Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 09.06.1964, Blaðsíða 11
77 V I S IR Þriðjudrgur 9. júní 1934, Þríðjudagur 9. júní Fastir iiðir eins og venjulega 15.00 Síðdegisútvarp 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum 20.00 Ljóðalestur útvarpsins á listahátfð: Halldór Laxness les kvæði eftir Jóhann Jóns- 'son, Jónas Hallgrímsson og séra Hallgrím Pétursson 20.20 íslenzk tónlist: Tónieikar i útvarpssal Sinfóníuh!:óm- sveit íslands leikur „Ömmu sögur,“ hljómsveitársvftu eftir Sigurð Þórðarson. 20.50 Þriðjudagsleikritið: „Óiiver Twist,“ eftir Charles Dick ens og Giles Cooner. XII. kafli: Endalokin. Þýðandi: Áslaug Árnadóttir. Leik- stjóri: Baidvin Halldórsson. 21.40 íþróttir. Sigurður Sigurðs- son talar. 22.10 Kvöldsagan: „Örlagadagar fyrir hálfri ö!d,“ eftir Bar- böru Tuchmann VII. 22.30 Létt músik á síðkvöldi 23.15 Dagskrárlok Sjónvarpið Þriðjudagur 9. júní 16.30 Tennessee Ernie Ford show 17.00 Encyclopedia Britannica 17.30 Wonderful World of Golf 18.30 Alumni Fun 19.00 Afrts news 19.15 The Telenews Weekly 19.30 The Dick Powell Theater 20.30 The Jimmy Dean show 21.30 Combat 22.30 Science Fiction Theater 23.00 Afrt Final Edition news 23.15 The Perry Como show Árn^ið EteiBlaa Fertugur er í dag Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Hann er til heimilis að Tjarnargötu 41. Reykvíkingar eru nú sem óð- ast (sumir a.m.k.) að taka til i görðum sínum og kringum hús- in, til þess að borgin megi lita sem bezt út 17. júní. En þó að aðrír séu eflaust röskir, þá eru það tæplega marg ir sem hafa haft jafn stóran, og mik'Isverðan „garð“ að þrífa og þessi ungi maður hér á myndinni, Geirjón Grettisson. Hann hreinsaði ásamt félaga sín um Austurvöllinn. Þannig var mál með vexti að ekkert hafði verið hreinsað þar í nokkra daga og því hörmulegt um að Ltast. Þar sem komið var fram að helgi, voru fremur Iitlar ííkur til þess að hið vaska lið sem annars sér um að halda vellin- um og götunum umhverfis hann hreinum, ynni þar mikil þrek- virki á næstunn'. Á Hótel Borg var um þær mundir staddur kaupmaður nokkur sem rann mjög til rifja útlit þessa hjarta borgarinnar. Fékk hann Geir- jón og Hjalta Bachmann kunn- ingja hans til þess að bæta þar nckkuð um. (Ljósm. Vísis B.G.) iiílEII* tl iiisfstiálii Á fjárlögum þessa árs eru veitt- ar nær 16 milljónir króna til fram kvæmda á sviði flugmála, fyrir ut- an állt rekstursfé 11 þeirra malaj Fiugmálastjóri, Agnar JCofoed'Ham sen, sagði á fundi með fréttamóhn 1 um, að svo mikilla fram kvæmda væri þörf á þessu sviði á næstu árum, að þrefalda þyrfti þessa upphæð og auk þess taka erlent framkvæmdalán. Hann nefndi t.d. að það myndi kosta hátt á annað hundrað milljón ir að ljúka nauðsynlegum fram- kvæmdum við fjóra helztu flug- velli landsins, fyrir utan Reykja- vík og Keflavík, það er á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og 1 Vest- mannaeyjum. Þá væru eftir hinir 95 flugvellirnir á landinu. Ekki gerði flugmálastjóri neinar tillögur um þessa miklu fjáröflun en hét á fjárveitingavaldið og aðra viðkoin andi aðila til stuðnings f þessum málum. iniibrot um heigina Spáin gildir fyrir miðvikudag- inn 10. júní. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú kynnir að vera betur fyrir kallaður til að taka ákvarðanir í dag, heldur en í gær. Málefni viðkomandi nábúunum, ættingj- um og fjármálunum koma við sögu. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að koma þeim fjármál- um í ákveðið form, sem fyrir liggja fyrri hluta dagsins. Það eru horfur á smáferðalagi eða heimsókn, er kvölda tekur. Tvíburamir, 22. mai ril 21. júní: Fólk býst við einhverjum ákveðnum aðgerðum af þinni hendi. Fleiri en ein leið gæti ver ið opin í þessu. Kvöldstundirn- ar eru hagstæðar á sviði fjár- málanna. Krabbinn, 22. júnl til 23. júlí: Þróun málanna að tjaldabaki, eða gegnum sambönd trúnaðar- legs eðlis mun hjálpa þér við að leysa úr vandamáluhum eða tryggja þér nauðsynlega aðstoð. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Kunningja- og vinahópur þinn gæti haft talsverð áhrif á gang mála hjá þér í dag. Reyndu að eiga rólegt kvöld heima fyrir eða á einhverjum kyrrlátum stað. Meyjan, 24. ágúst til 23. tept.: Einbeittu þér að vinnunni, með- an dagsstundimar endast. Þú munt hafa vaxandi áhuga á þátt töku í fé’agslffinu og að hitta vini og kunningja, er á daginn líður. Vogin, 24. sept. til 23. okt: Fréttir eða póstur, sem berst, krefst óskiptrar athygli þinnar, ef vel ætti að vera. Þér bjóðast tækifæri til að auka vinsæld- irnar þegar kvöldar. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.' Reyndu aC koma reikningunum og bókhaldinu yfirleitt á réttan kjöl. Taktu til athugunar leiðir til að notfæra bér betur hæfi- leika þfna og gáfur. Bogmaður'nn, 23. nóv. til 21 des.: Þú þarfast samstarfs og ráðlegginga maka þíns eða fé- laga til að komast áfram með núverandi viðfangsefni. Sameig- inlegt átak kemur miklu til leið- ar. Ste'ngeitin, 22. des. til 20 jan.: Þú kemur heilmiklu til leiðar, ef þú reynir að notfæra þér hentug tækifæri fyrri hluta dagsins. Vertu reiðubúinn að taka þátt í einhverjum skemmt- unum í kvöld. Vatnsberinn, 21 jan. til 19. febr.: Morgunstund ge'fur gull í mund. Þú ættir að taka til at- hugunar, hvort ekki er hægt að lagfæra fatabúnað þinn, ef tekj- urnar leyfa. Fiskarnir, 20. febr til 29 marz: T':tth,vert málefm kynni að fá göð málalok undir núver- andi afstöðum. Gr'ptU hvert tækifæri sem gefst, til að taka þátt i skemmtunum vina og kunningja í !-”öld. Um helgina vo: „ tvær nætur í röð brotnar rúður í Sportvöruverzl- un Búa Petersen í Bankastræti 4. f seinna skiptið var farið inn í verzlunina og stolið haglabyssu. Aðfaranótt sunnudagsins var hnefastórum steinhnullungi kastað á 10 mm þykka sýningarrúðu og brotið á hana stórt gat. Nóttina eft- ir var svo brotin rúða f hurð og farið með þeim hætti inn í húsið. Hafði innbrotsbjófurinn á brott rheð sér einhleypta haglabyssu af rússneskri gerð — cal. 16. Aðfaranótt laugardagsins var brotin upp lúga að sælgætissölu f húsi AB við Austurstræti og hrært eitthvað í sælgætinu. Ekki var ljóst hverju hafði verið stolið. Sömu nótt var kært yfir inn- broti í íbúðarhús við Suðurlands- braut og var innbrotsmaðurinn gómaður á staðnum. liiiKflsggurinn tvíbrofnaði Síðdegis á fimmtudaginn varð vinnuslys úti í Örfirisey, er 12 ára gömul telpa ienti með handlegginn í fiskþvottavél, svo hann tvíbrotn- aði. Telpan heitir Kristfn Jónsdóttir, til heimilis að Álfhólsvegi 71 í Kópavogi. Hún varð fyrir því ó- happi að festa gúmmíhanzka hægri handar á þvottavélaröxlinum, þann ig að höndin vatzt upp á öxulinn og handleggurinn tvfbrotnaði. Telp- an var flutt í sjúkrahús. r ilhe'S og giofir Ónefnd kona hefur afhent Slysavarnafélagi íslands að gjöf kr. 7000 til minningar um Ó'af Snorrason er fórst með togaran- um Jú frá Hafr-rfirði á, Ný- fundnalandsmiðum í febrúar 1959 SiséSsivlst Verkfræðiháskólinn í Niðarós; (Noregs Tekniske Höjskole. Trondheim) mun væntanlega veita fáeinum íslenzkum stúdeot- um skólavist á vetri komanda. Þeir ■-em kynnu að vilja koma til gre na,. sendi menntamálaráðu neytinu umsókn um það fyrir 25 júní n.k. Umsókn fylgi fæðingar- vottorð staðfest afrit stúdents- prófskírteinis og meðmæli, og skulu öll gögnin vera þýdd á norsku, dönsku eða sænsku. Um sóknareyðublöð fást í mennta- málaráðueytinu Stjórnarráðshús inu við Lækjartorg. Athygli skal vakin á því, að einungis er um skólavist að ræða, en ekki styrk veitingu. Listaháskólinn í Kaupmanna- höfn hefur fallizt á að taka við einum Islendingi árlega til náms í húsagerðarlist, enda fullnægi hann kröfum um undirbúnings- nám og standist með fullnægj- andi árangri inntökupróf f skól- ann, en þau hefjast venjulega í byrjun ágústmánaðar. Umsóknir um námsvist í skól- ann send-'st menntamálaráðuneyt- inu Stjórnarráðshúsinu við Lækj- artorg fyrir 20. júnf n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást f ráðu- neytinu Hinn 76 ára gamli málari Marc Chágall sem átti að skreyta loft óperunnar miklu í París, hefur nú neitað að vinna verkið á þeim forsend- um, að hann muni verða í stöðugri lífshættu meðan hann sé að klöngrast þar í 50 metra hæð. — Á mínum aldri kæra mínn sig ekkert um að fara að leika Ioftfimleika- menn, segir hann. Og nann neitaði einnig samvinnu við annan málara, sem áttl að vinna und'r hans leiðsögn, því að sá vildi Iíka fá nafn sitt undir verkið. Menntamálaráð- herra var beðinn aðstoðar en hann svaraði: — Ég skipti mér ekkert af þessu. Látið de GauIIe sjá um það. Þegar tvö séní hittast, ætti að fást e!n- hver lausn á mál nu. * Narriman, fyrrverandi drottning Egyptalands, lenti fyrir skömmu í málaferlum við fyrrverandi mann sinn (nr. 2) Iækninn Adham el-Nakib. Hún hafði krafizt skaðabóta fyrir illa meðferð. Dómur var kveð'nn upp fyrir skömmu, og var hann bóndanum í vil, þvf að dómarinn sagði, að í Egyptalandi hefðu mennirnir fullt leyfi ti! þess að tuska eiginkonurnar til, ef þær væru „óþægar". Og Narri- man hafði óhlýðnazt manni sín um á þann hátt að fara ein út að ganga þrátt fyrir bann hans. Þrír Indíánar af Miomac-ætt bálkinum fór nýlega í herferð í N. Y. Greenwich Village og réðust á og rændu 3 leigu bílstjóra og fle'ra fólk. „Sher iffamir“ komu þó brátt á-vett vang og stríðsmennimir voru fluttir í steininn. Og þegar þeir svo daginn eftir stóðu skömmustulegir fyrir framan dómarann, skýrðu þeir frá því að þeir hefðu drukklð óhemju mikið af eldvatni, sem fékk þá til að grafa upp stríðsöxina, og halda f „veiðiferð.“ Þeir munu þó ekki hafa gert til- raunir til að sneiða höfuðlcðr in af fórnarlömbum sfnum. -X Skozku yfirvöldin eru nú að velta því fyrir sér, hvort þau ættu ekki að gera Ieik- fimi að skyldu hjá þeim þegn- um sinum sem em orðnir 40 ára og þar yfir. Reynsla und- anfarinna ára hefur nefnilega sýnt, að Skot, .nir eru alltaf að verða feitari og feitari. Og það gerir þá ekki aðeins hlægilega f augum annarra þjóða heldur lamar það einnig vinnugetu manna að miklum mun. Skotland tapar þannig milljónum punda árlega á holdafari landsmanna. Og ÞAÐ ættu allir sannir Skotar að skilja að gengur ekki. Líf manns, segir Francoise Sagan, getur mótazt á tvenn- an hátt: Annað hvort nær maður ekki takmarki sínu í lífinu, eða maður óskar sér ekki meira en maður getur náð. ESEm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.