Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 23. marz 1964. Tveim bílum stolið Vltað er að tveim bílum var stollð f Reykjavfk um helgina. — Annar fannst austur á Hellu f gær, en hlnn var ófundinn í morgun. Sá sem fannst austur á Hellu var fólksbifreið. Henni var stolið aðfaranótt sunnudagsins, en daginn eftir tilkynnti sýslumaður Rang- æinga að bifreiðin hefði fundizt þar eystra. Hinn bílstuldurinn er allur dul- arfyllri, þvi í þá bifreið vantaði bæði rafgeyminn og mrelaborð, Framh. á 5. síðu. Sr. Sveinn Vikingur varaforseti Sálarrannsóknafélagsins segir: Efast ekki um að einhverjir kraftar eru á ferð að Saurum Sáiarrannsóknafélag íslands gerði á laugardaginn leiðangur út til Saura á Skagaströnd og var með f förinni hinn þjóðkunni miðill Hafsteinn Björnsson. Var haldinn fundur á bænum sem stóð f um klukkustund. Aðstæð ur voru erfiðar þar og mun einskis hafa orðið vart sem upp- lýsti fyrirbærin á Saurum. Séra Sveinn Víkingur, sem gegnir störfum forseta félagsins kvaðst telja vfst, að hér væri um dul- ræn fyrirbrigði að ræða, engin ástæða til að ætla að frásagnim ar af þessu væru uppspuni úr fólkinu. Sálarrannsóknafélagið beiddist leyfis húsráðenda á Saurum til að mega koma þangað og var það fúslega veitt. 1 leiðangrinum tóku þátt þessir: Sr. Sveinn Vík- ingur, varaforseti félagsins, frú Katrfn Smári, Sigurlaugur Þor- kelsson, Helgi Vigfússon, frú Mildrlður Falsdóttir, frk, Sigur- veig Hauksdóttir og Hafsteinn Björnsson miðill. Flogið var norður að Akri með flugvél Bjöms Pálssonar og flaug Björn sjálfur og fylgdj sfð an með út að Saurum. Komið var að Saurum um kl. 7 á laugar dagskvöldið. Og þar dvöldust sál arrannsóknarmennirnir í þrjár klst. Tilgangurinn með förinni var tvíþættur, sagði sr. Sveinn Vík ingur í samtali við Vísi í morg- Framhald á bls. 5 Islemku sjónvarpi hefur aukizt mjög fylgi Deilur ó fundi Stúdentufélugs um Kefluvíkursjónvurp fslenzkt sjónvarp hefur verið mjög á dagskrá nú yfir helgina. f fyrsta lagi efndi Stúdentafé- lag Reykjavíkur til almenns umræðufundar í Lido á laug- ardaginn. Var fundurinn all fjölmennur. Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri hafði fram- sögu í málinu, en síðan spunn- ust nokkrar deilur einkum út af áskomn hinna 60 um að hrndr- að væri að fslendingar gætu horft á sjónvarpið í Keflavík. Umræðuefni ákveðið. Hér verður nú rakið nokkuð það sem gerðist á fundi Stúd- entafélagsins. Formaður félags- ins dr. Gunnar G. Schram rit- stjóri setti fundinn. Hann sagði að þetta væri fyrsti opinberi fundurinn sem haldinn væri um sjónvarp hér á landi. Formaður skýrði frá því að stjórn Stúd- entafélagsins hefði ákveðið á fundi sínum 5. marz að um- ræðuefnið yrði nefnt fslenzkt sjónvarp og hefði það verið á- kveðið áður en ávarp hinna 60 um Keflavíkursjónvarpið hefði birzt. Eftir það hefði tveimur af hinum 60 verið boðið að hafa framsögu á þessum fundi með útvarpsstjóra, en þeir hefðu hafnað því á þeim grund- velli að þeir vildu ekki ræða eingöngu íslenzkt sjónvarp, heldur einnig Keflavíkur- sjónvarp. Kvaðst formaður hafa tjáð viðkomandi mönnum, að þó heiti umræðuefnis ytði ekki breytt væri þeim að sjálf- sögðu fullkomlega heimilt að ræða hvaða hliðar sjónvarps- málanna sem væri. Þrátt fyrir það, hefðu þeir hafnað boðinu. Sjónvarpi vex fylgi. Vilhjálmur Þ. Gíslason flutti framsöguræðu. Hann sagði að hugmyndinni um íslenzkt sjón- varp hefði mjög vaxið fylgi að undanförnu. ör fjölgun sjón- varpsviðtækja sýndi hinn al- menna áhuga. Hann sagði að vandinn, sem gæti leitt af er- lendu sjónvarpi leystist bezt með stofnun íslenzks sjónvarps. Útvarpsstjóri taldi að það hefði verið misráðið að útvarp- ið fékk ekki sjónvarpsleyfi strax og það sótti um það. Hann ræddi um fyrirstöðuna og vantrú ýmissa á sjónvarpi og taldi það sprottið af svipuðum misskilningi og á útvarpinu í upphafi, það hefði átt að eyði- leggja bókaútgáfu og blöð, en reyndin hefði orðið þveröfug. Þá taldi hann, að andstaða gegn sjónvarpi færi hér nú sí- Framhald á bls. 5 Hafsteinn Björnsson miðill í jeppa á hlaðinu að Saurum eftir sálarrannsóknafundinn laugardagskvöldið 21. marz. 4 franskir bílar komust lengst — í sparaksfurskeppmnni í gær Um 35 tegundir bíla tóku þátt í sparaksturskeppni, sem Félag ísl. bifreiðaeigenda og Vikan efndu til í gær. Sparaksturinn er í því fólginn að nákvæm'ega 5 lítrum af benzíni var dælt á hvern bíl og síðan var honum ekið eins langa vegaiengd og hann komst. Ná- kvæm athugun var gerð á hverj- um bíl, áður en lagt var af stað Nokkrlr af fundarmönnum á Stúdentafélagsfundinum. CLA Y SVIPTUR KORÓNUNNI Mjög sennilegt er nú talið að Cassius Clay verði sviptur heimsmeistaratigninni í hnefa- leik. Blaðið „Miami Herald" sagði í gærdag frá því í grein að formaður WBA, sem er al- þjóðasamband hnefaleikara, hafi nú tryggt sér atkvæði 15 meðlima í sambandinu, en þeir eru 20 talsins, til að samþykkja að taka titilinn af Clay. Er þetta gert þaf eð sannað þykir að Clay hafi gert samning við Intercontinental Proton- tions Inc., sem Sonny Liston er eigandi að, og aðra ástæðu tilgreinir Lassman, formaður WBA, en það er framkoma Clay, sem hann telur fyrir neðan allar hellur og ekki verð- uga meistara og slæmt for- dæmi fyrir bandaríska æsku' Lássman vill vera róttækari. Hann vill nöfn Listons og Clay af þungavigtarlistanum fyrir aprílmánuð. Þar verða þá 8 nöfn en ráðgerð er keppni 3 eða 4 beztu manna annarra en Clay og Listons um heims- meistaratignina. og einnig eftir keppnina á fyrstu bílunum. Fjórir franskir bílar óku lengst. Lengst komst'Citroen AMf 4ra manna og ók hann um 130 km. vegalengd. Einna mesta athygli í keppninni vakti stóri 6 manna Citronin ID. 20, en hann var þriðji og ók ca. 113 km. vegalengd. Öllum bifreiðaumboðum var gef in kostur á þátttöku, en 2 eða 3 umboð skárust úr leik Bllunum var stefnt á benzínstöð Shell við Suðurlandsbraut kl, 8 í gærmorg- un. Hverju umboði var gert að út- vega ökumann með hverjum bíl, á- samt eftirlitsmanni, en þeim var síðan skipt niður á bílana. Á benz- ínstöðinn; var síðan öllu benzíni dælt af bílunum. Var það gert með þeim hætti að benzínleiðsla var losuð, þannig, að allt benzfn rynni af tanknum. Síðan var ná- kvæmlega 5 lítrum af benzíni dælt á hvern bíl. Lengst komst í keppninni 4ra manna Citroen AMI en hann komst um 130 km. vegalengd. Næst lengst komst Citron 2 CV og þriðji var 6 manna Citroen ID 20, en hann komst alls um 113 km. vegalengd. Ekið var eins og leið liggur héðan úr borginni austur Þrengslin, um Selfoss, austur í Flóa og Rangár- vallasýslu. Dómnefndin ók síðán á eftir og yfirfór mælingar öku- manna og eftirlitsmanna er bílarhir stöðvuðust. Dómnefndin hefur enn ekki unnið úr keppnisskýrslum, Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.