Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 8
VfSIR . Föstudagur 17. aprfl 1964.
8
m
VISIR
Utgetandi: Biaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði.
1 lausasðiu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 lfnur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Salt i sárin
gtjónarandstaðán hefir tekið skattalækkunarfrumvörp
um ríkisstjórnarinnar á hinn furðulegasta hátt. Áróð-
ursvélar hennar hafa verið settar í gang til þess að
telja almenningi trú um að hér sé engin kjarabót á
^erðinni! Þjóðviljinn lýsir því þannig yfir í forystugrein
gær að í frumvörpunum felist „engin lækkun“ eins
og blaðið orðar það. Sjaldan hafa jafn bláber ósann-
indi sézt á prenti í íslenzku blaði. Það er skjalfest stað-
reynd að tekjuskattsbreytingin ein mun spara íslenzku
'aunafólki 80 milljónir króna á þessu ári, sem nú er að
ííða. Það þýðir með öðrum orðum að íslenzkur al-
nenningur getur eytt 80 millj. krónum meira í lífsins
gæði, en ella hefði verið. Og það ætti ekki að gleymast
tð hér er um aðra skattalækkunina að ræða á 4 árum,
auk verulegrar tollalækkunar.
\ðalsmark þessara frumvarpa er, að sköttunum er
étt af hinum efnaminni og barnmörgum fjölskyldum.
\lmennar launatekjur eru gerðar skattfrjálsar, en þeir
em efnaðri eru bera skattbyrðamar. Það er bæði
jálfsagt og rétt, breiðu bökin eru hér sem endranær
olbetri. Sem dæmi má taka það að eftir núgildandi
;kattalögum greiða hjón með 130 þús. kr. tekjur og
:rjú börn kr. 2.500 í tekjuskatt. Frumvarpið léttir al-
gerlega af þeim tekjuskattinum. Þau verða alveg skatt
aus. Og sé litið á útsvörin þá felst veruleg lækkun í
'iinum nýja útsvarsstiga. Sömu hjón eiga nú að greiða
kr. 20 þús. í útsvar. En eftir breytinguna aðeins kr.
35.900. Fjölmörg önnur dæmi þessu lík mætti nefna,
sem öll eru láglaunafólki í hag.
gkýringin á gremju stjómarandstöðunnar er sálræns
eðlis. Launþegum í landinu hafa nú verið færðar vem-
legar hagsbætur, sem vega munu upp á móti þeim
verðhækkunum sem verkföllin leiddu yfir landsfólkið
í fyrra. Það svíður kommúnistum sárast, að það er
Túverandi ríkisstjóm sem þannig bætir hag launþega
- sú ríkisstjórn sem þeir hafa reynt að telja launafólki
rú um að dansi í kringum ríku mennina. En hvað
gerðu kommúnistar og Framsókn þegar þeir sátu sam
an í stjóm — flokkarnir, sem vilja láta kalla sig vini
verkamanna og bænda? Lækkuðu þeir skattana, þrátt
fvrir dýrtíð og verðhækkanir? Nei. Þeir hækkuðu þá
meir en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins.
æss vegna er hin nýja skattalækkun salt í sár þeirra
iokka, sem brugðust trausti þjóðarinnar, þegar þeir
héldu á hinum gullna lykli valdanna í þjóðfélaginu.
BRETAR BJÓÐA AÐSTOÐ
VIÐ ÞRÓUNARLÖND
Bretland hefur lagt fram tQ-
boð á viðskiptaráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um að afnema
öll höft á innflutningi frá þró-
unarlöndunum og að veita þeim
hliðstæð hlunnindi og samveld-
isríkin njóta nú.
Tilboðið, sem er f 9 öðrum
liðum, var kunngert af Edward
Heath viðskipta- og iðnaðar-
málaráðherra Breta. En áður en
hann birti tilboðið opinberlega,
hafði brezka stjómin rætt málið
við samveldisríkin. Er búizt við,
að mál þetta verði einnig rætt
á fundi forsætisráðherra sam-
veldisrikjanna, sem haldinn
verður f London f júlí n.k.
Helztu atriði tilboðs Breta eru
þessi:
1. Ekki verði lagðir neinir nýir
toliar á vörur, er þróunar-
löndin flytja út, skipti þær
lönd þessi miklu máli.
2. Felldir verði niður tollar á
ákveðnum vöruflokkum, er
fluttir em inn frá þróunar-
löndunum.
3. Allir tollar á hitabeltisafurð-
um og ávöxtum verði felldir
niður.
4. Dregið verði úr innflutningi
fullunninna og hálfunninna
iðnaðarvara.
5. Ekki verði lagðir frekari
skattar eða tollar á vörur,
sem framleiddar em að öllu
leyti eða nokkru leyti f þró-
unarlöndunum.
6. Höft, sem hafa slæm áhrif á
verzlun þróunarlandanna,
verði afnumin.
7. Tekin verði upp viss for-
réttindi fyrir þróunarlöndin
innan ramma efnahagslegs
samstarfs á vissum svæðum
heims.
Edward Heath.
8. Tryggt verði stöðugt verðlag
á vörum þeim, er þróunar-
löndin flytja út.
9. Komið verði á fjárhagslegri
aðstoð við þróunarlöndin til
þess að hjálpa þeim við að
skapa greiðslujöfnuð við
önnur lönd.
Varðandi síðasta atriðið lagði
Heath til, að alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn gerðinauðsynlegarráð
stafanir til þess að hjálpa þró-
unarlöndunum, en auk þess
sagði Heath, að Bretland gæti
einnig veitt beina aðstoð.
Heath sagði í ræðu sinni, að
Bretland keypti þegar mikið af
þróunarlöndunum. Árið 1963
hefði innflutningur Breta frá
þróunarlöndunum, t. d. numið
30 prs. heildarinnflutnings Breta
eða um 190 milljarðar fsl. króna.
Heath sagði orðrétt í ræðu
sinni: „Ég vil taka það skýrt
fram, að ég hefi í þessari ræðu
lagt aðaláherzlu á viðskipta-
vandamálin, en aukin aðstoð við
þróunarlöndin almennt mun á-
fram verða mikið mál og stjórn
mín mun gera allt er f hennar
valdi stendur til þess að auka
hana“.
Heath vék í ræðu sinni að
þeirri tillögu Sovétríkjanna, að
komið yrði á fót nýrri alþjóð-
legri viðskiptastofnun til þess
að leysa GATT af hólmi. Kvað
hann mikilvægasta verkefnið að
tryggja það að GATT yrði áhrifa
meiri aðili en verið hefði í því
að auka viðskiptin við þróunar-
löndin.
Heath vék einnig að Kennedy-
umræðunum fyrirhuguðu, sem
hefjast eiga 4. maí. Sagði hann,
að Bretar styddu af heilum hug
50 prs tollalækkun.
Allir innbyrðis tollar EBE
felldir niður innan 2ja ára
Fyrir nokkru skýrði próf.
Walter Hallstein formaður fram
kvæmdastjórnar Efnahagsbanda
lags Evrópu frá því, að ákveðið
hefði verið að niðurfellingu inn-
byrðis tolla EBE yrði lokið í
árslok 1965. Samkvæmt því
verður niðurfellingu tolla lokið
fjórum árum fyrr en upphaflega
var ráðgert.
Það var Kurt Schmucker efna
hagsmálaráðherra Vestur-Þýzka
lands, er bar fram tillögu um,
að tollarnir yrðu lækkaðir um
20% 1. janúar 1965 í stað 10%
eins og áður hafði verið ráðgert.
Tillaga Schmilckers var sam-
þykkt, og þegar hún kemur til
fraipkvæmda um næstu áramót,
verður búið að fella niður 80%
af þeim tollum, er í gildi voru,
þegar EBE var stofnað 1957.
Hallstein lagði síðan til, að af-
gangur innbyrðis tolla yrði af-
numinn í árslok 1965.
Sérfræðingar EBE telja, að
hinir nýju ákvarðanir EBE um
tollalækkanir, muni verða til
þess að innbyrðis tollar EFTA-
ríkjanna verði einnig afnumdir
fyrr en ráðgert hafði verið.
Hallstein sagði, er hann skýrði
frá hraðari tollalækkunum EBE,
að þær mundu styrkja samn-
ingsaðstöðu EBE við væntanleg-
ar tollaviðræður á vegum GATT
— hinar svonefndu Kennedy-
viðræður.
Borun gengur vel I Eyjum
Vestmannaeyingar fylgjast nú
af mikilli eftirvæntingu með
Norðurlandsbornum, sem leggst
dýpra með hverjum degi til þess
að fá svarað stóru spurning-
unni: Er blessað vatnið einhvers
staðar þarna niðri? Borholan var
orðin 720 metra djúp sl. þriðju-
dag, að því er ísleifur Jóns-
unum ríksins, tjáði Vísi. —
Ekki var þá komið niður á
vatn, en með þessum bor er
unnt að kafa rúmlega hálfan
annan kílómetra niður í berg-
lögin, og verður borað eins
djúpt og mögulegt er til þess að
fá nú endanlega svarað hinni
miklu spurningu Vestmannaey-
inga.
Um páskana var borholan
fóðruð með stálpípum niður á
200 metra dýpi, en á þeim kafla
voru mjög laus jarðlög og bland
in söltum sjó. En síðan um
páska hefur gengið ágætlega að
bora. Frá 200 metrum niður á
rúmlega 620 metra dýpi reynd
ist vera þétt berg, eða pressuð
eldfjallaaska, sem nefnist „túff“
á vísindamáli. Þessi 400 metra
þykka berghella tryggir það, að
talið er, að ef komið verður
niður á vatn myndi það ná
ferskt til yfirborðsins. Er þegar
mikið fengið með þessari stað-
reynd. Nú er aðeins eftir að vita
hvort basaltlögin undir Eyjun-
um, sem liggja lárétt frá meg-
inlandinu, eru lagskipt einhvers
staðar á því dýpi, sem borinn
nær til, og hvort vatn er þar
á milli laga. í þeirri von var
þetta mikla verk hafið, og sú
von hefur hvorki veikzt né
styrkzt ennþá, þar eð enn hefur
eigi verið borað svo djúpt.