Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Mánudagur 23. marz 1964. VÍSIR Utgefandi: Biaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Kostir stöðvunar ALÞINGI hefir nú tekið sér páskaleyfi. Þegar það kemur aftur til fundar bíða allmörg mál lokaafgreiðslu þess áður en því verður frestað til hausts. En mesta stórmálið hefir þó ekki enn komið til kasta. Alþingis. Það er allsherjarlausn þess vanda í efnahagsmálunum sem nú er við að etja. Forsagan er öllum kunn. Við- reisnin leysti þjóðina úr miklum vanda á árunum eftir 1960. Hún tókst betur en jafnvel helztu brautryðjend- ur. hennar höfðu þorað að vona. Tekjur þjóðar og einstaklinga uxu verulega, vesæld var í hvers manns búi og gjaldeyrissjóðimir erlendis jukust stórum. En á síðasta ári seig aftur á ógæfuhliðina. Hamslausar kaupkröfur og vinnuaflskapphlaup hafa valdið því að þjóðin er nú aftur í þann veginn að sökkva í fen dýrtíðar, atvinnuvegimir standa á mjög ótryggum fjár- hagsgrundvelli og traustið á gjaldmiðlinum fer þverr- andi af þessum sökum. Jafnframt brýna nú verklýðs- félögin vopn sín og hyggja á ný verkföll, nýja kaup- gjaldsbaráttu á því sumri sem senn fer í hönd. Slík barátta hlýtur að enda með ósköpum fyrir þjóðina ef ekki er tekið rösklega í taumana. 20—30% nýjar kaup- hækkanir munu hafa í för með sér enn eitt óðaverð- bólgukastið og í kjölfarið hlýtur að fylgja gengislækk- un til björgunar útflutningsframleiðslunni. þETTA er ekki fögur mynd, sem hér hefir verið dregin upp, en illt mun með rökum að mótmæla því að hún sé sönn. Það er því sannarlega orðið tímabært að tekið sé aftur í taumana, eins rösklega og gert var 1960, þegar viðreisnin hóf göngu sína. Þjóðin er orð- in þreytt á óheillaþróun síðasta árs. Hún vill ekki horfa aðgjörðarlaus á það að gjaldmiðill hennar missi sí- fellt gildi sitt í endalausu krónuhækkunarkapphlaupi stéttanna. Hún er oðin þreytt á sífelldum hjaðninga- vígum verkfallanna, þar sem knúnar eru fram kaup- hækkanir, sem óhjákvæmilegar verðhækkanir gera að engu á fáeinum mánuðum. Það verður að spyma fót- um við þessari óheillaþróun, stöðva skriðið til vand- ræða og óstjórnar, sem nú er hafið. Ráðin til þess eru alkunn og aðrar þjóðir hafa beitt þeim með ágætum árangri. Danir stöðvuðu þannig kaup og verðlags- hækkanir hjá sér í tvö ár, auk margra hliðarráðstafana. Það er leið sem við getum einnig farið og það ber að athuga í fyllstu alvöru hvort slfka stöðvun sé ekki æskilegt að framkvæma nú í sumar, áður en ofþenslan gerir allar ráðstafanir enn erfiðari. QFT hefir verið á það bent hverjum örðugleikum það er bundið að stjórna landinu án samráðs við verk- lýðsamtökin. En það verður að ætla að allir ábyrgir aðilar innan þeirra geri sér einnig ljóst að það er ekki sízt í hag verkalýðsins a verðbólgan sé sett nið- ur, kaupmátturinn tryggður og atvinnuvegunum bjarg- að fá þrotum með slíkum ráðstöfunum. HEIMSÓKNAÐ SAURUM Frh. af bls. 3 „Ekkert síðan í rnorgun", sagði húsfreyja. „Það byrjaði allt aftur hálf- tfma eftir að gestirnir föru“, sagði bóndi. „Hvernig hagaði það sér?“ „Margrét var að drekka kaff ið sitt hérna við eldhúsborðið, og borðið hrökk út á mitt gólf frá glugganum, sem það stendur við, og á siðustu stundu gat hún gripið mjólkurkönnuna, hitt á borðinu brotnaði". „Hvar varst þú, bóndi góður?" „Ég sneri baki f hana“. „Manstu eftir þvf, að tveir sjónarvottar hafi hér séð sama „atvik" gerast"? „Ég veit það ekki. Ég man það ekki svo. Það er líklega mjög skjaldan'*. „Gerist þetta aðeins, þegar einn eða enginn er við?“ „Alloftast þegar enginn hefur verið við. Þó sagði Þórður Jóns- son. fréttaritari Morgunblaðsins á Skagaströnd, að þegar hann var hér f fyrradag og var að fara út úr stofunni, hafi borðið verið komið út á mitt gólf, þegar hann leit til baka. „Sá hann börðið hendast frá veggnum?" „Nei“. „Brotnaði stóll f hræringun- um?“ „Sigurborg dóttir mín hafði fært kjaftastól upp að þilinu f stofunni, þar sem stofuborðið stendur vanalega, en við höfð- um fært borðið út á mitt gólf, svo að það fengi að vera f friði. Margrét var að hella á kaffi- könnuna í eldhúsinu, en Sigur- borg var úti að hengja þvott á snúru. Þá heyrir dóttir mín skarkala. Þegar hún kemur inn, sér hún, að stóllinn hefur farið yfir borðið og var brotinn". „Er stóllinn einhvers staðar hér? Getum við fengið að sjá hann?“ „Stólgarmurinn ... æ, ég veit ekki hvar hann er“, segir bóndi og tekur duglega í nefið. „Hafið þið nokkurn tfma ver- ið öll f húsinu þegar hræringar gerðust, að undanskildri fyrstu nóttinni, þegar allt þetta byrj- aði?“ „Það er mjög vafasamt, ég man það ekki svo“. „Hvar er Benedikt sonur þinn núna?“ „Hann fór til að smala fénu. Hann liggur þar úti og heldur sig til heiðanna til að ná því fljótlega ef skyldi skipta um veður. Það er alltaf hætt við snöggum áhlaupum á svona stilltri, góðri tfð“. „Áttu ekki fleiri börn en Benedikt og dæturnar tvær, sem flugu suður f morgun?" „Við hjónin eigum tfu börn. Björgvin sonur minn kemur hing að stundum til að vera við hrognkelsaveiðar. Hann grfpur í þetta að gamni sfnu". „Hvað ertu búinn að búa héma lengi, Guðmundur?" „Sfðan 1937“. „Hvar varstu áður?“ „Ég var f tómthúsi f Kálfs- hamarsvfk". „Manstu eftir einhverju dul- arfullu, síðan þú komst hingað í Saura fyrst?“ „Aldrei fyrr en núna“. „Þetta er gamalt hús — hve- nær var það byggt?“ „Ég veit það ekki, en bað- stofan er endurbyggð". „Átt þú jörðina?" „Sigríður Sigurðardóttir Tóm- asarhaga 43 á jörðina, Hún erfði hana eftir föður sinn Sigurð Árnason frá Höfnum. Hann átti margar jarðir hér á nesinu“. (Samkvæmt jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vidalíns hafði eigandi verið „Kóngl. majestat“. og „er þessi ein af þeim jörðum, sem liggja undir Þingeyrarklaustur". Auk þess segir í sömu bók: „Hætt er kvik fé fyrir stórveðrum og afætu- dýjum ut supra. Rekavon er fyrir heimalandi, en heppnast sjaldan, því ekki verður komizt ofan í fjörurnar þau björg, sem fyrir ofan liggja, nema eitt“.) Kærastinn er frá Brandaskarði á Skagaströnd". Rétt í þessu hringdi síminn enn einu sinni. Það var dregið að svara, en einhver stóðst ekki mátið. „Þeir ættu að athuga þetta frá jarðfræðilegu sjónarmiði“, segir nágrannakonan. Hún er gift vitaverðinum og heitir Fanney Benediktsdóttir. „Var ekki jarðfræðingur hér í gær með fréttamönnum . út- varpsins?" Það var þungt í Björgvin syni hjónanna á Saurum. {"'estir settust nú í rúmin, sitt hvoru megin við borðið í stofunni og fóru um það hönd- um. Það er rauðlakkað, og hefur verið borgaralega virðulegt í eina tíð. Þegar það hafði verið dregið í sundur, kom í ljós, að það hafði einu sinni verið mál- að bláum lit, lit trúar og guð- rækni. Á þvf virtist vönduð smíði, en ftetur þess voru orðnir lasnir. „Hvaðan er þetta herlega borð fengið, bóndi?“ „Ég keypti það af Sigurði Sölvasyni kaupmanni á Skaga- strönd, fyrir mörgum árum. Þeg ar hann fór að búa með seinni konu sinni, seldi hann mér það fyrir slikk — hann sagðist ekki hafa neitt pláss fyrir það“. „Nú var nágrannakonan, sem stödd var á bænum, búin að hella upp á könnuna, og það var boðið í kaffi og bakkelsi inni i eldhúsi, við borðið, sem er fast upp við gluggann hjá rúmi Benedikts bóndasonar. Við fóta gaflinn er skápurinn gamli, sem er sagður hafa orðið fyrir barð- inu á draugsa. Hann var nú vafinn snæri. Þetta er myndar- legasti gripur. Þilið sem hann hvíldi upp við gaf eftir þegar komið var við það. Skápurinn hafði dottið að minnsta kosti einu sinni um koll. Margrét hús freyja hafði neitað að láta reisa hann við, þó var það gert. „Ég keypti hann af Jóni, sem er ættaður héðan af nesinu". Yfir kaffinu spurði blaðamað- ur: „Af hverju fór heimasætan í morgun?" Nágrannakonan varð fyrir svörum: „Hún er trúlofuð manni sem rær á báti frá Grindavík. „Hann gerði ekki neitt, bara kjaftaði og drakk kaffi. Hann setti ekki upp neinn mæli einu sinni". „Hvernig niæli?“ „Nú jarðskjálftamæli. Þeir eru alitaf með þá alls staðar annars staðar en hér“. „Þú véfengir að þetta sé draugur, kona góð?“ „Ég segi ekki neitt um það, en það verður að gera þetta fyrir fólkið, sem vill fá úr því skorið, hvort þetta sé yfirnátt- úrlegt". Gömlu hjónin höfðu gengið frá. „Þau eru þreytt og heilsubil- uð“, hélt Fanney áfram, „og það vil ég segja ykkur, að þetta er mesta sæmdarfólk, sem hefur komið upp stórum barnahóp og alltaf verið ráðvandar manneskj ur og alltaf reynzt ágætustu ná grannar“. „Hafsteinn miðill kemur hing- að um sexleytið og síra Sveinn Víkingur“ segir Ingibjörg. „Hver hefur leyft að opna símann aftur? Ég var búinn að láta loka honum“, sagði Guð- mundur bóndi, sem kom inn í þessu. „Hvernig leggst það í þig, ef þetta heldur áfram, bóndi?“ „Það leggst engan veginn í mig“. „Hefur þetta ágerzt, eða dofn- að?“ „Ég finn engan mun á því“. Enn var dvalizt á bænum góða stund. Það var' spenna f and- rúmloftinu og óróleiki. Ingi- björg skyggnilýsandi sá ekkert. Þó fundust henni heldur leiðin- leg áhrif frá borðstofuborðinu, Framh á bls, 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.