Vísir - 18.11.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 18.11.1964, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Miðvikudagur 18. nóvember 1964 Hmir póiitísku skriftastóiar ^ Ifyrrum kvöldum hausts ins sjá Vestmannaeying- ar dimmrauða eldsúluna úr Surti bera við svartan himin og gneistaflugið frá eldinum sáldrast yfir hin fengsælu mið Eyjarskeggja. Síðan fimm stórbroddar kommúnista, —- sjálfskipaðir handhafar einkaframtaks innan sameiningarflokks alþýðunnar -— komu steigurlátir úr frægri ferð, hafa leiðaraskrif Þjóðvilj- ans borið nokkurn keim trylltra hamfara úr iðrum jarðar. Að vfsu skortir þau alian sannan mikideik náttúruaflanna og eru líkari því leiða öskugosi, sem eitrar drykkjarvatn og veldur skemmdum á gróðri. Þær fá- ráðsöfgar hinnar ráðvilltu for- ystu, sem birtast í skrifum þessum, vekja menn vissulega til meðaumkunar. Undangengin misseri hafa höf undar forystugreina Þjóðviljans jafnan auðkennt skrif sín. Þar sem fáir aðrir en kommúnistar lesa þessi hugverk, hafa menn ekki gert sér Ijóst, að háttur þessi stafar af mjög illri nauð- syn, sem sprottin er áf hinu uggvænlega ástandi innan flokks ins. Sérhver hinna ýmsu höf- unda er í raun og veru málsvari ólíkra og lýtt samrýmanlegra sjónarmiða innan flokksnefn- unnar og túlkar skoðanir sinna manna. Er furðulegt, að foryst- an skuli una við, að í leiðurum málgagnsins skuli hatta svo mjög fyrir hinum gróftæku og illvígu átökum innan flokksins. Aðeins eitt er þessum skrifum sameiginlegt: Hinar endalausu mótsetningar, sem vart er í að finna minnstu ögn af rökréttu samhengi. Sigurður Guðmundsson (s.) forsvari Moskvu-nefnda og gam all vopnabróðir og ferðafélagi Einars Olgeirssonar, er illa hald inn þeim pólitíska stritkrampa, sem lamar öll skrif hans, svo þau stíga upp í bæjarsundin til nátttröllanna og daga þar uppi. Björgvin Salómonsson (b), jafnan titlaður formaður Verk- lýðsfélagsins í Dyrhólahreppi, er fulltrúi þeirra afla á rit- stjórn Þjóðviljans, sem trúleg- ast fara með sigur af hólmi í átökunum innan flokksins. Hann er gamall Sía-maður og aðhyllist ýmislegt af þeim kenn ingum, sem fram komu i „erfðaskrá" Togliattis, hins í- talska. Skrif hans bera vitni skýrleik í hugsun, en hann ská gengur sannleikann um of og haldinyrði eru vandfundin í pistl um hans. Magnús Kjartansson (m) er líklega sá aðili, sem flestra kosta mun eiga völ, þegar sund urtærðir limir flokksins engjast í dauðateygjum og skjótra og öruggra handtaka verður þörf. Blendin lund þessa slægvitra skuggavalds gæti orðið við- fangsefni skáldum síðari tíma. Hann veit, að oft er jafn erfitt að hrinda því í framkvæmd, sem komið er undir áraburði meiri- hluans og því leitar hann jafn an beggja fulltingis. I þeim straumþungu átökum sem enn eru framundan og eiga eftir að breytast í beljandi jök- ulfljót, munu ólíkir og óskyldir þræðir vefast saman í atburða- rás sem síðar mun verða talin forvitnileg til könnunar. Sá drangur, sem stenzt þá stríðu strauma, er vissulega athygli verður. Hætt er þó við, að í- burðarmetnaður sigurvegarans er hann Iítur hina fornu félaga . fallna í valinn, nægi honum ekki til að umflýja húðstrýkingu þeirrar vondu samvizku, sem ekki fer almannavegu heldur fá troðna leynistigu. sjá sjálfan síg, leið T\anski sálfræðingurinn dr. phil Gerhard Nilsen dósent við Kaupmannahafnarháskóla hélt fyrirlestur í siðustu viku í Há- skðla Islands. Nefndi hann fyrir- lesturinn „Selvkonfrontationen som en methode ’i psykologien", eða lauslega snarað: Það að sjá sjálfan sig, aðferð I sálarfræðinni. í stuttu samtali, sem frétta- maður Vísis átti við sálfræðing- inn skýrði hann frá rannsóknum sfnum. Gerhard Nilsen hóf fyrst rann- sóknirnar er hann var við fræði störf á Fulbright-styrk, í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Dvaldist hann þar árin 1956— 1957 Og síðar 1958 og 1961. Sálfræðingurinn tók tæknina í þjónustu sína, notaði hann kvik- myndavélina aðallega. Var rann- sóknunum hagað þannig að úr stúdentahópnum var valinn á- kveðinn hópur fólks, sem síðan var látið mæta andstæðing sín- um, sem alltaf var sá sami, lög- fræðistúdent þaulvanur kappræð- um og málflækjum, en það höfðu „tilraunadýrin" ekki hugmynd. um. Hófust svo umræður milli lög fræðistúdentsiris og andstæðings- ins og fylgdist kvikmyndavélin með öllu. Umræðuefni voru alltaf eitthvað sem snerti aðilana per- sónulega, þegar á leið gleymdist kv'ikmyndavélin og fólk lét til- finningar sínar óhindrað f ljós. Sama fólkið var svo látið koma viku sfðar og horfa á sjálft sig á kvikmyndinni, flestir brugðust við á neikvæðan hátt, töldu sig hafa getað staðið sig miklu betur í umræðunum og skömmuðust sfn fyrir framkomuna. Áberandi var 'ð flestall'ir f hita deilunnar Dr. Gerhard Nilsen gleymdu að líta á andstæðinginn, í þessu tilfelli lögfræðistúdent- inn, sem mannlega veru heldur litu eingöngu á hann sem persónu gerving einhvers t.d. eins og lög- fræð'istúdent eða þá ffflið, sem stóð uppi í hárinu á þeim og vildi ekki hlýta neinum skyn- samlegum rökum Einu og hálfu ári síðar var þetta sama fólk fengið t'il þess að koma aftur og horfa á ný á kvikmyndina, voru þá viðbrögðin gjörólík þeim frá í fyrra skiptið, kenndi fóíkið þá æsku s’inni og reynsluleysi um framkomu sína f kappræðunum og fannst þvf það ekki hafa stað- ið sig svo illa. Af viðbrögðum fólks mátti draga þá ályktun að .eikvæð afstaða í fyrra skiptið, sem horft var á kvikmyndma leiddi af sér jákvæða afstöðu í seinna skiptið og öfugt. Meðal þess er kom fram í nið- urstöðum rannsóknanna var það að það að sjá sjálfan sig kennir fólki e'itthvað um sjálft sig. Það gerir sér ljósar vissar stað- reyndir um sjálft sig, sem ella hefðu ekki komið fram. Viss við- brögð gátu líka komið upp um dulda éiginleika, jafnvel alvarleg- ar veilur f skaphöfn Nilsen skýrði einnig frá rann- sóknum, sem gerðar voru í sam- bandi við geðveikissjúklinga. Notaðar voru Polaroid filmur,. Sjúklingum, sem voru algjör- lega sinnulausir voru sýndar myndir, sem teknar voru af þeim og virtist sem þeir hrykkju um stund upp úr sinnuleysinu, jafn- vel þótt þeir féllu í sama farið aftur. Nilsen álítur að ýmis tæki svo sem kvikmyndavélin og fleiri hafi mikla þýðingu fyrir rannsóknir á þessu sviði. Mun hann halda áfram rannsóknum sínum við rannsóknarstofu sálfræðideildar Kaupmannahafnarháskóla. Húsið brann meðan konan lá á sæng Til viðbótar við frétt sem birt- | var þá á fæðingardeildinni að ist í blaðinu í gær um eldsvoða á ' eiga fimmta barnið. Lindargötu hefur Vísir fregnað ; Þannig var þetta orðin fimm það, að aðstaða fjölskyldu þeirrar | barna fjölskylda þegar fbúð fólks- sem bjó í kjallaranum í húsinu i ins eyðilagðist og má rétt fmynda sé mjög erfið. Þetta er stærri fjöl j sér, hve kuldalegt það er fyrir skylda en þar var greint frá Þann ! konuna á barnssæng, að frétta að ig stóð á því, að þegar bruninn heimilið sé brunnið og þau eigi í varð voru aðeins heima þar fjöl-1 ekkert hús að venda. Þrjú af börn skyldufaðirinn Emil Richter og 8 unum voru hjá systur konunnar, ára sonur hans. Húsmóðirin Guð- ' meðan hún lá á sæng. Svo að rún Snæbjörnsdóttir var ekki þetta fólk á nú við mikla erfið- heima og var ástæðan sú, að hún leika að strfða. HANDRITIN - Framh. at bls n getur haldið áfram mjög þýðing armiklum rannsóknum, jafnvel þó mikill hluti safnsins yrði af- hentur. Þetta þó með þeirri for sendu að ekkert verði afhent fyrr en búið er að taka Ijós- myndir af handritunum og þær eru til í aðgengilegu formi í stofnuninni. Til lokayfirferðar og slípun- ar á útgáfunum verður þó að vera mögulegt að fá að líta á handritin og ef handritin yrðu afhent má gera það annað þvort með því að fara til Reykjavíkur með fyrirspurpum eða að fá handritin lánuð. Handritalán er ekkert nýtt. Þau fara fram um allan heim milli stofnana. ÍSLENZKAR RANNSÖKNIR Á ÍSLANDI. Jón Helgason skrifaði 1950: — Eins og aðstaðan er nú hljóta röksemdirnar um alþjóð- legan anda vfsindanna og eðli að verða í hag íslendingum. Því ef maður lítur alþjóðlega á vísindin og lætur þjóðernis- lega fordóma ekki glepja sér sýn, þá hlýtur það einmitt að vera ávinningur, að hverri ein- stakri þjóð sé útdeilt því vfs- indastarfi, sem hún hefur sér staka aðstöðu til að leysa. Ef það er haganlegt (rationelt) að dönsk fornleifafræði, danskar bókmenntir, danskar mállýzkur séu fyrst og fremst rannsökuð í Danmörku, þá hlýtur það og að vera haganlegt, að fslenzk tunga og íslenzkar bókmenntir séu fyrst og fremst rannsökuð á íslandi. Um þetta skrifar Jón Helga- son nú: — Ég tel að þetta sé enn rétt og ég vil sérstaklega taka fram í þessu sambandi, að með því vil ég ekki gera lítið úr starf- semi útlendra rannsóknarmanna sem margir hafa unnið ágætt star^. En á meðan höfum við náð svo langt með ljósmyndatækni að bæði Árna Magnússonarstofn unin og Handritastofnunin ný- stofnaða á íslaridi munu hafa nægileg verkefni. Svo getur hver haft sína skoðun á þvf, hver eigi að hafa frumhandritið og hver eftirmyndirnar. En þá er eftir aðeins deila um tilfinn- ingagildi handritanna. FASTEIGNIR Ef þér viljið selja íbúð yðar þá snúið yður til okkar. — Við höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum íbúða — háar útborg- anir. MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOF A JÓHANN RAGNARSSON HDL. Vonarstræti 4 Sími 19672 — Heimasími 16132 ALLT Á AÐ SELJAST Seljum næstu daga bólstruð stálhúsgögn. Eins og: Eldhúsborð 120x70 eða 60x100 og 4 stóla (bak) sett (innbrennt) Eldhúsborð 120x70 eða 60x100 falleg mynstur Bakstólar KoIIar Allt vandaðar og góðar vörur. Athugið, að við erum að hætta og gefum þetta einstaklega lága verð. sem er allt að helmingi lægra en búðarverð. — Sendum heim. Stálhúsgagmsbólstrun Álfabrekku v/ Suðurlandsbraut Simi 41630 kr. 2300.00 - 895.00 - 375.00 - 139.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.