Vísir - 05.09.1964, Side 3
3
Vestur-íslendingurinn John P.
Sigvaldason, ambassador Kanada
á íslandi, hefur verið í heimsókn
hér á iandi undanfarnar vikur,
en hann kom hingað f apríl s.l.
er hann tók við ambassadors-
embætti hér með aðsetri í Osió.
Ræðismaður Kanada á íslandi,
Haligrímur Fr. Haligrímsson for-
stjóri hafði móttöku fyrir Sig-
vaidason og ýmsa aðra gesti í
Sigtúni í fyrrakvöld. Var þar
margt manna, ráðherrar, sendi-
fulltrúar erlendra rfkja og fleiri.
John P. Sigvaldason talar góða
ísienzku enda talaði hann ávallt
móðurmálið í barnæsku f Argyle
í Manitoba, þar sem hann ólst
upp. Foreldrar Johns voru Einar
Sigvaldason frá Lómatjöm í
Höfðahverfi og Kristfn Guðna-
dóttir frá Máskoti í Reykjadal.
Fluttu foreldrar hans ungir vest-
ur.
Sigvaldason ambassador og frú, Hallgrfmur Fr. Hallgrímsson og frú.
SIGYALDASON í HEIMSÓKN
Þess má geta, að þeir Hall-
grímur Fr. Hallgrímsson og Sig-
valdason gengu saman i skóla f
Kanada, í miðskólann í Baldur í
Manitoba Þótti Sigvaldason
skemmtilegt að hitta hér gamlan
skólabróður er hann kom hingað
sem ambassador.
Kona Johns P. Sigvaldason
heitir Olga en húri' er af brezkum
og austurriskum ættum, alin upp
f Vfnarborg. — Myndsjáin í dag
er frá móttökunni f Sigtúní.
Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra heilsar John P. Sigvaldason ambassador.
Pierre Dupuy, ambassador (t. v.) og Vilhjálmur Þ. Gíslason ræðast
við (t. h.)
Forsætisráðherrafrú Sigríður Björnsdóttir (t.h.) ræðir við hinn nýja
tmbassador Mexico hér á landi Antonio Armendariz (t.v.).
Albert Guðmundsson ræðismaður Frakka á íslandi, frú Penfield apibassadorsfrú og Davíð Ólafsson fiski-
máiastjóri ræða við mr. Comfort 1. sendiráðsritara f brezka sendiráðinu hér.