Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagur 17. apríl 1964. 3 Hér er fulltrúi flugfreyjustéttarinnar, Hrafnhildur Schram frá Flugfélagi íslands, að segja frá ævintýra- ríku starfi flugfreyjunnar, sem stúlkurnar á Akureyri höfðu hvað mestan áhuga á, eins og títt er um ungar stúlkur um allan heim. ... og allt viðvíkjandi flugmálum er vinsælt og eftirspurt. Hér er spumingunum um þau störf svarað af Guðmundj Snorrasyni, Sverri Vilhjálmssyni og Tryggva Helgasyni (talið frá hægri). Þeir þurftu all- an tfmann að svara spumingum um flugumferðarstjóm, flugmennsku og flugvirkjun. HVAÐ Á ÉG AÐ VERÐA? Valið getur verið erfitt en hjálp frá sérmennfuðu fólki kemur i góbar þarfir Flugmálin em stöðugt rík í daginn á starfsfræðsludaginn, arsson sálfræðing til að stjóma. hugum Akureyringa. Unga fólk- sem Æskulýðsheimili Templara Alls komu 182 til að spyrjast ið á Akureyri flykktist á sunnu- gekkst fyrlr og fékk Ólaf Gunn- fyrir um ýmis störf f sambandi Sjómennskan dregur alltaf mik- inn hóp hraustra stráka að sér. Hér er ungur piltur að ræða við fulltrúa stýrimanna og háseta, þá Björn Baldvinsson og Þor- stein Stefánsson. Ingibjörg Magnúsdóttir, yfir- hjúkrunarkona, veitir hér ung- um áhugasömum Akureyrar- stúlkum upplýsingar um lif og starf hjúkrunarkonunnar. við flug, en fyrirspumir alls voru 470. Starfsfræðslan hófst með snjöllu ávarpi Brynjólfs Sveins- sonar menntaskólakennara, for- manns fræðslunefndar Akureyr- ar, en að því loknu söng barna- kór. Sjálf fræðslan hófst kl. 2 eítir hádegi og stóð f tvo tíma. AIls 75 fulltrúar fyrir 125 starfs greinar vom mættir tll að svara því, sem unga fólkið vildi fá að vita um viðkomandi starfsgrein, kost hennar og löst. Stúlkurnar höfðu langmestan áhuga á flugfreyjustörfum (66) og hjúkrun (62), þá hárgreiðslu (39) og húsmóðurstörfum (28). Piltarnir hins vegar á verzl- unarstörfum (90), flugmálum ýmiss konar, sem 122 spurðust fyrir um, sjávarútvegi (69), Iæknisfræðl (55), en um margar byggingariðngreinar var ekki spurt um og virðist áhugi á því námi hafa dofnað talsvert. Eftir að fræðslunni lauk var farið i heimsóknir til ýmissa fyr irtækja í bænum og starfsemi þeirra kynnt fyrir unglingunum. Bæjarstjórn Akureyrar bauð leiðbeinendum að Iokum til kaffidrykkju að Hótel KEA og flutti bæjarstjórinn, Magnús GuðjónsSon, ávarp og þakkaðl leiðbeinendum starf þeirra. Sem fyrr segir voru það templ arar, sem stóðu fyrir starfs- fræðsludeginum, en í undirbún- ingsnefnd voru þeir Eiríkur Sigurðsson, form., Adolf Ingi- marsson, Guðmundur Magnús- son, Gústaf Júlíusson og Hörð- ur Adolfsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.