Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 2
2 VIS IR . Laugardagur 17. október 1964. Hreínsmr á KRÚSJEFFS-sinnum hafnar Suslov fordæmdi stefnu og persónudýrkun Krúsjeffs Þó að rússnesk yfirvöld gefi engar skýringar á því hvað gerðist í æðstaráðinu í fyrradag, þegar Krúsjeff lét af völdum skýra vestrænir fréttamenn í Moskvu frá því, að það sé augljós staðreynd, að Krúsjeff hafi verið neyddur til að víkja frá. Þetta kemur greinilegast i ljós af því, að eins konar hreinsanir eru nú hafnar og allir tryggustu og beztu stuðningsmenn Krúsjeffs fjarlægðir úr stöðum sínum. Þá hafa fréttamenn spurt það uppi, að Krúsjeff hafi sjálfur verið á fundi æðstaráðsins, þar sem ákvörðun var tekin um að fella hann. Allir meðlimir ráðs- ins greiddu atkvæði gegn hon- um, móti einu atkvæði hans sjálfs. Atburðarásin Fréttaritari Reuters í Moskvu segir að gangur múla hafi verið þessi í stuttu máli: Þann 30. september fór Krús- jeff frá Moskvu og tók sér hvíld- ardvöl suður í Kákasus. S.l. mánudag gerðist það svo, að geim-þremenningunum var skotið á loft. Krúsjeff var þá staddur suður f Kákasus og tal- aði við geimfarana f sfma, ósk- aði þeim til hamingju með sig- urinn og þakkaði þeim góða frammistöðu. Hann sagðist myndu hitta þá þegar þeir kæmu niður. Á þriðjudagsmorgun var Krús jeff í húsi sínu í Gagra við Svartahaf Tók hann þá á móti erlendum gesti, franska vfsinda- málaráðherranum Gaston Pal- ewski, kunnum samherja de Gaulles úr síðari heimsstyrj- öld. Palewski hafði búizt við því að eiga langar viðræður við Krúsjeff og snæða með honum hádegisverð, — en það fór á aðra leið. Krúsjeff var auðsjáan lega mjög mikið að flýta sér og átti aðeins hálfrar klukkustund- ar samtal við hann. Ekki lét hann í það skína, að hann ætti f neinum erfiðleikum. Samsæri gegn Krúsjeff Strax eftir hádegi hefur Krús- jeff flogið til Moskvu og fór þeg ar á fund æðsta ráðs kommún- istaflokksins. Þar kom f ljós, að allir hinir meðlimir flokksstjórn arinnar höfðu bundizt samtök- um gegn honum. Aðalforsprakk ar samsærisins voru þeir Bresh- nev og Suslov. Meðal þess sem tekið var til umræðu var Kínamálið og land- búnaðarmálin, tvö viðkvæmustu vandamál Krúsjeffs. Suslov flutti langa ræðu, þar sem hann réðst harkalega á Krúsjeff fyrir það hve illa hann héldi á Kfna- málinu. Hann hefði með hrotta- legri framkomu sinni valdið sundrungu í kommúnistablökk- inni og það væri greinilegt af undirtektum kommúnistaflokka út um allan heim, að þeir væru mótfallnir því að haldinn væri fundur um áramót til að ganga á milli bols og höfuðs á kín- versku kommúnistunum. Þá gagnrýndi hann lfka harka lega aðferðir Krúsjeffs í land- búnaðarmálunum. Áður hefur það verið á almannavitorði, að Krúsjeff ætti sjálfur mesta sök á matvælaskortinum í Rússlandi s.l. ár með fávíslegri stefnu í þessum málum. En enginn hefur þorað að gagnrýna hann. Stefna Krúsjeffs fordæmd Hafi Krúsjeff nú ekki verið ljóst, hvað klukkan sló, mun honum hafa orðið það í loka- kafla ræðu Suslov, sem líktist illyrtri útfararræðu, þar sem hann lagði dóm á stjórnarstefnu Krúsjeffs sfðan hann 'tók við vöidum og fordæmdi hann eink- anlega fyrir það, að hann hefði verið ör á embættaveútingar við nána vandamenn og vini og auk þess hefði hann gerzt sekur um að láta framkvæma persónudýrk un á sér sjálfum. Eftir þetta fór fram atkvæðagreiðsla, þar sem allir meðlimir flokksstjórnarinn- ar nema Krúsjeff sjálfur greiddu atkvæði á móti honum. Á miðvikudag var svo haldinn fundur í rússnesku ríkisstjórn- inni, þar sem Krúsjeff var felld- ur frá völdum. Ekki herma fregn ir hvort hann hafi sjálfur verið viðstaddur þann fund. Pravda mun birta ákærurnar á hendur Krúsjeff einhvern næstu daga. Sagt er, að hann hafi óskað þess að mega svara þeim, en óvíst hvort orðið verð- ur við beiðni hans. Hreinsanir hafnar Á fimmtudaginn var svo birt tilkynningin um að hann hefði látið af embættum. Jafnframt var byrjað að víkja ýmsum fylg ismönnum hans úr embættum. Fyrst var Adsjúbei ritstjóra Is- vestia vikið frá störfum. Talið er að harðar deilur hafi orðið á blaðinu, þvf að útkomq þess féll niður í einn dag. Isvestia er op- inbert málgagn ríkisstjórnarinn- ar. Við ritstjórastarfinu tekur Vladimir Stepakov, sem hefur starfað hjá miðstjórn kommún- istaflokksins. Mikhail Kharlamov forstjóra rússneska útvarpsins og sjón- varpsins var vikið frá störfum og við tekur Nikolaj Mesatchev Þá hefur ritstjóra flokksblaðsins Pravda Pavel Satjukov verið vik ið frá starfi, en hann er nú staddur í París. Þremur persónulegum ráðu- nautum Krúsjeffs hefur verið vik ið frá starfi, þeir eru Oleg Tro- yanovski einkaritari hans, Vladi mir Lebedev ráðunautur hans í amerískum málum og Alexander Sjuisky ráðunautur hans í land- búnaðarmálum. Rússneskir embættismenn upp lýsa, að Krúsjeff sé nú staddur í Moskvu og sé að hvíla sig, eins og þeir kölluðu það. Hver verður stefna Yerkamamafíokksins? Stjórn Verkamannaflokksins tekur nú við völdum í Bret- landi. Vera má, að hún verði ekki langlíf, þvf að meirihluti hennar er svo naumur, að Iíklegt er, að efna verði til nýrra kosn- inga innan skamms. Samt er rétt að gera sér nokkra grein fyrir þeim stefnu- breytingum, sem líklegar eru með valdatöku Verkamanna- flokksins. Það er ekki breitt bil sem skilur aðalflokkana og verður e. t. v. minna í reynd, þegar bregðast verður við að- stæðunum hverju sinni. Helzti munurinn í stefnu þeirra er þessi: UTANRÍKISSTEFNA í kosningabaráttunni lögðu báðir aðilar áherzlu á stefnuna í utanríkismálum. í reynd verð- ur sá munur minni en menn kynnu að ætla. Aðalmunurinn er I viðhorfun- um til kjarnorkuvopna. Verka- mannaflokkurinn telur, að Bret- land eigi að hætta sjálfstæðri þátttöku ( kjarnorkuvopnakapp- hlaupinu. í stað þess eigi þeir að semja við Bandaríkjamenn um að fá hluttöku í hinum al- mennu ákvörðunum um kjarn- orkumálastefnuna. 1 samræmi við þetta telur Verkamannaflokk urinn, að Bretland eigi ekki að vera að reyna að komast inn f Efnahagsbandálag Evrópu. Það sé mikilvægara og öruggara að treysta böndin við Bandarfkin. Verkamannaflokkurinn mun taka upp enn frjálslyndari stefnu en íhaldsmenn f málefn- um Afríku. Það er líklegt að þeir stuðli aí þvf að réttindi svertingja f Suður-Ródesfu verði viðurkennd og það myndi þýða að hvítir menn þar verði að gefa þeim eftir völdin. EFNAHAGSSTEFNA Báðir flokkarnir eru sammála um að viðhalda efnahagskerfi, sem er sambland af ríkisrekstri og einkarekstri. Eina verulega breytingin, sem hugsanlegt er að Verkamannaflokkurinn stefni að er endurþjóðnýting stáliðn- aðarins, en þó er algerlega vafa- samt að þeir leggi út f svo viða- mikla breytingu. Hins vegar er álitið að Verka- mannaflokkurinn muni stefna að auknum áætlunarbúskap. Að sumu leyti er það talið hag- kvæmt til þess m. a. að byggja upp iðnað f hnignandi iðnaðar- héruðum, en hins vegar sýnir gömul reynsla að þvffylgiralvar®' leg hætta á skriffinnsku og iðn- aðarfyrirtækin óttist of mikil og þarflsus afskipti og eftirlit rík- isvaldsins. 1 kosningabaráttunni hefur Wilson lagt megináherzlu á það, að hann muni beita sér fyrir að auka framleiðsluna og aðalleið- ina til þess telur hann vera að hvetja og jafnvel neyða iðnað- arfyrirtækin til að auka notkun sjálfvirkra tækja f iðnaðinum, en á þvf sviði hafa Bretar dreg- izt aftur úr. með prýði. Þeir halda þvf fram að með því að koma á einhæfu kerfi verði öll menntamál dregin niður á meðalmennskusviðið. Verkamannaflokkurinn hefur barizt fyrir auknum almanna- tryggingum, stórauknum sjúkra húsabyggingum og skólabygging um. Hann hefur hins vegar ekki getað bent á neinar nýjar leiðir til að afla fjár til slfkra stór- framkvæmda og þykir hann hafa verið ábyrgðarlaus að þvf leyti f kosningabaráttunni. í stað þess að benda á nýjar leiðir til fjáröflunar hefur hann tengt þetta vandamál hinum al- mennu efnahagstillögum og vill að mikill hluti af aukinni þjóð- arframleiðslu sem hann berst fyrir gangi til félagsmála. Hins vegar er það alls óvíst að sá árangur náist, endurskipulagn- ing iðnaðarins með fullkomnari framleiðslutækjum yrði kostnað arsöm fjárfesting, sem myndi fyrst í stað þrengja fjárframlög til félagsmála og hætt við að mörg ár liðu áður en ávöxtur- inn af því færi að koma í ljós. Þá er búizt við að Verka- mannaflokkurinn þvingi fram til lögur um skipulagsmál borga, sem nú hafa verið mjög á dag- skrá og kenndar eru við Buch- anan og er talið aö það yrði mik ill ávinningur fyrir þjóðarheild- ina. Hins vegar munu þær vænt- anlega svæfa tillögur um end- urskipulagningu brezku járn- brautanna, sem kenndar eru við Beeching. Þrátt fyrir það, að þessar tillögur eru taldar hag- stæðar fyrir þjóðarheildina hef- ur Verkamannaflokkurinn snú- izt gegn þeim vegna þess hve óvinsælar tillögurnar hafa orð- ið. FÉLAGSMÁL 1 skólamálum e: búizt við, að Verkamannaflokkurinn fram- kvæmi róttækar breytingar á skólakerfinu. Það kom oft fram í kosningabaráttunni, að mjög ólík sjónarmið eru rikjandi í þessu efni milli flokkanna. Verkamannaflokkurinn leggur megináherzluna á það, að allir nemendur njóti sama tækifæris, og vill afnema forréttindaskól- ana „The Grammar Schools". íhaldsmenn leggja hins vegar áherzlu á það, að þeir nemend- ur sem skara fram úr verði að fá fullkomnari menntun og það hlutverk vinni Grammar Schools Spænskur cellósnillingur leikur hér í næstu viku Gaspar Cassado, spánski celló- snillingurinn sem talin er vera einn bezti cellóleikari sem nú er uppi, kemur hingað ásamt konu sinni, Chieko Hara, n.k. mánudag og ætla þau hjónin að halda tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins n.k þriðjudag og miðvikudagskvöld kl. 7 í Austurbæjarbiói. Gaspar Cassado er fæddur f Barcelona árið 1897. Sjö ára gam- all hóf hann nám í cellóleik í tón- listarskólanum þar í borg, 10 ára gamall gerðist hann nemandi landa síns Pablo Casals í Paris og var hjá honum í mörg ár. Cassado hefir haldið fjölda tónleika um allan heim bæði austan hafs og vestan. Hann stofnaði tríó með Menuhin fiðlu- leikaranum heimsfræga og Louis Keutner píanóleikara, héldu þeir þremenningamir fjölda tónleika saman. Eiginkonu sinni, frú Chieko Hara, kynntist Cassado í fyrstu tónleika- ferð sinni til Japan, en hún var þar undirleikari hans. Upp úr þeim kynnum hefir orðið ást við fyrstu sýn, sem endaðj með hjónabandi. Síðan hafa hjónin haldið sameigin- lega tónleika í ýmsum löndum og hlotið mikið lof fyrir samleik sinn. Þess má geta, að Cassado leikur hér á Stradivarius cello, er hann eign- aðist snemma á þessu ári, en celló- ið er 267 ára gamalt og var á sín- um tíma í eigu tónskáidsins og cellóleikarans Boccorinis. Á tónleikunum hér á þriðjudag og miðvikudag eru þessi verk: Frescobaldi: Tokkata. Beethoven: Sjö tilbrigði um stef eftir Mozart. Mendelssohn: Sónata í D-dúr. Brahms: Sónata I F-dúr, Op. 99. Þetta verða áttundu tónleikar fyrir styrktarfélaga árið 1964. •• Orninn — Framh at Ols. 16. mæðisverk þessi kvikmyndataka er má geta þess, að Magnús varð að l'iggja 64 kiukkustundir sam- fleytt við arnarhreiður á meðan hann beið eftir að fullorðnu ern- irnir kæmu til að mata unga sína. Þá loksins komu þeir, Þarna lá Magnús í 8 klst. til viðbótar við kvikmyndatöku sína, en f það skipti bar hún líka tilætlaðan ár- angur. Kvikmyndin er mest tekin á Vestfjörðum og Vesturlandi, m. a. í Breiðafjarðareyjum. Hún gefuí góða og glögga innsýn I líf arnar- ins, þeirrar fuglstegundar, sem nú berst harðri baráttu fyrir tilveru sinni á Island'i r < i < r • •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.