Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 6
r VÍSIR . Fðstudagur 17. apríl 1964. Hafnarfjarðarbíó - Faramh. af bls. 7 myndanna, þar til fyrir nokkr- um árum að TODD-AO tæknin skaut upp kollinum. Þau tæki eru hins vegar svo dýr, að þau eru ekki farin að ryðja sér til rúms nema I lönd um eins og íslandi, þar sem menn hafa „skítnóga" peninga Það eru fremur fá kvikmynda hús í heiminum sem tekið hafa TODD-AO í þjónustu sína, en svo sem kunnugt er eru tvö slík hér. Stofnandi, eigandi og stjórn andi Hafnarfjarðarbíós var Árni Þorsteinsson, en nú eiga synir hans, Níels og Kristinn, það, og hefur Níels haft þar stjórn á hendi síðan faðir hans lézt fyrir 8 árum, en hafði þá lengi verið hans hægri hönd. Árið 1943 yfirgaf Hafnar- fjarðarbíó sitt gamla húsnæði og flutti í nýtt við Strandg. 20 þar sem það hefur verið síðan. Þar eru hin fullkomnustu tæki, og tekur húsið um 340 manns í sæti. Bíóið hefur notið sívax- andi vinsælda, einkum sökum þess að þar hafa jafnan verið sýndar úrvals evrópskar mynd ir, en Hafnarfjarðarbíó hefur samning við Nordiske Film í Kaupmannahöfn og Saga studio Menn kunna áreiðanlega að nefna marga ánægjustund sem þeir hafa átt í Hafnarfjarðarbíó því að þar hafa verið sýndar margar myndir sem hlotið hafa einstæða aðsókn og má í þvi sambandi nefna Marcelino, sem líklega er ein hugljúfasta mynd sem sýnd hefur verið hér á landi og svo dönsku gaman- myndina Karlsen stýrimaður. Hafnarfjarðarbíó hefur einnig sýnt ,hvað mest af Bergman myndum, sýndi t.d. Meyjarlind ina, sem mikið var umtöluð, og gamanmyndina Flísin í auga kölska Þrjár nýjar Bergman myndir eru væntaníegar f ná- inni framtíð og er ein þeirra hin nýja mynd, Þögnin, sem mikið hefur verið deilt um upp á síðkastið. Níels Árnason, stjórnandinn, fylgist vel með því sem gerist í hinum Evrópska kvikmynda- heimi. Hann fer út, minnst tvisv ar á ári til þess að skoða nýjar myndir og velja til sýningar hér Við það starf situr hann f lítiili kompu ailan daginn og horfir á kvikmyndir á litlu tjaldi. Allt að 20 myndir í einu. Og fer hann þá að sögn ógjarnan í bíó um kvöldið. Níels kveðst alltaf hafa verið heppinn með að hafa gott starfs fólk, og þar sem mikill hluti þess hefur starfað við bíóið í 25-30 ár, er líklegt að því finnist það hafa fundið góðan húsbónda Þeir eru áreiðanlega margir sem hugsa hlýlega til Hafnar- fjarðarbíós á þessum tfmamót- um, þvf að eins og einn mætur borgari sagði ekki alls fyrir löngu: Það er í senn virðulegt og hlýlegt. Framh. af bls. 16. vestan Elliðaár, en ákvarðanir um það svæði verða ekki teknar nema f nánum tengslum við svæðaskipulag nágrannasveitar félaga. En þetta er aðeins heild arskipulag en ekki skipulag á einstökum byggingarreitum og því síður einstökum lóðum. Það er miðað við 150 þús. manna borg árið 1983 og reikn- að er með, að bílaeignin verði þá 400 á hvert þús. Þá rakti borgarstjórinn nánar efni áætl- unarinnar og skal ekki farið út í þá sálma hér, enda þegar gert í blöðum en að lokum sagði hann, að hann vonaðist til að skipulagi Roykj a víku rborgar mætti ljúka á þessu ári svo að nægði tfl ársins 1983 eða næstu tuttugu árin. Guðmundur Vigfússon (Ab) sagði, að óhæfilega lengi hefði dregizt að koma á þessu heildar skipulagi, og væri það sjálfsagt einsdæmi f sögu borga á stærð við Reykjavík, enda bæri útlit hennar þess vott. Þá hafði hann einkum skipulag miðbæjarins á hornum sér, sagði, að greinilegt væri að kapftalistar þessa lands ætluðu að tröllríða honum með steintröllum, eins og þegar væri byrjað á, og meirihluti borgar- stjómar léti það sér vel lfka. Þá kvartaði hann undan því, að fulltrúar f borgarstjórn hefðu lítið fengið að fylgjast með und- irbúningi þessara mála, en sagði þó, að sér litist vel á umferðar- gatnakerfið. Að lokum bar hann fram tvær breytingartillögur um að fullrar varfærni verði gætt í að byggja f miðbænum og að samkeppni væri höfð um skipu- iag einstakra svæða. Björn Guðmundsson (F) sagði að fagna bæri skipulaginu og það væri heiður fyrir borgar- stjórann ef honum tækist á næstu árum að ráða þessu máli til lykta. Ekki var hann þó alls kostar ánægður með það, fann einkum að áætluðum umferðar götum kringum miðbæinn þ.e. lengingu Suðurgötu og Tryggva- götu. Óskar Hallgrímsson (A) sagði það vera fagnaðarefni að þetta skipulag væri fram komið handa hófið hefði verið of mikið hing að til. Þá kvaðst hann sammála Guðmundi Vigfússyni f þvf að nýta ekki miðbæinn eins mikið og ráð væri fyrir gert. Þá töluðu þeir Einar Ágústs- son Gísli Halldórsson, sem benti á, að hlutfallstala nýtingar f erlendum stórborgum væri yfir leitt miklum mun hærri en hjá okkur. Þá borgarstjórinn, Geir Hallgrímsson, sem bar fram frá vísunartiilögu við tillögu Guð- mundar, þá þeir Guðmundur og Þór Sandholt. Einar og að lokum Gísli Halldórsson. Síðan fór fram atkvæða- greiðsla og var fyrri tillaga Guð- mundar felld, en við þeirri seinni var samþykkt frávísunar tillaga borgarstjóra, og síðan var skipulagsáætlunin samþykkt yfirleitt með samhljóða atkvæð um. Þingmenn -- Framh. af bls. 16 sem þinghúsið, Westminster er Abbey, brezka sjónvarpið og fleira. Sigurður sagði, að mjög hefði það verið fróðlegt og skemmtilegt að heimsækja þing ið og fá tækifæri til að hlýða á umræður þar. Við vorum þar í fyrirspurnartíma, sagði Sigurð- ur, var mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim þætti þing- starfanna, sem fram fer með nokkuð öðrum hætti en hér heima sagði hann. Sigurður sagði, að lögð hefði verið áherzla á að sýna þeim þingmönnunum brezka fiski- bæi og hefðu þeir þess vegna fengið tækifæri til þess að heim sækja Lowestoft og Hull en hvort tveggja eru miklir fisk- móttökustaðir. Það sem Sigurði fannst athyglisverðast við fisk- móttökuna og frábrugðið því, er tíðkast hér heima, var það hversu stutt þurfti að flytja fisk inn úr fiskiskipunum á markað- inn, sérstaklega í Lowestoft. Marga fleiri staði heimsóttu þeir þingmennimir. Sigurður sagði, að för þeirra þingmannanna hefði verið sér- staklega vel skipulögð og hin á- nægjulegasta í alla staði. 1 för inni tóku þátt auk hans þessir þingmenn: Jónas Pétursson, Birgir Finnsson, Einar Olgeirs- son, Jón Skaftason og Halldór E. Sigurðsson. 5 þus. kr. Framh. af Dls lb bátaflotinn er í landi, lætur nærri að aðkomufólkið, sem vinnur í landi, ásamt sjómönn- unum, tvöfaldi íbúatölu Grinda- víkur. Við skruppum í stutta heim- sókn í eina söltunar- og herzlu- stöðina í gær. Þar hittum við fyrir nokkrar stúlkur 15—17 ára gamlar, sem áttu að fá launa- greiðslu fyrir sl. hálfan mánuð í dag. Eru þær flestar með milli 10 og 11 þús. fyrir þennan tíma. Aflinn, sem lagður er upp f Grindavík, er mest veiddur aust arlega á Selvogsbanka. Framh. af bls. 1 fiskinn en önnur veiðarfæri sé henni beitt á réttan hátt. Hann reeðir ennfremur um þær sveiflur, sem orðið hafa í þorskveiðinni. Minnist á það að árið 1958 var þorskafli tog aranna 73 þús. tonn, en var kominn niður í 11 þús. tonn ár ið 1962. Afli bátanna jókst all- verulega á árunum 1957-60 féll svo árið 1961 en jókst aftur árin 1962 og 1963. Árlegar sveiflur í aflamagni eru ein- kennandi fyrir þorskveiðarnar hér við land og eru þar að verki kraftar, sem við ráðum ekki við“nérria >Bð tfiMírRSHaið'ii' leyti. Flug- Framh .af bls. 1. væru þeir ekki aðeins til þess að selja farmiða fyrir Flugfélagið, held ur og til að auglýsa landið og kynna það. Aðspurður um flugvélakaup sagð ist öm O. Johnson ekki geta flutt neinar fréttir, en kaup á flugvélum væm þó aðkallandi, mundi Flugfé- lagið gefa sér góðan tíma áður en lagt yrði út í svo mikla fjár- festingu sem flugvélakaup eru. örn var spurður hverjum augum Flug- félagið liti þá samkeppni, sem smá- flugvélar reka gegn félaginu. Sagði hann þá starfsemi að mörgu leyti gagnlega, þvl á suma staði væri ekki hægt að fljúga nema litlum vélum. „Hins vegar getur flug litlu vél- anna verið mjög skaðlegt, ef þau fara I samkeppni á aðalleiðum okk- »r. Markaðurinn er alltof þröngur til þess. Þetta vitum við frá sam- keppnisárunum við Loftleiðir hér innanlands, þá töpuðu báðir aðilar, og það var spurning hvenær við mundum „rúlla“. Ég er hins vegar á þeirri skoðun, að smáflugvélarn- ar geti verið góðar, séu þær reknar frá viðkomustöðum okkar úti á landi og til þeirra flugvalla, sem við getum ekki lent á“, sagði Örn O. Johnson, „við erum alltaf reiðu- búnir til samstarfs við alla aðila“. Sem dæmi um smæð innanlands- flugs okkar nefndi Örn það, að þota með 105 farþegum á leiðinni Kaupmannahöfn-New York og til baka, mundi ná hærri farþegakíló- metratölu en 12.000 farþegar í 385 Dakotaflugum til Eyja s.l. ár. — „Þetta er sannarlega ekki stór markaður til að hann komi til skipt anna og ég tel að hin frjálsa sam- keppni verði ekki góð í framkvæmd á þessu sviði.“ Surtsey - Framh .af bls. 1. við í gúmmfbátum. Lending tókst giftusamlega án þess að nokkrum hlekktlst á eða vökn- aði, enda var ládauður sjór. — Lendingarskilyrði eru langbezt norðaustanvert á eynni. Þar er aðdjúpt og framtfðarhöfn Surts eyjar. — En hvað segirðu um lend- ingarskilyrði fyrir flugvélar? Telurðu það hafa verið glanna- skap að lenda á flugvél f Surts ey? — Síður en svo. Ef lent er í fjöruborðinu sjálfu, eru lend- ingarskilyrði hin ákjósanleg- ustu. A. m. k. um fjöru er þarna nægjanlega breið flug- braut. Aftur á móti ber að vara sig á meinleysislegri flatneskju, sem er ofanvert við fjöruborðið. Þarna er sléttlent ofan frá að sjá, en sandurinn er laus og ég tel ekki ráðlegt fyrir flugvélar að lenda þar. Þegar við vorum í Surtsey í gær, var m. a. auð- velt að greina fjöruborðið frá þessu flata sandflæmi ofan við á þvf að dauðar rækjur lágu í hrönnum vítt og breitt um fjör una og blátt áfram lituðu hana upp. Annars tel ég sjálfsagt að kunnáttumenn fari út í Surtsey til að kanna aðstæður og blátt áfram merkja þar fyrir flug- braut, áður en menn takj að fljúga þangað á eigin spýtur. Ég vil ekki verða til þess að menn fari að fljúga þangað eftir leið- beiningum frá mér. — Hvenær genguð þið á land? — Laust fyrir klukkan 11 í gærmorgun og vorum í landi frám á fimmta tfmann e. h. Við gengum fram og aftur um eyjuna og upp á gamla gfg- barminn, þar sem hún er hæst. — Var ekk; erfiðleikum bund ið að komast upp? — Jarðvegurinn er nokkuð laus f sér, en ekki til neinna vandræða. Okkur virtist bezt að fara fyrir suðausturhorn eyjar- innar og skáskera sig þaðan upp í brúnina. Það gekk að óskum. — Hvernig hagar gosið sér? — Það kemur í hrinum með talsverðu millibili. T. d. voru miklar goshrinur í fyrrinótt, síð- an um hádegið, um 5 leytið f gær og síðast sáum við goshrinu á leiðinni til Reykja- víkur í gærkvöldi. Gígurinn er stöðugt að hækka og mun nú vera kominn f sem næst 70 metra hæð. Þegar gos er f gangi renna margar hraun- Iænur úr honum og f sjó fram. Um leið og glóandi eðjan kem- ur í vatnið myndast miklir gufu strókar. Annars eru grynningar á því svæði, sem hraunið renn- ur út f sjóinn og hægt áð ganga fyrir framan það um fjöru. Þegar goshrinurnar eru um garð gengnar sljákkar í gfgnum og dregur niður í honum, allt niður í 15 metra dýpi. Þvf mið- ur gat ég ekki myndað niður í hann, vegna þess hve gígur- inn sjálfur var heitur. Hann slettir kraga umhverfis sig í hrinunum og út á hann kemst maður ekki. Þegar nokkuð hefur liðið frá goshrinunni tekur að skæna yfir gfginn að nokkru, unz ólæt- in hefjast á ný. — Hefur hraunið stækkað mikið síðustu dagana? — Nei, það hefur lítið stækk- að eða breytzt frá því fyrir helgi að Landmælingar tóku loftmyndir af eynni og mældu hana. Hraunröndin er á að gizka 1300 metra löng og vantar enn herzlumuninn til að komast út fyrir enda eyjarinnar beggja megin. En þangað til er eyjan í allmikilli hættu fyrir sjávar- gangi og brimi. Við skulum vona að hrauninu takist að bægja þeirri hættu frá. — Og hvað er að segja um vísindalegan árangur? — Tekin voru ýmis sýnishorn en eftir er að vinna úr þeim. Það, sem forvitnilegast og fróð- legast var að mínu áliti, var að fá sýnishorn af hrauninu. Það höfum við ekki náð í áður. Að lokum bað dr. Sigurður Vísi að fiytja Landhelgisgæzl- unni alúðarþakkir fyrir mikla og góða fyrirgreiðslu í hvívetna, sem ekki hefði getað verið betri né ákjósanlegri. BEATLES Beatles hárkollurnar komnar aftur. Hattabúðin HULD, Kirkjuhvoli. Rúðugler Fyrirliggjandi 3, 4 og 5 mm. rúðugler. MÁLNINGARVÖRUR sf. Bergstaðastræti 19. Sími 15166. Ms. Esja fer vestur um land í hringferð 21. þ.m. Vörumóttaka í dag og ár- degis á morgun til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar Kópaskers og Þórshafnar. Farseðlar seldir á mánudag. Ms. Herðubreéð fer austur um land til Eskifiarðar 21. þ.m. Vörumóttaka í dag og ár- degis á morgun til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur og Stöðv arfjarðar. Ferð m.s. Herjólfs til Hornafjarðar 22. þ.m, fellur niður. KARLMANNASKÓR Höfum fengið hina margeftirspurðu karlmanna- skó úr leðri með gúmmísóla. Einnig nýkomnir ódýrir gúmmískór. Skóhúð Austurbæjor Laugavegi 100.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.