Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 15
 ! V1SIR . Föstudagur 17. apríl 1964. fá háan hita. Og meðan honum leið ■ þannig, lá hin unga stúlka og svaf í herbergi I húsi svo nálægt hús- inu sem hann bjó í, að nærri lá að þau gætu tekizt í hendur gegn- um gluggana. Hitinn lamaði hann hann lá i svitakófi, en eftir mið- nætti sofnaði hann, en hann svaf illa og dreymdi illa. i En það var annar maður. sem lika hafði mikið að hugsa, en hann lét það ekki halda fyrir sér vðku. Hann svaf eins og steinn — svaf meira að segja yfir sig, þvi að það var Mariette sem vakti '! hann um leið og hún kom til að taka til og búa honum og Emmu Rósu morgunverð. Oskar flýtti sér að klæða sig og eftir að hafa gleypt eitthvað í sig skildi hann Emmu Rósu eftir í umsjá Mariette og fór út. Þegar hann kom á hornið á Chateau-d’Eau-götu sá hann aug lýsingu í vínverzlun: Bæjarsendill hér. „Ef þetta væri nú sá rétti,“ hugs aði hann og fór inn og spurði um sendilinn, en hann var þá að reka erindi, og settist Óskar þá við borð við gluggann, þar sem menn gátu fengið sér glas, bað um glas af víni og beið sendilsins. Þegar sendillinn kom sagði a'f- greiðslumaðurinn: — Hér er Mathieu — sendillinn. Oskar baðst leyfis, að þeir mættu fara inn í hliðarherbergi sem þarna var, því hann vildi tala einslega við sendilinn og bað um tvö glös handa þeim. — Leynilögreglumenn yfirheyrðu yður í gær eins og fleiri? spurði hann. — Nei, ég var fjarverandi. — Það gleður mig, ég leita nefni lega sömu upplýsinga og þykir vænt um að ve'ra á undan þeim. — Það var skrítið, en hvað viljið þér vita? — Hvort þér fóruð með böggul f fyrradag í St. Lazare-fangelsi? Jú, ég gerði það. Það lá við að Oskar reyndi að stökkva í loft upp af gleði yfir að heyra þetta. — Hugboð mitt var þá rétt, sagði hann. — Hvað geta þessar upplýsingar gagnað yður? spurði sendillinn með efasvip. — Jú, það skal ég segja yður. Hugleiðið, að þér hefðuð orðið fyrir því, að lögreglan tæki yður fastan og sakaði yður um glæp, sem annar hefði framið. Hyernig mynduð þér vilja koma fram við þann, sem sökina á, næðuð þér í hann? — Mér mundi vera skapi næst að snúa hann úr hálsliðnum. — En ef þér fengjuð ekki tæki færi til þess? — Ég mundi leita hans. — Já, það er einmitt það, sem ég geri, og þess vegna spyr ég yður. Ég vissi nefnilega, að fantur inn hafði falið bæjarsendli að fara með böggul í fangelsið, og ég sagði við sjálfan mig: Ég verð fyrst að hafa upp á þessum bæjarsendli, til þess að komast á sporið eftir glægamanninum. — Ja, hvert í heitasta, hefði ég bara vitað þetta í morgu-n, — það er ekki nema hálf klukkustund síðan ég sá þennan mann í Bona- partegötunni, manninn, sem fékk mér böggulinn. Ég man vel hvað á hann var ritað: Angela Bernier. — Fóruð þér á eftir honum? — Hví skyldi ég gera það? Mað urinn hafði beðið mig að fara með böggul — ég vissi ekki meira. Ég næstum straukst við hann þarna á Bonapartegötunni og þekkti hann þegar. Hann er svo sem auðþekkt- ur, gengur í loðskinnsfóðruðum frakka, nokkuð bleikbrúnn á hör- und, augun kolsvört og tindrandi. — Aha, maðurinn frá Marseille. Ef maður vissi nú bara hvað hann heitir og hvar hann á heima. Óskari fannst einkennilegt, að maðurinn skyldi hafa verið eins klæddur og Mathieu lýsti honum, en komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði dulbúizt sem vagnstjóri er Emma Rósa var lokkuð í þurtu. — Viljið þér vinna yður inn 200 franka? — Mjög svo gjarnan, en — hvað á ég að gera? — Ekkert annað en að veita þessum manni eftirför, ef þér verð ið hans var, til þess að komast að hvar hann á heima, og láta mig vita. Ég skal láta yður fá heimilis- fang mitt: Óskar Rigault, Guene- gaudgötu 21. — En ef leynilögreglumennirnir koma? — Þér skuluð segja þeini hið sama og þér sögðuð mér — án þess að minnast á það, að þér hafið sagt mér frá þessu — minnast ekki á mig. Óskar stakk 5 frönkum að sendl inum, vegna þess að hann hafði taf ið hann frá starfi, eins og hann orðaði það, og svo hugleiddi hann það, sem gerzt hafði og ákvað að athuga hvaðan hann gæti bezt fylgzt með þeim, sem leið sína leggja um Bonapartegötuna. 12. Jeanne Dortil svaf ekki sem bezt um nóttina af tilhugsuninni um hver.iu aUf mundi ganga henni í hag, er hún hafði fengið slíkan verndara sem Paroli lækni. Og morguninn eftir lagði hún leið sína til einka-íbúðar leikhússtjór- ans í Batignolles-leikhúsi, en leik- hússtjórinn var kona. Paul Darnala var hjá henni og félagi hans, en j þeir höfðu lokið þá um nóttina við j samningu Ieikritsins „Morðið f hraðlest nr. 13“. Var það til um- ræðu, er þernan kom og tilkynnti, að Jeanne Dortil óskaði eftir að fá j að tala við hana. — Jeanne Dortil —, sagði Ppul Darnala, hún er fjári lagleg, hana gætum við annars notað. Hún ætti að komast vel frá því atriði, sem mest veltur á — en hlutverkið krefst að öðru leyti ekki mikilla hæfileika. — Jæja, ef hún gerir ekki miklar kaupkröfur. — Kaupkröfur, hún ætti að greiða yður fyrir tækifærið. Það er ekki á sviðinu, sem hún ætlar sér að græða. heldur á góðum sam- böndum. Ég yrði ekki hissa- á því, að innan tíðar verði hún eigandi skrauthýsis. Jeanne Dortil kom inn. — Við vorum að tala um yður. — Þið hafið þó vonandi ekki verið að baknaga mig? i— Nei, alls ekki. — Þið ætlið kannske að bjóða mér hlutverk í nýja leikritinu. Samdist fljótt um þetta og hreyfð; Jeanne Dortil því nú, að Serge Panine væri tekið til sýn- ingar í bili, og skyldi hún greiða undirbúningskostnað, — kvað þetta allt geta gengið fljótt fyrir sig, því að Darnala kannaðist við þetta allt og gæti leikið á móti sér. — Það kæmi ekki nokkur maður, sagði leikhússtýran. - Ég skal tryggja aðsókn. - Gott og vel, en þrjár sýningar aðeins. Samdist um, að Jeanne greiddi 800 franka, innifalið verð fyrir fjór ar stúkur frumsýningarkvöld, sem skyldi vera fyrsta laugardagskvöld eftir nýárið. Og svo greiddi Jeanne Dortil 800 frankana þegar. Lagði sem sagt 1000 franka seðilinn frá Paroli á borðið. — Þér hafið sannarlega kaup- konuhyggindi til að bera, sagði Darnala hlæjandi. — Ég vil ekki, að neitt ,,klikki“ — Og vonandi ekki heldur skammbyssan, þegar þér skjótið mig á sviðinu. Aðeins eitt, gætið þess að miða ekki svo hátt, að mitt fagra hörund láti á sjá af púðurreyk. Og meðal annarra orða, þér verðið að vera með, er við les- um þriðja þátt leikritsins „Morðið í hraðlest nr. 13“. Svo kvaddi Jeanne Dortil leik- stýruna og Darnala, — og með- höfundinn að leikritinu, sem ekki hafði verið nafngreindur við kynn inguna, heldur aðeins „sem sam- starfsmaður minn“, eins og Darnala orðaðj það. — Telputetrið heldur víst, að hún geti leikið hlutverk Pöseu í Serge Panine, — en það getur hún ekki. — Skiptir ekki máli þessi þrjú kvöld, fyrst ég hefi engin sérstök útgjöld af þessu. Svo er þetta vika heimsókna og lítil aðsókn að leikhúsum í úthverfunum. Og kann ski vinir hennar fylli nokkra bekki. Nýársdagur rann upp og var frem ur daufur fyrir alla, sem við sögu koma, Leon Leroyer og René Dhar ville voru mestan hluta dags á heimili Maigret málfærslumanns Soffía var í heimsóknum. Óskar Rigault gætti Emmu Rósu, en líðan hennar fór dagversnandi og kjark urinn og vonleysið dvínandi að sama skapi. Paroli og Luigi höfðu grandskoð Endumýjum gömlu sængurnar. Seljum dún og fiðurheld ver. Nýja fiðurhreinsunin Hverfisgötu 57A Sími 16738. að fréttablöðin, ef eitthvað væri þar sem benti til þess, að þeir væru í hættu vegna þess, sem gerzt hafði í La Pie og á Marnebökkum, en fundu ekkert og ályktuðu því, að þeir gætu „sofið rólega". 10 B 0 0 0 0 I 0 0 0 0 0 0 0 1 DÚN- OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 1874C SÆNGUR REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. !i S i 0 b b b b i I B 0 0 0 0 0 I Bílasala MATTHÍASAR Seljum í dag: Opel Rekord ’64.Ekinn 8000 km. Chevy ’62. Ekinn 23000 km. Chevrolet ’60 í góðu standi. Opel Kapitan ’56 og ’62 Mercedes Benz ’59 og ’60 diesel Opel Rekord ’62 lítið ekinn, skipti á V.W ’62-’64 Opel Caravan ’55 góður Volkswagen ’55-’64 Höfum mikið úrval af öllum tegundum og árgerðum bifreiða. Bílsasnlo MATTHÍASAR Höfðatúni 2 sími 24540 24541 Rafkerfo- viðgerðir á rafkerfum í bíla. Stillingar á hleðslu og vél. Vindingar og viðgerðir á heimilistækj- um. RAFNÝTING SF. Melgerði 6 Sími 41678, Kópavogi. Fanný Benonýs sími 16733 T A R 1 A N \(HE'S GOklE TO ORPBR CAPTAIN WILPCAT, 1- (^ðAIM'TO RAVIO MOttSUZZI FOU A’COPTEg.. LHT'S ONLY TALK ABOUT US\ TAKZAK— IT’S' 50 W0N7ERFULT0 FEEL • HEALTHV AGAINl Ég skil ekkert í hvers vegna Dominie hegðar sér svona undar- lega segir Tarzan við Naomi þeg ar þau eru orðin ein. Hann ætti að vera yfir sig kátur yfir því að þú skulir geta gengið, en ekki að hóta því að svipta þig hjúkrunar- leyfinu. Ég hefi sært stolt hans með því að fela mig í hendur þeirra Medus og Mombais, segir Naomi, og bætir við, ég vil aldrei yfirgefa Afríku — eða þig. Hann er farinn til þess að skipa Joe að senda skeyti eftir þyrlu, sagði Tarzan. Við skulum bara tala um okkur, svaraði Naomi, það er svo dásamlegt að vera orð in heilbrigð aftur. Gæruúlgiur kr. 993,00 Miklatorgi SENDIBfUSTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI 21 SlMI 24113

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.