Vísir - 04.02.1964, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 4. febrúar 1964.
9
x-
Tveir fulltrúar danskrar kon-
ungsverzlunar á Grænlandi voru
fyrir nokkru á ferð í Reykjavík
og Ieituðu eftir því við íslenzka
útgerðarmenn, hvort þeir vildu
senda báta til fiskveiða við vest-
urströnd Grænlands. Kom í ljós,
að þeir höfðu áhuga á þessu,
bæði vegna þess, að frystihús,
sem konungsverzlunin hefur
reist á Grænlandi undanfarin ár,
vantar hráefni til vinnslu, þar
sem innfæddir eru svo skammt
á veg komnir í að afla sér og
læra á nýtizku fiskiskip og einn
ig var tilgangur þeirra, að Græn
lendingar fengju tækifæri til að
læra fiskveiðar af íslendingum.
Islenzkir útgerðarmenn fengu
í fyrstu áhuga á þessu og fjöl-
menntu upp á herbergi Dananna
Við skulum líta á nokkra liði
framkvæmdaáætlunar Græn-
lands. Á umræddum tíu árum
hafa eftirfarandi fjárframlög
verið veitt til ýmissa fram-
kvæmda:
Millj. ísl. kr.
Sjúkrahús ............... 250
Skólar................... 200
Hafnir................... 130
Vegir ....'.............. 70
Vatnsveitur.............. 110
Raforkuver .............. 200
Sími og veðurþjónusta ... 220
Fiskiskip................ 150
Fiskiðja o. fl............210
Ibúðir danskra starfsm... 400
Ibúðalán innfæddra ...... 370
BERKLAR
YFIRUNNIR
Aðgerðir Dana á sviði heil-
brigðismála hafa verið mjög víð
tækar og borið góðan árangur.
manns á ári úr berklum, en nú
færri en 10 á ári.
Það var liður í þessari baráttu
gegn berklunum, að sérstakt
skip var fengið 1955, m.s. Mis-
Þannig ris grænlenzku bæjahverfin upp. Þessi mynd er frá Narssak á Suður Grænlandi. Þetta eru
ibúðarhús eskimóa. Þau Iíta vei út en skortir vatns og skolpleiðsiur. Slíkt bykir lúxus í Grænlandi.
á Hótel Borg. En þegar þeir
fréttu um verðið, 3 kr. á kg.,
sáu þeir að slíkt myndi ekki
borga sig. Þó greiða Danirnir
Grænlendingum enn iægra fisk-
verð. Þar gilda sömu starfshætt
ir sem dönsk einokunarverzlun
hafði á íslandi fyrr á öldum og
sem hún beitir enn I nýlendu
sinni, Grænlandi.
MIKLAR FJÁRVEIT-
INGAR EFTIR 1950.
Þrátt fyrir það mun það hafa
vakið eftirtekt, að Danir hafa
nú reist hraðfrystihús i Græn-
landi. Bygging þeirra hefur ein-
mitt verið einn liður í geysi-
viðtækum viðreisnarframkvæmd
um 1 Grænlandi. Á síðasta ára-
tug hefur verið framkvæmd bylt
ing á öllum sviðum, sem fer
ekki fram hjá neinum, sem heim
sækir Grænland. í hverjum bæ
og þorpi kveða við hamarshögg
in, þar sem verið er að reisa
urmul af íbúðarhúsum af ýms-
um stærðum, skóla, sjúkrahús,
fiskvinnslustöðvar, raforkustöðv
ar, hafnir og vatnsveitur lagð-
ar.
íbúatala Grænlands er nú um
34 þúsund, þar af 31 þúsund
manns fæddir í Grænlandi. En
á einum áratug, 1950—’60,
námu fjárveitingar Dana til
uppbyggingar Grænlands í heild
um 3,5 milljörðum íslenzkra
króna, en það gerir um 350
milljónir kr. á ári. Stenzt það
samanburð við fjárveitingar hér
á landi til verklegra fram-
kvæmda, en munurinn er að-
eins sá, að allt of mikið af fjár-
magni þessu fer aftur út úr land
inu í launum danskra iðnaðar-
manna og í lágu afurðaverði tii
Grænlendinga.
Ástandið á þessu sviði var ákaf
lega slæmt 1950. Margs konar
sóttir herjuðu, þar sem Græn-
lendingar hafa verið mjög næm
ir fyrir þeim. Sérstaklega voru
berklarnir útbreiddir og gripu
sigsut, sem.siglir með ströndinni
með lækna innanborðs og hafa
nær allir Grænlendingar verið
röntgenskoðaðir um borð í
þessu skipi.
Það er fyrst og fremst sigur-
Berklarnir yfirunnir
hverfi þjóta upp í
Danir til róttækra ráðstafana
upp úr 1950. Reyndust um 7%
íbúanna þá haldnir berklum.
Voru stofnuð berkiahæli í Græn
landi og sjúklingar sendir á hæli
í Danmörku, svo að nú má heita
að sjúkdómurinn hafi verið sigr-
aður. Fyrir 1950 dóu yfir 200
inn yfir berklunum, sem hefur
lækkað dánartölu Grænlendinga
úr 24 á þúsund árið 1950 í 9
á þúsund árið 1960, en áður
lézt þriðji hver maður Úr berkl-
um.
Ný og allfullkomin sjúkrahús
hafa verið reist á þessum stöð-
um: Upernavik, Egedesminde,
Holsteinsborg, Dronning Ingrid
sjúkrahúsið í Godthaab (aðal-
sjúkrahús Grænlands með 220
rúm), Angmagsalik og Scoresby
sundi. Byggingarframkvæmdum
er haldið áfram og varið til
þeirra um 20 millj. ísl. kr. á ári,
en um 120 milljónum til rekst-
urs þeirra á ári.
Fimm barnasjúkrahús hafa
verið reist, hvert fyrir 35 börn.
Danski Rauði krossinn rekur
þrjú barnaheimili, hvert fyrir 24
börn og nú er verið að reisa
heimili fyrir vangefna í Godt-
haab.
Eftir að berklarnir hafa verið
yfirunnir, eru slys nú orðin al-
gengasta dánarorsök, um 50
banaslys á ári.
MIKLAR
SKÓLABYGGINGAR
Nýju skóiabyggingarnar setja
svip sinn á alla bæi Grænlands.
Þær eru alls staðar með sama
laginu, einnar eða tveggja hæða
lengjuhús, sem eru tengd hvert
við annað, éins mörg og þörfin
er fyrir á hverjum stað. Þau
eru hvarvetna meðal stærstu
bygginga, svo sem í Julianehaab,
Godthaab, Holsteinsborg, Eged-
esminde, Thule, Narssak og Suk
kertoppen. Skólaskylda er á
aldrinum 7—14 ára.
Vísir að sjómannaskóla hefur
og heil
bæjunum
verið stofnaður í Godthaab og
útskrifuðust þaðan í einu eitt
árið 15 Grænlendingar með
skipstjórnarréttindi. Gagnfræða-
skóli er starfandi í Godtaab,
en til þess að ná stúdentsprófi
verður að fara á menntaskóla í
Kaupmannahöfn.
GALLAR A
FISKVEIÐIAÆTLUN.
Þegar Danir sömdu fram-
kvæmdaáætlun Grænlands var
áherzla lögð á að auka fiskveið-
arnar, sem hljóta að verða und-
irstaða alls atvinnulífs og út-
flutnings landsins í framtíðinni.
Kom þetta fram með ýmsum
hætti, svo sem fjárveitingum til
hafnargerða, fiskiðjuvera, skipa
kaupa og vatnsveitna, en auk
þess hefur verið reynt að fá
danska og færeyska útgerðar-
menn til að hefja starfsemi á
Grænlandi. Tilraunir voru gerð-
ar til neta og þ’nuveiða og
Grænlendingar eiga nú orðið
um 60 fiskiskip yfir 10 tonn að
stærð, auk urmuls af trillubát-
um.
Þrátt fyrir þetta hefur fisk-
veiðiáætlunin ekki gengið sem
skyldi. Danskir útgerðarmenn
hafa gefizt upp á fiskveiðitil-
raunum sínum við Grænland,
þeim fundust þær ekki borga
sig. Færeyingar hafa aukið
rekstur sinn í Færeyingahöfn,
en sigla heim til Færeyja með
allan aflann.
Þegar á heildina er litið
hefur breytingin orðið minni á
grænlenzkum fiskveiðum en
menn vonuðu. Rækjuveiðar hafa
aukizt kringum rækjuverksmiðj-
una í Christianshaab og stein-
bítsveiðar ’ kringum frystihúsið
í Sukkertoppen, en að öðru leyti
kemur til konungsverzlunarinn-
ar fiskurinn mest frá trillubát-
um. Er aukningin á fiskveiðun-
um ekki nægjanleg fyrir frysti-
húsin, og er sagður taprekstur á
þeim. Konunglega Grænlands-
verzlunin skýrir frá því, að öll
þessi ár hafi aldrei verið hagn-
aður af fisksölunni og síðustu
árin stórfellt tap, sem fari stöð-
ugt vaxandi. Þessu veldur m. a.
nokkur aflatregða og að vax-
andi hluti aflans er smáfiskur,
sem kostnaðarsamt er að vinna,
segir stjórn verzlunarinnar. En
rannsóknarnefnd hefur þó kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að aðal
Frh á bls lu
Aðalsjúkrahús Grænlands er Drottningar Ingiríðar — spítalinn í Godthaab. Byggingarnar eru lágreist lengjuhús en vönduð að smiði.
Þar eru sjúkrarúm fyrir 220 sjúklinga og auk þess sérdeildir svo sem fæðingardeild og barnadeild.