Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Laugardagur 17. október 1964. BREZKA STJÓRNIN - Framh at Ols I Verkamannaflokksins geti setið við völd. Hún gæti fallið við vantraust í hvaða smámáli sem er, ráðherrar hennar mættu helzt aldre'i fara úr landi, nema George Brown, efnahagsmálaráðherra í þinghléum og enginn þing- manna þeirra mætti deyja Er því fyrirsjáanlegt, að halda verður nýjar kosningar hið bráð asta til að fá úr því skorið hverjir eiga að stjórna landinu. HOME SEGIR AF SÉR. Nokkru eftir hádegi í gær, þegar ljóst var að Verkamanna- flokkurinn myndi fá meirihluta, hversu naumur sem hann reyndist ók Sir Alec Douglas Home til Buckinghamhallar, gekk á fund Elisabetar drottn- ingar og beiddist lausnar. Þeg- ar hann kom aftur úr þeirri för vildi svo til að úrslit í hans eigin kjördæmí, Kinross í Skotr landi, voru tilkynnt og hafði hans eigið fylgi stóraukizt frá því hann var kjörinn í auka- kosningum þar fyrir einu ári. WILSON BIRTIR RÁÐHERRALISTA. Drottning kvaddi Harold Wil- son foringja Verkamanna- flokksins þegar á sinn fund og fól honum stjórnarmyndun. Strax í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu um skipun ráðherra í nokkur helztu ráðherraemb- ættin. Þar vakti það mesta athygli, að hann skipaði Patrick Gordon Walker í embætti utanríkisráð- herra, þrátt fyrir það, að hann hafði fallið í sínu kjördæmi í kosningunum. Er sýnilegt, að honum verður gefinn kostur á að bjóða sig aftur fram til þings í fyrstu aukakosningum Aðrir ráðherrar, sem til- kynnt var um í gær voru sem verða. George Brown,. verður efnahags málaráðherra, og talsmaður stjórnarinr-r á' ’-'.ngi og for- sætisráðherra, þegar Wilson er fjarverandi. James Gallaghan verður fjármálaráðherra og Denis Healey landvarnarráð- herra. SPENNANDI ATK VÆÐ AT ALNING. Talning atkvæða í brezku þingkosningunum hefur verið utanríkisráðherra æsispennandi, ekki sízt taln’ing- in í gær, þegc.r það kom í ljós, að framsókn Verkamanna- flokksins var ekki líkt því eins mikil og menn höfðu ímyndað sér. Má segja að brezka þjóðin hafi setið sem negld fyrir fram- an sjónvarpstækin í gær og set- ið spennt til að . sjá, hvort Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta, en svo mjótt var á mununum, að ef hann hefði Sinfóníuhljómsveit íslands Íslenzk-ameríska félagið TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitarinnar í Pittsburgh verða haldnir í Háskólabíói laugardaginn 31. október kl. 5. Áskrifendur Sinfóníuhljóm- sveitar íslands hafa forkaupsrétt að aðgöngu- miðum dagana 19. og 20. þ. m. (án trygging- ar fyrir sætum á sömu bekkjum og venju- lega) og ber að sækja þá í bókaverzlanir Sig- fúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal gegn framvísun skírteina þessa árs. Verð aðgöngumiða er kr. 100,00. 125,00 og 150,00. Meðlimum Íslenzk-ameríska félagsins er tryggður viss fjöldi miða, sem verða seldir hjá Konráð Axelssyni, Vesturgötu 10A á sama tíma og að ofan getur. Miðar, sem af kunna að ganga, verða seld- ir í bókaverzlunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal 21. þ. m. tapað tveimur þingsætum var meírihluti hans úti. Harold Wilson kom fram í sjónvarpinu eftir að honum hafði verið falin stjórnarmynd- un. Þar var hann spurður, hvort hann gæti yfirhöfuð stjórnað Sallachan, fjármálaráðherra með svo naumum meirihluta. — Hann sagði: — Já, ég get stjórnað og ég ætla að stjórna og breyta mörgu. Hann sagði að fyrsta verkefnið væri að mæta miklum efnahagslegum örðugieikum, sem brezka þjóðin ætti nú við að stríða. Denis Healey, landvarnaráðherra Mólverkasýning — Fram • at-bls 8. rökvísi tilfinn'inganna. Það er s'itthvað að vita og skilja. Við getum vitað, hvað við erum að gera, en við skiljum það ekki. Við kveikjum ljós með því að styðja á takka, en við skiljum ekki rafmagn'ið. Við skiljum ekkert. Við tökum í sífellu ný skref inn í það óþekkta, bæði í visindum og listum, en skilj- um við í raun og veru, hvað fer fram? Það held ég ekki. Þess vegna get ég ekki talað m'ikið um verk nun. Ég get talað um afstöðu mína til listarin; en ekki túlkun mína á því sem ég skynja. Hún er í verkum mínum og hvergi annars staðar". ,,tj1n þettn tjáningarform, sem þú hefur valið þér — finnst þér þú vera búinn að finna sjálfan þ’ig með því?“ „Já, því get ég hiklaust svar- að játandi. Eins og er að minnsta kosti. En kyrrstaða er dauði í list sem öðru, svo að ég veit ekki um f amtíðina". JJann talar hægt og hikandi og hugsar sig lengi um á milli setninga, eins og hann þurfi að þreifa sig áfram í hálf- myrkri. Loks hristir hann aftur höfuðið. „Það er of mikið talað um list og of mikið skrifað um list, ekki nóg gert að því að láta listina sjálfa tala. Þess vegna er bezt, að ég segi ekkj fleira" — SSB. Rjúpur — Framh at b!s 16 rjúpnaveiðar á fimmtudaginn. Var farið víða yfir, enda er Reykja- heiði enn fær bílum og auðvelt að jkomast leiðar sinnar. Margir fóru austur í Þeistareykjaland og Gjá- stykkið, aðrir í Auðbjargarstaða- og Fjallaland í Kelduhverfi og enn aðr ir í nágrenni Húsavíkur. Eftirtekjan varð ekki að sama ; skapi og fyrirhöfnin og erfiðið. Langstærsti hópurinn með 1 — 10 rjúpur hver, en þeir sem fengsæl- j astir voru skutu 40 rjúpur. Menn j verða yfirleitt fyrir miklum von- ; brigðum, því í sumar virtist meira ! af rjúpu en verið hefur um mörg | ár. Hvað orðið hefur af henni geta I menn ekki gert sér grein fyrir, en * allir bjuggust við uppgripum. Vegna þess hve menn urðu fyrir miklum vonbrigðum á fimmtudag- j inn, fór varla nokkur maður til j rjúpna frá Húsavík í gær, Fréttaritari Vísis á Húsavík sím- aði í gær, að ekkert hafi enn verið talað um verð á rjúpunni í haust, en taldi það liggja í loftinu að það myndi tæplega hækka frá verðlag- inu í fyrrahaust. Hjúkrunarskólinn - - nio. -i! Ol- I I veittar 7 millj, kr. til byggingar skólans. Árlega eru teknar inn f skól- ann um 44 stúlkur. Affölj verða alltaf einhver, svo að prófi ljúka um 36. Heimavistin tekur núna um 90 manns en alltaf búa einhverjir heima. Með aukinni aðsókn verður þetta húsnæðj á skömmum tfma alltof lftið. Einnig eru erfiðleikar á því, að fá fullmenntaða hjúkrunar- kennara. Eru fáar, sem hafa á- huga á þvf starfi, vilja frekar helga sig hjúkrun sjúkra, auk þess er framhaldsnáms krafizt, tekur það 1-2 ár erlendis, en allt er þetta bein afleiðing af hjúkrunarskortinum. Til þess ráðs hefur verið grip ið að fá giftar hjúkrunarkonur til að hlaupa í skarðið í Klepps spítalanum hefur verið rekið dagheimili fyrir börn hjúkrunar kvenna, hefur það bætt mjög úr vandræðum en er ekki nánd ar nærri nóg. Þarna nýtist starfs kraftur viss hluta hjúkrunar- kvenna, sem annars væri óvirk ur. Þarna er um að ræða merkt Fermingar Fermingarbörn í Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. okt. ki. 2.e.h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Magnús Bjarnarson, Sandholti 6 Ólafsvík Árný Björg Jóhannsdóttir, Klepps- vegj 54. Erlín Óskarsdóttir, Laugavegi 34 Hildur Einarsdóttir Hrefnugötu 6. Þóra Ingibjörg Árnadóttir, Hlé- gerði 6, Kópavogi. Ferming í Kópavogskirkju 18. okt. ki. 10.30. Séra Gunnar Árna- son. STÚLKUR Alda Guðmundsdóttir, Hávegi 15 Auður Björg Sigurjónsdóttir, Víg- hólasíg 22. Guðrún Pétursdóttir, Kársnesbraut 28 Ingibjörg Pétursdóttir s.st. Hulda Magnea Jónsdóttir, Nýbýla- vegi 12. Inga Ólöf Ingimundardóttir, Kárs- nesbraut 11 framtak í bessum málum og ligg ur beinast við að álykta ,að önn ur sjúkrahús ættu að taka málið til athugunar. Réttarhöldin — ' ramh. a. 16. síöu og nauðsyn bryti stundum lög. Rússunum var gert skiljan- legt, að brot skipstjórans á við- gerðarskipinu eða öllu heldur brot af því tagi, gætu varðað allt frá 20 og upp í 390 þús. kr. sekt, en ræðismaðurinn mót- mælti enn eindregið að hægt væri að dæma fyrir lagabrot í þessu máli. Hann krafðist þess að rússnesku skipin yrðu þeg ar leyst úr vörzlu. Réttarhöld þéssi hófust að nýju í gærkvöldi, er ræðismaður inn var kominn austur og stóðu enn er blaðið fór f prentun. Rússarnir þæfðu málið ótrú- lega í þeim anda, sem lýst hefir verið, en dómarinn, Erlendur Björnsson, bæjarfógeti og sýslu maður, iýkur að sjálfsögðu rétt arrannsókninni og sendir niður stöður hennar til ákvörðunar saksóknara. Kínverjar — Fran .1. af 1. síðu: ingar sögðu í gærkvöldi, að það væri varla hægt að tala um það enn, að Kína væri orðið kjarnorku stórveldi, þeir væru eins konar aukameðlimur í kjarnorkuklúbbn- um. Sprengja þeirra væri af ein- földustu gerð, hefði verið hlaðin plútónfu frá kjarnorkuvinnslu, sem komið hefði verið á fót í norðvest- urhluta Kína. Telja þeir, að ára- tugur muni líða, þar til Kínverjar hafa komið sér upp birgðum af 20 kjarnorkusprengjum og þá mun það taka þá mjög langan tíma að smíða flugvélar eða eldflaugar Það að Kínferjum hefur nú tekizt að gera fyrstu kjarnorkusprengingu sína, er mest að þakka sovézkri að stoð, sem þeir fengu á árunum 1955-1959. Strax og fréttir bárust af kjarn- orkusprengingu Kínverja, sendu Japanir harðorða mótmælaorð- sendingu vegna slíks verknaðar, sem þeir telja glæpsamlegan gagn vart mannkyninu. Er það fastur sið ur að Japanir mótmæli kjarnorku- sprengingum, enda eru jDeir eina þjóð heims, sem orðið hefur að þola kjamorkuárás. á morgun Kristín Elísdóttir, Bjarnhólastíg 9 Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Borg- arholtsbraut 49 DRENGIR: Ásgeir Þór Davíðsson, Bræðra- tungu 37. Friðjón Bjarnason Kópavogsbraut 99 Gunnar Stefán Elísson, Bjarnhóla- stíg 9 Hjálmar Waag Árnason, Álfhóls- vegi 16 Jóel Sverrisson, Kópavogsbraut 51 Jón Sigurðsson, Skólagerði 8 Óskar Óiafsson Engihlfð 7 Rvk. Sigurður Pálmar Þórðarson, Hlað- brekku 8 Snorri Skaptason, Holtagerði 15 Sveinþór Eiríksson, Hrauntungu 10 Þorsteinn Ásgeirsson, Nýbýlavegi 27A Ingimundur Eyjólfsson Ásgarði 3 Rvk. Þorsteinn Eyvar Eyjólfsson, Ás- garði 3 Rvk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.