Vísir - 17.04.1964, Side 2

Vísir - 17.04.1964, Side 2
% ' Hér sést verðlaunaafhendingin í 50 m. flugsundi, skemmtilegustu grein kvöldsins. Frá hægri: Davíð Valgarösson, Bobby McGregor og Andy Harrower. Var 15 minúfur með — en þú kölluðu skyldustörfin um borð í GULLFOSSI í leik Víkings og Fram í fyrrakvöld vakti það nokkra athygli, að einn bezti leikmaður Víkings, Jóhann Gíslason, var ekki með nema fyrstu 15 mínútur leiksins, en eftir það sást hann ekki meir, hvorki í Iiðinu, úti á vellinum né meðal varamanna. Ástæðan var sú, að hann varð að fara við svo búið, þar eð hann er skipverji á GULLFOSSI, eins og menn muna frá því í vetur, er ritað var um „vélstjórann skotharða“. Gullfoss var sem sé að leggja af stað úr Reykjavíkurhöfn og Jóhann gat ekki Iengur leikið með liði sinu. Telja margir það óhapp fyrir Víking, sem hefði eflaust borið sigur úr býtum, ef hans hefði notið við. Norska liðið Fredens- borg og Víkingur keppa í handknattleik í kvöld að Hálogalandi. Fredensborg er eins og kunnugt er bezta lið Norðmanna og er án efa mjög gott lið. Leikur- inn hefst kl. 20.15. VMbragðtö { 50 m. fhigsundi. — Fr4 vinstri: Guð mundur Gísla- son, R. McGre- gor, Davíð Val- garðsson og Andy Harrower. Skotamir sigursxlir / gærkvoim Guðmundur setfi 60. met sitt í gær Skozka sundfólkið fagn- aði sigrum á KR-mótinu í gærkvöldi. Það tók þátt í 4 greinum í gærkvöldi og vann 3 þeirra. Glæsilegast og eftirminnilegast í gær- kvöldi var 200 metra skrið sund hins unga McGregor, sem hann synti á 2.02,3 og var rúmum 6 sekúndum á undan Davíð Valgarðssyni úr Keflavík, sem nálgast met Guðmundar Gíslason- ar hröðum skrefum, en Guðmundur varð nú 3. á 2.12,3. Hraði McGregors var geysilegur og engu lík ara en hann svifi ofan á vatnsborðinu. Guðmundur átti betri tilþrif í 200 m baksundinu. Þar vann hann Skot- ann Andy Harrower eftir hörku- keppni með 2.25,1 mín., sem er nýtt Islandsmet og bót á eigin meti um 1/10 úr sek., en met þetta er 60. met Guðmundar á sundferli ■hans. Harrower fékk tímann 2.26,4. Ein skemmtilegasta grein kvölds ins var þó 50 metra flugsund karla, þar sem allir fjórir úrslitamenn- irnir voru mjög jafnir en Skotam- ir tveir hrepptu þó tvö fyrstu sæt- in, McGregor á 28,3, Harrower á 28,4, Davíð Valgarðsson á sama tíma og Guðmundur Gíslason á 28,9. Ann Barter og Hrafnhildur voru hörðustu keppinautarnir í 200 m. bringusundi, en Baxter vann þar mjög öruggan sigur, mun öruggari en vænta mátti. Hún fékk 2.53,3, en Hrafnhildur 2.58,0. Hins vegar gat engin ungu stúlkn anna ógnað Hrafnhildi í keppninni um Flugfreyjubikarinn. Þar vann Hrafnhildur 100 metra skriðsundið á 1.06,7^ Andrea Jónsdóttir frá Selfossi á 1.13,2 og Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ármanni, á 1.14,1. Mjög athyglisverðum árangri náði hinn ungi sundmaður Fylkir Ágústsson frá ísafirði í 200 metra bringusundi. Hann náði nú sínum langbezta tíma, 2.47,9 og vann með yfirburðum. Sveit Ármanns vann sigur f 4x50 metra skriðsundi karla á 1.52,1, en Sundfélag Hafnarfjarðar varð næst með 1.56,2. Gestur Jónsson, SH, vann 100 metra bringusund drengja á 1.20,5, Matthildur Guðmundsdóttir vann 50 metra bringusund telpna á 39,0, sem er nýtt telpnamet, og 50 m. skriðsund unglingspilta vann Davíð Valgarðsson á 26,9. Seinni hluti sundmóts KR verður á sunnudaginn kl. 3. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ann Baxter eftir bringusundið í gær- kvöldi. HANDKNA TTLEIKUR IFREDENSBORG - VÍKINGUR Leika í kvöld kl. 20.15 að Hálogalandi. Handknattleiksdeild Víkings

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.