Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 4. febrúar 1964. 50 árekstrar á 3 dögum Hér sést togara-bendan, þar sem þeir voru afl Iosna frá bryggju i hriðarhrynunni. Það gerði erfiðast fyrir, að vélamar voru ekki í gangi. Litlu mumtii uí toguru ræki upp Síðastliðinn Sóiarhring, þ. e. frá því í gærmorgun og þar til í morg un, urðu 18 bifreiðaárekstrar á götum Reykjavíkur. Af þessum árekstrum urðu 5 fyr ir hádegi í gær, 11 árekstrar á tímabilinu frá hádegi og til kl. 8 að kvöldi, en 2 rekstrar í gærkv. og nótt. Auk þess var ekið á einn ijósastaur I nótt. Eins og frá var skýrt I Vísi í gær, urðu 30 bifreiðaárekstrar á hálfum öðrum sólarhring næst áð- ur, þannig að um 50 árekstrar hafa orðið hér í borg á þrem sfðustu dögunum. • 86 manns biðu bana af slys- förum í Noregi í janúar, þar af 28 af völdum umferðarslysa (15 í sama mánuði í fyrra). # Frú Marina Oswald, ekkja Har vey Lee Oswalds, banamanns Kennedy forseta, kom fyrir Warren nefndina, sem rannsakar allt varð- andi morðið, í gær. Hún var ein á fundi með nefndarmönnum. Engar tilkynningar hafa verið birtar um það sem fram fór. Það ríkti hálfgert öngþveiti i gærdag við höfnina f Hafnarfirði, þegar togarar þeir, sem bundnir hafa verið við bryggju þar, losn- uðu frá f einni hríðarhrinunni f gær. Togararnir iágu þarna við svokallaða Nýju bryggju. Óttuðust menn jafnvel um tíma að þá myndi reka upp í fjöruna þarna, en þá linnti hrinunni og tókst að draga þá með vörubflum að landi. Það voru togararnir Júni og Aprfl, sem losnuðu og rak þá yfir að togurunum Ágústi og Bjarna riddara, en á milli þeirra urðu vélbátarnir Hafnfirðingur og Álftanes. Sem fyrr segir, lágu tog- ararnir þarna á skakk og skjön og óttuðust menn að þá ætlaði að reka upp í fjöruna, sem er grýtt. Voru togararnir þungir í vöfum, eins og slfk skip eru, þegar vélar þeirra eru ekki f gangi, en margir menn voru kallaðir til þess að vinna að björgun þeirra. Vélbátarnir tveir sluppu úr bend- unni með þvf að sigla burt, þannig að Hafnfirðingur dró Álftanes. — Höfðu skipshafnir þeirra brugðið skjótt við, komizt um borð f tog- arana og hlaupið niður í bátana. Það óhapp vildi þá til, að vélstjór- inn á Álftanesi, Guðmundur Jóns- son, fótbrótnaði, þegar hann var að stökkva af hvalbak Bjarna ridd ara um borð f Ágúst. Varð Guð- mundur fyrir vír, sem olli fótbroti. Þegar flytja átti Guðmund í land, var Bjarni riddari kominn nokkúð frá bryggju, en það tókst að fá hann að bryggju, með því að þung- ur vörubfll dró skipið að hafnar- bakkanum, og var Guðmundur þá borinn niður f sjúkrabflinn. GulKox! setur hraðamet ÍSLENZK KONA BUNDIN 00 RÆND i L0ND0N? ísienzk kona sem er gift í Englandi, varð fyrir hrottalegri árás innbrotsþjófs í London í sfðustu viku. Skýra ensku blöð- in frá þessum atburði og birta myndir af konunni, sem þau kalla Mrs. Christine Bungay, og ætti hún því að heita Kristfn að fomafni. En ekki hefur blaðinu tekizt að afla sér nánari upp- lýsinga um, hver stúlka þessi er. Lýsingar ensku blaðanna, svo sem Daily Express, af þessum atburði, eru allhroðalegar. Þau skýra frá því, að frú Christine hafi verið ein heima hjá sér á fimmtudagskvöldið. Þá var hringt dyrabjöllu og hún spurði í dyrasíma hver það væri. Rödd sagði í sfmann, að það væri símskeytaberi. En þegar hún opnaði forstofudyrnar, rucjdist ókunnugur maður inn. Hann var hinn mesti beljaki. Hann réðist á konuna og tók hana taki, bar hana inn í svefnherbergið, lagði hana þar upp í rúm og batt hana kirfilega fasta f rúmið, auk þess sem hann keflaði hana. Síð an fór hann um íbúðina, braut upp hirzlur og tók allt sem hann fann verðmætast, einkum þó ýmis konar skartgripi. Hann tók einnig tvo hringi, annan með saffr og hinn með demanti, af fingrum konunnar, þar sem hún lá bundin, sömuleiðis gull- armbandsúr hennar. Christine lá þannig bundin í rúminu f heilan klukkutíma. Þá var ofbeldismað urinn löngu á bak og burt. Henni tókst loksins að losna og kalla á hjálp. Daily Express segir, að verðmæti hins stolna hafi numið 11 þúsund pundum, eða talsvert á aðra milijón króna. Millilandaflugvél Flugfélags Is- lands, GuIIfaxi, setti hraðamet á flugleiðinni milli Glasgow og Kaup mannahafnar í gær. Gullfaxi flaug þessa leið á 1 klst. og 56 mínútum, sem er hraðamet farþegaflugvéla á leiðinni. Flug- stjóri var Jón Ragnar Steindórsson og flugleiðsögumaður Örn Eiríks- son. Vantar þorsk og ýsu í Bretlandi Mikill skortur er nú á þorski og ýsu í Bretlandi og hátt verð á þeim fiski, sagði Þórarinn Olgeirsson í Grimsby í morgun í símtali við Vísi. Framboð á fiski er nú lítið hér og markaðinn hungrar eftir fiski. En þvi miður mun afli ís- lenzku togaranna vera lftill um þessar mundir, bætti Þórarinn við. Mdluferli / Grimsby vegnu Þorkels msha Tel íslenzka togarann ekki eigan eina sök, segir Þórarinn OSgeirsson ræðismaður Nýlega fóru fram í Grimsby réttarhöld 1 máli, er eigendur brezka togarans Everton í Grims by höfðuðu gegn skipstjóranum á b. v. Þorkeli mána vegna elds- voða, er varð í höfninni i Grims by s. I. sumar. en eigendur Ever ton telja islenzka togarann eiga sök á eldsvoðanum. Vísir átti í morgun sfmtal við Þórarin Olgeirsson, ræðismann islands f Grimsby, um málaferli þessi. Þórarinn sagði, að fulltrúar Everton héldu því fram, að olía hefði lekið í höfnina úr Þorkeli mána, en viðurlög Iiggja við þvf að láta olíu fara f höfnina. Ever ton hafi legið við hlið Þorkeis mána og hafi verið unnið að við gerð á brezka togaranum. Hafi komið upp eldur í Everton með an á viðgerðinni stóð og teldu eigendur skipsins, að eldurinn hefði orðið mun meiri en ella, vegna olfunnar f sjónum og þvf bæri íslenzki togarinn höfuðsök f málinu. „En það tel ég ekki rétt“, sagði Þórarinn. Þórarinn kvað það alls ekki sannað, að olía hefði farið úr Þorkeli mána f sjóinn, en auk þess teldi hann Everton eiga sök á eldsvoðanum, þar eð eldurinn hefði kviðnað þar vegna við- gerðar á skipinu. Þórarinn sagði, að hér væri fyrst og fremst um að ræða ágreining um það, hvaða trygg- ingafélögum bæri að greiða tjón það, er hlauzt af eldsvoðanum. Hann sagði, að málið gæti staðið f marga mánuði enn áður en dómur kæmi. Brezki togarinn Everton skemmdist talsvert f eldsvoðan- um og hætta var á að eldurinn kæmist einnig i Þorkel mána, en það tókst að flytja íslenzka tog arann á brott

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.