Vísir - 17.07.1964, Qupperneq 1
VISIR
54. árg. - Föstndagur 17. júlí 1964. - 161. tbl.
Telpa beið bana
/ sundlaug
fSLAND tekur þátt í
matvælasýningu í París
Fiskútflytjendur fá þar gott tækifæri
Vörusýninganefnd hefur fyrir
nokkru ákveðið, að Island taki
þátt f mikilli vörusýningu í París
í nóvember n. k. Verður þar um
matvælasýningu að ræða og
mun íslenzkum fiskútflytjendum
gefast þar gott tækifæri til þess
að kynna vörur sínar.
íslenzkir fiskútflytjendur,
einkum Sölumiðstöðin og Sam-
bandið, leggja nú mikla áherzlu
á aukna sölu freðfisks erlendis.
Hafa þessir aðilar náð góðum
árangri á bandarískum markaði
en erfiðiega hefur gengið að ná
fótfestu á markaði i Vestur-
Evrópt’. Sala þessara aðila í
Evrópu er mest í Austur-Evrópu,
þar sem fiskurinn er seldur í
stórum pakkningum. Á vöru-
sýningunni í París gefst hinum
íslenzku fiskútflytjendum gott
tækifæri til þess að kynna vörur
Framh. á bls. 6.
Sjö ára telpa beið bana í Sund-
laug Akureyrar um miðjan dag í
gær, eða um hálf fjögurleytið e. h.
Ekki er með vissu vitað hvernig
slysið vildi til, en þegar það skeði
var margt barna í lauginni og
voru þau m.a. að leika sér að
þvf að steypa sér út í laugina,
Framhald á bls 6.
Það síðasta í gær
í gær varð hörmulegt slys i um-
l'erðinni þegar tveggja ára drengur,
Rafn Kristinsson að nafni og til
heimilis að Laugarnesvegi 80 varð
fyrir bíl og beið bana.
.. Slys þetta er 6. banaslysið í
"röðinni sem verður á þessu ári
í Reykjavík, en það 12. á öllu
landinu. Það skeði um stundar-
fjórðungi, eftir kl. 11 f. h. fyrir
utan mjólkurbúðina á Laugalæk 4.
Atvik að slysinu voru þau að
BLAÐIÐ I DAG
Bls. 3 Kvennasiða.
— 7 Þýzkalandsheim-
sókn Elísabetar
drottningar.
— 8 Hagfræðingar láta æ
meira til sfn taka.
— 9 VWtal við danska
verkfræðinginn Kai
rétt áður hafði brauðflutningsbill
frá Mjólkursamsölunni numið stað
ar skáhallt fyrir utan dyr mjólkur-
búðarinnar. Bílstjórinn tók að þvf
búnu brauðin út um hliðardyr á
bilnum vinstra megin og bar inn
í búðina. Þegar því var lokið
kvaðst bilstjórinn hafa gengið
vinstra megin inn i bílinn, enda
stýrið vinstra megin. Ekki kvaðst
hann hafa litið út fyrir hægri híið
bílsins og ekki fram fyrir hann.
En þegar hann var búinn að setja
í gang kvaðst hann hafa litið i
spegla sin hvoru megin á bílnum
og ekki hafa séð nein börn við
bílinn. Ók hann þá af stað í átt
að Hrfsateig og síðan suður hann
og vissi ekkert hvað skeð hafði
fyrr en hann var kominn á vinnu-
stað sinn í Brautarholti, að lög-
reglumaður á bifhjóii kom til hans
og sagði þonum tíðindin. Var bíll-
inn jafnframt kyrrsettur unz lög-
| reglurannsókn hafði farið fram á
bílnum og hugsanlegum ummerkj-
um og ennfremur unz skoðun bif-
reiðaeftirlitsmanna hafði verið
framkvæmd.
Vitað er um eitt vitni að þessum
atburði, sem sá þó ekki þegar
slysið sjálft skeði, en horfði á bíl-
inn rétt áður en hann lagði af stað
og varð fyrst allra til að sjá barn-
ið liggjandi í slóð bílsins. Þetta
vitni var starfsstúlka í verzluninni
Anítu, sem er við hlið mjólkurbúð-
arinnar á Laugalæk. Hún var að
sópa stéttina fyrir utan búðina og
leit upp þegar bíllinn renndi fram
Framh á bts 6
/VWWWWWAAAAAA/W
SKA TTSKRARNAR KOMA ALLS
STAÐAR FYRSR MÁNAÐAMÓT
í Reykjavík í næstu
Skattskrárnar eru nú að verða tjáði blaðinu í morgun. Kvað
tilbúnar í öllum skattumdæmum hann stefnt að því, að skrámar
Iandsins, að því er Sigurbjöm yrðu alls staðar komnar fyrir
Þorbjömsson ríkisskattstjóri mánaðamót.
Á Norðurlandi eystra var
skattskráin lögð fram 19. júní sl.
eða um svipað leyti og í fyrra.
En víðast annars staðar er skatt
skráin sfðar á ferð en í fyrra.
f Reykjavík er skattskráin mun
seinna á ferð en í fyrra. Er hún
væntanleg í næstu viku en í
fyrra kom hún fram í kringum
20. júní. í Vestfjarðaumdæmi
og Vestmannaeyjum er skatt-
Framh. á bls. 6.