Vísir - 05.09.1964, Side 15
V I S IR . Laugardagur 5. september 1964.
75
FRAMHALDSSAGAN:
OG ÞAÐ KOM
NÝTT VOR
Eftir Marguerite Murray
Robert heilsaði hinum gestunum.
Dinah sá frcken Ellings ganga með
honum frá einum til annars og
hann heilsaði öllum með handa-
bandi. Og það var eins konar sigur
bros á andliti fröken Ellings, og
Dinah skildist, að með nærveru
Roberts hafði verið settur loka-
stimpillinn á „plaggið", sem hún
nú hafði fengið upp á það, að hún
hefði aftur verið tekin f „söfnuð-
inn“. Önnur stúlka hafði grætt
hjartasár Roberts og nú gátu þau,
hann og Dinah, verið vinir aftur.
En það var erfitt að sætta sig
við vináttuna eina, þegar það eitt
að taka í hönd á manni, kom hjart
anu til þess að slá svo hratt, að
þáð var eins og brjóstið ætlaði að
springa. Hún hafði getað hrundið
burt hugsununum um hann - oft
ast nær, þegar hann var f Jóhannes
arborg, þá var hann svo óralangt
í burtu, en nú var öðru máli að
gegna, nú var hann kominn heim.
Qg þau voru bæði f sömu stofunni.
Nærvera hans hafði þau áhrif á
hana, að það var eins og hver taug
í líkama hennar væri þanin til hins
ýtrasta. Og það gagnaði ekkert að
snúa baki að honum, hún gat samt
heyrt rödd hans, heyrt hann spyrja
um einn og annan, svara spurning-
um um sjálfan sig — öllum þótti
iíka vænt um hann, en henni var
hann að eilffu glataður.
Þetta var að verða henni óbæri-
legt:
Af hverju ferðu ekki? spurði hún
sjálfa sig, fyrst það hefir þessi
áhrif að sjá hann aftur og vera
nálægt honum?
Klukkuna yfir dyrunum vantaði
fjórtán mínútur í sjö. Hún hafði
verið þarna rúma klukkustund. Eng
um gat þótt, ef hún færi nú, og
segði, að hún ætti svo margt ó-
gert, að hún yrði að fara, en væri
þeim ákaflega þakklát fyrir góðvild
ina.
Og þegar hún gat náð í fröken
Ellings sagði hún:
— Það var indælt að vera með
ykkur þessa stund, fröken Ellings.
Og það var ákaflega vinsamlegt af
ykkur að bjóða mér hingað.
Allir höfðu þagnað. Allir hlust-
uðu n kveðjuorð heiðursgestsins,
jafnvel Robert.
— Mér þykir ákaflega leitt að
verða að fara nú, hélt hún áfram,
en ég á svo margt ógert .
— Það skil ég mæta vel, sagði
fröken Ellings.
Hún lætur sér það í léttu rúmi
liggja, hugsaði Dinah, nú hefir hún
Robert.
Hún sneri sér að hópnum og
varaðist að horfa á Robert:
— Verið þið öll blessuð og sæl.
Ég mun minnast þessarar stundar
oft, þegar ég hefi komið mér fyrir
í borginni.
Hún sagði þetta eins og krakki,
sem sem hefir verið látin læra utan
að, og svo komu allir og kvöddu
hana með handabandi. Jæja, hugs-
aði hún, blessað fólkið, — það rétti
m.ér oliuviðargrein, og enginn get-
ur sagt, að ég hafi ekki tekið við
henni. Robert var ■seinastur f röð-
inni.
— Ég ætla að fylgja þér heim,
hvíslaði hann.
— Henni fannst, að hún væri að
stirðna upp.
— Nei, það máttu ekki, Robert,
samkvæminu er ekki lokið.
— Þau geta skemmt sér án mín.
Mér var bara boðið af því að ég
rakst á fröken Ellings af tilviljun á
veginum hérna fyrir utan í morg-
un.
Þá hefir hann gengið fram hjá
húsinu mínu, hugsaði Dinah. En
hún hafðí ekki verið heima.
Það var tilgangslaust að mót-
mæla frekar. Robert hafði alltaf
sitt fram, ef hann tók eitthvað 1
sig. Það þekkti hún af fornum
vana,- Fröken Ellings fylgdi þeim til
dyra og var auðséð á svip hennar,
að hún hafði orðið fyrir vonbrigð-
um, af því Robert var ekki kyrr.
— Hún hefði kosið, að þú hefðir
verið kyrr, sagði Dinah, er þau
voru komin út á veginn.
— Það verður að hafa það.
Hann sagði það f þeim tón, að
auðheyrt var, að tilgangslaust var
að ræða þetta frekar.
Hann hægði á sér til þess að
ganga í takt við hana. Hann gekk
með hendurnar f vösunum og var
hugsi á svip. Það var eins og bilið
sem hafði skilið þau væri horfið.
En Dinah fann, að það var ekki
hægt að láta sem ekkert hefði að-
skilið þau. Hún hafði rekið hann
burt og hann hafði fundið sér aðra
stúlku fyrir förunaut.
— Ég hringdi hjá þér árdegis í
dag, sagði Robert, en þú varst ekki
heima.
Hann hafði þá komið. Og hún
hugsaði sem svo: Ég má ekki gleðj-
ast yfir því. Hann vildi bara koma
kurteislega og vinsamlega fram.
— Ég átti erindi að reka. .
— Það gerði ekkert. Ég gat not-
að tímann til annars.
Hann þagði smástund.
— Það var sorglegt að heyra, að
faðir þinn væri dáinn, Dinah.
— Þakka þér fyrir, en hann fékk
friðsælt andlát.
— Já, ég veit það.
Hann sagði þetta þannig, að hún
gat ekki stillt sig um að horfa á
hann.
Hann sagði kyrrlátlega:
— Þú hefðir átt að geta sagt
mér það, Dinah.
Hún kipptist við. Það væri
heimskulegt, hugsaði hún, að láta
sem hún skildi. ekki hvað hann væri
að fara.
— Ég gat það ekkí, sagði hún
lágt.
— Jú, þú hefðir átt að geta það
Ég veit, að þú hélzt, að þú værir
að gera það, sem rétt var, en það
var ekki það rétta. Þú hefðir átt
að bera traust til mfn.
— Ég vildi, að þú værir frjáls.
— Frjáls — ég? Veiztu ekki, að
ég þráði þig og þig eina — ávallt.
— Þú fannst aðra.
Það átti ekki að hljóma sem
ásökun, en það gerði það. Hann
nam staðar og þreif f herðar henni.
— Það er ekki satt. Ég hitti
stúlku, sem var eins einmana og
óhamingjusöm og ég var, og við
vorum góðir kunningjar um tfma
— svo lagaðist allt fyrir henni, og
ég var aleinn aftur, jafn e'inmana
og áður. En það kviknaði aldrei ást
f hennar huga til mfn, né f mínum
huga til hennar.
Það var komin eins og bláleit
rökkurmóða á allt. Tungl stóð lágt
á lofti og skein f það milli efstu
trjágreina Og allt í einu voru þau
gagntekin sömu töfrunum og forð
um, — það kom yfir hana, fannst
henni, er hann tók um mitti hennar,
og henni fannst öll beiskja horfin.
Þau námu staðar og horfðu hvort
á annað, horfðust í augu, og hann
gat aðeins sagt, innilegri, næstum
hláturmildri röddu:
— Dinah!
Krónublöðin af eplatrjánum
duttu eins og ljósar fjaðrir á hár
Dinah og á koll Roberts. Brátt
mundi hið nýja vor á enda runnið,
en hamingjan mundi halda kyrru
fyrir hjá þeim, þegar ekki væri
vor lengur.
Sögulok.
16250 VÍNNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Laegstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
RETTI
LYKILLINN
AÐ RAFKERFINU
V.V.V.V.V.W.VASW.*.
oon- og
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Sfnú 18740 !;
SÆNGUR !i
REST BEZT-koddai.
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fíðurbeld vet.
Seljum æðardúns- og \
gæsadúnssængur — !;
og kodda af ýmsum !;
stærðum.
Liverpool
Ódýrar plastvörur í úrvali.
Þvottabalar frá kr. 92.00.
ólvallagötu 7i
Sími 18615
Tek hárlitun. Clairol, weTa og
klainol litir. Vinn frá kl. 1-5 á
hárgreiðslustofunni.
Perla Vitastíg 18A, Sími 14143.
Minna Breiðfjörð_______________
Hárgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21, simi 33968
Hárgreiðslustofan
HATÚNI 6, simi 15493.
Hárgreiðslustofan
PIROL
Grettisgötu 31. simi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, simi 19218.
fáanlegar
Verð írá kr í
S9E-S41
VINNUFAT ABUÐIN
Laugavegi 76
i Hárgreiðslustofa
|AUST CRBÆJAR
i (María Guðmundsdðttir)
| Laugaveg 13, simi 14656.
i Nuddstofa á sama stað
Eftir að búið er að hffa Leolu
upp, er línan látin síga niður aft
ur og Tarzan smeygir henni ut
an um sig. Hinn þakkláti Abuzzl
tekur á móti honum. Ég, Leola
og allt fólk okkar munum vera
þér þakklát það sem eftir er æv
fnnar, segir hann hamingjusam
nc. Þegar við eignumst son, verð
ur þú að vera guðfaðir hans. Við
viljum éignast son seni er eins
braustur og góður og þú.
i Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
•STEINU og DÓDÓ
] Laugaveg 18 3. hæð (lyfta)
iSími 24616
i Dömuhárgreiðsia við allra bæPÍ
TJARNARSTOFAN
, Tjarnargötu 11, VonarStræíIs.
i megin. simi 14662___________
Ml UIUUII ((V.
- S JJ I
3 |
22997 • Grettisgötu 62 ET
Blómabúbin
Hrísateig 1
simar 38420 & 34174
^■“^sg’saufflw
íi
.V.V.V.V.V.V.*