Vísir - 28.07.1964, Page 3

Vísir - 28.07.1964, Page 3
VÍSIR . Þriðjudagur 28. júlí 1964 II iiffi verðan hátt, Ríkharður reyndi að sneiða framhjá honum af örstuttu færi, en það tókst ekki. Clark var kominn í grasið eftir skoti Rík- harðar. Hér hefði Ríkharður átt að gefa lærisveini sínm Eyleifi bolt- ann, en hann var í mun opnara færi fyrir markinu. Eftir þetta sóttu íslendingar mun meira en tókst aldrei að skora. Á 30. mín. áttL Eyleifur skalla en bjargað var í horn, en úr horninu skall hurð nærri hælum og bjargað var í horn aftur, en úr því átti svo Ellert góðan skalla rétt framhjá. Ríkharður átti gott skot af víta teig á 35. mínútu. Þar sáu vallar- gestir raunar jöfnunarmarkið á leiðinni í netið. Skotið var greini- lega á leið í bláhornið, en þá þaut Clark markvörður eins og kólfur út í markhornið og kýldi boltann í horn. Ellert Schram átti sitt eina skot á 38. mín., Iangskot sem var nauðuglega varið í horn. Hefði EIl- ert gjarnan mátt skjóta meira í leiknum. Er aðeins voru tvær mín. eftir sóttu Skotar mjög og Högni bjargaði á Iínu eftir að Heimir hafði meiðst Iítilsháttar og lá f valnum. Þetta var heldur lélegur Iands- leikur og hjá okkar liði verður fá- um mönnum hælt. Heimir mark- vörður varði vel og mistökin f sambandi við slysamarkið verða vart reiknuð á hann. Vörnin var betri hluti liðsins. Bakverðirnir Jón Stefánsson og Hreiðar voru báðir góðir og Högni Gunnlaugs- son var sennilega bezti maður fs- lands f leiknum. Framverðirnir tóku og þátt í varnaraðgerðum og áttu þar góðan leik. Framlínan var nokkuð sundurlaus. Kári Árnason sá ágæti leikmaður var ekki nógu góður til að uppfylla kröfur út- herja, en Eyleifur og Ellert hafa oftast átt betri leiki í sumra. Sama má segja um Ríkharð, sem reyndi mest, en tókst ekki að nýta góð tækifæri. Bezti maður framlínunn- ar fannst mér Gunnar Guðmanns- son, en hann naut alltof lítillar að- stoðar í leiknum og bisaði oft einn við að leika á einn eða tvo menn. Skozka Iiðið var skipað 10 leik- mönnum Queens Park og einum frá Dundee Utd. (Munro h. framv.). Liðið er allgott 2. deildar- lið f Skotlandi og er ekki komið í þjálfun enn sem komið er, því 8. Hér eru liðin meðan þjóðsöngvar landanna voru leiknir í gærkvöldi. ágúst hefst keppnistímabil knatt- spyrnumanna á Bretlandi. Bezti maður liðsins var Clark markvörð- ur eins og sjá má af framansögðu. Bakverðirnir Pollatschek og Neil voru góðir og h. útherjinn Hopper. Framlínan skapaði sér ekki mörg góð tækifæri og raunar má segja að sú íslenzka, þótt ekki hafi ver- ið góð, hafi skapað sér mun opn- ari tækifæri. Dómari leiksins, Erling Rolf 01- sen frá Oslo, dæmdi mjög snotur- Iega, en Ieikurinn í heild var frem- ur auðdæmdur þó blístran hafi oft fengið að gella, eins og „Ieikurinn í tölum“ gefur til kynna. Samstarf Olsens við línuverðina var til fyrir- myndar. — jbp — Söfnuðu pappír til uð kom- / íshméskrð ust Pappírinn gaf þeim góðan skilding og kostnaðurinn við förina varð aðeins 350 krónur! Dönsku drengimir, knattspyrnu- hér sem eru staddir á vegum Þróttar unnu sér inn peninga á Ríkhárður fékk bezta tækifæri Ieiksins. Clark markvörður bjargar þarna frá marki. nýstárlegan hátt. Þeir söfn uðu pappír, mest megnis gömlum dagblöðum, og seldu pappaverksmiðjunni í heimaborg sinni, Holbæk. Þetta gaf þeim 4-5000 danskar krónur í ferðasjóð inn, en það létti vissu lega mikið undir. iþróttasíðan ræddi í gær við Henning Nielsen einn af Holbæk- mönnunum. Hann hefur komið hingað með Holbæk sem farar- stjóri, en telur sig ekki fararstjóra nú, enda þótt hann fylgist með .hópnum. j „Ég fékk styrk úr Carlsbergsjóðn | um og mér er ætlað að kynna mér ; íslenzkt þjóðlíf og skrifa um það. j Ég mun skrifa um síldarstúlkur á ; Seyðisfirði, um Akureyri, og loks um Borgarfjörð, en það hérað er í vináttutengslum við Holbæk. Einnig getur verið að ég riti um íslenzkt íþróttalíf“ sagði Nielsen, ; en hann skrifar í Holbæk Amts- blad. Hann sagði okkur frá hinum ó- venjulega dugnaði piltanna við pappirssöfnunina. 1 Danmörku eru dagblöðin notuð aftur í pappír, og talið að 30% af öllum pappír sé þannig notaður aftur. Piltarnir fóru fyrir hvers manns dyr og sníktu sér pappír og þannig varð íslands- ferðin smámsaman að raunveru- Ieika og kostnaður piltanna varð aðeins 350 d. kr. Þeir komu hingað með Drottningunni en fara aftur utan með Gullfossi. 'ýX IfN 13111111%' WMí!‘: :'t;: 1-:7il" ~ ... AmS| Vöru- happdra?tti Hér kom markið, sem færði Skotum sigur í gærkvöldi. Heimir virðist hafa full tök á knettinum, en nokkrusiðar missti hann boltann. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.