Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 17. október 1964. Sigluf jörður — Framhald aí ols. 4. leika og annarra íþróttaæfinga á veturna Byrjað hefur verið á ráðhúsbyggingu mikilli og fyrsta áfanga hsnnar lok'ið. í þeim hluta, sem nú er lokið, verður bókasafn Siglufjarðar til húsa I safninu eru nú um 16 þúsund bindi blaða og bóka, auk smá- prents. Gólfflöturinn, sem safnið hefur tii u.nráða, er 350 fer- metrar að stærð. Þar verður stór lestrarsalur með sæti fyrir 50—60 manns og verður honum tvískipt, þannig að í öðrum hlutanum verða börn, en full- orðnir í hinum. Á s. 1. ári var nokkuð á 14. þúsund binda lán- að úr safninu og sýnir það hvi- lík þörf er á því. Auk bókasafnsins verður fé- tagshe'imili til húsa í ráðhúss- byggingunni nýju, ailar skrif- stofur bæjarins og ýmis önnur starfsemi. Ráðgert er að bygg- ingin verði þrjár hæðir. Sjúkrahús, með fullkomnustu tækjum. Þá er enn ógetið þéirrar bygg ingarinnar sem e. t. v. verður dýrust þeirra allra með öllum tækjum og útbúnaði, sem til hennar þarf, en það er sjúkra- húsið nýja, sem nú er í smíðum. Á það að taka við af gamla sjúkrahúsinu,. sem rúmar í hæsta lagi 20 sjúklinga, þegar það er fullskipað, en er orðið gamalt og i alla staði ófull- nægjandi. Undirbúningsframkvæmdir að nýju sjúkrahúsbyggingunni hóf- ust strax eftir að leyfi land- læknis og heilbrigðismálaráð- herra hafði verið veitt eða 1958. Þetta er þriggja hæða bygging, nær sjö þúsund kúbíkmetrar að rúmmáli og á að rúma 40 sjúkl- inga. Búnaður á allur að verða eins fullkominn og unnt er í tækjum og öðru. Þar verður heilsuverndarstöð til húsa, slysa varðstofa, fæðingardeild, skurð- stofa o. s. frv. Tveir læknar verða að staðaldri við sjúkra- húsið og annað starfslið eftir þörfum. Ekki er unnt á þessu stigi að segja til um hvenær sjúkra- hússbyggingin verður tilbúin til notkunar. Unnið er af fullum krafti við það sem stendur, en mikið er ennþá ógert. Kven- félögin á Siglufirði hafa Iagt fram 1.3 millj. kr. sem telja verður einstakt framlag í ekki stærri bæ. Elliheimili. Þörf er fyrir elliheimili f Siglufjarðarkaupstað og hugsað er að leysa það mál í sambandi við sjúkrahúsið, hvort heldur að þvi verði ætlað húsnæði í nýju byggingunni eða að gamla sjúkrahúsið verði tekið undir elliheimili þegar flutt verður í nýju bygginguna. Af öðrum menningarmálum, sem Siglufjarðarkaupstaður hef ur haft afskipti af og telja má til fyrirmyndar er annars vegar tómstundaheimili, sem nýlega hefur tekið til starfa, og hins vegar tónlistarskóli. Tómstun. Jieimilisins verður getið á öðrum vettvangi, en um tónlistarskólann er það að segja, að sennilega er hann bet- ur sí'.tur — miðað við höfða- tölu — en nokkur annar tón listaskóli á landinu. I' fyrra voru 57 nemendur í skólanum, auk þess var tónlistarkennsla á vegum tónlistaráðs í tveim bekkjum barnaskólans' svo að nærri lætur að um 180 börn og unglingar hafi notið tónlist- arkennslu á Siglufirði í fyrra- vetur. Fyrir þremur árum fengu Siglfirðingar þýzkan mann, Gerhard Schmidt að nafni, til að hafa stjórn Tónlistarskólans á hendi. Það verður fjórði vet- urinn hans í vetur. Þetta er mjög fær kennari og má segja að allt tónlistarlíf kaupstaðar- ins hafi glæðzt mjög ’við hingað komu hans. Hann hefur glætt hinn gamalkunna karlakór, Vísi nýju lífi og auk þess stjórnar Gerhard Schmidt 20 manna lúðrasveit, sem tekið hefur miklum framförum undir stjórn hans. WILSON - Framh. at 9. iíðu og átti löngum í hörðum deilum við Harold Macmillan þá fjár- málaráðherra. Var Wilson oft harðorður í ræðum sínum, oft mjög orðheppinn enda talinn með beztu ræðumönnum neðri málstofunnar. Mörg hnyttiyrði hans urðu fleyg eins og þegar hann nefndi MacmiIIan við fjár „ersmæ-TLi. agaumr.-éi;; IpSS M:.;. ;he Kmfe (h"ífinr.-Mac). en það var þeg ar Macmiilan hafði -boðað 100 millj.C niðurskurð útgjalda. Á þessum árum veittist Wilson einnig harðlega að Eden vegna stefnunnar í Zuesmálinu. Wilson var nú hinn ókrýndi leiðtogi vinstri arms Verka- mannaflokksins eftir fráfall Bev ans og átti iðulega sem slíkur í höggi við Gaitskell. Fyrir flokksþing jafnaðarmanna 1960 urðu miklar deilur um stefnu flokksins. Gaitskell vildi draga úr þjóðnýtingarstefnu flokksins og miklar deilur urðu einnig um utanríkismálastefnuna. Wilson barðist gegn breyttri stefnu í þjóðnýtingarmálum en tók ekki undir með vinstri arminum í ut- anríkismálum. Miklar deilur urðu og um það hvort ríkis- stjórn Verkamannafél. bæri skil- yrðislaust að hlýða samþykktum flokksþinga um utanrí£ismál. Taldi Gaitskell að ríkisstjórn Verkamannaflokksins gæti ekki skilyrðislaust bundið sig við slíkar samþykktir en hann beið lægri hlut með þessi sjónarmið áín á flokksþinginu 1960. Er þingflokkurinn kom sam- an að loknu flokksþingi til þess að kjósa leiðtoga samkvæmt venju gaf Wiison kost á sér gegn Gaitskell og var studdur af öllum vinstri armi flokksins. En hann beið ósígur. GaitskelJ hlaut 196 atkv. en Wilson 81. FRÁFALL GAITSKELLS En aðeins tveimur og hálfu ári síðar féll Gaitskell skyndilega frá, þ. e. í ársbyrjun 1963. Wil- son var í Bandaríkjunum er hann fékk þau tíðindi, að Gait- skell kefði látizt. Hann hraðaði *ér þegar he’m. Tveir menn voru einkum tilnefndir sem eftirmenn, Wilr.on og George Brown úr verkalýðshreyfingunni. Wilson var talinn að mörgu leyti hæfari maður en of vinstri sinnaður. Nú var aðalspurningin sú, hvort ,hægri armurinn* mundi treysta honum. Menn vissu að vísu, að stefna Wilsons hafði breytzt nokkuð en mundi það nægja? Wilson hafði beðið ósigur fyrir Brown við val á varaleiðtoga flokksins nokkru áður en eigi að síður ríkti óvissa um úrslitin. 1. febrúar fór kjör leiðtogans fram. Wilson hlaut 144 atkv. og Brown 103. Þar með var Wilson orðinn leiðtogi flokksins og forsætisráðherraefni. Vígstaða Verkamannaflokks- ins var þegar orðin góð undir forustu Gaitskells og margir spáðu því að Gaitskell yrði næsti forsætisráðherra Breta. Wilson lýsti því yfir, að hann mundi fylgja sömu stefnu og Gaitskell og í stórum dráttum hefur hann gert það enda þótt hann sé nokkru róttækari. Wilson átti því ef til vill auðveldan leik framundan. En þó hefur hann sýnt það þann tíma, er hann hefur verið leiðtogi Verkamanna flokksins, að hann er vandanum vaxinn. Hann hefur reynzt far sæll leiðtogi stjórnarandstöðu. Hann hefur stungið á kýlunum, verið óvæginn í gagnrýni en þó ekki gengið of langt. Hann hefur reynzt mikill baráttumaður, blás ið nýju lífi í allt starf Verka- mannaflokksins og nú uppsker hann sigurlaunin. Hann verður nú forsætisráðherra Bretlands, Bifreiöakaupendur! „Amerikanarnir44 ‘65 KOMNIR ! RAMBLER er örugglep bezfu og hugkvæmustu bifreiðukuupin Fyrstu 12 RAMBLER AMERICAN ’65 nýkomnir til landsins og nokkrir þeirra verða í dug! ■ TIL SÝNIS í DAG hjú okkur kl. 2-7 eftir húdegi Skoðið hina stórglæsilegu Rambler American '65 RAMBLER: Umboðið RAMBLER: Verkstæðið RAMBLER: Varahlutir Jón Loftsson hf. ðfringbruut 121 * t * i * //» > .v N r * f ♦*/;>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.