Vísir - 04.02.1964, Side 7

Vísir - 04.02.1964, Side 7
VÍSIR . Þriojudagur 4. febrúar 1964. Y estur- íslendingurinn Kristján Richter £>að var hljótt um lát Kristjáns Richters í St. Paul í vetur. Hann dó sama dag og Kennedy forseti var myrtur, 22. nóvember, 1963, og þannig var það að fréttin um andlát þessa háaidraða heiðursmanns fór fram hjá mörgum kunningjum. Krist ján var móðurbróðir Ólafs Thors fyrrverandi forsætisráðherra ís- lands, Thors sendiherra í Washing- ton, og þeirra systkina, og Iíka móðurbróðir Kristjáns Albertssonar rithöfundar. Hann var síðastur sinn ar kynslóðar í fjölskyldunni og var nærri því 95 ára er hann lézt. C. Harold Richter var nafnið sem Kristján Kristjánsson frá Hraun- höfn á Snæfellsnesi bar hér vestra. „C“ var, á ensku, „Christian", Kristjáns nafnið sem hann fékk við skírn, en „Harold" var nafnið Haraldur, sem hann kaus sjálfur í endurminningu um elzta bróður sinn, Harald, sem fórst sviplega í sjóslysi nálægt Akranesi, 1884. Kristján dó á Midway sjúkrahús inu í St. Paul, skömmu eftir hádegi ið, 22. nóvember. Banalega hans var aðeins um sex daga og og hafði hann haft frábæra heilsu alla æfi, þangað til um síðustu þrjú ár æf- innar þegar sjón og heyrn fór að bila. Samt var hann andlega hress alveg upp á siðustu stund. Jarðarför Kristjáns fór fram á mánudaginn, 25. nóvember, á jarðar fararstofu Fred Johnsons í St. Paul, þar sem prestur Babtista-safnaðar- ins sem Kristján tilheyrði, Dr. Al- ton Snyder, flutti kveðjumál. Hann var jarðsettur í kirkjugarðinum Roselawn Cemetery í St. Paul. Kristján kom til Vesturheims ár- ið 1887 með Pétri og Sveini, bræðr- um sínum, og fór hann fyrst til Winnipeg. Var hann þar nokkur ár ig kom svo til St. Paul, höfuðborg- ir Minnesotaríkis, um 1894. Nokkuð eftir komu hans til St. Paul giftist Kristján Theresu Law- ;n, af þýzkum ættum, sem fædd var i Þjóðverjabyggð skammt fyrir vest an Minneapolis, í Chaska, Minne- sota. Lifir hún mann sinn, ásamt tveimur börum, fjórum barnabörn- um og átta barnabarnabörnum. Eft- irlifandi börn Kristjáns og Therésu eru: Forrest Harold, 62 ára, sem á heima í Richfield, Washington, skammt frá Portland, Oregon, við Kyrrahafsströnd, og dóttirin, Phyll is, kona J. T. Van Istendal, sem á heima £ Hollywood, Florida. Phyll- is var tvígift, missti fyrri mann sinn, David M. Brownlee, sem hún átti tvö börn með, Richard og James Philip. Er James Philip að- eins 18 ára, og á heima hjá móður sinni og stjúpföður í Hollywood, Florida, en eldri sonurinn, Richard Brownlee, er giftur og á sex börn, þrjá syni og þrjár dætur, og eiga þau heima að White Bear Lake, Minnesota, útjaðarbæ St. Paul borgar. Af nánum aðstendendum Kristjáns er líka Frank Goss, sem þau hjónin ólu upp, verzlunarmað- ur í mörg ár í Stillwater, Minne- sota, félagi fósturföður sins f fleiri fyrirtækjum, ógiftur, kominn yfir sextugt, við slæma heilsu af heila- blóðfalli er hann varð fyrir fyrir þremur árum, til heimilis hjá ekkj- unni, að 1725 Highland Avenue, White Bear Lake, Minnesota. Kristján Richter átti heima í St. Paul og nágrenni borgarinnar í 70 ár, í Winnipeg sex eða sjö ár, á íslandi rúm 18 ár. Það er þá lítil furða þó hann fjarlægðist ísland, en samt gleymdi hann aldrei uppruna sínum. Hann var — af gildum á- stæðum — montinn af fólki sínu á íslandi, Maður þarf ekki nema að blaða í æfisögu mágs hans, Thor Jensen, eftir Valtý Stefánsson, að skilja það. Um líf Kristjáns í Vesturheimi — og er það iengsti kaflinn — er sannarlega margt hægt að segja. í Winnipeg var hann vinur Frí- manns Anderson, stofnanda viku- biaðsins Heimskringlu, og lagði hann sitt tii, að styrkja blaðið. Við komuna til St. Paul £ „landaleys- inu“ þar, samrýmdist hann strax staðarháttum. Hann varð ljósmynd- ari, en betur þó — taldist „portrait artist“, vegna þess að hann litaði mannamyndir sem hann tók, í past ellitum, af mikilli list. Upp úr þv£ færði hann út kvfarnar við stofnun „The Richter Company", sem varð auglýsingafyrirtæki, lagandi mynd- ir, texta, teikningar og uppköst að auglýsingum handa mörgum stór- fyrirtækjum. Frank Goss, fóstur- sonur hans, var þá kominn á starfs rek, og lögðu þeir út £ raflýst aug- starfsmann, og á sjálfsfórnarferli hans í þessu starfi kenndi hann minnst fjögur til fimm þúsund ung- um mönnum, sem héldu tryggð við hann æfilangt. Kristján Richter var ekki aðeins andlega hneigður, eins og varð aug ljóst £ tómstundum frá verzlunar- starfi hans. Stjórnmálin, sem hafa einkennt að svo miklu leyti ættfólk hans á íslandi, voru ekki sfður á- hugamál hjá honum. Hann var á- kveðinn fylgjandi Republikana- flokksins öll sfn ár f Bandaríkjun- um. Sérstaklega árið 1914 beitti hann starfskröftum sínum fyrir ,frjálslynda‘ hreyfingu innan flokks is, og þar var hann ötull sam- starfsmaður föður míns, Gunnars heitins Björnssonar, sem þá var for maður flokksins f Minnesota. Kristján var fyrir mörgum árum, meðlimur „Charter Commission" í St. Paul og átti virkan þátt í því að endursemja grundvailarreglur bæjarstjórnarinnar f höfuðborg Minnesotaríkis. Hann skírði líka götuna, þar sem þau hjónin og fjöl skyldan bjuggu lengst — 1767 Highland Parkway í St. Paul. Gatan átti að heita Otto Avenué. Kristjáni var alveg sama um það þótt ætti að heiðra þýzkan lúðraflokksstjóra sem hét Otto — honum fannst miklu meira viðeigandi að láta göt- una, í einu af fallegustu íbúðarhverf Ásgeir Ásgeirsson forseti ásamt Kristjáni Richter t.h. — Myndin er tekin í Vesturheim’. lýsingaskilti, sem varð þeim mikið til hagnaðar. Þaðan af varð Krist- ján formaður líftryggingarfélags, Samaritan Life Insurande Associat- ion, sem hann veitti forstöðu f 16 ár, og starfaði áfram f þágu félags- ins í skrifstofubyggingu f St. Paul langt fram yfir öll þekkjanleg ald- urstakmörk, þangað til fyrir rúmum þremur árum. Kristján var trúmaður mikill, gékk í Baptistasöfnuð fyrst við komuna til St. Paul. Hann var leiðandi starfsmaður í KFUM, og sunnudags skólakennari í meira en 40 ár. Hann kenndi drengjum eingöngu, og ung- um karlmönnum, og voru kennslu tímar hans helgaðir Biblíulestri og ahugasemdum þaraf leiðandi. Hann var oftastnær með 140 til 150 ung- menni í sunnudagstímum hjá sér, varð þekktur um alla borgina í þessu starfi, nóg til þess.að aðrir trúarflokkar sóttu um hann sem íítiií.iifcaav ,.... um borgarinnar, njóta samnefnis með stórum garði þar í grenndinni, Highland Park og, einu sinni sem oftar, fékk hann sitt fram, safnaði áskrifendum að beiðnarskjali sem fór fyrir bæjarstjórn, og fékk nafn inu breytt. Það var eitt sem einkenndi póli- tískt starf Kfistjáns um fleiri ára- tugi. Hann vann fyrir máistöðum sem honum voru kærir og fyrir frambjóðendum sem höfðu náð fylgi hans — ekki handa sjálfum sér. Hann sótti einu sinni um þing- mennsku f neðri deild Minnesota þings, náði ekki kosningu, en var eftir sem áður áhugamaður í stjórn málum. Langt fjarri íslendingum, í St. Paul, lagði Kristján fé f útgáfu viku blaðsins, Lögbergs, og gaf hann ríflega af efnum sínum til styrktar kennslustólsins f íslenzku við Mani- tóba háskólann. Þegar athygli beinist að festu og framtakssemi Kristjáns hér í Vestur heimi, þá virðist sjálfsagt að rifja upp ýmislegt úr bernsku- og ungl- ingsárum hans á íslandi. Sumum fannst hann kaldlyndur gagnvart íslandi hér, og var hann Iöngu orðinn stirður í málinu, þar sem hann hitti samlanda svo sjaldan. Það er skiljanlegt að endurminn- ingar Kristjáns um ísland hafa, væg ast sagt, verið misjafnar. Hann sá aldrei sinn eigin föður. Kristján Sigurðsson, bóndi f Hraunhöfn f Staðarsveit á Snæfellsnesi, fórst í sjóslysi skammt frá Akranesi miðvikudaginn fyrsta í sumri, 1868, og fæddist yngsti sonur hans, sem fékk að heita eftir föðurnum, ekki fyrr en 3. desember, þá um haustið 1868. Steinunn móðir hans, Jóns- dóttir Sveinssonar frá Sólheima- tungu í Borgarfirði og Þorbjargar Guðmundsdóttur prófasts Jónsson- ar að Staðastað, hafði þá alið sjö börn. Sonur hjónanna, Guðmundur, dó kornungur, og Hjörtur dó skömmu eftir að hann var tekinn í fóstur af frænda sínum, Sveini Guð mundssyni á Búðum. Steinunn var þá ekkja með þrjá syni er hétu Haraldur, Pétur og Sveinn, og tvær dætur, Steinunn og Margrét Þor- björg, soninn, Hjört, sem dó á næstu misserum, og fæddist svo Kristján seint það haust f desem- ber. Erfiðieikar frú Steinunnar voru átakanlegir eftir hún missti mann- inn, 1868. Hún hélt áfram búskap um tíma, varð svo ráðskona á öðrum bæ, og loks fékk hún sama- stað árið 1880 hjá Sveini Guð- mundssyni frænda sínum, þá verzl- unarstjóra á Borðeyri, með tveirn- ur yngstu börnum sínum, Þor- björgu, þá á þrettánda ári, og Krist jáni, 11 ára gömlum. Hin börnin voru tekin til fósturs hjá nábúum og ættfólki eftir það mikla óhapp sem skeði 6. janúar, 1884, er elzti sonur Steinunnar, Haraldur, þá 28 ára og aðal fyrirvinna fjölskyld- unnar, drukknaði á hákarlaveiðum með Pétri Hoffman og tíu öðrum, á fiskibát frá Akranesi. Einn bátur af þremur komst í land á Akranesi í ofsaveðrinu þá, og margir fleiri fórust á sama hátt í storminum mikla á þrettándanum. Thor Jensen kynntist Margréti Þorbjörgu ungri, á Borðeyri, 1880. Þau gengu f hjónaband 1886, og tók hinn ungi húsbóndi að sér tengda- móður sína og mág sinn, Kristján, upp úr þvf. Kristján hafði unnið með Thor Jensen við verzlunarstörf bæði á Akranesi og Borgarnesi, og hefur Valtýr Stefánsson þetta eftir Thor í æfisögunni, um það tímabil: „Samvera okkar Kristjáns varð skemmri en ég hafði vonazt eftir, því að sumarið 1887 ákváðu bræður hans, Pétur og Sveinn, að flytjast búferlum til Amerfku. Þegar þeir höfðu bundið þetta fastmælum taldi Kristján að honum væri ráðlegast að slást f förina með þeim“. Sveinn dó fyrir um það bil fimmt án árum f Seattle, vestur við Kyrra haf, Pétur á undan honum f suðvest ur hluta Bandaríkjanna, báðir ein- hleypir, og nú er Kristján horfinn sjónum, þriðji bróðirinn sem lagði leiði ia vestur, fyrir meir en 76 árum. Valdimar Björnsson. npíminn gerist nú mjög lands föðurlegur og ráðleggur ríkisstjórninni að feta í fót- spor Hermanns Jónassonar, þegar hann sat í Stjórn- arráðinu og segja af sér. Um margt er Hermann vel gerður maður og miklu hefir hann afrek- að um dag- ana. En það mun vera mál manna að þar hafi ferill hans náð hæst er hann tók þá ákvörðun að hætta stjórnarsamstarfi með kommúnistum. Enda ber ráð- legging Tfmans það með sér að söguskoðun Framsóknar- manna er sú, að það sé helzt eftirbreytnisvert f ferli Her- manns. © Ekki f fótspor Hermanns. En Tfminn gleymir þvf alveg að Sjálfstæðismenn eru ekki í stjórn með kommúnistum eins og Hermann forðum daga. Þess vegna liafa þeir 'enga á- stæðu til þess að hætta stjórn arsamstarfinu. Á þeim fáu stundum sem Framsóknar- menn skyggnast innst f hjarta sitt munu þeir viðurkenna að aldrei hefir verið annað eins framfara-tímabil og góðæri hér á landi og síðastliðin þrjú ár. Það er engin tilviljun. Viðreisnarstjórnin hefir setið við völd. Ugglaust mundu Framsóknarmenn hafa viljað gefa hálfa hönd fyrir að hafa fengið að taka þátt f henni. En örlögin höguðu því þannig að þeir urðu utangátta — og verða það enn meir með hverju árinu. • Hlaut traust. Framsóknarmenn vilja nú telja fólki trú um að viðreisn- in sé sprungin — vegna þess að hækka hefir orðið sölu- skattinn um tvö og hálft pró- sent. Ekki er ljóst hvaða fólki þeir ætla að taka mark á slíku fáræðishjali. Viðreisnin hefir fært þjóðinni mikla velmegun og hún á enn eftir að standa langa hríð. Atlaga var gerð að henni á síðasta ári, með dyggilegri hjálp Framsóknar. Því hefir orðið að grfpa til afbrigðilegra ráðstafana til þess að mæta þeirri hættu. En þær ráðstafanir hnika í engu viðreisninni né breyta stefnu hennar. Hún mun halda Sitt strik, þrátt fyrir hælbíta kommúnista og Framsóknar. Þjóðin veitti henni mikinn meirihluta fyrir hálfu ári. í krafti þess' trausts mun Iand- inu stjórnað næstu árin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.