Vísir - 18.11.1964, Qupperneq 15
VI S IR . Miðvikudagur 18. nóvember 1964
15
HÆTTUSPIL
Framhaldssaga eftir Barb'óru Holland
Hún var hætt að hugsa að ráði
um peningana — og kannski var
það léttara vegna þess, að Donald
hafði ekki dregið að skila þeim.
Stundum fannst henni þetta, fund
urinn, deila þeirra og allt eins og
draumur, eða kafli úr sögu, sem
hún hafði lesið fjarstæðukennt, svo
að hugsunin um tapið var alls ekki
þungbærari en þótt hún hefði tap-
að einni eða tveimur krónum. Áð-
ur hafði hún hugsað um allt, sem
hana langaði til að kaupa, barna-
rúmið og svo margt fleira. En pen-
ingamir höfðu komið og farið. Og
það var ekkert, sem minnti á, að
þeir hefðu nokkru sinni verið þarna.
En fyrst, þegar Donald hafði til-
kynnt lögreglunni um fundinn,
höfðu blaðamenn komið og blaða-
Ijósmyndarar. Það voru teknar af
þeim myndir og þær komu í blöð-
I unum og viðtöl undir stómm fyrir-
sögnum: Ung iijón fin-’a fjársjóð
— og þar fram eftir götunum.
Viku sfðar fluttu þau svefnher-
bergishúsgögnin inn f litla herberg
ið. Það var óþarflega snemma,
fannst Donaldi, þvi að enn vom
margar vikur þar til hún ætti barn
ið, en hún vildi hafa allt til. Henni
var styrkur að því að vita, að þau
voru eftir þvf sem þau gátu, að
búa í haginn fyrir það, sem í vænd
um var, og fyrir framtíðina, og
þannig mundu þau gera áfram, eft
ir beztu getu.
Þau keyptu notaða barnarúmið,
og nú var búið að mála það — það
gerði Donald vitanlega — og það
beið tilbúið með nýrri madressu í
gamla svefnherberginu þeirra.
i Þetta var síðsumars og það var
enn heitt í veðri á kvöldin. Stund-
um þegar hún var að straua að
miðdegisverði loknum, fann hún til
svima, en þá kom Donald alltaf til
hennar og kippti úr sambandi og
hughreysti hana og sagði, að nú
ættu þau að fara í stutta göngu og
njóta kvöldsvalans — „það hjálpaði
til“ að ganga — og hún varð hissa
á því, hve góðan skilning hann
hafði á öllu, þött hann væri enn
unglingslegur. Þau héldust í hend-
ur og hann gekk beinn í baki og
stoltur á svip, stoltur af konunni
sinni, sem bráðum mundi verða
móðir, en þó á milli dálítið áhyggju
fullur, eins og hann væri að hugsa
um hvernig allt myndi ganga þegar
fjölgað væri hjá þeim.
Og svo fór að hausta og nú fór
að verða svalara í veðri, — einkum
er kveldaði, og Daisy var þakklát
fyrir að geta notið svalans og þakk
lát af tilhugsuninni um, að bráðum
yrði biðtíminn á enda.
Stundum var hún þó haldin kvíða
af tilhugsuninni um það, er barnið
kæmi. Og þá kom það fyrir, að
henni fannst að hún hefði verið
lokkuð út á sjó í veikbyggðri fleytu,
út á sjó þar sem allra veðra gat
verið von. Og í þessari fleytu fannst
henni hún vera barn með öðru
barni — en hitt barnið leit allt í
ævintýraljóma, eins og það héldi
sig vera Kolumbus eða Kidd skip-
stjóra.
Og loks var tími síðasta undir-
búnings kominn. Daisy hætti að
,,grufla“, tók til höndunum, skúraði
gólf og bónaði, tók til, raðaði á ný
í skúffum, fægði það litla sem þau
áttu, sem hægt var að fægja og þar
fram eftir götunum. En áhuginn var
meiri en kraftarnir og oft varð hún
að hætta f miðjum klíðum og hvíla
sig.
Síðdegi nokkurt tók hún stafla af
dagblöðum, sem lágu í bunka niðri
í kjallara og bar upp og henti f
sorpkassann. Þegar hún var að
Ijúka þessu og var að þrýsta niður
lokinu á kassann, sá hún til Don-
alds, sem var að koma heim, með
skjalatöskuna gömlu undir hand-
leggnum — og hver skyldi trúa —
með blómvönd.
— En hvað þú kemur snemma,
sagði hún undrandi. Er eitthvað að?
— Nei, komdu með inn.
| Hann dró hana inn með sér og
; lokaði á eftir þeim.
— Seztu niður.
Hann ýtti henni varlega niður í
hægindastól.
— Finnurðu ilminn af rósunum?
sagði hann og bar þær að vitum
hennar. Eru þær ekki fallegar?
— Donald, það er þó ekki búið
að segja þér upp vinnunni?
— Nei ... Daisy, manstu eftir
peningunum?
— Peningunum?
— Momopol-peningunum, kján-
inn þinn. Þú ætlar þó ekki að telja
mér trú um, að þú sért búin að
gleyma þeim.
— Auðvitað ekki.
— Jæja, lögreglan fann eigand-
ann.
— Æ, sagði hún, og nú fann
hún til dálítilla vonbrigða.
— Sjáðu nú til, sagði Ðonald
ákafur. Karlinn, sem byggði þessi
raðhús, átti dóttur, Pamelu, og
hún bjó í þessu húsi. Hún var gift,
en maðurinn hennar varð bráð-
kvaddur í baðinu. Eftir það fannst
henni, að hún gæti ekki búið hér
lengur og fékk Iögfræðinginn sinn
til þess að selja húsið. Sjálf flutt-
ist hún eitthvað suður á bóginn.
Donald þagnaði sem snöggvast.
— Hún hafði erft peningana eftir
föður sinn, en hún var ein af þess-
um sérvitringum, sem ekki leggja
peninga sína inn í banka. Og á sín-
um tíma, þegar hún hafði misst
manninn hefir hún virzt hafa haft
um annað að hugsa, því að hún
mundi ekki eftir peningunum, sem
hún hafði falið í monopolspils öskj
unni. Einkennilegt, en svona var
þetta.
— Jæja, sagði Daisy eins og við-
utan og horfði út um gluggann.
i — Þú segir bara jæja .. jæja,
I lögfræðingurinn gat rakið slóð
i hennar alla leið til Suður-Ameríku.
j skrifaði henni og sagði henni frá
j peningafundinum.
— Hún hefur vlst orðið glöð.
— Víst varð hún það, gamla
konan, en mest vegna þess að
tvær ungar heiðarlegar manneskjur
höfðu fundið peningana. Það var
henni meira virði, sagði hún, held-
ur en að fá þá. Þess vegna ákvað
hún að við skyldum fá 20 af hundr
aði í fundarlaun.
Nú Ieit Daisy upp og Donald sá
á svip hennar, að hún var farin að
reikna í huganum.
— Þetta verða nákvæmlega 58
þúsund 508 krónur, sagði Donald
og brosti, áður en hún hafði lokið
hugarreikningnum.
Hann rétti fram hönd sína eftir
skjalatöskunni og tók upp úr henni
allmörg seðlabúnt.
Tárin voru komin fram i augun
á Daisy, en það var gleðisvipur
á andliti hennar, þar til hún veitti
athygli ýmsu, sem gerði hana al-
vörugefna, og hafði þau áhrif, að
hún fór að hugsa um margt, sem
henni hafði ekki orðið umhugsun-
arefni áður. Hún sá að skyrtuerm-
arnar hans voru farnar að trosna
upp fremst, að hann þurfti að láta
klippa sig og að fötin hans, einu
fötin, sem hann átti, voru orðin
slitnari en hún hafði ætlað. Þannig
útlítandi hafði hann gengið alla leið
ina heim til hennar, útlits næstum
eins og róni hafði hann gengið heim
til henná’r'méð''gtfnilú skjalatösk-
una fulla af peningum, gengið fram
hjá verzlunum með gljáfægða skó
í gluggum, framhjá gluggum með
fallegum skyrtum, armbandsúrum,
Ijósmyndavélum — og mörgu öðru,
sem pilta langaði til að eiga. Hugur
hans hafði ekki einu sinni flögrað
að þessu, heldur hafði hann haldið
sitt strik heim og hugsað um hvern
ig hún yrði á svipinn, hversu glöð
hún yrði, þegar hann kæmi heim
með alla þessa peninga. Aðeins einu
sinni hafði hann numið staðar á
leiðinni — til þess að kaupa rósir
handa henni.
Það var indælt að fá alla þessa
peninga og geta eignazt lítið hús,
þar sem börnin þeirra gætu alizt
upp við betri skilyrði, það, sem
bráðum mundi koma, og þau sem
síðar kynnu að koma. Peningunum
yrði vel varið, en þeir mundu ekki
endast nema til að búa betur í
haginn fyrir framtíðina. Peningana
gætu þau ekki átt áfram, en eitt
yrði sem ævinleg, trygg eign. Eitt
mundi aldrei breytast. Manngæði,
hjartalag Donalds, einlægni hans og
umhyggja. Þetta átti sér djúpar ræt-
ur, hversu unglingslegur sem hann
virtist vera, og það gerði ekkert til,
— og nú var hún glöð yfir, að
hún bar barn hans undir brjósti —
og nú var hún undir búin komu
þess, og henni fannst gott til þess
að hugsa, að það ætti slíkan föður
sem Donald.
Sögulok.
.V.V.V.V.V.V.V.V.V.SVWJ
RETTÍ
LYKILLiNN
AÐ RAFKERFINU
PÓLAR rafgeymar, fást
í öllum bifreiðavöru-
verzlunum og kaupfélög
um.
TIL SÖLU
íbúðsr í smiðum:
Tilbúnar undir tréverk
5 herb. endaíbúð i Háaleitishverfi.
j tvennar svalir, bílskúrsréttur.
3 herb. íbúð við Fellsmúla um 117
ferm.
5 herb. íbúð í Hlíðunum i tvíbýlis-
húsi sér hitaveita, bílskúrsréttur
Fnkheláar íbúðir
6 herb. íbúð við Nýbýlaveg um
154 ferm., uppsteyptur bílskúr.
5 herb. íbúðir á Seltjarnarnesi um
130 ferm., múrað utan, bílskúrs
réttur.
4 herb. íbúð við Miðbraut um 100
ferm., hitalögn komin, innbyggð
ur bílskúr.
3 herb íbúðir við Kársnesbraut, hús
inu skilað múruðu og máluðu
að utan.
3 herb. íbúð við Nýbýlaveg um 90
ferm. að öllu leyti sér.
Einbýlishús, fokheld
í Garðahreppi um 143 ferm. á
einni hæð. 2 stofur, 4 svefnher
bergi, eldhús, bað þvottahús,
geymsla, uppsteyptur bllskúr,
verður skilað múruðu og máluðu
að utan.
Einbýlishús I Kópavogi um 190
ferm. á éinni hæð, bflskúr fylgir
Jón Ingimarsson lögm.
Hafnarstr. 4, ‘ ími 20555, sölum.
Sigurgeir ‘"agnússon, kvöldsími
34940
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
jfi
Endurnýjum gömlu %
sængurnar, eigum ■!
dún- og fiðurheld ver. I;
Seljum æðardúns- og V
gæsadúnssængur — ■;
og kodda af ýmsum !;
stærðum. V
>.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstig 3. Sími 18740. !;
.V.V.VAV
VARALITUR
hinna vandlótu
Blómabúbin
Hrisateig 1
simar 38420 & 34174
NÝ 18 DIN
ferrániðcofor
FILMA
Hreyfðu þig ekki Nikki. Nikki Um leið og Nikki réttir upp báð-
hrekkur við. Upp með hendur ar hendur segir Tarzan. í allri
Afriku I öllum heiminum eru þú, og Bulvo, Serge og Zuud. ;
ekki til aðrar eins skepnur og Hreyfðu þig ekki eða ég skýt. j
_ FACIT
Qdhner
verkstáeðið
13erý$taénsiyáli 3 - Sfmi IQÓ5I