og hver veit nema þessi litla eigi eftir að ná langt í svigi og stórsvigi. Stíllinn hjá þessum á eflaust eftir að batna, verða mýkri og fjaður- magnaðri. Snáðinn er nýstaðinn upp úr fönninni — og myndar- inn hefði „skotið hanri niður“ því sekúndubroti eftir var hann enn fallinn. Á fullri ferð niður Arnarhól. Landnámsmaðurinn horfir á afkomendur sína með velþóknun. (Ljósm. Vísis I.M).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.