Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 15
V í SIR . Þriðjudagur 4. febrúar 1964. /, MAMBO, 50W OF WAWA, ^ laush! we batu.sis not , SLAVE PEOPLE! YOU want ! YOUK WOWAN CAKKIEP.YOU BETTEK FINP’ SLAVE PEOPLE' TARZAKI HI7ES WITH WOWAN BECAUSE WOMAN SIC<! CANNOT WALK.! TAKZAN LONS-TIME FKIEN70F 5ATUSI SREAT CHIEF, WAWA! MAYBE BATUSI MELP TAKZAN CAKKY SICK WOttAN TO VILLAGE OF THE ME7ICINE MEN? — Ég þakka, svaraði Cecile jafn hrokalega og áður, en þér hafið fráleitt komið eingöngu samúðarinnar vegna. Má ég spyrja um aðrar orsakir þess, að þér komið hingað. Damala vissi ekki, hvað hugsa skyldi eða segja. Framkoma Cec ile kom honum í hinn mesta vanda. Ffún hlaut að vita, að í nærveru þriðja aðila gat hann ekki gert grein fyrir erindu sínu, og þar að auki vissi hún eins vel og hann, hvert það var Hvers vegna kom hún þá þannig fram við hann? Honum sárnaði mjög framkoma hennar og gat ekki stillt sig um að svara: - Ég hugði, að fortíðin veitti mér rétt til þess að koma á fund yðar. Cecile fann, að hún roðnaði upp í hársrætur, en flýtti sér að segja: — Hvaða fortíð eruð þér að tala um. Ég reyni árangurslaust að botna í þessu. Ég bíð eftir skýringum yðar. — Þær hefðuð þér getað feng- ið, ef mér hefði veitzt sú á- nægja að hittá yður eina, og ég verð að játa, að ég hafði gert mér vonir um það ... — Er ekki bezt., að ég dragi mig í hlé, ungfrú? spurði Paroli og reis upp til hálfs. — Nei, svaraði Cecile og band aði með hendinni til merkis um og áherzlu, að hún vildi að hann væri kyrr, — ef þér fáið leyfi Af hverju ertu hættur að skrifa þessi brennandi ástarljóð, seni þú helltir yfir niig fyrir svona tveim- ur þremur árum síðan. tú þess að draga yður í hlé nú, haldið þér kannski að um eitt- hvert leyndarmál sé að ræða milli mín og þessa manns, en því er alls ekki svo varið, og ég óska eftir að þér verðið dóm- ari í þessu máli. Herra Damala hélt einu sinni, að til hjúskap- ar myndi koma okkar í milli. Hann virtist óska þess sjálfur — og slíkt hefir vitanlega alltaf sín áhrif á ungar stúlkur. Ef til vill hefði ég átt að segja honum í hreinskilni, að þetta væru draumar, sem gætu ekki rætzt, já, það var víst rangt af mér að gera það ekki, en hafi ég gefið honum einhverja von, verður þó að játa, að hann hefir verið ó- heppinn í vali á tímanum til þess að koma og minna mig á það. — Von, end.urtók Darnala eins og í leiðslu, sögðuð þér von - var það aðeins von. sem þér gáfuð mér? - Dirfist þér að halda því fram, að ég hafi gefið yður ann- að og meira? Hún horfði á hann af kulda og fyrirlitningu og nú reiddist Paul Darnala og gat ekki leng- ur haft taumhald á sér. — Jæja, sagði hann, þetta er þá aðferðin, sem þér ætlið að beita, þér hafnið mér og ó| virðið mig, en-ég-sæt-fci—rmg-vi r hvorugt, og þér getið sjálfri yð^ ur um lcennt, að ókunnur maður er áheyrandi að því, að ég segi þetta. Ég er ekki hingað kom- inn til þess að ræða um vonir, heldur til þess að gera yður ljóst, að ég stend fast á rétti mínum. — Þér móðgið mig - þér ... Paroli stóð upp og lagði hönd sína á öxl hans. — Farið nú með gát, herra minn, sagði hann. — Hvað eigið þér við, — hvers vegna? — Vegna þess, að það væri auðvelt að leggja annan skiln- ing í orð yðar en í þeim kann að felast. Þér getið varla verið með réttu ráði, að tala til ung- frú Bernier eins og þér hafið gert. Paul Darnala ætlaði að grfpa fram í fyrir honum. en Paroli varð fyrri til: - Lofið mér að tala út. Þér sögðust krefjast réttar yðar. — Enginn karlmaður getur krafizt réttar síns gagnvart konu, nema hann sé kvæntur henni, og þér eruð ekki kvæntur ungfrú Bern- ier, sem og virðist alls ekki taka neitt mark á fullyrðingum yð- ar og kröfum. Þetta allt ættuð þér að gera yður ljóst og þér munuð ekki geta hugsað eftir á um framkomu yðar kinnroða- laust — séuð þér heiðursmaður. - Hvaða rétt, ef mér leyfist að spyrja, hafið þér til siðferð- isprédikana yfir mér? spurði Darnala þóttalega. - Þann rétt hef ég sem vinur og verndari einstæðrar stúlku. Framkoma yðar er vægast sagt mjög óheppileg. Þér komið hing- að og farið að deila við ung- frúna í nærveru manns, sem þér vitið engin deili á. Vitið þér nema ég sé nákominn ættingi ungfrú Bernier? Vitið þér nema ég kunni að vera heitbundinn henni? Leikarinn var orðinn fölur sem nár. — Og ef svo væri, getið þér þá ekki gert yður í hugarlund, hvaða grunsemdir orð yðar gætu vakið hjá mér, — gæti það ekki | leitt til þess, að ég færi • að spyrja ungfrú Bernier spjörun- um úr um það, sem í orðum yð- ar kann að felast, um rétt yðar, og fleira.% svo væri mundi það verka 'sem eitur á lífshamingju mína. Ég tek þetta fram til þess að sýna yður fram á, hve'fyrir- liíleg framkoma yðar er Cecile hlustaði í hugaræs- ingi á orð hans. Hann hafði í rauninni rétt áður en leikarinn kom gefið henni í skyn, að með honum hefði vaknað fagur draumur — um hana sem konu hans. Og henni fannst nú Paroli fegursti og aðdánlegasti maður. sem hún nokkurn tíma hafði augum litið — og þar að auki var hann ríkur og átti lækninga- stofnun, sem var í miklu áliti. Yrði hún kona hans hafði hún öll skilyrði til þess að verða hamingjusöm. Og átti Paul Dar- nala að geta lagt þessar nýju, miklu vonir í rúst? Beiskja, sem ekki verður með • orðum lýst, fyllti hug leikar ans. Honum fannst þetta all’ sem hræðilegur draumur. Hon- um spratt kaldur sveiti í enni og hann spurði sjálfan sig hvað hann gæti gert. Honum var orð- | ið ljóst, að Cecile var hætt að | élska hann, hafði iafnvel fennið I hatur á honum, að öllu var lok- ið þeirra milli, að hann gat eng- ar vonir gert sér framar. bví að það er ekki hægt að neyða þá konu til að elska sig, sem hætt er að elska mann. Án vafa elsk- aði hún þennan ókunna mann og vildi giftast honum. Darnala sá hve tilgangslaust það væri, að beita hnefunum, skora hann á að verja sig. En engin bót yrði að þessu. Og hann myndi jafna sig, bezt að lifa lífinu, njóta þess, - og það yrði ekki svo miklum erfiðleikum bundið. — Hann var leikari, mjög dáður - Cecile var ekki eina konan ... um allt þetta hugsaði hann á miklu skemmri stund en tók að skrifa þessar línur. Og hann svaraði lágri röddu og svo titrandi, að hún var næst- um óþekkjanleg: - Þér hafið víst rétt að mæla. Mig iðrar framkomu minnar. — Það er ekki hægt að bera fram kröfur við konu, sem ekki er eiginkona manns, — nema um það, sem hún fúslega vill veita, en ég hafði talið mér trú um, að ungfrú Bernier bæri annan hug til mín en nú er komið í Ijós. - Misskilningur yðar, sagði hún æst. En ég held, að þér hafið sjálf farið villur vegar um tilfinning- ar yðar en ekki ég, svaraði Dar- nala. Cecile varð enn beiskju- og heiftarlegri á svip, en Paroli kom henni til hjálpar og sagði við Damala: — Þessar viðræður hafa þeg- ar staðið of lengi, sagði hann. Það hlýtur yður að vera ljóst. — Já, ég skil það og mun draga mig í hlé, en fyrst verð ég að afhenda ungfrúnni bréf. - Bréf frá mér? Það er ekki satt. Ég hef aldrei skrifað yður, hvæáti hún. «8 B «r. " sjat TIL SÖLU Merceaes Benz diesel 190 '61 Benz 220 '55 allskonar skipti hugsanleg. VW-rúgbrauð ’62, sanngjarnt verð Benz 220-S '60 mjög glæsi- legur. I BlLASALA Guðmundar, ! Bergþórugötu 3. simar 20070 ! og 19032 v/Miklatorg Sími 2 3136 LAUGAVEGI 90-02 Sfærst úrval bif- reiðu ú einum stnð. SoC„.i er érugg hjú okkur. Af hverju felur Tarzan sig í grasinu ásamt konu, spyrja svert ingjarnir. Vegna þess að konan er veik, og getur ekki gengið. svarar Tarzan Og hann heldui áfram: Tarzan er gamall vinur Wawá, höfðingja Batusi manna, kannske þið viljið hjálpa mér að bera konuna til þorps töframann- lega. Batusar eru engir þrælar. anna? Ég Mambo, sonur Wawa Ef þú vilt láta bera konu þfna, hlæ, hrópar einn svertinginn háð- þá skaltu fá þér þræla. Bílakjör Nýir bílar, Cómmer Cope St. BIFREIÐALEIGAN Bergþorugötu 12 Slmai 13660 34475 og 36598. gegn afborgunum Consul Cortina ’63 Volkswagen ’63 lítið ekinn Moskwits ’61 Opel Capitan ’55 nýinnfl. Chevrolet ’55, gott verð. Ford ’58 6 cil, bein skipting Sendiferðabifreiðir með stöðvarplássi og hundruð annarra bifreiða á söluskrá. SKÚLAGATA 55 — StlUI Ilúhúsborð ' mm Eðdhússfólur Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.