Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 10
»0 Ví SIR Þriðjudagur 4. febrúar 1964, 3SæE! GRÆNLAND Framh. af bls. 9. orsökin sé skortur á skipum og viðunandi hafnarskilyrðum. Þess vegna samþykkti danska þingið að veita aukaframlag til skipakaupa og hafnargerða á tímabilinu 1960—65, sem nem- ur um 350 milljónum ísi. kr. og á árangur þeirra framkvæmda að fara að koma í ljós núna. Hafnarframkvæmdir í Græn- landi eru erfiðar vegna þess hve mikill munur er þar á flóði og fjöru víðast 3 — 5 metrar og dug- ar því ekki minna en 10 metra dýpi við bryggjur. Auk þess verða bryggjur að þola ísþrýst- ing. Hafa þessi skiiyrði tafið hafnarframkvæmdir og óvíða er bryggjurými meira en 40 metr- ar. Allar hafnir í Grænlandi eru náttúrlegar hafnir og hefur hvergi verið gerður eiginlegur hafnargarður, þó slíkt sé í und- irbúningi á nokkrum stöðum. Söltunarhús og þurrktrönur eru nú á 80 stöðum í Grænlandi. Niðursuðuverksmiðjur fyrir rækjur eru í Narssak, Christ- ianshaab og Jakobshavn, en frystihús í Narssak, Sukker- toppen, Egedesminde, Juliane- haab, Christianshaab, Jakobs- havn og Godthaab og á þessu ári verður fullgert frystihús í Fredrikshaab. STÓRFELLD BYGGING ÍBÚÐARHÚSA OG HAGSTÆÐ LÁN. Mesta átakið í Grænlandi hefur verið unnið í bygginga- málunum. Fyrir 25 árum bjuggu 75% íbúanna í torfhúsum og grjótbyrgjum. Nú eru torfhús varla til, ekki einu sinni á af- skekktustu stöðum. Það hefur fyrst og fremst orðið að reisa ný og fullkomin hús fyrir danska embættismenn og starfsmenn. Að öðrum kosti hefðu danskir starfsmenn alls ekki fengizt til að flytjast til Grænlands. Fyrr á árum bjuggu þeir flestir f rúmgóðum einbýl- ishúsum, en nú hefur orðið breyting á því, enda er orðið dýrara að halda þjónustufólk en áður. Starfsmannahúsin eru víð- ast raðhús, íbúðirnar minni en áður, en með fjölbýlisskipulag- inu hefur orðið mögulegt að veita aukin þægindi, koma á sameiginlegri upphitun, vatns- og skolplögn og sameiginlegum þvottahúsum. Innfæddir byggja hins veg- ar urmul af litlum timburhúsum og hafa stór hverfi þessara nýju húsa skotið upp kollinum. Þau eru gerð eftir standard- teikningum og er aðallega um fimm gerðir að ræða, tveggja til fimm herbergja hús, sem kosta frá 120 þús. til 300 þús. fsl. kr. Þau eru hituð upp með kola- ofni, en hvorki rennandi vatn né vatnssalerni í þeim. Húsin eru vönduð og vel einangruð. Mikill skriður komst á bygg- ingarframkvæmdir innfæddra árið 1953, en þá hófust bygg- ingalán, sem voru með þeim hætti, að allt verð húsanna var lánað út. Af verðinu voru 40% óendurgjaldskræf og til við- bótar 71/2% fyrir hvert barn í fjölskyldunni, þó í hæsta lagi 77j4% sem yrði óendurgjalds- kræft. Afgangurinn var lánaður til 33 ára með 4% vöxtum. Síðan þessi lán gengu í gildi hafa verið reist til jafnaðar 250 slík íbúðarhús á ári í Græn- landi eða um 2500 íbúðarhús á því tfmabili sem hér er um að ræða. Hefur uppkoma þeirra gerbreytt byggðinni í Græn- landi, stór hverfi þeirra setja svip sinn á alla bæi og þorp. Eru bæjarsamfélög nú sem óð- ast að rísa upp víðs vegar í Grænlandi. Stærst þe'rra er að sjálfsögðu höfuðborgin Godt- haab með 3 þúsund íbúa. Þegar fjölmennið er orðið það mikið fer m.a. að verða mjög aðkall- andi þörfin fyrir skolpleiðslur og vatnssalerni í stað kamars- fatanna sem nú eru notaðar í húsunum. Sama er að segja um gatnagerð. FRAMTÍÐARMYND. Á næstu 25 árum er áætlað að fbúatala Grænlands muni tvö faldast. Þá er þess að vænta að Grænlendingar fari að verða færir um að hjálpa sér sjálfir. Þá er m.a. áætlað að í Godt- haab verði yfir 10 þúsund íbúar. Kannski verður hún þá farin að fá á sig borgarsnið, kannski verður þá risinn þar upp menntaskóli og aðrar æðri menntastofnanir. Hreinsum vel og fljótt Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum EFNALAUGIN LINDIN H.F., Skúlagötu 51, sími 18825 Hafnarstræti 18, simi 18820. -f- Húsbyggjendur — Athugið Til leigu eru litlar steypuhrærivélar. Ennfrem- ur rafknúnir grjót- og múrhamrar með bor- um og fleygum. - Upplýsingar í síma 23480. Bif reiðaeigend ur gerið við bílana ykkar sjálfir - við sköpum ykkur aðstöðu til þess. BÍLAÞJÓNUSTAN - KÓPAVOGJ Auðbrekku 53 þörf. - Sími 2083: 7?^ Vélahreingern- ing og húsgagna- Vanir og vand virkir menn Fljótleg og ' rifaleg vinna ÞVEGILLINN Sfmj 34052. VÉLAHREINGERNING TEPPA- OG HÚSGAGNA- HREINSUN. - SÍMI 21857. TePpa- og húsgagnahi einsunir n rj Q a □ ca n □ □ a ra ra n n n □ □ □ n n □ n a n □ u M- □ n n a [3 n o a □ u n E3 n u n n □ n n 53 □ □ n n □ ra n n n u K3 “Q □ n n a □ ta □ □ □ -B □ n n H P □ Málið sjálf, viig lögum fyrir ykia ur litina. Fiill- □ komin -þjónusta ö Q LITAVAL □ Álfhólsvegi 9. O Kópavogi. rj n n r, Slysavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Simi 21230. Nætur- og helgidagslækn- ir í sama síma. Næturvakt í Reykjavík vikuna 1. —8. febrúar verður í Vestur- bæjarapóteki. N.otur- rg helgidagalæknir Hafnarfirði frá kl. 17. 4. febr. til kl. 8 5. febr. Eiríkur Björnsson, sími 50235. Útvarpið Þriðjudagur 4. febrúar 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.30 Þingfréttir. 20.00 Emsöngur í útvarpssal: Kristinn Hallsson syngur fyrri hluta lagaflokksíns „Svanasöngva" eftir Franz Schubert. 20.30 Erindi og tónlist: Danska tónskáldið Peter Heise (Baldur Andrésson cand. theoi.). 20.55 Nýtt þriðjudagsleikrit: „1 Múrnum" eftir Gunnar M. Magnúss. 1. og 2. kafli: Að morgni dags á útmánuðum og Við morgunbænir í Múrnum. — Leikstjóri: Æv ar R. Kvaran. 21.40 Tónlistin rekur sögu sína Vanii , menn. Þægileg Fljótleg. Vönduð vinna ÞRIF. - Sínii 21857. KÓPAVOGS- BÚAR! Sími 34696 á daginn Sími 38211 á kvöldin og um helgar Bl'óðum flett Dýrðarsjón! — í silfurfeldi sefur fjall á hamrastól. Kvikar jörð í köldum eldi, krýpur fyrir himins veldi. Geislar heilsast, sól frá sól, sveipa draumum jarðarból. Svífur andi í uppheimsfari, — er sem hólpnar sálir stari. Skapaþrungin, hvikul hjól heridir þögull undraskari. Einar Benediktsson. Kerling nokkur vagði við grann konu sína: „Þegar presturinn kast aði fyrstu rekunni á leiði manns- ins mfns sálaða, sagði hann: „Af moldu ertu kominn“. Það vissi ég ekki, hvað átti að þýða. Við aðra rekuna sagði hann: „Að moldu skaltu aftur verða“. Það fannst mér ágætt. En svo sagði hann við þriðju rekuna: „Af moldu skaltu aftur upp rísa“. Þá greip ég fram í: „Farðu nú bölvaður"! Gráskinna. ÞVOTTAHUS jj Vesturfoæjar jj Ægisgötu 10 • Sími 15122 □ ~_______ □ Sæ, »car 'lw, REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur - og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstig 3 Simi 18740 □ . . . í blaðaviðtali, sem átt hafði verið við einn af snjöllustu frjáls íþróttamönnum okkar, ekki alls fyrir löngu, kvað hann margt hjálpast að til þess að íslenzkir fþróttamenn gætu vart orðið hlut- gengir til keppni við erlenda í- þróttamenn, þrátt fyrir frábæra reglusemi, þjálfunarástundun og dugnað ... fyrst væri það, að þeir þyrftu yfirleitt annað hvort að vinna meira eða minna eða stunda eitthvert nám, annað það, að mjög illa væri að fslenzkum fþróttamönnnum búið, og þó verst hvað veðurfar snerti — hér væru sumur of stutt og of köld, til þess að nokkur árangur næðist.. . samkvæmt þessu þyrfti þvf að senda íslenzka íþróttamenn til dvalar erlendis, að minnsta kosti hálft árið, svo að þeir gætu þjálf- að sig, þar sem hið opinbera býr betur að íþróttamönnum með veð ur ... hitt með vinnuna virðist byggt á gömlum misskilningi hins opinbera, það er að íþróttirnar ættu að gera menn hraustari og afkastameiri við nám og vinnu. og því ekki að vera megintilgang urinn, en nú er hins vegar á dag- inn komið, að til þess að geta orð ið góður iþróttamaður, þarf við komandi -ð vera algerlega laus við vinnu og nám og annað þess- háttar, en tilgangurinn með f- þróttunum sá einn að setja met . . . nú hefur það komið á dag- inn, að ekki er nóg, að hið opin- bera búi skammarlega að íþrótta mönnum hvað sumarveðráttu snertir, heldur er vetrarveðrátta einnig svo illa skipulögð hér, að Kongómenn standa mun betur að vígi í öllum vetraríþróttum en ís- lenzkir, er blása í kaun og skjálfa af kulda, þegar þeir koma upp í fjöllin á meginlandi álfunnar sök um þess hve hið opinbera hefur gengið slælega fram f því að sjá þeim fyrir hentugum vetrarkulda hér heima undanfarin ár ... lak- ara er þó, að stjórnarvöldin virð- ast hafa leikið sama leikinn með kuldastigin, e!ns og allar stjórn- ir hafa verið vændar um varð- andi vísitölustigin .... að minnstja kosti má dularfullt kall ast hve sama stigatala er kaldari þar syðra en hér nyrðra, og ber allt hér að sama brunni . . . fs- lenzkir íþróttamenn standa er- lendum sízt að baki hvað kunn- áttu, þjálfun, ástundun, reglusemi og dugnað snertir .... en þeir eru engu að síður sjálfdæmdir úr leik, sökum þess hve illa er að þeim búið á allan hátt — og þá einkum hvað snertir veðurfarið .. SfræfG vagnshnoð Með réttsýni og góðvild má afsaka allt, ef orsaka greindir menn leita, görpunum okkar er auðvitað kalt þar sem ekki er nein hitaveita.. Það vantaði ekki, að Bandaríkja menn hæfðu tunglið í þetta skiptið, og sýnir það, að þeim er þó að fara fram í geimskot- fimi. Samkvæmt tilkynningum frá þeim þar á höfðanum, virkaði allt um borð f mánaflauginni eins og það átti að virka, nema sjónvarpsmyndatækin. Það hefur þó flogið fyrir, að þau hafi lfka verið virk, en ekkert verði látið uppskátt um tunglmyndirnar er þau sendu frá sér til jarðar — fyrr en þeir á höfðanum séu bún- ir að telja Rússana, sem á þeim sjást og komast að raun um hvað þeir séu að gera . . . Oi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.