Vísir - 17.07.1964, Page 7

Vísir - 17.07.1964, Page 7
Föstud"f!Tir 17, jú!í 1964. vjww'íss’ífíssfs talandsheimsókn fílisabetar drottningar veldur deilum Brezk blöð ræða um þessar mundir allmikið um fyrirhugaða Þýzkaiandsheimsókn Elisabetar drottningar á næsta ári. Mikið var rætt um þessa heimsókn bak við tjöldin árutn saman, áður en ákvörðunin loks var tekin eigi alls fyrir Iöngu. Hún hefir fengið misjafnar undirtekt ir á Bretlandi. Margir treysta Þjóðverjum lítt — eftir tvær heimsstyrjaldir á þessari öld, og fleira kemur til greina, eins og vikið er að í eftirfarandi grein, en margir eru líka þeirr- ar skoðunar að ekkert nema gott ætt.i að geta af heimsókn- inni leitt, m.a. með tilliti til samstarfs vestrænna þjóða. Svör manna við fyrirspurnum um heimsóknina bera vitni hve ólíkum augum á þetta er litið. En heimsóknin er ákveðin — og nú er aðallega um það deilt hvort drottningin ætti, í þessari heimsókn — að innifela heim- sókn til Vestur-Berlinar. A!an Watkins ræðir þetta í grein í SUNDAY EXPRESS og er fyrirsögn hennar: Ætti drottningin að heimsækja Vestur-Berlín? Hann segir m.a.: ,.Á árinu 1965 taka þeir á móti Hennar Hátign með mikilli viðhöfn dr. Liibke forseti Vest- ur-Þýzkalands, dr. Erhard og aðrir ráðherrar hans“. Hann bendir á, að ýmsir séu þeirrar skoðunar, að hyggilegra hefði verið að taka ákvörðun um, að þessi ferð skyldi ekki farin — sambúðin milli Bret- lands og Þýzkalands sé ekki enn slik, að tilganginum með henni væri náð. „Hvort menn hafa rétt fyrir sér í þessu eða ekki skiptir ekki lengur máli. Ferðin er ákveðin og þar um verður engu breytt. En þar með er málinu ekki lokið.“ Mikilvægt atriði, sem ekki héfir enn verið tekin ákvörðnn um - Á það bendir hann einnig og bætir við: ,.Það er eitt atriði sem ríkisstjórnin forðast að minnast á, einnig stjórnmála- flokkarnir og embættismenn hirðarinnar. Það er — hvort drottningin eigi að heimsækja Vestur-Berlín". Greinarhöfundur bendir á, að vestur-þýzk blöð hafi ekki að eins boðið drottningunni að .heimsækja múrinn“ — þau haldi bví fram, að hún ætli að gera það. Og þessum blaða- fréttum, þótt þær kunni að byggjast á tilgátum eða ósk- hyggju. hefir ekki verið neitað á Bretlandi, segir hann enn fremur. Og að eitt blaðanna á Bretlandi hafi birt ritstiórnar- grein, þar sem fv.. sé haldið fram, að hugmyndin, um ferð- ina sé fyrirtaks góð hvernig sem á hana sé litið fyrir allt vestrænt bandalag. heimsóknin myndi sýna samúð og vinarhug bjáðum (suffering) íbúum Vest- ur-Berlínar, einangruðum frá ættingjum sfnum, umkringdum nf kommúnistum á alla vegu, heimsóknin mundi gagna Bret- landi í Þýzkalandi — og líka í Bandaríkjunum, en vafasamara Reynt að gera hana að kosn ingadeilumáli um gagnsemina að því er varð- aði de GauIIe. Hvað gæti þá tapazt? Og hvað gæti þá tapazt, spyr greinarhöfundur. Svarið er ein- faldlega það, að í augum vest- ur-þýzku þjóðarinnar yrði heim sókn drottningar til Vestur- Þýzkalands mikið meira en vináttuhót. Hún yrði tákn þess, að Bretland væri ákveðið í að samfylkja dr. Erhard og stjórn hans til þess að vinna að sam- einingu Þýzkalands. I’búar Vestur-Þýzkalands líti á Vestur- Berlín sem von um sameiningu. Og með heimsókn drottningar legði Bretlana blessun sína á þá von. Stefna, sem enginn ! ig u trúir á (?) Og hvað væri svo sem rangt við þetta. „Er ekki sameining Þýzkalands stefnuatriði vest- rænna þjóða, Norður-Atlants- hafsbandalagsins, íhaldsflokks- ins — og jafnvel Verkamanna- flokksins? Víst er það svo. En það er stefna, sem fáir á Bret- landi trúa á lengur". Greinarhöfundur ræðir þetta nokkru nánar og bætir við: „Stefnan um sameiningu er endurtekin til þess að gera Þjóðverja ánægða og til þess að koma í veg fyrir klofning um málið milii stjórnanna í London og Washington". Hann segir þetta „stefnu" í orði kveðnu aðeins en ekkert meira. Brezkar skoðanir f þessu efni eru réttar. Það er eng- inn möguleiki á að sameina Þýzkaland án heimsstyrjald- ar. Málið er ekki flóknara en það. Ótti Rússa ekki ástæðulaus „Ótti Rússa við Þjóðverja er raunverulegur — af heiðarleg- um rótum runninn. Hann er ekki kænskubragð til þess að reyna að valda klofningi meðal vestrænna þjóða ... það vill svo til, að Rússar telja sér stafa hættu af sameinuðu Þýzkalandi. Og hver getur sagt, að þeir hafi ekki rétt fyrir sér í þessu? Þeir mundu Ifta á heimsókn drottningar til Vestur Berlínar sem ættumerki. Alveg eins og hún f augum Vestur- Þjóðverja myndi verða notuð sem áróðursvopn til sameining- ar. Þessi heimsókn mundi með oðrum orðum hin mikilvægasta stjórnmálaleg athöfn, sem ekki væri hægt að framkvæma nema með fullu samþykki ráðherra Hennar Hátignar. Hver er skoð- un forsætisráðherrans — og hver er skoðun Harolds Wil- eru þögýlir. Hvað vita kjósend- ur um nema Sir Alec áformi að senda drottninguna til Vestur- sons — því að heimsóknin á sér stað eftir hinar almennu þingkosningar sem fram eiga að fara?“ Þögn „Okkur er ekki sagt neitt um það. Báðir stjórnmálaflokkarnir Berlínar á næsta ári? Eða þótt það sé ólíklegra — Harold Wilson? Um þetta ætti ekki að ríkja nein óvissa. Fólkið á rétt til að fá vitneskju um það fyrir kosningarnar hver afstaða stjórnmálaflokkanna er til þess máls, hvort drottningin skuli heimsækja Vestur-Berlín". Greinarhöfundur bendir á, að slík heimsókn og hér um ræðir væri allt annars eðlis en heim- sókn til Bonn, höfuðborgar vest ur-þýzka sambandsríkisins, — heimsókn til Vestur-Berlínar ættí ekki að eiga sér stað án þess að kjósendur fengju að láta í ljós álit sitt um það við kjörborðið. Þessi grein hefir verið rakin hér, vegná þess að hér virðist vera á uppsiglingu mikið deilu- mál, sem reynt er að gera að kosningamáli. Endurtekið skal, að skoðanir eru mjög skiptar um heimsóknina, og að margir telja hana munu gagna vest- rænu samstarfi. Sem dæmi um ólík viðhorf skulu tilfærð svör tveggja les- enda Sunday Express. Flugvallarstjóri að nafni Williarrr Freeman svarar spurn- ingu blaðsins um heimsóknina: „... fari drottningin, ber stjórnmálalegum ráðunautum hennar að sjá um að hún verði á engan hátt bendluð við inn- anlandsmál þeirra (Vestur-Þjóð- verja). Hið ótrúlega er, að þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir líta margir Þjóðverjar á hana sem sína drottningu, æðstu persónu þjóðverskrar fjölskyldu, sem vegna einhverrar sögulegrar slysni er íeiðtogi þjóðar,-sem er þeim fjandsamleg. Sú ’-er trúa mín, að það muni ekki eiga sér nein takmörk hve langt þeir muni fara til að tengja hana draumum sínum um sameiningu föðurlandsins". Sandra Taylor, 21 árs, sem hefir tekið háskólapróf: „Það hefði átt að vera búið að því fyrir löngu að koma þvl svo fyrir, að þessi heimsókn ætti sér stað, — hún ætti ekki að geta vakið neitt annað en góðar tilfinningar". Þess má að lokum geta, að Filippus prins, eiginmaður drottningar, á margt skyld- menna í Þýzkalandi, sem hann iðulega hefir heimsótt, einnig hefir hann heimsótt brezkar herbækistöðvar þar, og elztu börn drottningar og hans, Anne prinsessa og prinsinn af Wales, hafa heimsótt skyld- mennin í Þýzkalandi, en Elisa- bet drottning hefir aldrei komið þangað. 27-28 Laxveiðin glæðist: fíSK- UR VfíDDUR ISANDA Veiðin í Elliðaánum glæðist nú með hverjum deginum sem líður. Þar hafa nú undanfarna daga veiðzt 5-10 laxar að meðal tali. I Korpu (sem rennur úr Hafravatni fram hjá Korpúlfs- stöðum) hafa nú veiðzt 6-7 lax- ar að meðaltali. Við Iðu, þar sem Laxá rennur f Hvítá, hefur veiðzt sæmilega. Lang bezta veiðin hér sunnanlands er í Laxá í Kjós — þar hafa þeir verið að draga 20-30 fiska yfir daginn. , Samkvæmt vitneskju sem V’is ir aflaði sér hjá Alberti í Veiði manninum, er óvanalega mikið um smálax í Borgarfirðinum (innan um er þó vænn lax). Fyr ir norðan er sem fyrr laxinn stærstur, t.d í Sandá f Þistil firði — þar hafa veiðzt 27-28 punda laxar undanfarið. Drjúg mikil veiði er í Laxá í Þingeyjar sýslu eða 20 fiskar yfir daginn ..aHSSEEE

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.