Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 9. júní 1964. 9 -x „Það er ekki í mínum verkahring að sækjast eftir vinsældum“, segir dr. med. Ole Bentzen, og stóru, bláu augun hans skjóta gneistum af ákafa. „Hins vegar heyr- ir undir mig að hafa á réttu að standa. Og við förum ekki með neitt fleipur — við höfum margra ára reynslu að baki og vitum orðið vel, um hvað við erum að tala“. Þótt orðalagið sé ákveðið, er dr. Bentzen ljúfmennskan uppmáluð og einstaklega elskulegur í allri framkomu. En þegar hreyft er við hans miklu hugsjón, kemur eld- heitur baráttumaðurinn i Ijós. Og hann fer ekki dult með þá skoðun sína, að al- snemma og fái góð heyrnartæki sem allra fyrst, og að þau alist upp í frjálsu samfélagi við önn- ur börn, gangi í venjulega skóla og séu ekki álitin ,öðru- vlsi‘ en annað fólk. Hver er svo sem fullkomlega normal? Okkur vantar öll eitthvað til að vera fullkomlega úr garði gerð andlega og líkamlega, en það ber mismikið á vöntunum okk- ar. í normal þjóðfélagi eru um það bil 10% af þegnunum með einhverjar meðfæddar veilur — blindir, heyrnardaufir, vanskap- aðir, vangefnir o.s.frv. — svo að enginn skóli getur verið nor- mal, nema hlutfallstalan sé á- líka í honum, og ekkert fyrir- tæki, ekkert félag. Og ef börn- in venjast því strax frá byrjun að umgangast jafnaldra sína, sem ef til vill eru fæddir með einhverjar af þessum veilum, taka þau það eins og sjálfsagð- an hlut og finnst það ekkert undarlegt. Þá er heldur engin hætta á, að þau verði sfðar á ævinni óeðlileg í framkomu við fólk, sem á við slíka veikleika að stríða, sýni því yfirdrifna vorkunnsemi eða reyni jafnvel að forðast það." Hálfs árs böm með heymartæki. „Þér sögðuð, að það væri mik ilvægt að taka börnin til skoð- Dr. Ole Bentzen með konu sinni, frú Lotte, sem er af íslenzkum ættum, komin af Magnúsi Stephensen háyfirdómara. (Mynd: IM). eiginlega alger undantekning. Oftast stafar hún af einhvers konar veikindum á meðgöngu- ttmanum, t.d. rauðum hundum, eða erfiðri fæðingu. Þvi er hún mjög sjaldan arfgeng." „Finnst börnunum ekkert leið inlegt að þurfa að ganga með heyrnartæki, sérstaklega þegar þau fara að stækka?“ „Nei, þvert á móti, og það er einmitt afar þýðingarmikið frá sálrænu sjónarmiði, að þau beri þetta auðkenni veilu sinnar. Annars gæti komið fyrir, að fólk héldi, að þau væru eitt- hvað sljó eða aulaleg, ef þau fylgdust ekki vel með, hvað ver- ið væri að segja, en um leið og það sér heyrnartækin, veit það ástæðuna og verður þeim mun nærgætnara við börnin." „Ber nokkuð á, að foreldrum sé illa við að senda börn sfn í leikskóla eða aðra skóla, þar sem sumir nemendurnir eru á einhvern hátt vanheilir?" „Ojú, stöku sinnum hefur það slceð, að einhver frúin hafi sagt hneyksluð: ,Hvað er þetta, á hann Pétur minn, -’gerlega heil- brigður, að þurfa að ganga i sama skóla og þetta barn?’ Og þá hef ég svarað: ,Nei, nei, það er alveg óþarfi — yður er vel- komið að setja Pétur í annan / menningur megi gjarnan hrista af sér slenið og sýna líflegri áhuga á hvers kyns þjóðfélagslegum umbótastörf um. Hann er yfirlæknir og stjórn- andi Heyrnarlækningastöðvar danska rfkisins í Árósum, sér- fræðingur að mennt í háls- nef- og eyrnasjúkdómum, ötull starfsmaður WHO (World He- alth Organization) og ber ótak- markaða umhyggju fyrir öllum þeim sem eiga í erfiðleikum með að samlagast þjóðfélaginu sök- um einhvers konar andlegra eða líkamlegra vanheilinda. Einkum leggur hann þó rækt við börnin, og bað er sérgrein hans að rann- saka heyrnardauf börn, úr- skurða á hvern hátt þeim verði bezt hjálpað og stuðla að þvi, að þau geti lifað eðlilegu lífi innan um heilbrigða jafnaldra sfna, en þurfi ekki að alast upp á sérstökum hælum og útilok- ast þannig úr venjulegu samfé- lagi. Hver er fullkomlega normal? „Ef mig langar að læra ís- Ienzku þá reyni ég að komast til Islands," segir hann. „Og ef ég vi! læra frönsku, er það hvergi auðveldara en í Frakk- landi. Börn, sem þurfa að læra að tala sitt eigið móðurmál, gera það hvergi betur en innan um talandi fólk og talandi börn; málleysingjar læra ekki að tala af öðrum málleysingjum. Heyrn- ardauf börn þurfa fyrst og fremst á tvennu að halda: að þau séu tekin til skoðunar nógu unar nógu snemma — hvað er ,nógu snemma'?" „Eins fljótt og hægt er, þ.e. a.s. um leið og foreldrana grun- ar af viðbrögðum barnsins, að eitthvað sé að. í flestum tilfell- um er það reyndar móðirin, sem finnur það fyrst; mæður eru gæddar furðulegum næmleika gagnvart börnum sfnum — pabbinn er oft of stoltur til að vilja viðurkenna, að eitthvað geti verið að hans barni. Það er fjölskylduna sem heild og gera okkur ljóst, að það eru ekki síður foreldrar og ættingjar, sem þurfa aðstoðar við, en barn- ið. Þeir verða að geta leitað ráða hjá sérmenntuðu fólki og fengið leiðbeiningar varðandi öll þau vandamál, sem upp kunna að koma, og auðvitað eru þau margvísleg. Öll höfum við þörf fyrir að eiga gott heimili, en enginn þó eins og vanheilu börn in.' Það er óendanlega þýðing- svo að þau eru alveg ófeimin, þegar þau hefja hina almennu skólagöngu.“ „En geta þau fylgzt með í venjulegum tfmum?“ „Nei, í sumum námsgreinum eru þau í sérstökum bekkjum, en í öðrum eins og t.d. leikfimi, sundi o.s.frv. blandast þau aft- ur hðpnum; að maður tali ekki um frímínútur og alla sameig- inlega leiki." Sssmtfsl við danska prófessorinn, dr. Oie Bentzen, yfirlækni og stjórnanda Heyrnarlækningastöðvar danska ríkisins í ÁRÓSUM bezt að fá barnið svona sex mánaða til eins árs, a.m.k. sem fyrst eftir þann aldur." „Geta svo ung börn haft heyrnartæki?" „Ég er nú hræddur um það. Hitt er voðalegur misskilningur að bíða, þangað til barnið er orðið 4-5 ára, því að ’-á missir það úr þann dvrmæta tfma, sem það getur lært mest og á auð- veldastan hátt." „Þarf ekki líka að leiðbeina foreldrunum. hvernig bezt verði farið með ’--:rnið?“ „Jú, sannarlega. Það er eins gott að gera sér grein fyrir því, að f hverju einstöku tilfelli er um þrjá sjúklinga að ræða: barnið, móðurina og föðurinn. Og foreldrarnir þarfnast miklu rækilegri læknishiálpar en barn- ið! Vir' verðum alltaf ið taka armikið, að þau fái að alast upp á ástrfku heimili, og auk þess er það þroskandi fyrir fullheil- brigt fólk og börn að umgangast þá, sem verr eru settir. Enginn veit heldur, hvenær hann kann sjálfur að veikjast hættulega eða verða fyrir slysi, og við vit- um, hvað það er uppörvandi fyr- ir sjúkling, sem útskrifaður er af spítala, að geta aftur farið að lifa eðlilegu lífi, taka upp fyrri störf og umgangast sömu vinnufélagana og áður. Sama á við um börnin, og þess vegna leggjum við áherzlu á, að heyrn- ardauf börn umgangist heil- brigða jafnaldra sfna í leikskól- um allt frá tveggja og hálfs til þriggja ára að aldri. Þau læra langmest af leikfélðgum sfnum og venjast þannig frá byrjun umgengni við börn á sínu reki, Heyrnardeyfa sjaldan arfgeng „Verða þau aldrei fyrir stríðni eða aðkasti hinna barn- anna?" „Ekki meira en eðlilegt get- ur talizt hjá krökkum almennt. Það væri heldur ekki heppilegt að umgangast þau eins og við- kvæmar gróðurhúsaplöntur. En reynslan hefur sýnt, að ef ein- hverjir krakkar hafa ætlað að taka þau fvrir, bá hafa aðrir úr hópnum tekið unp vörnina fyrir þau og orðið hinir verstu viðureignar." „Mynduð þér segja, að heyrn- ardeyfa væri í mö.gum tilfell- um tekin að erfði'n-,,“ „Nei, langfæstum. Það er sinum skóla’. En úr þvf hefur enn ekki orðið." Svartur blettur „Þér viljið láta leggja niður alla sérskóla og stofnanir fyrir vanheil börn?“ „Ja, ég vil a.m.k. ekki, að þau séu "erð útlæg úr þjóðfé- laginu með þvf að einangra þau í sérstökum stofnunum. Aftur á móti þurfa þau að læra sam- hliða venjulegu námi allt það sem kennt er f sérskólunum, og þar geta hinir sérmenntuðu kennarar unnið mikið nagn. Að mínum dómi á þetta við um alla þegna bióðfélaesins, sem eiga I einhverjum erfiðleikum með að sinna veniulemim störfum eða samlagast meðbræðrum sínum — siúklinga. la—~ða menn og fatlaða. blinda, hevrnardaufa. vangefna. gamalmenni o.s.frv. Vif megum ekki flevgia beim burt, einangra bá f sérstökum stofnunum og skinta okkur ekki af þeim að öðru levti — slfkt er svartur blettim á siðmennt- uðll MÁr fínnqf mæli- kvarðinn á eildi siðmenningar hverrar bióðar vera þessi: Hvernie hömim við okkur gagn- vart þeim, sem verr eru staddir en við sjálf?" - SSB -K Vanheilu börnin læra bezt af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.