Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 7
g « ■ !--í---5?v y»<atcsBii»!iia8'.ip»Birs'ag«»CT:v V1 S I R . Laugardagur 17. október 1934, ’SH 7 ÐP Nýjar skurðlækninga- stofur með fullkomn- asta nútímaútbúnaði teknar í notkun >- í dag voru teknar í notkun í Landsspitalanum nýja, fullkomn ar skurðlækningastofur í nýrri álmu sjúkrahússins, með nýjum tækjum og fullkomnasta nútíma útbúnaði, og er bví hér um mik- il timamót að ræða í sögu Lands spítalans. Tíðindamaður frá Vísi og ljós- myndari blaðsins komu þar í gær, er verið var að Ijúka sein- asta undirbúningi að því, að stofurnar með öllum tilheyrandi herbergjum yrðu teknar í notk- un, og gekk prófessor Snorri Hallgrímsson, yfirlæknir hand- lækningadeildar, með þeim um dcildina og sýndi þeim tæki og ’útbúnað. . ) Prófessor Snorri svaraði fyr- • irspurn tíðindamannsins varð- P"di breytinguna á þá leið, að vissulega væri það rétt, að hér væri miklu marki náð, en undir- búningur að þeirri skipulagningu og breytingu, sem hér væri um að ræða, Refði byrjað fyrir 12 árum. Kvað hann m. a. svo að oroi: — Við höfum haft eina skurð- stofu til þessa, auk skiptistofu, sem notazt hefur verið við sem , skurðstofu. Höfum við, verið til • neyddir að bjargast við það, en gengið erfiðlega. Tvær deildir sjúkrahússins hafa frá upphafi Barnadeildin hefur haft not af skurðstofunni fyrir þá sjúkl- inga, sem hafa þurft uppskurðar með. Sú deild hefur nú 30 rúm, en barnadeild Hringsins er í und irbúningi og mun taka til starfa á næsta ári. Yfirlæknir barna- deildarinnar er Kristbjörn Tryggvason, og er hún ekki á okkar vegum, að því undan- teknu sem áður var sagt. — Við erum nú, sagði pró- fessor Snorri, að taka nýju skurð stofurnar í notkun og byrjum að gera í þeim uppskurði á morgun (þ. e. í dag, 16. okt.). 1 deildinni er tvöfaldur hita- búnaður, geislahitun og sjálf- virk loftræsting á skurðstofun- um, þannig, að loftið endurnýj- ast þar oft á klukkustund, og er að sjálfsögðu sótthreinsað. Á skurðstofunum er haldið meiri loftþrýstingi en annars staðar til þess að girða fyrir að nema sem allra minnst loft berist inn í skurðstofurnar meðan á að- gerðum stendur. Prófessor Snorri sagði, að ekki hefði verið miðað við að fá ákveðna gerð af tækjum, held ur keypt það, sem bezt var talið henta, og eru þvf tækin frá ýms um löndum, ensk, þýzk, hollenzk og sænsk o. s. frv. Sérstakt herbergi allstórt er Prófessor Snorri Haligrímsson og Katrín Gísladóttir yfirhjúkrunarkona. Tímamót í sögu Landsspítalans 'haft not þeirrar skurðstofu, en síðan bættust við lungnasjúk- dómadeildin og barnadeildin (1957), og ný 25 rúma deild var tekjn í notkun á s.l. ári. iitr til móttöku sjúklinga, sem búið er að gera skurðaðgerð á. — Sjúkl, verður sem sé ekki flutt- ur þegar að aðgerð lokinni inn í sjúkrastofuna, sem hann lá í, Starfsfólk að koma tækjum og áhöldum fyrir í nýju deildinni. heldur látinn liggja í þessari stofu þar til hann er kominn til fullrar meðvitundar eftir svæf- inguna. Þar eru tenglar fyrir súr efni og sogdæIur og þar verður svæfingalæknir við hendina og sérþjálfuð hjúkrunarkona. Þetta herbergi getum við þvf miður ekki tekið í notkun þegar í stað, sagði prófessor Snorri, og staf- ar það af hjúkrunarkvennaskort- inum, sem er eitt okkar mesta vandamál. Milli skurðstofanna eru her- bergi með sótthreinsunarofnum, en þær eru tvær sem fyrr var getið. Gamla skurðstofan vecð- ur og endurbætt og áfram 1 notkun. Gluggar á skurðstofunum snúa móti vestri og þegar s<H er á lofti gæti það verið til mikilla óþæginda, Rúður eru þar með möttu gleri innst og með sjálf- virkum útbúnaði á gluggum er hægt með einu handtaki að renna niður gardínu utan þess, svo að sólarbirta verði ekki til óþæginda. Skurðarborð eru þannig út- búin, að hægt er fyrirhafnarlít- ið að röntgenmynda sjúklinginn meðan hann hvílir á þeim. Þá eru þar sérstök tækjaborð, sem hækka má og lækka með vökva- útbúnaði. Skurðstofulampar eru hinir fullkomnustu. Auk þessara tveggja skurð- stofa og gömlu skurðstofunnar er fjórða skurðstofan fyrir háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, i umsjá Stefáns Ólafssonar háls- nef- og eyrnalæknis, sem er docent í þeim greinum við Háskólann og sérfræðingur sjúkrahússins í þeim. Þá var litið inn í stofu, þar sem rannsókn fer fram á sjúkl- ingum með nýrna- og blöðru- sjúkdóma en meðan á rannsókn stendur hvílir sjúklingurinn á borði með átengdum röntgen- tækjum. Prófessor Snorri skýrði frá því, að deildin væri búin að fá tæki til gegnumlýsingar með áföst- um sjónvarpsútbúnaði, en slík tæki eru nauðsynleg sjúkrahús- um og við kennsiu. Auk þess, sem þegar hefnr verið nefnt, eru herbergi fyrir lækna og hjúkrunarfólk, m. a. búningsherbergi, skrifstofa, vinnustofa fyrir hjúkrunarkonwr ásamt geymslum fyrir sðtthreins að og ósótthreinsað lfn, verk- færi o. fl. Frá öllu virðist gengið mjög snyrtilega og hafði prófessor Snorri orð á því, að öll vinna, sem leyst hefði verið af hendi hér, væri fyllilega sambærileg við það, sem bezt væri gert er- lendis. Hjúkrunarkonur óskast að Borgarspítalanum í Reykjavík sem fyrst. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunar- konan í síma 22413. Reykjavík, 16. október 1964 Sjúkrahúsnefnd Reykjavlkur Hjúkrunarkona óskast strax á Slysavarðstofu Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 21230 milli kl. 12 — 4 e.h. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur Reykjavík, 16. október 1964 mm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.