Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 7
V í S IR . Þriðjudagur 9. júní 1964. 7 * — '^7’ið munum á næstunni leggja höfuðáherzlu á vatnsveituframkvæmdir og skó’a byggingar, segir Hjálmar Ólaís- son bæjarstjóri f Kópavogi í við- tali við Vísi. Hér er margt ógert enda er bæjarfélagið mjög ungt og fólksfjölgun gífurlega mikii. En það, sem er hvað mest . að- kallandi, er að tryggja öllum • bæjarbúum nægilegt vatn og að sjá til þess, að skólabyggingar verði í samræmi við fjölgunina í bænum, sagði bæjarstjórinn. — Þið eruð að bjóða út skuldabréfalán vegna fyrirhug- aðra vatnsveituframkvæmda í Kópavogi? — Já. Bæjarstjórn Kópavogs kaupstaðar hefur sarnþykkt ein- róma, að bjóða út 5 millj. kr. skuldabréfalán vegna Vatns- veitu Kópavogs. Er þetta gert fyrst og fremst vegna ákvörðun ar um að reisa mikinn vatns geymi í Kópavogi, 1350 kubikm. að stærð, en talið er ókleift að fullnægja vatnsþörf' bæjarbúa nema upp verði komið geymi til miðlunar. — Þið fáið vatn frá Reykju- vík, ekki satt? — Jú. Gerður var samningur. við Vatnsveitu Reykjavíkur 1949 um að Kópavogur keypti vatn af Reykjavík I heildsölu. Var lögð leiðsla þvert yfir Foss- Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri fyrir framan heilsuverndarstcð Kópavogs. í þeirri byggingu verða skrifstofur bæjarstjórnar Kópavogs, skrifstofa bæjarstjóra og fundarsalur bæjarstjórnar. (Ljósm Vísis I.M.) i vatnsveitu- vogsdalinn frá Klifvatni í Foss- vogi, þar sem önnur aðalæð Vatnsveitu Reykjavíkur Iiggur um, yfir að Nýbýlavegi og frá þessari aðalæð var vatni síðan drejft um Kópavogsbyggðina. EKKI NÓG VATN ■— Er vatnsskortur víða í Kópavogi? — Það hefur ekki verið unnt að fullnægja alveg vatnsþörf- inni alls staðar í kaupstaðnum, m. a. vegna þess, að hinar gömlu leiðslur eru víða of þröngar og þurfa endurnýjunar við. Þegar Kópavogur var að byggjast í byrjun var reynt að leggja vatn til sem flestra á ódýran hátt yfir hið strjálbýla svæði og þess ekki gætt, að byggðin mundi þéttast svo fljótt sem raun hefur orðið á. Er þar að finna aðal- ástæðuna fyrii- erfiðleikunum í vatnsveitumálum kaupstaðarins. — Er ætlunin að auka mikið vatnsveituframkvæmdir í ár frá því er verið hefur? — Já. Það er ráðgert að verja 4 milljónum króna til vatnsveitu framkvæmda á árinu 1964, og að sjálfsögðu mun mestur hluti þeirrar upphæðar fara í bygg- ingu vatnsgeymisins. Árið 1962 var varið 913 þús.-kr. til vatns- veitunnar I Kópavogi og á s.l. ári 3.1 millj. Nýjar vatnslagnir á árinu voru 3.3 km á lengd. MIKIÐ UM SKÓLABYGGINGAR — Er mikið byggt af nýju skólahúsnæði í Kópavogi? — Já, á okkar mælikvarða er þar um miklar byggingarfram- kvæmdir að ræða. Á þessu ári verða fullgerðar 6 kennslustof- ur í Digranesskóla, nýjum barna skóla, en sá skóli er teiknaður þannig, að auðvelt er að reisa hann í áföngum. — Hvað eru margir barna- skólar í Kópavogi? — Þeir eru þrír með hinum hýja skóla. Fyrir eru Kópavogs- skóli og Kársnesskóli. Er nú byrjað á 3. áfanga Kársnes- skóla. — En er nægilegt gagnfræða- skólarými? — Nei, það þarf einnig að stækka gagnfræðaskólann í Kópavogi og eru nú uppi ráða- gerðir um að reisa við hann verknámsdeild, en mikil þörf er fyrir hana hið fyrsta. — Það er mikið byggt af í- búðarhúsnæði í Kópavogi? — Já, gífurlega mikið. I árs- byrjun 1963 var 381 íbúð í bygg ingu og byrjað var á 289 nýjum íbúðum á því ári. í árslok höfðu verið fullgerðdr 60 íbúðir á ár- inu og auk þess teknar í notkun 190 íbúðir, sem ekki voru full- gerðar alveg. Við úthlutuðum alls á 5. hundrað íbúðalóðum s.l. ár, svo mikil var eftirspurnin eftir lóðum og raunar mun meiri. — Er eins auðvelt að fá lóð- ir í Kópavogi nú cg áður var? -v- Nei, við höfum orðið að draga mjög úr lóðaúthlutunum, þar eð við komumst ekki yfir að gera byggingarhæfa eins margar lóðir og óskað er eftir árlega. — Er ekki mest spurt eftir einbýlishúsalóðum? — Jú, það hefur verið mikil ásókn í þær, og bæjarfélagið hefur reynt að greiða sem mest fyrir því að menn ferigju slíkar lóðir. T. d. var Sigvaldi heitinn Thordarson fenginn til þess að skipuleggja heil hverfi 50 einbýl Viðtal við Hjálmar Olaísson hæjarstjára ishúsa(keðjuhúsa) í Hrauntungu og annað sams konar hverfi er nú í undirbúningi við Bræðra- tungu. — Fjölgar ekki gífurlega ört í Kópavogi? — Jú, eins og bezt sést, ef íbúatalan árið 1940 er borin sam an við íbúatöluna í dag. 1940 bjuggu hér aðeins 200 manns, en í dag eru íbúarnir 7800, eða álíka margir og í Hafnarfirði. Það mun Iáta nærri, að fjölgað hafi um 500 á ári síðustu árin. Og meirihluti íbúanna er ungt fólk með mörg börn. Athuganir leiða í ljós, að hér eru börn 10% fleiri en annars staðar á landinu. SLÆMT ÁSTAND í GATNAGERÐ ARMÁLUM — Hvernia er ástahdið i gatnagerðarmálum bæjarins? — Það er slæmt. Bæjarfélagið er svo ungt, að það hefur enn ekki haft tíma og fjármagn til þess að sinna varanlegri gatna- gerð og þetta vandamál er sérstaklega erfitt úrlausn- ar vegna þess hve Kópa- vogsbyggðin er dreifð. Láta mun nærri, að byggðin hér dreif ist yfir 250 hektara svæði. Göt- urnar hér eru 50 km að lengd, en í Hafnarfirði, sem er álíka fjölmennur bær, eru göturnar 25 km að lengd. Má af þeim samanburði marka hversu gatna gerðin er mikið erfiðari og fjár- frekari hér en annars staðar. — Fáið þið ekki aukið fjár- magn til vegagerðar vegna sam- þykktar hinna nýju vegalaga? — Jú, en allt það fjár- magn mun renna til fram- kvæmda á þeim kafla Reykja- nesbrautar, er liggur gegnum kaupstaðinn. — Hefur nokkuð verið ákveð- ið hvað gera á við þessa miklu og hættulegu akbraut, sem ligg- ur gegnum Kópavog? — Nei, ekki endanlega. En ráðagerðir munu uppi um það, að tvískipta henni og hafa tvær akreinar í hvora átt á hvor- um vegarhelmingi. GOTT SAMSTARF VIÐ NÁGRANNABÆI — Hvernig er háttað sam- starfi við Reykjavík og ná- grannabæina? — Það er mjög goii og eykst stöðugt. Eins og áðttrhefur kom ið fram fáum við vatfl frá Reykjavík. 1 byggingu er rrö mikið holræsi, í Fossvogi, sem verður fyrir bæði Reykjavík og Kópavog og við munum greiða ákveðinn hluta af. Við fáum slökkviliðsþjónustu frá Rvík og þannig mætti lengi telja. Sam- starf við Garðahrepp, Hafnar- fjörð og Seltjarnarnes er einnig mjög gott og hefur verið komið á föstum reglulegum fundum bæjarstjóra og sveitar- stjóra á þessu svæði. Slíkir fundir hafa nú tiðkazt um árs- skeið. — Við höfum nú spjallað um nokkuð margt í starfsemi ykkar unga bæjarfélags. Er nokkuð fleira, sem ástæða er til þess að nefna að lokum? —, Það má geta þess, að I byggingu er nú leikskóli og dag- heimili fyrir yngstu börnin i einu og sama húsi og verður það bráðlega tekið i notkun. Nokkrir gæzluvellir eru starf- ræktir í kaupstaðnum og á næst unni verður komið upp nýj- um barnaleikvelli, sem verð- ur með nokkuð sérstæðu sniði. Verður það starfsleikvöllur, þar sem komið verður fyrir göml- um bílum og öðru slíku, er á- stæða er til þess að ætla að börnin hafi gaman af að leika sér að. Æskulýðsstarf er mjög blómlegt hér og höfum við ný- lega ráðið æslculýðsfulltrúa, ung an kennara, Sigurjón Hilarius- son að nafni. Starfar hann á- samt æskulýðsráði að þvi að skipuleggja tómstundastarf fyrir æsku Kópavogs. Við leggjum mikla áherzlu á þessa starfsemi élffmitt vegna þess að hér býr mjög mikið af æskufólki, meira en víðast aönars staðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.