Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 17.10.1964, Blaðsíða 8
s V í S í R . Laupard’ífjur 17. oktöber 1964. otgerandi: Blaðaútgáfan /ISIF Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 30 kr á mánuði t lausasölu 5 kr eint. — Sími 11660 (5 iínur) Prentsmiðja Visis. - Edda h.t Stjórnarbyltihgin í Sovét Fall Krúsévs hefir að vonum vakið heimsathygli. I Sovétríkjunum hefir átt sér stað stjórnarbylting. Ekki með brugðnum byssum eins og þegar Beria var hand- tekinn og líflátinn, heldur í þetta sinn á friðsamlegan hátí. Því trúir auðvitað enginn að einvaldur Sovét- ríkjanna hafi látið af störfum fyrir aldurs sakir, eins og Þjóðviljinn skýrði þjóðinni frá í gær. Aldurshá- >nark embættismanna hefir aldrei gilt í Æðsta ráði Sovétríkjanna. Það sem skeð hefur er að byltingin hefir enn einu sinni etið börnin sín. Veggir Kreml eru þykkir og þöglir og torræðar eru ástæðurnar fyrir því að Krúsév var vikið frá völdum. Ugglaust mun þó deilan við Kínverja hafa verið stærsta fótakefli hans. Vegna hörku Krúsévs í þeirri deilu var hinn kommúniski heimur þegar skiptur í tvær fjandsam- legai fylkingar. Það mun ýmsum samstarfsmönnum Krúsévs hafa þótt illt brautargengi í baráttunni fyrir heimsyfifráðum hinnar rauðu stjörnú. Við það bætist ið Kínverjar eru nú enn hættulegri fjandmenn en fyrr, eftir að þeir hafa sprengt sína fyrstu kjarnorku- sprengju. Því var kónginum Krúsév fórnað í hinni kaldrifjuðu refskák alþjóðakommúnismans. Sízt nunu friðarhorfurnar í veröldinni aukast við brottför hans. Viff taka að vísu nánir samverkamenn hans, Bréz nev og Kosygin. En lítil ástæða hefði verið til þrott- reksturs Krúsév ef stefnubreyting er ekki í aðsigi. Vandi Harold Wilson ^igur brezka Verkamannaflokksins reyndist miklum mun minni en búizt var við. Fylgisaukning flokksins er innan við 4%. Harold Wilson er þegar orðinn for- sætisráðherra, en hann mun stjórna með fjötraðar hendur. Meirihluti hans á þingi er aðeins 4 atkvæði, en Verkamannaflokksmenn höfðu sjálfir lýst því yfir að þeir þyrftu 20 atkvæða meirihluta til þess að stjórn- in yrði starfhæf. Að vísu má vera að Verkamanna- flokknum takist að ná samstarfi við Frjálslynda flokkinn, en þingmenn hans eru 7. En slíkur samning- ur mun þó ekki takast um mörg stærstu kosninga- mál Verkamannaflokksins, eins og t. d. þjóðnýtingu stáliðnaðarins sem Frjálslyndir eru andvígir. Þess vegna er sennilegt að Verkamannaflokkurinn neyðist tii þess að láta fara fram nýjar kosningar innan skamms tíma í Bretlandi til þess að freista þess að auka meirihluta sinn á þingi. Þá leið valdi flokkurinn 1951, er hann hafði stjórnað Bretlandi í rúmt ár með 8 atkvæða meirihluta. Þær kosningar voru upphafið að 13 ára valdatíma íhaldsflokksins. Þess vegna er slík ákvörðun áhættusöm fyrir Verkamannaflokkinn, en Wilson man manna ljósast að erfitt er að leggja upp í langferð með svo nauman meirihluta sem hann hefur að baki sér. >f- Þau vinna sér til hita í rökum og köldum Listamanna skálanum við að koma verk- um sínum fyrir á veggjum og pöllum. Kristín H. Eyfells sýnir þarna andlitsmyndir á lérefti og pappír, listaljós- myndir, málmætingar, skúlp- túr og „photo-etchings“, sem hún nefnjr, því að „listaljós- myndamálmætingar“ er held- ur stirðbusalegt nýyrði i ís- Ienzkri tungu. Eiginmaður hennar, Jóhann K. Eyfells arkítekt og myndhöggvari, sýnir að þessu sinni eingöngu málmskúlptúr. Hvorugt vilja þau skíra verk sín neinum nöfnum, aðeins númera þau og láta síðan áhorfenduma um að finna út, hvað þau eigi að tákna. „\74ð erum algerlega á móti titlum" segir Kristín og tekur sér smáhvfld frá niður- röðunarstarfinu. „Þeir eiga ekki við listaverk. Ef á að segja sögu í orðum með listaverki, þá gera rithöfundarnir það miklu betur; orðin eru þeirra sér- grein, ekki málaranna og mynd- Kristín og Jóhann K. Eyfells höggvaranna. Ég set heldur ekki nöfn við andlitsmyndirnar mín- ar, kalla þær bara mannsandlit eða samferðamerjntmjn^,— einhver þekkir fólkið, þá gott og vel, ef ekki, þá skiptir það engu máli“. Jjau eru nýkomin frá Banda- ríkjunum, þar sem þau hafa búið að meira eða minna leyti um næstum tuttugu ára skeið. Kristín hefur stundað háskóla- nám í New Vork og Florida og lokið prófi í sálfræði og fögrum listum, en Jóhann hefur lokið prófi og starfað sem arkítekt, auk þess sem hann hefur gráð- una „Master of Fine Arts“ frá háskólanum f Florida. ,, Af hverju byrjaði ég á þessu?“ heldur Kristín á- fram. „Ég hefði víst aldrei gert það, ef ég ætti ekki þennan mann“. Og hún bendir á Jó- hann, sem er önnum kafinn við að ryksuga eitt taverkið sitt í hinum erda salarins. „Ég hef aldrei unnið sem sálfræðingur, heldur fór ég beint í listina og byrjaði á skúlp: 'r til að stríða honum. Það er ekki um annað að gera en duga eða drepast í listinni, ég hélt, að ég myndi deyja, en ég er lifandi enn. Ég málaði Jóa á hverri nóttu í hálfan mánuð, og prófessorinn komst að þeirri niðurstöðu, að ég hefði hæfileika til að gera mannamyndir. En ,ég lærði allt f einni bendu, teikningu, skúlp- túr. !j ismyndagerð, málmæting- ar, myndlist, listasögu o.s.frv., og mér skilst, að ég sé eina manneskjan f heiminum með þeAa, sem ég kalla ,photo- etchings'. Ég bjó sjálf til orðið og hafði svo mikið fyrir því, að ég treysti mér ekki til að þýða það á íslenzku. Nógu skrítið finnst mér að kalla ,etchings‘, málmætingar, en það þykir góð íslenzka, er mér sagt, og stendur f orðabókum". TJún bendir á innrammaðar myndir, sem hanga í röð á einum veggnum. „Hér er þetta hvað innan um annað, málmæt- ingar, listaljósmyndir og photo- etchings. Það er meiri tilbreytni að flokka það ekki of strang- lega niður. Annars á Jói eftir að lfta á röðunina hjá mér. Hann er yfirdómai inn“. Og hún lítur allt í einu á hendur sínar. „Mér finnst skúlptúrinn og ætingarnar gera meira fyrir mann en myndlistin, en í því starfi verður maður að vera viljugur við að ganga með brotnar neglur óg allur skítug- ur. Málarar geta haft hreinar hendur, en ekki við. Það er hryllilegt átak ð gera þetta andlegt og Ifkamlegt púl, en maður getur ekki hætt. Við tökum okkur aldréi frí, ekki einu sinni á su. ..udögum. Sjáðu ljósmyndirnar mfnar. Mótívið er venjulega eitthvert drasl, sem ég sé f kringum mig. Sum- ir sjá bara draslið, aðrir koma auga á mótfvið í því. En það er vinnan f myrkraherberginu, sem salnum, er árangurinn af þriggja ára vinnu“. segir hann „Þ.e.a.s. úrvalið, margt lendir aftur í deiglunni. Það er alger smiðjuvinna á köflum, en ég get verið upp undir hálft ár með eitt verk. Að vísu fæst ég við mörg í einu, kannske 10 stykki, en þetta er alltaf seinunnið form“. __. „Ertu hættur við arkitektúr- inn?“ „Já, ég fæst eingöngu við skúlptúr upp á síðkastið". „J~kg hvað ertu að túlka með þessu?“ Hann brosir og hristir höf- uðið. „Ja, hvað er ég að túlka? Ég heid, að listaverkin mín útskýri mig miklu betur en ég þau. Sjáðu til, það er ákaflega örðugt að skýra sín eigin verk. Listamaðurinn er að tjá sig gegnum visst form, og í því formi segir hann ailt sem hann Samtal við hjónin Kristinu og Jóhann K. Eyfells hefur úrslitaþýðingu. Þegar maður er búinn að standa þar og vinna 14 klst. í einu, þá fer þetta að koma. Listaljósmyndir eru vinsæl listgrein og viður- kennd f Bandaríkjunum, og þær geta selzt fyrir allt upp í 100 dollara stykkið. Það er aukaatriði reyndar — um leið og maður fer að hugsa: ,Hvað ætli ég selj’i þetta fyrir?1, þá er það ekki list lengur. En talaðu nú Við hann Jóa. Hann er aðal- maðurinn hér, ekki ég“. Jóhann er að hagræ . einni af myndum sfnum, sem hann kallar málmskúlptúr, enda erfitt að' tala um högg- myndir í sambandi við verk, sem eru alls ekki höggvin út, heldur brædd saman úr ýmsum málmum með flóknum aðferð- um, sem Jóhann vill sem minnst reyna að útskýra. „Þetta sem bú sérð hérna f hefur að segja. Þegar ég er bú inn að segja mitt í skúlptúr, gel ég ekki endursagt það í öðru formi, þ. c. orðunum. Það ei ekki af því að ég viti ekki, hvað ég er að gera, en ég tjái mig sem myndhöggvari, ekki sem orðs’ins maður. Öll ytri áhrif, sem ég verð fyrir, allar innri hræring :r sálarlífsins hljóta að koma fram 1 verkum mínum, enginn listamaður getur staðið utan síns tíma, straumar sam- tíðarinnar leika alltaf um hann. Ef til vill má sjá óróa og á- íýggjur í verkum mínum, rúst- ir, tímaleysi .. hve lengi lifir þetta? .. hve lengi lifir andinn. í efninu? Það er svo margt ó- sagt á bak við“. ú ert heimspekilega sinnað- ur Iistamaður?" „Nei, ég er tilfinningalista- maður, en það er til sérstök Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.