Vísir - 20.03.1964, Síða 8

Vísir - 20.03.1964, Síða 8
8 V1SIR . Föstudagur 20. man lfM VISIR Otgefandi: BlaOaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. AOstoOarritstjóri: Axcl Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiOsla Ingólfsstrœti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasðlu 5 kr. eint. - Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis. - Edda h.f. Merkar tillögur 'Pillögur Þorvalds Garðars Kristjánssonar til lausnar á vandamálum íbúðabyggjenda eru mjög athyglisverð- ar og benda á hvemig koma má bættu skipulagi á í húsnæðismálunum. í dag bíða nær 2.500 umsóknir um lán hjá Húsnæðismálastjórn. Til þess að fullnægja þeim þarf yfir 200 millj. króna fjármagn. Augljóst er, að við mikinn vanda er að etja, og er hann enn ekki leystur. Tillögur Þorvalds gera ráð fyrir, að komið verði á fót fjómm veðlánakerfum í landinu. Fjármagnsins verði leitað eftir ýmsum leiðum. Þar koma til greina vá- • ryggingafélögin, aukinn skylduspamaður, meiri þátt- taka Atvinnuleysistryggingarsjóðs og bein óafturkræf framlög ríkisins. Með því að afla fjár frá þessum að- ilum mætti auka ráðstöfunarféð til húsnæðis upp í 225 millj. krónur á ári, sem talið er lágmark þess sem barf, en á síðasta ári hafði Húsnæðismálastjóm aðeins /fir um 100 millj. krónum að ráða. Sjálfsagt er að ylgja þessum tillögum eftir og þrautkanna, hvort ekki ná auka húsnæðisfjármagnið á þennan hátt. En aukn- ng lánsfjárins dugir ekki ein út af fyrir sig. Fleira 5arf að koma til. Efst á blaði er þar lækkun byggingar- kostnaðar. Samkvæmt lögum á Húsnæðismálastjórn ið vinna að því máli. En fram til þessa hafa ráðstaf- mir hennar í því efni verið lítils eða einskis virði. Þess vegna þurfa aðrir opinberir aðilar að koma hér til, t. d. Iðnaðarmálastofnunin, auk þess sem einstakl- ingar verða og að hafa hér forystu. Þá þarf og að koma ’óðamálunum í lag, þannig að einkasöluaðstaða í sam- bandi við byggingar sem nú tíðkast hverfi úr sögunni. það hefir engum dulizt, að lánsfjárskortur húsbyggj- enda er ein af orsökum hinnar langvinnu og óheilla- vænlegu verðbólgu, sem íslenzkt þjóðfélag hefir hrjáð. Ef unnt yrði að fullnægja eftirspurn eftir lánum að mestum hluta, lækka byggingarkostnaðinn og koma betra skipulagi á heildarmál húsbyggjenda, myndi það draga úr þeirri verðbólguþróun, er nú á sér stað. Þann- ig er breytt heildarskipul. húsnæðismálanna snar þátt- ur í lækningu þessa mikla vandamáls. Þess vegna er þess að vænta, að þær tillögur, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, fái þann byr sem nægir til þess að koma betri skipan á þetta mikla hagsmunamál nær hverrar íslenzkrar fjölskyldu. Heimsókn Edinborgarhertoga JJeimsókn Filipusar hertoga af Edinborg hingað til lands í sumar er merkisviðburður í samskiptum brezku og íslenzku þjóðanna. Hún undirstrikar þau nánu tengsl, sem liggja milli þessara tveggja þjóða. Forseti landsins gerði ágæta för til Bretlands í haust og fagn- a.i nú góðum brezkum gesti að Bessastöðum. Um hríð var grunnt á hinu góða milli Breta og íslendinga. Sá tími er nú liðinn og heimsókn hertogans er enn ein staðfesting þeirrar staðreyndar. Greindarbogi, er sýnir mismunandi greindarvisitölu. Komin er út 5. úteáfa af bók Ólafs Gunnarssonar sál- fræðings „Starfsval". í bókinni er athyglisverð grein um hæfi- leika og skapgerð og fer hún hér á eftir: Tvennt þurfa allir, sem velja sér ævistarf, öðru fremur að hafa í huga. Annars vegar um hvað er hægt að velja i þjóðfé- laginu. Hins vegar hvernig hæfi- leikar einstaklingsins samræm- ast hinum ýmsu störfum. Mikilvægt er, að hæfileikar og starf séu 1 sem nánustu samræmi hvort við annað. Starf, sem ekki gerir nógu sérðu, hvernig mannkynið dreifist eftir gáfnafari. Til þess að ganga úr skugga um, hvar þú ert í greindarstiganum, verðurðu, að ganga undir gáfna próf, en þau hafa aðeins sál- fræðingar tæki og kunnáttu til að framkvæma. Hér á landi eru svo fáir sáifræðingar, að mjög fáir eiga þess kost að láta mæla greind sína hjá þeim. Flestir verða því að leita ann- arra ráða til þess að gera sér grein fyrir hæfileikum sínum. Beztu ráðin til þess að komast nærri réttu mati á náms- og starfshæfileikum er að athuga námsárangur I hlutfalli við unglingnum sjálfum og hans nánustu. Betri og einlægari samvinna heimila og skóla hefði oft getað komið í veg fyrir ó- sigrana. Þess vegna skaltu I fullri einlægni ræða við þá kennara, sem þú þekkir bezt og treystir fullkomlega. Þótt einkunnir á prófum skól anna séu mikilvægur leiðarvísir, hvað val framhaldsnáms og aevi starfs snertir, er þeim ekki ai|t- af treystandi. Óvenjumikii iðni eða vanræksla f námi geta haft þau áhrif á prófeinkunnir, að þær gefi ekki rétta hugmynd um hina raunverulegu getu nemenda. Ekki má heldur gleyma þvf, að áhugi manna og hæfileikar beinast að mjög mismunandi efnum. Sami maðurinn getur skarað fram úr á einu sviði en verið skussi á öðru. Greindarstig mannsins og ekki síður sérhæfileikar hans ráða miklu um velgengni hans í lifinu. Samt sker greindin ein aldrei úr um það, hversu nýtur hver og einn verður í starfi. I því efni ræður skapgerðin miklu og oft og einatt meiru en gáfurnar. Allir, sem náð hafa fullorðins aldri, þekkja menn, sem þrátt fyrir góða greind komast ekkert áfram 1 lífinu. Brotalamir í skapgerð þeirra verða þeim Hæfileikar og skapgerð miklar kröfur til hæfileika mannsins, verður fljótlega leiði- gjarnt og skapar ekki þá vinnu- gleði, sem hverjum heilbrigðum manni ér eðlileg. Starf, sem er vandasamara en svo, að hæfileikar einstakl- ingsins séu f samræmi við það, er jafn óheillavænlegt. Maður- inn verður þá sf og æ að leitast við að gera meira en hann get- ur, en það leiðir óumfiýjanlega til margs konar ósigra. Ósigrar hins getulitla manns skapa oft, þegar tímar Ifða, vanmetakennd, sem einatt grefur undan Iffs- hamingju manna og getur jafn- vel orðið hættuleg geðheilsu þeirra. Munur á almennri greind manna er mjög mikill, f greind- arstigum fræðilega séð allt frá 0—200, en meðalgreind er mið- uð við töluna 100. Meira en helmingur mannkynsins hefur því sem næst meðalgreind, ör- fáir svo litla hæfileika, að þeir verða ekki mældir. Fólk á svo lágu greindarstigi nefnist örvit- ar og er aila ævi ósjálfbjarga með öllu. Jafnfáir skara langt fram úr öðrum, hvað hæfileika snertir. Þeir verða oftast, ef skapgerðarþroski er í hlutfalli við greindina, afburðamenn á einhverjuni sviðum. Á myndinni af greindarbog- anum, sem fylgir þessum kafla, námsástundun og starfsárangur í hlutfalli við áhugasvið. Kennarar þfnir og skólastjór- ar eru yfirleitt beztu og hlut- lausustu ráðgjafarnir, sem þú getur ráðfært þig við með tilliti. til náms- og starfsvals, en auk þeirra er eðlilegt, að þú leitir ráða fagmanna á ýmsum svið- um og að sjálfsögðu foreldra þinna. Því miður kemur það stund- eftir Ólaf Gunn- arsson um fyrir, að ástrfkir foreldrar, sem allt vilja fyrir börnin sfn gera, telja þau á að velja sér námsbraut, sem ekki samræmist hæfileikum þeirra. Slfku náms- vali fylgir oft mikil óhamingja. Þegar verst gegnir eyða ung- lingar fleiri árum f að stunda nám, sem þeir ráða ekki við og hafa engan eðlilegan áhuga á. Stundunj liggur ósigurinn fyrir- fram í augum uppi öllum. nema fjötrar um fót, þannig að þeir verða sjálfum sér verstir, og sjálfskaparvítin eru verst. I skólum, þar sem starfs- fræðsla er orðin námsgrein, getur það orðið efni í miklar og gagnlegar samræður innan bekkjanna, hvaða skapgerðar- brestir standa lífshamlngju maana mest fyrir þrifum, Er það hyskni, leti, sérhlffni, þoi- leysi, hringlandaháttur, bráð* lyndi, kæruieysi, tiilitsleysi gagnvart öðrum eða óáreiðan- leiki í orði eða verki, svo a»- eins nokkuð sé nefnt, sem fyrr eða síðar leiðir til ófamaðar I lffinu. En jafnframt er sjálfsagt að gera sér grein fyrir, hvaða eig- inleikar eru veigamiklir þættir f heilsteyptri skapgerð. Þar má nefna góðiyndi og glaðlyndi, jafnaðargerð, stefnu- festu, iðni, samvizkusemi, á- reiðanleika og fleira. í stuttu máli má segja, að sá, sem ber virðingu fyrir sjáifum sér, verði oftast farsæli maður, þvf sjálfsvirðingin forðar hon- um frá óhappaverkum og skap- ar virðingu hjá honum fyrlr öðrum. Þetta geturðu athugað betur með þvf að Iesa ævisögur nokkurra beztu manna sðgunn- ar. Nýjar reglur um afgreiðslu- tíma verzlana taki gildi 1. apríl Um næstu mánaðamót á að koma til framkvæmda hin nýja samþykkt um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík en sam- kvæmt henni er gert ráð fyrir að verzlun í hverju hverfi verði opin tU kl. 10 á kvöldin. Hafa Kaupmannasamtökin undanfarið unnið að þvi að at- huga ýmis atriði varðandi fram- kvæmd hinnar nýju samþykkt- ar. I .gar hin nýja samþykkt tek- ur gildi verður bannSð að selja vörur gegnum söluop á mat- vöruverziunum og nýjar reglur taka þá einnig gildi varðandi sölutuma og sælgætisverzlanir, þ. e. hinar svokölluðu „sjopp- ur“. Er gert ráð fyrir, að „sjoppurnar" selji emgöngu um söluop og selji til kl. U.30 e.h. eins og áður. Framhald i Ms. « mmmmmmmmmmmmmmm

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.