Vísir - 18.11.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 18.11.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. - Miðvikudagur 18. nóvember 1964. - 255. tbl. Síldveiðiskip strandar við Öndverðarnes Um sjöleytiö í morgun strand fellsnesi. Skipshöfnin yfirgaf aði sildarbáturinn Báran KE 3 ekki skipið, heldur beið um á öndverðamesi vestast á Snæ- borð og viidi freista þess að Iosna á flóðinu, en. Qara w, þegar skipið stránidáði. Skipið var á sfldveiðiun á þessum slóðum og rak uw> í klettana, sem eru við túnfót- inn á gamla býlinu í Öndverð- amesi, þar sem vitihn er. Framh. ■ Ms. 6 Nýr Út- varps- sendir Til Iandsins er kominn nýr 100 kw útvarpssendir, og er nú verið að setja hann upp í útvarpsstöðinni á Vatnsendahæð. Kemur hann f stað gamals og úr sér gengins sendis af sömu stærð, sem Ríkisútvarpið hef ur átt frá frumbemskuárum sínum. Meðan verið er að setja nýja sendinn upp, verður notazt við 20 kw smásendi, sem útvarpið á frá fyrri tíð, og stafa frá honum hinar tfðu truflanir, sem nú eru í útvarp- inu. Síðan litli sendirinn var tek- inn f notkun hefur verið mjög mik ið um truflanir á sendingum Ríkis útvarpsins og finnst mörgum sem þær færist í aukana. í gærkvöldi Framh. á bls. 6. Þeir Hartmeier verkfræðingur (til hægri) frá verksmiðjunum Brown, Boveri, og Sturla Eiríksson fulltrúi við uppsetningu nýja sendisins, en hann sést fyrir aftan þá á myndinni. (Ljósm. Vísis I.M.) Einstefnuakstur kommúnista ú A.S.L -þinginu Verkfallssjóðurinn notaður í rekstur Alþýðusambundsins Allar horfur virðast á þvf að hinn kommúniski meirihluti sem ráðið hefur Alþýðusambandinu undanfarin ár muni ætla að halda áfram einstefnuakstri sfn- um á þessu þingi, án tillits til einingar samtakanna og hags- muna verkalýðsins i Iandinu. Mörg stórmál liggja fyrir þing- inu og er höfuðnauðsyn á því að um þau megi takast að skapa ein ingu alls þingsins og allrar verka Iýðshreyfingarinnar. En kommúnistar og fylgis- menn þeirra f röðum Framsókn ar virðast ekki óska eftir sam- starfi við lýðræðissinna á þing inu, heldur vinna að auknum klofningi og láta pólitfsk sjónar mið ráða í gjörðum sfnum. Er BLAÐiÐ í DAG það þvf furðulegra sem sveit lýð ræðissinna er nú á þessu þingi sáralitlu minni en meirihluti kommúnista. Þá er einnig svo að sjá sem klofningur sá, sem ver- ið hefur að undanförnu i röð um Alþýðubandalagsmanna sé fremur persónuleg valdastreita innan flokksins en stefnubreyt- ing út á við. Reynsla næstu daga mun leiða f ljós hvort kommúnistar og Alþýðubandalagsmenn ætli enn einu sinni að fórna einingu verka Iýðsins á altari pólitfskra henti stefnusjónarmiða. Alþýðusambandsþing hélt á- fram störfum í gær. 1 upphafi fundar fór fram kjör þingfor- seta. Var Björn Jónsson kjörinn með 198 atkv. en Eggert G. Þorsteinsson hlaut 156 at- kvæði. Hannibal Valdimarsson flutti skýrslu miðstjórnar sam- bandsins og umræður fóru fram um hana. Var mikið rætt um fjárhagsmál sambandsins. Var það m. a. gagnrýnt harðlega, að stjórn Alþýðusambandsins hefði eytt verulegum hluta af sjóðum sambandsins í reksturinn, m. a. rúmr'i milljón úr vinnudeilu- sjóði. Hannibal ræddi I skýrsiu sinni um helztu mál, er sam- bandsstjórn hafði haft til með- ferðar. Hann rakti kaup- og kjaramálin ítarlega og sérstak- lega júní-samkomulagið. Þá ræddi hann um skipulagsmál og kvað verkamanna. og verka- kvennafélögin Húsavík hafa á Akureyri og verið sameinuð. Einnig gat hann stofnunar sér- greinasambandanna, þ. e. Verka mannasambands Islands, Sam- bands byggingarmanna og Málmiðnaðar- og skipasmiða- sambands íslands, — Hanni- bal kvað undirbúning að stofn- un sparisjóðs alþýðu nú svo langt kominn, að sjóðnum yrði komið á fót mjög fljótlega. Einnig ræddi hann hagræðingar mál og þátttöku í kjararann- sóknarnefnd. — Snorri Jónsson framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins las reikninga sairt- bandsins. Sýndu þeir bágborinn fjárhag og leiddu í Ijós, að tekin höfðu verið lán í flestum sjóðum sambandsins til notk- unar í reksturinn. L’itlar umræður urðu um skýrsluna. Þessir tóku til máls: Hermann Guðmundsson formaður Hlífar í Hafnarfirði, Sigurður Guðmundsson frá Landssambandi ísl. verzlunar- manna og Óskar Hallgrímsson formaður Félags ísl. rafvirkja. — Óskar Hallgrímsson gagn- rýndi það harðlega, að sam- bandsstjórn hefði eytt drjúgum hluta úr vinnude’ilusjóði f Framh bls. 6 ísinn tók tog- nrnnn með sér Það gerðist til tiðinda á Akur- eyri í fyrrinótt eða gærmorgun að fsrek tók heilan togara og hrakti hann undan sér nokkur hundruð metra. í fyrrasumar var gömlum togara lagt á Akureyrarpolli og festur rammbyggilega við fjögur akkeri. Átti þar með að vera tryggt að hann haggaðist ekki. En nú skeði það í frostunum undanfarna daga að nokkur fs kom á Akureyrarpoll, enda komst frostið þessa daga nið ur í 10-12 stig. En í fyrrinótt eða gærmorgun mun hafa losnað um stóra ísspöng og hún lagzt af þvi líkum þunga á togarann að hann barst undan spönginni um nokk- ur hundruð metra til austurs og norðurs. Ekki er talið að togarinn hafi skemmzt neitt við þessa hrakninga. STÓR VIRKJUN OGALU'■ MINIUM VERKSMIDJA Júkvæður undirtektir í Alþjóðubankunum Innan skamms mun ljúka samningaviðræðum Islands við Alþjóðabankann f Washington varðandi ián til stórvirkjunar hér á iandi og stóriðju, sem að lfk- indum yrði aluminiumverk- smiðja. Jafnframt hefir Vísir hin ar beztu heimildir fyrir því að fram að þessu hafi samningavið ræðumar verið jákvæðar, ekkert komið til sem málið hafi strand að á. Skylt er þó að taka fram til að forðast allan misskilning að formlega hafa engar ákvarðanir verið teknar, enda yrði þetta mál að koma fyrir ríkisstjórn og Al- þingi. En þótt svo sé eru það töluverðar fréttir að þessu stór máli skuli hingað til hafa miðað í rétta átt og var komið á loka stig. Eins og Vísir gat um í sumar komu þá fulltrúar frá Alþjóða-- bankanum hingað til lands, f sambandi við lánbeiðni Islands, til að kynna sér virkjunaraðstæð ur hér og afla annarrar staðþekk ingar. Þá hafa og allar virkjun aráætlanir að sjálfsögðu verið lagðar fyrir alþjóðabankann f sambandi við hugsanlega lánveit ingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.