Vísir - 05.09.1964, Page 5
i
VÍSIR . Laugci.— óUr
Utlönd
morgun útlönd í morgxm útlönd í morgun útlönd í morgun
TSJOMBE á fundi
OAU í Addis Abeba
Moise Tsjombe forsætisrúð-
herra sambandsstjórnar í Kongo
fór f gærkvöldi loftieiðis frá
Leopoldville til Addis Abeba,
til þess að sitja fund Samtak-
anna Afrísk eining (OAU eða
Organization of African Unity)
Er það aukafundur, sem boð-
að var til, til þess að ræða
Kongó-vandamálið.
í fyrstu var talið, að Tsjombe
myndi ekki fara. Hann reyndi
að fá fundinum frestað, senni-
lega vegna þess, að hersveit:r
hans hafa unnið á, og ef fund-
inum yrði frestað þó ekki væri
nema 3—4 vikur, yrði aðstaða
hans sterkari. En frestun hafð-
ist ekki fram.
Tsjombe hefir átt og á senni-
lega enn sterkri mótspyrnu að
mæta, þar sem hinir róttæku
forsprakkar fólks í mörgum
hinna nýju Afríkuríkja telja
hann „verkfæri vestrænna ný-
lenduvelda og heimsveldis-
sinna“, og ekki munu vinsældir
hans hafa aukizt við það, með
al þeirra, að hann hefir ráðið
hvíta málaliða í sambandsher-
inn. Hann mun halda því fram
á fundinum í Addis Abeba, að
þetta hafi verið nauðsynlegt til
þess að halda uppi lögum og
reglu.
Það er búizt við, að hann
ákæri Kínverska alþýðulýðveid
ið fyrir að styðja uppreistar-
menn með fé og vopnum og
nágrannar. Burundi og Kongó
lýðveldið (fyrr Franska Kongó)
fyrir að leyfa uppreistarmönn
um að hafa bækistöðvar í lönd-
um sínum til þess að grafa und-
an sambandsstjórninni og koma
á byltingarstjórn. Sendiráð
Kína í Burundi er sagt hafa
geysifjölmennt starfslið.
Bretar og Bandaríkjamenn
gera nú allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að flytja burt
brezka og bandaríska borgara
frá Kongó. Þótt sambands-
stjórnarhernum hafi orðið tals
vert ágengt er stór landshluti
enn á valdi uppreistarmanna.
Stjórnarhernum fagnað eftir töku Bukavu.
Mulaniba hershöfðingi.
Það er sagt, að siðferði hafi
verið á svo lágu stigi f sam-
bandshernum, er Tsjombe tók
við stjórnartaumunum, að her-
mennirnir hafi lítt dugað, og
oft flúið undan uppreistar-
mönnum sem' hræddir hérar.
Nú er siðferðið mun styrkara
og er það ekki sízt að þakka
Mulamba, sem þjálfaður er af
Belgíumönnum, og heldur uppi
sterkum aga. Hann fyrirskipaði
eftir töku Bukavu, að ekki
mætti veita hermönnum hans
áfengi. Á meðan enn var barizt
í úthverfunum ók hann f opnum
bíl um götur borgarinnar til
þess að trú manna ykist á því
að stjórnarherinn myndi ekki
hörfa aftur úr borginni.
NATALIE
WOOD
Þessi mynd af
Natalie var tekin
núna í vikunni, er
hún var í London á
leið til Vínarborgar.
þar sem hún leikur í
kvikmyndinni „The
Great Race“. — Nat
alie er 26 ára og
heimskunn fyrir leik
sinn í West Side
Story og Splendour
in the Grass.
nssíu — Dugskipm frá Sukarno
— Tunku setur herlög í MALAISÍU
‘-úkarnn.
Súkarno Indonesiuforseti hefir
fyrirskipað öllum herafla Indonesiu
að vera við öllu búinn, ef til
styrjaldar skyldi koma. Birti
hann um þetta dagskipan að lokn-
um fundi með helztu ráðherrum
sínum. Sagði forsetinn við frétta-
menn, að til fundarins hefði verið
boðað vegna þess, að erlend her
skip hefðu sézt úti fyrir ströndum
Indonesiu.
í Jakarta er neitað, að rétt sé,
að fallhlífalið, frá Indonesiu hafi
verið látið svífa til jarðar úr flug-
vélum niður á Malakkaskaga en
flugvél hafi villzt yfir skagann —
og hafi hún verið að flytja he’m
til Cambodja dansmeyjar, sem
verið hafa í Indonesiu.
Brezkar fréttastofur birta frétt-
| ir um, að almenningur í Indonesiu
! hafi litla hugmynd um aðgerðir
| stjórnarinnar gagnvart Malajsiu.
I Tunku forsætisráðherra Malajsiu
hefir með stuðningi Bretlands,
Ástralíu og Nýja-Sjálands krafizt
fundar í öryggisráði vegna auk-
innar styrjaldarhættu, þar sem
fallhlífalið hafi nú verið sent til
Malakkaskaga. Tunku fyrirskipaði
í fyrradag, að hernaðarástand
skyldi ganga í gildi um land alit.
Öryggisráðið mun koma saman
t'il fundar á þriðjudag.
Brezkar hersveitir og samveldis-
hersveitir á Malakkaskaga haft
verið sendar fram til bardaga við
skæruliða þá og fallhlífahermenn
sem enn leika lausum hala á Mal-
akkaskaga, en allmargir hafa verið
Tunku.
vegnir og margir handteknir.
Þessar hersveitir taka við af mal-
ajiskum, sem sendar verða til
Singapore, þar sem alvarleg upp-
þot hafa orðið, en þar mun ve.ra
margt indonesiskra flugumanna.
í STUTTU
MÁLI
► Tuomioja, hinn finnski sátta
semjari Sameinuðu þjóðanna í
Kýpurdeilunni, sem veiktist í
Genf, er nú kominn til Hei-
sinki, liggur þar í sjúkrahúsi,
en er á batavegi.
► Lögreglan í Bolzano á Norð-
ur-ítalíu tilkynnti í gær, að lok-
aðar hafi verið umferðarleiðir
yfir landamæri Austurríkis og
Ítalíu, eftir að austurrískur ög
regluhermaður var skotinn ti)
bana.
► Ný brú yfir Forth-fjörð
(Firth of Forth) fyrir norðan
Edinborg var vígð I vikulok
siðustu af Elisabetu drottningu.
Brúin er 500 metra löng og
lengsta hengibrú utan Banda-
rikjanna. Kostnaður við brúar-
smíðina varð 20 millj. punda.