Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 5
ídagur 23. marz 1964. V'.. SiSareglur blaða- manna / smíium Matth'ias Jóhannessen Aðalfundur Blaðamannafélags ís- lands var haldinn í gær. Fráfarandi formaður, ívar H. Jónsson, ritstjóri, gaf skýrslu um starfsemi félagsins á Iiðnu starfsári. Leiddi skýrslan í Ijós, að starfsemi félgsins hefur verið mjög blóml. undanfarið. M.a. kom það fram, að samin hafa verið drög að siðareglum blaðamanna og verða þau tekin til afgreiðslu á r." ‘unni. Form. félagsins var kjör- ir : Matthías Johannessen ritstjóri P.'rgunblaðsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Thor- olf Smith, útvarpinu, Björgvin Guð mundsson, Vísi, Tómas Karlsson, Tímanum, Atli Steinarsson, Morg- unblaðinu. — Fráfarandi form. minntist í upphafi fundar Hauks heitins Eiríkssonar blaðamanns er lézt á sl. ári. Það kom fram í skýrslu form., að kjaramál félagsins höfðu verið stærsta mál stjórnarinnar en í kjöl far Kjaradóms opinberra starfs- manna á sl. ári voru gerðir nýir kjarasamningar fyrir blaðamenn. Fengu blaðamenn við lausn deilunn ar svipaðar kjarabætur og frétta- menn útvarpsins höfðu fengið sam- kvæmt Kjaradómi. í sambandi við kjaradéiluna á sl. ári háðu blaða- menn fyrsta verkfallið í sögu fél- Bílum stolið — Framh. af bls. 16. auk þess sem svisslykillinn var, geymdur annars staðar. Það var yörubifreið, R 13602 af Ford-gerð, árgerð 1942 og 2 /2 tonna að stærð. Hún stóð við bílasöluna Bílaval á Laugavegi 90—92 og hvarf á tímabilinu frá kl. 12 á h- degi laugardaginn og þar til kl. 5 e.h. í gær að hennar var saknað: Bifreiðin er grænblá að lit. Nokkur hluti vörupallsins var úr járni en skjólborð vantar. Allt bendir til að bifreiðin hafi verið dregin af staðnum og henni einfaldlega verið stolið til þess að næla sér í varahluti úr henni. — Rannsóknarlögreglunni er mikið í mun að þeir sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið, láti henni þær í té hið allra skjótasta. Enn fremur óskar rannsóknar- lögreglan eftir upplýsingum, ef fyr ir hendi eru varðandi ákeyrslu á mannlausa bifreið, R 15242 sem er ljósgrá 4 manna fólksbifreið af Daf gerð og að heita mátti ný. Á hana var ekig aðfaranótt 20. þ.m. þar sem hún stóð mannlaus fyrir utan Hverfisgötu 60 hér í borg. Bifreið- in lét talsvert á sjá og dældaðist ofan og aftanvert við vinstra aft- ÍÞRÓTTIR — kjörinn formaður B. I. agsins en það stóð í hálfan mánuð. Þá skýrði fráfarandi formaður frá því, að við lausn kjaradeilunn- ar á s.l. ári hefði orðið að sam- komulagi með Blaðamannafélaginu og blaðaútgefendum að komið yrði á fót nefnd blaðamanna og útgef- enda til þess að athuga vinnutíma blaðamanna með tilliti til þess, að settar yrðu reglur um hann, en blaðamenn hafa ekki haft neinn fastan vinnutíma. Nefnd þessi hef- ur verið skipuð og eiga í henni sæti af hálfu blaðamanna Ásgeir Ingólfsson og Björgvin Guðmunds- son og af hálfu útgefenda Gunnar Bjarnason framkvæmdastjóri og Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri. Nefndin á að hafa lokið störfum fyrir vorið. Eign lífeyrissjóðs blaðamanna nemur nú 1,7 millj. og eign menn- ingarsjóðs 450 þús. kr. Efust ekki — Framh. af bls. 16. un. I fyrsta lagi að reyna að grennslast fyrir um atburði1 þessa og í öðru lagi að stuðla að því að draga úr þessu eða koma í veg fyrir það, eins og reynslan sýnir að hefur verið | hægt. Séra Sveinn Víkingur sagði í stuttu máli: — Ég varð einskis vísari, heyrðj ekki né sá neitt. óvenjulegt. Hins vegar sáum við ýmsar minjar þess sem gerzt hafði þarna, svo að ég efast ekki úm, að þarna hafa verið ein- hverjir kraftar á ferð. Aðstaða til að halda miðils- fund þarna var erfið, margt af fólki, húsakynni þröng og spenna í andrúmsloftinu. Kvað sr. Sveinn sálarranpsóknafélagið hafa í hyggju að efna til annars fundar hér í Reykjavík vegna þessa máls í kyrrð og næði. Ég sá sem fyrr segir ekki sjálf ur neitt gerast þarna, sagði sr. Sveinn, en mér virðist að vottar að þessu séu svo margir, að skápar hafi fallið o. fl. svo ég sé ekki ástæðu til að ætla að um uppspuna sé að ræða og ekkert Sem bendir til þess. Hitt er og útilokað, að um jarðhræringar geti verið að ræða, þv£ að þótt skápar hafi fallið hefur leirtau á hillum ekki haggazt. Að lokum skal tekið fram að Sigurborg, dóttir hjónanna á Saurum er nú komin suður til Reykjavíkur, en ekki er talið að fyrirbærin séu neitt tengd henni. HBIMSÓKN AÐ SAURUM Framh. af bls. 8 en ekki varð hún vör við neina veru og því síður „draug“. Ævar skynjaði hið sama. TZlukkan varð sex og ekki komu þeir úr sálarrannsókn arfélaginu. Gengið út úr bænum og að bílnum, sem beið eins og vinur. Þá kom í flasið á okkur snarborulegur maður, mikið við aldur. Ingibjörg þekkti hann, og sagði: „Þarna ber vel í veiði, þetta er dóttursonur Sölva Helgasonar". Hann heilsaði okkur eins og bedúini á eyðimörk, var gam- ansamur, kvaðst heita Jóhann Jósefsson og vera einbúi á næsta bæ, Ósi, rétt hjá ánni, Laxá, þar sem „fínu mennirnir að sunnan“ drepa lax á sumrin. „Hvað hét móðir þín, dóttir Sölva?" „Stefanla Kristfn — hún fór til Ameríku og giftist þar Fær- eyingi. Þekkið þið eitthvað til í Vesturheimi?“ „Þvi miður lítið. Hvað heldur þú um undrin, Jóhann?" „Mig var búið að dreyma fyrir því að það yrði uppistand á Saurum og eitthvað gerðist". omið var rökkur, þegar bíl- arnir með þá úr sálarrann- sóknarfélaginu komu. Þeir óku framhjá í Landrover og Rússa- jeppa með H-númerum. Með þeim var mikið fylgdarlið eins og með biskupum í yfirreið. Haldið var í skyndingu á eftir þeim heim að bænum aftur. Þegar þeir stigu út úr bif- reiðunum, biðu þeir ekki boð- anna en héldu rakleitt að bæj- ardyrum. Þar fóru fram stuttar orðræður milli þeirra og bónda, áður en inn var gengið. Þeir voru þarna sex stjórnarmeðlim ir úr Sálarrannsóknarfélagi ís- Hands, auk Hafsteins miðils Björnssonar og sóknarprestsins á Höskuldsstöðum, síra Péturs Ingjaldssonar. Meðal þeirra voru t. a. m. Katrín Smári, síra Sveinn Víkingur, Helgi Vigfús- son og tvær konur. Fylgdar- menn og sjofförar biðu upp við bæjarvegg, eins og vörður. Þó tók ein lagleg ung Ijóshærð stúlka sig út úr hópnum skömmu seinna og gekk inn i bæinn, svo og Björn Pálsson flugmaður. Blaðamaður frá Sunnudagabók Tímans beið í hlaðinu, Kristján Bessi. Hann var myndavélarlaus, en alskeggj aður og hélt á skjalatösku. Kristján Gunnlaugsson aðstoð- arflugmaður hjá Birni Pálssyni beið líka úti og 'fleiri. Fólkið hafði komið með flugvél til Blönduóss fyrir rúmum klukku- tíma. Nú biðu allir eftir tíðindum. Tunglið var komið loft. Vitinn á Kálshamarsvík deplaði sínu rauða auga. Hundur af bænum vappaði hringinn í kringum hús ið og stökk upp á þekju, aust- anvert, eldhúsmegin og ýlfraði. Það setti hroll að mönnum í kvöldkulinu, eftir heitan dag. Að nokkrum tíma liðnum koma tveir menn út úr bpenum, djúpt hugsi, Hafsteinn miðill og Helgi Vigfússon. Þeir leiðast suð ur undir vegg og hvíslast á. Þeir komu til baka eftir dá- litla stund ... Kvöldið seig yfir. Ekkert hljóð heyrðist úr bænum fremur en við þögla bænargjörð. „Nú er fundur hjá þeim inni“, segir Húnvetningur á hlaðinu, hálfbróðir Sigurðar heitins Berndsens fjármálamanns. Hann er veghefilsstjóri, maður elsku- legur í viðmóti. Það var beðið og beðið eftir þeim, og mönnum varð æ kaldara og kaldara. Klukkan var að verða tíu, þegar þeir loks komu. Fremstir gengu síra Sveinn og Hafsteinn miðill. Þegar miðillinn settist í jeppann, spurði blaðamaður: „Hvernig leizt yður á þetta?“ „Mér leizt ágætlega á þetta“. „Getið þér sagt mér hvers þér urðuð vísari“. „Það get ég því miður ekld“, sagði hann og hallaði sér aftur á bak í sætinu. Síra Sveinn Víkingur og ann- ar prestur, síra Pétur á Höskulds stöðum, voru hinum megin við bílinn og ræddust við. „Hvað segið þér um þetta, síra Sveinn?“ „Þetta er enginn Hjaltastaða- fjandi. Það þarf að minnsta kosti ekki að skammta honum“. stgr. Sjpnvarp — Framh. af bls. 16. minnkandi. Otvarpsstjóri taldi langhag- kvæmast að Ríkisútvarpið og islenzka sjónvarpið lytu einni yfirstjórn bæðj af fjárhags- ástæðum og vegna nýtingar starfskrafta. Þá ræddi hann um dagskrá fyrir íslenzkt sjónvarp. Sagði hann að ekki væri ráðgert að hefja útsendingu sjónvarps fyrr en hægt væri að hafa 2 — 3 klst. dagskrá hvern dag. Nefndi hann sem efni margvíslegt ís- lenzkt frétta- og fræðsluefni og erlent frétta- og fræðsluefni með innlendum texta. Hann sagði að vegna fólksfæðaf fengj um við erlent efni miklu ó- dýrara en aðrar þjóðir. Ávarp 60 menningani gagnrýnt. Þá hófust frjálsar umræður og tóku til máls Kristján Eld- járn þjóðminjavörður, Vignir Guðmundsson blaðamaður, Stef án Bjarnason verkfræðingur, Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur, Jóhann Hannesson pró- fessor, Benedikt Bogason verk- fræðingur, Ásgeir Bjarnason verkfræðingur og Eggert Benó- nýsson radíóvirki. Skiptust ræðumenn í tvo hópa. Þeir Vignir, Stefán, Benedikt, Ás- geir og Eggert gagnrýndu á- varp 60 menninganna, Þeir mót- mæltu þvi að lokað væri fyrir Keflavíkursjónvarpið, töldu það ekki hættulegt fyrir íslenzka menningu, efni í þvi væri gott enda valið væri ósamboðið íslenzkum þjóð- armetnaði að erlendur aðiii ræki eina sjónvarpið. í landinu. Guðmundur Hagalín tók í sama streng og lagði áherzlu á það, að það væri síður en svo af andúð í garð Ameríkumanna eða ameriskrar menningar að hann hefði undirritað ávarpið, Jóhann Hannesson bar einnig eindregið af sér, að hann hefði á nokkurn hátt verið að fjand- skapast út í ameríska menningu með undirskrift sinni. Hann virt ist hins vegar ekki eins trúaður á íslenzkt sjónvarp og þeir Kristján Eldjárn og Hagalín. Ósamboðið [ijóðarmetnaði. Hinir ræðumennirnir Kristján Eldjárn, Guðmundur Hagalin og Jóhann Hannesson kváðust vera meðal þeirra 60 sem undirritað hefðu ávarpið til Alþingis. Krist- ján sagðist hafa undirritað ávarp ið ekki vegna ótta um islenzka menningu og ekki heldur vegna þess að efnið í Keflavíkursjón- varpinu væri slæmt eða siðspill- andi, heldur vegna þess, að það 4 frsBBisklr =*« Framh. af bls. 16 svo endanleg úrslit liggja ekki fyr- ir. Við útreikning keþpnisskýrslna verður miðað við stærð vélarinnar óg þyngd bílsins, þannig að spar- neytnin kemur nákvæmlega í ljós. Keppnin fór mjög vel fram og stóð til kl. 4 í gærdag, en þá komu síðustu bílarnir til borgar- <$innar. Framhald af bls. 2. var staðan 14:10 fyrir I’sland en í hálfleik höfðu Finnar náð öruggri forustu 40:19. Hættulegasti leikmaður Finna, Limo, var í seinni hlfleik algjör- lega tekinn úr umferð af Hólm- steini og skoraði Limo ekki eitt stig hvað þá meira. Finnar unnu hins vegar örugglega, en þó mun minna en t. d. í fyrra, eða 81:48, sem verð ur að teljast ágæt frammistaða gagnvart svo góðum körfuknatt- leiksmönnum. Finnar urðu Norðurlandameist- arar og unnu alla keppinauta sína, en Svíar urðu aðrir, þá íslendingar og siðastir Danir sem töpuðu öllum leikjum sínum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.