Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 5
PÍSIR . Föstudagur 17. aprfl 1964. 5 utlönd í morg'on útlönd í mopgun útlönd í morgun utlönd í morgun - Nikita Krúsév v sjötugur í dag Nikita Krúsév forsætisráð- herra Sovétríkjanna er sjötugur £ dag. í tilefni afmælisins hefir hann verið sæmdur heiðurstitl- inum „hetja Sovétríkjanna“ og er það æðsti heiðurstitill, sem Sovétríkin veita. Honum hafa borizt heillaóska skeyti frá ýmsum helztu mönn um þjóða, m. a. frá Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseta, Nehru forsætisráðherra Ind- lands, Tito forseta Júgóslavíu og Harold Macmiilan fyrrv. for- sætisráðherra Bretlands, en margir þjóðaleiðtogar eru í Moskvu á afmæiishátíðinni, Kekkonen Finnlandsforseti og helztu leiðtogar kommúr.ista- Óveiur / oðsígi út af framkvæmé starfsregla gæzluliðs ú KÍPUR Grísku- og tyrkneskumæl- andi menn berjast daglega á Kýpur, þrátt fyrir það, að gæzlulið Sameinuðu þjóðanna tekur við í vaxandi mæli af Bretum. Horfurnar hafa sízt batnað og hafa menn af því miklar áhyggjur. Fyrir einbeitni brezku stjórn- arinnar hefir það hafzt fram, að birtar hafa verið reglur þær, sem gæzluliðið á að fara eftir í starfi sínu, og ein þeirra er sú, að liðið má beita vopnum I sjálfsvarnarskyni — og er þegar farið að gera það, en það átti að forðast í lengstu lög. í brezku blaði var svo að orði komizt, að það hafi verið „árangur, sem ekki hafi verið fordæmi fyrir“, er brezka stjórnin knúði fram leyfi til birtingar á reglunum. En það spyr einnig: Hvernig stendur á því að vopnuðum mönnum, sem ekki eru í öryggissveitum Kýpur helzt uppi að afvopna brezka hermenn og láta þá ganga vopnlausa með uppréttar hend- ur á undan sér, ef þeir hafa rétt til að beita vopnum í sjálfsvarnars'kyni? Blaðið talar um vaxandi grunsemdir stjórnarinnar varð- andi framkvæmd þessara starfsreglna, — sem séu við- tækari en gæzluliðið £ Kongó hafi nokkurn tíma fengið, — og ef til vill sé það vegna þess að þeim sé slælega framfylgt af ótta við erfiðleika í skiptum við Makarios. Og í framhaldi af þessu segir blaðið, að storm- ur sé aðvífandi út af skilningi yfirmanns gæzluliðsins á fram kvæmd þessara reglna. Og ennfremur segir þar: Þótt það sé skýrt tekið fram, að gæzluliðið megi ekki verða fyrra til að beita skotvopnum, er Ijóst af reglunum, að það má beita þeim, þegar: 1. Tilraunir eru gerðar til þess að knýja hermenn úr gæzluliðinu til þess að yfir- gefa stöðvar, þar sem þeir eru samkvæmt fyrirskipun yfirstjórnar gæzluliðsins. 2. Þegar tilraunir eru gerðar til þess að afvopna gæzluliðsmenn. 3. Þegar reynt er að hindra þá í að framkvæma það, sem yfirstjórn gæzlu- liðsins hefir falið þeim. 4. Þegar ofbeldi er beitt þar sem gæzluliðið hefir stöðvar eða tilraunir eru gerðar til handtöku eða til þess að ræna gæzluliðs- mönnum eða öðrum starfs- mönnum Sameinuðu þjóð- anna. Þessi mál voru rædd í brezka þinginu í vikunni og Butler ut- anríkisráðherra varð fyrir svör- um og sagði, að með reglunum væri fenginn viðunandi grund- völlur til framkvæmdar á að- gerðum gæzluliðsins. Einn flokksmanna hans ræddi þá móðganirnar í garð brezku hermannanna á eynni og var harðorður um það, að þeir væru „næstum daglega hand- teknir á eynni“. Butler svaraði enn og sagði, að brezku hermennirnir hefðu oft orðið að horfast í augu við mikinn vanda, en hann væri sannfærður um, að þeir hefðu til þessa jafnan gert það, sem rétt var. „Vér vonum og biðj- um“, sagði hann, „að aðstæð- ur undir starfsreglunum (aide memorie) verði þær, að her- menn vorir geti innt af hendi skyldur sínar með virðingu og góðum árangri“. 11« En blöðin birta myndir, sem sýna að brezkir hermenn með hinar bláu húfur gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna, og önnur einkenni þeirra, verða fyrir hinum freklegustu móðgunum, og vilja ekki, að slíkt sé þolað. Fylgir ein þeirra þessari grein. landanna í Austur-Evrópu, þó ekki allra. Og jafnvel Mao tse Tung sendi skeyti og „aðrir helztu kínverskir leiðtogar“, og hafa látið í ljós að deilurnar milli Rússa og Kinverja verði skainm vinnar, en ef í odda skærist í heiminum, myndu þeir snúa bökum saman í átökunum við „sameiginlega féndur“. Atkvæðagreiðslur um loft- ferðir og búfjárhald Fundir voru í báðum deildum og sameinuðu þingi í gær. í sameinuðu þingi var tekið fyr- ir kjörbréf Steingríms Pálssonar, sem tekur sæti Hannibals Valdi- marssonar og ennfremur fóru fram atkvæðagreiðslur um mál, sem rædd voru s.l. miðvikudags- kvöld. 1 efri deiid fór fram at- kvæðagreiðsla um frv. um búfjár hald í Rvík o. v., og í neðri deild voru á dagskrá áfengislög, ioft- ferðir, ferðamál o. fl. EFRI DEILD Þar fór fram atkvæðagreiðsla um frv. um búfjárhald. Samþykkt var breytingartillaga frá Stein- þóri Gestssyni um að hestahald verði leyft innan vissra takmarka í þeim kaupstöðum, sem hér um -éðir. Ennfremur tillaga frá Jóni Þorsteinssyni um að algert bann við tilteknu búfjárhaldi verði til- kynnt eigendum með árs fyrir- vara. Var frv. síðan samþykkt þannig breytt. Jón Þorsteinsson mælti fyrir nefndaráliti á frv. um girðingar- lög. NEÐRI DEILD LOFTFERÐIR Þar fór fram atkvæðagreiðsla um frv. um Ioftferðir. Voru flest- ar breytingartillögur, sem fram höfðu komið um frv., felldar að undanteknum þeim, sem sam- göngumálanefnd flutti og tveim frá Pétri Sigurðssyni. Fjölluðu þær um, að ef flugverji veikist eða slasast fjarri heimili sínu vegna starfs síns, þá verði allur kostnaður af veikindum hans greiddur af vinnuveitanda, svo og var samþykkt að fella niður hin þungu viðurlög, við að mæta ekki til vinnu, í 160. grein. Var frv. síðan vísað til efri deildar. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS Menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslasori, mælti fyrir frv. um Náttúrufræði- stofnun Islands. Sagði hann frv. vera samið af atvinnumála- nefnd rikisins og í samráði við Náttúrugripasafnið og Háskóla Islands og í samræmi við frv. um rannsóknarráð ríkisins og eiginlega hluti af því. Teldi hann rétt, að þessi tvö frv. fylgdust að £ gegnum þingið. LAUSASKULDIR IÐNAÐARINS Iðnaðarmálaráð- herra, Jóhann Hafstein, mælti fyrir breyt.till., sem hann flytur við frv. um lausaskuldir iðnaðarins. Er sú helzt, að tek- in verða út úr frv. og gerð að reglugerðarákvæði, ákvæði um lánstíma og upphæð heildarlána af matsverði. I STUTTU MÁLI Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, mælti fyrir frv. um ferðamál, sem komið er frá efri deild. Þá var frv. um áfengislög vísað til 3. umr. og allar breyt.till. geymdar þangað til. BÁL KVEIKT / S-RHODESÍU — sem kann aó ná til allrar Alríku Til alvarlegra óeirða kom í Salis- bury í gær vegna þess, að Ian Smith, hinn nýi forsætisráðherra, gerði Nkomo blökkumannaleiðtoga „útlægan“, kyrrsetti í afskekktu héraði. Ný stjórn va'r mynduð fyrir nokkrum-dögum við forystu Ians Smiths og sló þá óhug miklum á blökkumenn, en hann sagði, er hann tók við völdum, að hann myndi ekki lifa það, að meirihluta- stjórn (þar sem blökkumenn yrðu í meirihluta) yrði mynduð í land- inu, en hann er aðeins 45 ára, — og hann'kvaðst vænta hinnar beztu samvinnu við Suður-Afríku. Ian Smith tekur við af Winston Field og er forystumaður þeirra, sem vilja varðveita hvít yfirráð í landinu, og vafalaust er Smith kom inn til valda, vegna þess að Field gat ekki knúið fram fullt sjálfstæði Suður-Rhodesiu þegar, vegna af- stöðu brezku stjórnarinnar. Nkomo, blökkumannaleiðtoginn í Suður-Rhodesiu, skoraði í fyrradag á brezku stjórnina að fresta frarri- kvæmd stjórnarskrqrinnar og senda herlið til landsins til þess að halda uppi lögum, þkr til ný stjórnarskrá væri samin og kosningar farið fram eftir henni. Svo fréttist í gær, að Nkomo hefði verið handtekinn og helztu stuðningsmenn hans og Nkomo hefði verið handtekinn og helztu stuðningsmenn hans og flutt ir til afskekkts héraðs nálægt mörk Ian Smith. um portúgölsku nýlendupnar Moz- ambique, og mega hinir útlægu menn ekki fara út fyrir ákveðin mörk. Þegar þetta fréttist brutust út óeirðir í blökkumannahverfum Sal- isbury og beitti lögreglan táragasi og kylfum til þess að dreifa mann- fjöldanum. Blökkumannaleiðtogar í ýmsum Afríkulöndum segja, að Ian Smith sé að kveikja magnaðasta bálið, sem til þessa hafi blossað upp í Afríku út af kröfum blakkra og muni það breiðast út um alla álf- una og háværar raddir heyrast um að skjóta Suður-Rhodesiumálinu aftur fyrir Öryggisráð Sameinuðv þjóðanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.