Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 17.04.1964, Blaðsíða 4
4 VlSIR . Föstudagur 17. aprfl 1964. I i Vantar sjálft skeggið „Býr fyrir austan Éli- vága hundvíss Hymir at himins enda“, segir í Hymiskviðu. „Austan EIivoga“ heitir nýútkom in ljóðabók eftir Böðvar Guðmundsson, son Guð- mundar Böðvarssonar skálds. Þetta er hans fyrsta bók, en hann legg ur stund á íslenzk fræði við Háskólann og yrkir, þegar hann má vera að. „Lestu mikið fornbókmennt- imar?“ „Ja ég hef lesið Eddurnar töluvert." „Heldurðu, að það séu áhrif frá þeim í ljóðum þínum?“ „Æ, maður getur aldrei dæmt um það sjálfur, hvort áhrif koma frá þessum eða hinum“. „En pabba þínum?" „Jú, það held ég, að hljóti að vera. Ég las hann snemma og alltaf öðru hverju síðan. Hann hefur sjálfsagt mótað mig meira en ég get gert mér grein fyrir.“ „Varstu ekkert hræddur um samanburð við hann, þegar þú sendir frá þér ljóðabók?“ vetur, en sumt eldra.“ „Hefurðu ekki verið að yrkja, síðan þú fæddist eða þar um bil?“ „Það var nú ekki merkilegur kveðskapur". „Ég heyrði, að þú hefðir leik- ið Skugga-Svein með sérstökum tilþrifum á menntaskólaárunum Sarntal v/ð Böðvar Gubmundsson skáld „Ojú, ég var anzi myrkfæl- inn við þetta, enda er sagt, að fáir verði föðurbetrungar." „Hvað fannst honum um kvæðin þfn?“ „Það er kannski ekki fylli- lega að marka — þykir ekki hverjum sinn fugl fagur og svoleiðis allt?“ „Hvað hefur þessi bók verið lengi í smíðum?" „Hún er mestöll sfðan í fyrra- — hefurðu aldrei hugsað þér að gerast leikari?" „Nei, droltinn minn, til þess skortir mig alla hæfileika. Skugga-Sveinn er sennilega eina hlutverkið, sem ég hefði getað leikið" „Nú, finnurðu til einhvers andlegs skyldleika við hann?“ „Já, heilmikils. Ég hef ekki trú á því, að ég hefði getað leikið neitt annað hlutverk.“ „En þú heppinn að lenda á þessu eina.“ „Já, það eru ekki allir svo lánsamir." „Hefurðu skrifað nokkrar sög- ur eða leikrit?" „Nei, ekki nema skólablaða- skáldskap allra handa. Ég hef áhuga á að skrifa leikrit, en til þess þarf maður að kunna ótalmargt, sem ég kann ekki.“ „Þú ert ekki atómskáld?" „Nei, það er víst ekki nokkur leið að flokka mig með þeim. Mig vantar allt til þess — ég hef ekki einu sinni skegg!“ „Hver eru aðaláhugamál þín?“ „Ja, ég held bara, að ég hafi hreint engin, þegar ég fer að hugsa mig um. Ég er ekki póli- tískur og gersamlega áhugalaus um fótbolta ... það er helzt, að maður reyn; eitthvað að viðra sig utan f menninguna— ætli það megi ,ekki kallast aðalá- hugamálið, ef það verkar ekki of flott. - SSB Böðvar Guðmundsson „Það fer mér ekki vel að reyna að vera gáfulegur,“ sagði Böðv- ar, þegar myndinni var smellt af, og þreif í ofboði út úr sér pípuna. — (Ljósm.: I.M.) Það er ekkivdiðinn nema mán- uður siðan fundi Norðurlandaráðs i Stokkhólmi lauk, og er þó þeg- ar farið að undirbúa næsta fund, sem verður haldinn í Reykjavík á næsta ári. Eru þegar komin all- mörg mál á dagskrá fundarins, sem tekin verða til meðferðar í nefnd- um á þessu ári. Skýrir fram- kvæmdastjórn Norðurlandaráðsins frá því, að 24 mál hafi verið tek- in á dagskrá. Þau mál, sem þegar hafa verið lögð fram fjalla um skólamál ým- i.-;s konar, en einnig eru þau m.a. um afstöðuna til TVIannréttinda- dómstóls Evrópu, um skattamál og efnahagsmál. Skal hér gerð nokk- ur grein fyrir helzlu málunum og sýnir það nokkuð, hvað helzt er á döfinni í norrænu samstarfi um þessar mundir. Laganefnd Norðurlandaráðsins hefur m.a. til meðferðar tillögur um aðild að Mannréttindadómstóli Evrópu. Er þannig mál með vexti að tvö Norðurlandaríkjanna, Nor- egur og Svíþjóð, hafa enn ekki gengizt undir lögsögu dómstólsins og hefur þar gætt nokkurrar tregðu En tillagan fyrir Norðurlandaráði fjallar um að skora á þessi ríki að fullgilda samning sinn um aðild að dómstólnum. Varðandi kennslumál liggur frammi tillaga um að taka upp norræn háskólanámskeið í sögu með líkum hætti og námskeið hafa verið haldin f tungumálum. Gæti það stuðlað að því að auka gagnkvæman skilning á þeim á- greiningsmálum sem komið hafa i upp milli Norðurlanda á liðnum öldum og draga úr einhliða sögu-' kennslu og andúð milli þjóðanna, sem á rætur sínar að rekja til lið- inna atburða sögunnar. Þá verður rædd tillaga um að bæta skipulag norrænna skólaferða laga, sem tilraunir hafa verið gerð ar með á undanförnum árum. Til- löguflytjandi heldur því fram, að skólaferðir þessar hafi orðið hrein ar skemmtiferðir, þar sem öll fræðsla hefur farið fyrir ofan garð og neðan. Úr þvi þurfi að bæta, ella sé ekki hægt að réttlæta þær. Merkileg tillaga, sem líkur eru á að nái samþykki fjallar um arki- tektanám. Fjöldi norrænna stú- denta fer til annarra landa, svo í rfj/rijrV, sem Þýzkalands og Bandarikjanna til framhaldsnáms í húsagerðarlist. Ef námið væri byggt á breiðum nor rænum grundvelli yrð; það óþarfi Þyrfti þá að samræma arkitekta- nám á Norðurlöndum og þá jafnvel að veita arkitektaréttindi fyrir öll Norðurlöndin. Tillaga er um stofnun norrænnar rannsóknastofnunar í fiskirækt í vötnum. Hún yrði staðsett í Upp- sölum og yrðu ráðnir til hennar sérfræðingar frá öllum Norðurlönd unum. Sérkennilegt skattamál liggur fyrir Norðurlandaráði um sköttun sjómanna. Eins og kunnugt er, þá er algengt að færeyskir og norskir sjómenn vinni á skipum annarra ríkja, þar á meðal skipum annarra Norðurlandaþjóða, lengri og skemmri tíma á ári. Samkvæmt nú- gildandi reglum eru þeir skattlagð ir af heimaríki skipanna sem þeir Vinna á. En nú er lagt til, að út- svar þeirra falli til heimahéraða þeirra. Valda núgildandi reglur erf iðleikum í þeim sveitarfélögum, sem margir sjómenn fara frá til vinnu á erlendum skipum. Þá er enn til athugunar fyrir Norðurlandaráði tillaga um að hefja vísi að sameiginlegri hag- skýrslugerð fyrir Norðurlönd, þar sem hægt sé m.a. að gera saman- burð í peningamálum, framleiðslu og verzlunarmálum Norðurlanda- ríkjanna. Er það samkvæmt fyrir- mynd Benelux-ríkjanna( sem hafa í mörg ár gefið út sameiginlegar hagskýrslur og er það talið hafa verið mjög gagnlegt. Þrír sækja um Odda Nýlega var útrunninn umsókn- arfrestur um Oddaprestakall í Rang árvallaprófastsdæmi. Umsækjendur um prestakallið eru þrír: Sr. Gísli Brynjólfsson, fyrrv. pró fastur. Sr. Óskar Finnbogason, sóknarprestur að Staðarhrauni Sr. Stefán Lárusson, sóknarprestur að Núpi. Æviskrár 5000 núiifandi ísSendinga í undirbúningi er úgáfa mikils rits með æviatriðum um 5 þús- und núlifandi islendinga. Bókin verður í tveim bindum og er hið fyrsta þeirra væntanlegt á markaðinn i haust að öllu for- fallalausu. Vísir hefur aflað sér upplýs- inga um rit þetta hjá útgefend- um, en þeir eru Gunnar Einars- son í Leiftri og Oliver Steinn í Hafnarfirði. Þeim fórust orð á þessa leið: Fyrir allmörgum árum kom út bókin „Hver er maðurinn?" sem Brynleifur Tobíasson mennta- skólakennari tók saman, en Guð mundur Gamalíelsson gaf út. Þetta var 1 alia staði hið þarf- asta rit, svo kærkomið var það að bókin gekk til þurrðar á ör- skammri stund og er nú með öllu ófáanleg. Nú höfum við ákveðið að gefa út hliðstætt rit, sem við höfum hugsað okkur að nefna Samtiðar menn. Það verður í meginatriö- um með áþekku sniði og Hver er maðurinn, en þó öllu samræmd ara og fellt í ákveðnari og skipu legri ramma 1 bók Brynleifs voru tekin nöfn ýmissa látinna manna, sem mikið höfðu kpmið við sögu framundir það að bók in var gefin út. í Samtíðarmenn er ekki ætlað að taka æviskrá látinna manna, nema þeir hafi dáið eftir að upplýsingar bárust frá þeim til útgáfunnar. Til þess að vinna að söfnun og undirbúningi Samtíðarmanna fengum við þá síra Jón Guðna son fyrrv. skjalavörð og feðgana Harald Pétursson safnhúsvörð og Pétur son hans. Er, nú búið að vinna nokkuð á 3ja ár að undirbúningi þessa rits og hefur kostað geysimikla vinnu og fyrirhöfn. Spurningar- eyðublöð hafa verið send til um 5 þúsund kunnra manna og kvenna, ýmist á athafna- eða menningarsviði, þar sem beðið er um upplýsingar varðandi ævi og störf. Því miður hafa ekki nærri all- ir svarað þessum spurningum og verður nú undinn bráður bugur að því að hringja til þeirra manna sem ekki hafa svarað, en óhjákvæmilegt þykir að hafa í bókinni. Öðrum sem minna máli skiptir um verður hinsvegar sleppt ef ekki berast svör frá þeim, og fyrir bragðið má búast við að eitthvað lækki sú tala sem upphaflega var ákveðin. Vænta útgefendur þess að þeir sem eyðublöð hafa fengið, verði nú fljótir til svars og dragi það ekki öllu lengur. Bókin verður í tveimur stór- um bindum, og er það fyrra þegar komið í setningu. Ef allt gengur að óskum kemur það út í haust. f Hér verður vafalaust um stór merkilegt rit á sviði persónu- sögu að ræða, sem jafnframt verður hið ákjósanlegasta upp- sláttarrit fyrir all.a þá sem þurfa á upplýsingum að halda um nú- lifandi Islendinga. Jón Guðnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.