Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 11
VÍSIR -agur 23. marz 1964. BBEBMKTOaHBESBEB^ggliiTá&BB 19.15 Social Security in Action 19.30 Þáttur Andy Griffith 20.00 Liðsforinginn 21.00 The Thin Man 21.30 Þáttur Danny Kay 22.30 Flug 23.00 Kvöld£r«tir 23.15 Þáttur Stevo .‘.llen Ámað heilla Sl. laugard. voru gefin saman í hjónaband ungrfrú Sigríður Hall- dóra Svanbjörnsd., Flókag. 19 og Ásgeir Thoroddsen stud. jur. Oddagötu 8. Séra Jón Þorvarðar son gaf brúðhjónin saman í kap- ehu Háskólans. Heimiii ungu hjón anna verður að Flókagötu 19. Mi tmingar sp j ö 1 d Minningarspjöld barnaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöld- um stöðum: Skartgripaverzlun Jóhannesar Norðfjörð Eymunds- sonarkjallara, Verzluninni Vestur götu 14, Verzluninni Spegillinn, Laugavegi 34, Þorsteinsbúð Snorrabraut 61, Vesturbæjarapó- teki og hjá frú Sigríði Bachmann yfirhjúkrunarkonu Landspítalans. Minningarspjöld Sálarrannsóknar- félagsins fást í bókaverzlun 2.iæ- bjarnar Jónssonar og á skrifstofu félagsins i Garðastræti 8. Spái gildir fyrir þriðjudaginn 24. marz Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl:Leitastu við að leysa þig undan oki þeirra efnahagslegu áhyggna, sem standa í vegi fyr- ir raunverulegri hamingju þinni Starfið getur veitt mikla ánægju eins og annað. Nautið, 21. apríi til 21. maí: Sennilega mun þér ekki bjóðast tækifæri til að koma málefnum þínum verulega áleiðis fyrr en Iíða tekur á daginn. Kvöldstund irnar gætu liðið með óvenjuleg um hætti. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Það gæti liðið fram eftir deginum áður en þér tekst að fá aðra til að starfa af fullum krafti með þér. Kvöldstundirnar gætu orðið skemmtiiegar í kvik- myndahúsi eða við sjónvarps- tækið. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Það er oft nauðsynlegt að sýna festu þegar aðrir sýna tilhneig ingar í þá átt að misnota sér góðvild manns. Það verður að koma slíku fólki í skilning um takmörk velsæmisins. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir ekki að láta til skarar skríða í málunum fyrr en síðari hluta dagsins, þegar allt er klappað og klárt. Reyndu að færa þér nýjar hugmyndir í nyt. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú kynnir að vilja vera í næði með dagdrauma þína. Það fer ávallt mikill tími í að leggja drög að skipulagi heildarfram- kvæmda í náinni framtíð. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Það skiptir litlu máli um til- finningar þínar í þessu tilliti en þér er fyrir lang beztu að beygja þig undir vilja félaga þinna. Sýndu stillingu. Drekinn, 24. okt. til 22. n<Jv: Þú ættir ekki að skjóta þér und an því að sýna öðrum fram á hæfni þína, þegar möguleiki er á stöðuhækkun út á slíkt. Góður skilningur ætti að ríkja þegar kvölda tekur. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Ef þú býrð ekki yfir tiltrú og sannfæringu á þau málefni, sem þú aðhyilist mest þá ætt- irðu að Ieita fyrir þér á nýjum sviðum eftir andlegri leiðbein- ingu. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ættir að ganga úr skugga um að eigur þínar séu á hreinu og að þér sé kleift að breyta hlutunum eftir þörfum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr. Þú ættir að bíða með það fram yfir hádegið að ræða við menn um mikilvæg málefni. Þeir verða fúsari til samstarfs og viðræðubetri þá. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Peningarnir geta leitt margt gott af sér séu þeir notað ir af skynseminni. Þú kynnir að þurfa þeirra til að rétta þig aft ur við. Páskamynd Stjörnubíós verð- ur að þessu sinni Byssurnar i Navarrone, eftir samnefndri sögu Alistair MacLean. MacLe- an gat sér heimsfrægð strax fyr ir fyrstu bók sína H.M.S. Ulyss es, sem þýdd hefur verið á ís- lenzku og nefnd Odysseifur. Fleiri bækur eftir hann hafa og verið þýddar, m.a. Nóttin langa (1961) og Til móts við gullskip ið (1963). Nýlega upplýstist.það svo, að annar rithöfundur, Ian Stuart, sem einnig er orðinn frægur fyrir spennandi skáld- sögur, er enginn annar en Mac Lean, sem skrifaði þá undir dul- nefni. Byssurnar £ Navarrone segir frá þvf að sex . þrautþjálfaðir skemmdarverkarmenn eru send ir til eyjarinnar Kheros, til þess að reyna að bjarga 2000 mönn- um sem þar eru. Það má kalla það sjálfsmorðs tilraun að reyna slíkt, en þetta vonlausa verkefni tengir sex- menningana saman, þó að inn- byrðis séu þeir ósættanlegir féndur. Aðalhlutverk leika: Gregory Peck, David Niven, Anthony Quinn, Stanley Baker Anthony Quyale, James Darren. V-Jfli Tilkynning ■Samkvæmt tilkynningu frá sárnska sendiráðinu i Reykjavík hafá sænsk stjórnarvöld ákveðið að veita Islendingi styrk til náms f Svíþjóð á skólaárinu 1964-1965 Styrkurinn miðast við 8 mánaða námsdvöl og nemur 5600 sænsk- um krónum, þ.e. 700 kr. á mán uði. Ef styrkþegi stundar nám sitt í Stokkhólmi getur hann fengið sérstaka staðaruppbót á styrkinn Ætlazt er til, að styrknum sé var ið til frekara náms í sambandi við eða að afloknu háskólanámi á íslandi. Til greina kemur að skipta styrknum milli tveggja eða fleiri umsækjenda ef henta þykir Umsóknir sendist menntamála- ráðuneytinu stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg fyrir 20. apríl n.k. og fylgi staðfest afrit prófskír- teina og meðmæli. Umsóknareyðu blöð fást í menntamálaráðuneyt- inu og hjá sendiráðum íslands er lendis Menntamálaráðuneytið 19. marz 1964. Söluturninn Njálsgötu 26 hefur verið samþykktur, sem nýr sölu- staður. BELLA Þú færð síðustu 20 síðumar úr glæpareyfaranum, þegar þú ert búinn að hjálpa mér við uppþvott inn. R I P R i V Rip lyftir sjóræningjanum á herðar sér og dröslar honum út. Þó að hann sé slæmur, get ég eklti verið þekktur fyrir að láta hann hlióta sömu örlög og Plund I LET'S 6ET OUT OF HERE, JULIA. A SISNAL'S COMIN& UP' erer, hugsar hann. Hann fleygir sjóræningjanum frá sér bak við þykkan trjábol, þar sem honum muni verða óhætt fyrir sprenging- unni. Þar næst þýtur hann I hend ingskasti niður að bátnum, stekk ur út í hann og siglir á fullri ferð burt. Rip, þarna eru leitarflugvél ar, hrópar Julia, ó, bara að við gætum gefið þeim merki. Við skul um forða okkur héðan, svarar Rip Merkið verður gefið rétt strax □ □ n □ □ □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ 13 a a a a a E3 □ □ □ □ □ □ □ C3 □ □ □ D □ B □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ □ □ □ □ □ D □ □ n D D □ D D □ D D D □ D D D D D D D D D D □ O D D O D D D D □ D n o D D D □ □ □ Q □ n □ □ □ a □ □ Q □ □ □ D □ D □ a a a D a a o □ □ □ □ Q □ □ O Q D □ □ O Q □ a a □ □ De Gaulle skíptir sér ekki mikið af því sem pólitískir andstæðingar hans taka sér fyrir hendur, hann lætur það ekki á sig fá. En hins vegar er hann orðinn nokkuð pirraður á ástsjúkri konu, sem sffellt fylg ir honum eftir, og eys yfir hann ástarjátningum.. Þetta er í rauninni allra laglegasta stúlka, en hún er meira en Iítið ágeng. Hún hefur látið hafa eftir sér við blöð í Beirut: De Gaulle — Ég er sjúklega ástfangin af honum. í guðanna bænum segið honum að 52 ára aldurs- munur sé ekki svo hræðilega mikið. Ég er að vísu aðeins lít- II skólastúlka, en ég hefi mfna kosti eins og annað fólk. Og þó að forsetinn vilji ekki taka á móti mér, finnst mér að minnsta kosti að hann gæti sent mér eina af skyrtum sín- um. Ég get notað hana fyrir blússu og þá get ég alltaf verið að hugsa um hann. í Beirut eru menn að brjóta heilann um einhverja diplomatíska leið til þess að fá þessa ástföngnu stúlku til að vera örlítið dul- ari á tilfinningar sínar. Einn af ríkustu mönnum heimsins, Nizamen af Hydera bad, sem nú er 79 ára gamall, er alvarlega sjúkur. Ef hann óskaði eftir því gæti hann feng ið alla frægustu sérfræðinga heimsins til að reyna að hjálpa sér, en eins og vanalega lætur hann sér nægja arabiska hús- lækninn sinn. Á stjómartíð sinni, síðan 1911 hefur hann orðið frægur fyrir ríkidæmi sitt og látleysi. Margir ókunn- ugir sem heimsóttu Indland, vildu gjarnan heimsækja gamla manninn, en hann krafðist þess að fá gull gineu fyrir heiðurinn, svo að margir hurfu frá. Hann hefur alltaf fjármuni sína við hendina. Það eru gullpeningar, sem eru £ pokum og eru pokarnir £ há- um hlöðum f húsakynnum hans Og hina ævintýralegu demanta geymir hann f brún um pappfrspokum vfðsvegar um húsið. Hversu mikið fé hann á, hefur hann ekki hug- mynd um. Þegar furstadæmi hans var innlimað f hið nýja Indland 1948 var honum lofað að minnsta kosti sem svarar 50 milljónum íslenzkra króna f árstekjur, fyrir utan skatta sem lagðir eru á þegnana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.