Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 9
9
VISIR . Föstudagur 20. marz 1964
TORTRYGGNI
mu JQHNsgm
0G KENNED YS
■fjað er mairgt í stjórnarfari
Bandaríkjanna, sem okkur
austan hafs kemur einkennilega
fyrir sjónir. Eitt af þvf eru hin-
ar svokölluðu prófkosningar,
sem miöa að því að velja forseta
frambjóðendur flokkanna með
ahnennum kosningum.
Vestanhafs er litið svo á, að
það sé ekki algert leyndarmál
flokka, uppstillingarnefnda eða
flokksþinga hverjir verða í fram
boði til æðsta embættis þjóðar-
innar. Orslitaákvörðunarvaldið
er að vísu í höndum flokksþings
en áður en komið er að þeim
lokaspretti hefur farið fram
margra mánaða undirbúningur
og barátta um hnossið.
þá er svo ákyeðið I lög-
gjöf nokkurra fylkja
Bandarfkjanna að kosningaund-
irbúningurinn skuli hefjast með
prófkosningum. Reglurnar um
þær eru nokkuð breytilegar eftir
fylkjum,-'en Víðast er þeim hag-
að svo. að ppinberar kjörstjórnir
annast þær að öllu leyti með
sama hætti og venjuiegar kosn-
ingar qg eru kosningabærir all-
ir venjulegir kjósendur. Þeir
sem sérstakan hug hafa á að
komast f framboð geta „boðið
sig ,,fram‘‘ og eru nöfn þeirra
þá prentuð á kjörseðlana svo að
ekjci þarf annað en að krossa við
þau, en jafnframt geta kjósend
ur skrifað á seðilinn nafn hvers
þess manns er þeir óska.
Þegar kjósendur ganga til kjör
borðs við prófkosningar til-
kynna þei-r eða láta skrá sig sem
fylgismenn ákveðins flokks, og
fá þá kjörmiða þess flokks, og
geta með þeim hætti haft áhrif
á það, hver verði valinn fram-
bjóðandi hans. Síðan eru at-
kvæði talin af hinni opinberu
kjörstjórn, svo að ekki fer neitt
á milli mála hver vilji almenn-
ings er.
Vafalaust hafa þessar próf-
kosningar mjög mikil áhrif á val
forsetaframbjóðenda. Stjórn-
málaforingjarnir sjá þar oft
frama sinn ákveðinn, úrslit
fyrstu prófkosninga geta orðið
upphaf vinsældaöldu eða þær
geta innsiglað lok pólitlsks fer-
ils þeirra. Svo var t.d. við undir
búning síðustu forsetakosninga
árið 1960, að þá urðu prófkosn
ingamar eins og alda almenn-
ingsálitsins, sem lyfti John
F. Kennedy upp í forsetaembætt
ið. Og þá gerðist það hins veg-
ar f republikanaflokknum, að
endir var þar t.d. bundinn á
stjórnmálaferil Stassens.
IVú er tekið að styttast óðum
” fram að forsetakosningun-
um, sem halda á f nóvember-
mánuði. Undirbúningurinn fylg
ir hinni venjulegu forskrift, próf
kosningar eru hafnar. Þær eru
raunar ekki haldnar i nærri öll-'
um fylkjum Bandaríkjanna, en
eins og venjulega byrja þær með
prófkosningum f einu dverg-
fylki Bandaríkjanna, sem varla
sést á venjulegu landabréfi, New
Hampshire, skammt frá Boston.
Þetta litla riki hefur fengið sér-
staka pólitfska þýðingu f Banda
ríkjunum, miklu stærri en víð-
átta þess eða mannfjöldi gefur
til kynna, fyrir það eitt, að
þar er frumsýningin haldin.
Prófkosningarnar í New
Hampshire fóru fram f síðustu
viku og hafa þær síðan gefið til-
efni til mikilla frétta og um-
ræðna um stjórnmálahorfurnar
í Bandarikjunum. Crslit þeirra
urðu mjög óvænt, sérstaklega
hjá republikanaflokknum, þar
sem ráða má af þeim, að fylgis-
menn flokksins séu óánægðir
með báða þá tvo forystumenn,
sem helzt hafa verið taldir koma
til greina. Orslitin hjá demokröt
um hafa einnig valdið heilabrot
um. Skal nú gerð nokkru nánari
grein fyrir þvf, sem var á seyði
þarna.
^pveir forystumenn republik-
anaflokksins voru opin-
berlega í kjöri í þessum próf-
kosningum nöfn þeirra skráð á
kjörseðilinn, fhaldsmaðurinn
Barry Goldwater og hinn frjáls-
lyndari en fráskildi Nelson
Rockefeller. Hvorugur þeirra
spgraði fé né fyrirhöfn til að
vinna sér fylgi Þeir dvöldust
jafnvel um sinn í fylkinu, óðu
snjó upp fyrir hné til að kom-
ast til að heilsa upp á kjósendur
og leita tilstyrks þeirra. Hvor
um sig vonaði, að úrslitin f
fyrstu prófkosningunum gætu
orðið til að slöngva sér ómót-
stæðilega upp á braut framans.
En þeir urðu báðir fyrir mikl
um vonbrigðum. í stað þeirra
sigraði þriðji maðurinn, sem
var að vísu ættaður úr ná-
grannahéraði, Boston, en hafði
sig ekkert f frammi. Efstur varð
semsé Henry Cabot Lodge, þótt
hann dveldist hinum megin á
jarðarhnettinum sem sendiherra
austur f Vietnam. Urðu 33 þús-
und kjósendur til að skrifa nafn
hans á seðilinn, en aðeins 21
búsund krossuðu við nafn Gold
waters og 19 þúsund við nafn
Rockefellers.
Hér er vart hægt að tala bein-
línis um sigur fyrir Cabot
Lodge, því að hann mun að því
er fróðir menn telja alls ekki
verða í framboði í forsetakosn-
ingunum. Hins vegar hafa úrslit
in verið túlkuð svo, að þetta sé
vantraust á bæði Goldwater og
Rockefeller, fyrirhöfn og per-
sónuleg barátta þeirra hefur
ekki borið árangur, sérstaklega
er áfallið mikið fyrir Rockefell-
er, sem telst nágranni frá New
York fylki. Úrslitih sýna að kjós
endurnir hafa ekki gleymt hjóna
skilnaði hans. Eftir þessi úrslit
leita republikanar logandi ljósi
að nýju forsetaefni, og eru
ýmis nöfn nefnd, svo sem mað-
ur nokkur frá Miðrfkjunum að
nafni Scranton. Þrautaráðið virð
ist hins vegar ætla að verða
hinn gamli frambjóðandi úr sfð
ustu kosningum, Nixon.
þá er það prófkosningin af
demókrata hálfu. Þar var
enginn sérstakur maður 1 kjöri,
enda er Lyndon Johnson núver
andi forseti talinn hafa svo
sterka aðstöðu að enginn annar
komi til greina. Enda skráðu
kjósendur nafn hans á nær þvl
alla kjörseðlana, sem sá flokkur
hlaut um 29 þúsund að tölu.
En það sem kom mest á óvart
var að þorri þeirra hafði bætt
við öðru nafni, sem þeir óskuðu
að yrði varaforsetaefni flokksins
það var nafn Roberts Kennedys
dómsmálaráðherra, bróður hins
látna forseta.
Þau úrslit hafa vakið feiki-
lega athygli í Bandaríkjunum
og virðast þau benda til þess,
að upp sé að rfsa hreyfing til
stuðnings þessum unga manni.
Er sagt, að Johnson forseta hafi
hnykkt allmilfið við þessar frétt
ir og hann gruni, að Robert
Kennedy hafi sjálfur staðið að
baki þessari hreyfingu og geng
ur það þá þvert ofan í fyrri yfir
lýsingar Kennedys um að hann
beygi sig fyrir ákvörðunum
Johnsons forseta sjálfs um val
meðframbjóðanda síns. Er nú tal
ið að sambúðin milli þessara
tveggja manna hafi breytzt til
hins verra og hugsanlegt, að
gömul andúð og barátta brjótist
út með þeim.
Hefur verið rifjað upp f þessu
sambandi, að kuldi og tor-
tryggni hafi áður ríkt milli
þeirra Johnsons og Roberts
Kennedys og hafi þá gerzt at-
burðir milli þeirra, sem John-
son forseti muni ekki geta
gleymt.
^tburðir þessir urðu við
^ flokksþing demokrata f
júlf 1960, þegar ákveðið var hið
sameiglnlega framboð John
Kennedys og Johnsons. Var Ro-
bert Kennedy þá einn helzti full
trúi og aðstoðarmaður bróður
síns í baráttunni fyrir framboð-
inu. Á fyrri hluta flokksþings
ins var baráttan hörðust milli
Kennedys og Johnsons um sjálft
forsetaframboðið. Þótti mönnum
Johnson all harður í horn að
taka og refjafullur f þeim átök-
Johnson forseti og Robert Kennedy ræðast við.
um, jafnvel svo að stuðnings-
menn Kennedys álitu hann
beita óheiðarlegum brögðum.
Virtist um tfma sem fullkomið
hatursbál brynni þar á milli. Þó
fór svo eins og allir vita, að
Kennedy sigraði með miklum
yfirburðum og tók hann eftir
það að hyggja meira að sam-
heldni flokksins. Ákvað hann
til að forða klofningu, að bjóða
Johnson að taka sæti við hlið
sér sem forsetaframbjóðandi.
Bjóst Kennedy þó alls ekki við
að Johnson myndi taka þvf boði
þvf að svo kalt var þá orðið
milli þeirra. En það undarlega
og óvænta gerðist að Johnson
tók boðinu og varð meðfram-
bjóðandi.
Þessa ákvörðun áttu sumir
stuðningsmenn Kennedys mjög
erfitt að sætta sig við, einkum
og sér 1 lagi Robert Kennedy,
sem virtist þá hafa fengið fyrir
litningu á Johnson vegna starfs
aðferða hans á þinginu.
Skömmu áður en meðframboð
Johnsons var tilkynnt, gerðist
Robert Kennedy svo djarfur að
hann fór persónulega til hótel
herbergis Johnson og skoraði á
hann að hafna tilboðinu, Fór
hanu þeim orðum um þetta, sem
Johnson mun eiga erfitt með
að fyrirgefa, sagði að hann væri
ekki hæfur til starfsinsogskorti
traust. Er það skiljanlegt og
mannlegt, að slíkur atburður
verði ekki máður út f skyndi.
Gíðan sat Johnson I stjórn
‘“\John Kennedy og þó hann
hefði engin völd að kalla, naut
hann þar virðingar og vináttu og
hlaut að þvf að talið er vináttu
Kennedys forseta. Ber flestum
saman um að vel hafi farið á
með þeim. Öðru máli gegndi um
sambúðina við Robert Kennedy
er sagt að Johnson hafi stöðugt
grunað hann um græsku og
meðal annars hafi hann haft
grun um það, að Robert Kenn-
edy hafi átt sinn þátt í að út-
Framh á bls. 6
FöstudagsgreiHin