Vísir - 18.11.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 18.11.1964, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Miðvikudagur 18. nóvember 1964 Slys á Akureyri Um hádegisleytið í gær varð umferðarslys á Akureyri. Strætis- vagn og fólksbifreið af Volgu- gerð lentu saman og skemmdist síðarnefndi bíllinn mjög mikið. f fólksbifreiðinni var aðeins einn maður, Jóhannes Kristjánsson b'ifvélavirkjameistari Eyrarvegi 33. Hann hlaut allmikil meiðsi, m. a. höfuðáverka og blæddi mjög úr höfði hans. Áreksturinn varð á nafnlausri götu fyrir framan bifreiðaverk- stæð'ið Þórshamar og fluttu starfs- menn verkstæðisins Jóhannes þeg- ar til sjúkrahússins. Talið er að sólin muni hafa blindað Jóhannes við stýrið og að hann muni ekki hafa veitt stræt A.S.I. — Frarr.:i. af 1. síðu: rekstur sambandsins. Sagði hann, að m. a. hefði verið var- ið í reksturskostnað framlagi er borizt hefði frá Alþjóðasam- bandi frjálsra verkalýðsfélaga í síðustu vinnudéilu. Taldi hann það hina mestu óhæfu, að fjár- magni, er verja ætti til verk- fallsmanna væri 'varið í rekstur Alþýðusambandsins. Þá gagn- rýndi Óskar val á fulltrúum Alþýðusambandsins í kjara- rannsóknarnefnd. Sagði hann, að auk Björns Jónssonar hefðu Sigurvin Einarsson og Hjalti Kristgeirsson hag'. :ðingur ver ið valdir. Kvaðst Óskar ekki Vita til þess, að Sigurvin hefði nokkru sinni verið í verkalýðs- félagi, hins vegar hefði hann verið bæði bóndi og forstjóri. En eðlilegra hefði verið að IJjarti Kristgéirsson hefði verið eingöngu starfsmaður nefndarr innar en ekki átt sæti í henní. Sigurður Guðmundsson ræddi um hina pólitísku sundrung f verkalýðshreyfingunni og harm aði hana. Hann taldi, að það mundi vera til bóta að kjósa stjórnir verkalýðsfélaganna á tveggja ára frest. Flutti Sig- urður tillögu um það efni. Einnig flutti hann tillögu um það, að Alþýðusamþandið beitti sér fyrir breytingu vinnulög- gjafarinnar. Að lokum var kjörið í nefndir þingsins og fundi frestað til kl. 4 í dag. — Menn höfðu við orð á fundinum í gær, að ó- venju rólegt væri yfir þinginu enn sem komið væri. Það var mjög rólegt yfir umræðum um skýrslu miðstjórnar, rólegra en ftast áður. En enda þótt kyrrð sé á yfirborðinu á Aiþýðusam- bandsþingi er þvi meifi ólga undir niðri. Samkomur Samkoma í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg í kvöld kl. 8.30. Halla Bachmann, kristniboði, sýnir litmyndir frá Fílabeinsströnd og segir frá kristniboði þar, Séra Fel- ix Ólafsson talar. Æskulýðskór K. F.U.M. og K. syngur. Allir vel- komnir. — Kristniboðssambandið. isvagninum athygli, heldur ekið þvert í veg fyrir hann. Fyrir bragðið lenti strætisvagninn á hlið fólksbifreiðarinnar og skemmdi hana stórlega. Hlutavelta til ógóða fyrir þyrluna Á sunnudaginn kemur heldur Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík sína árlegu hlutaveltu í i Listamannaskálanum kl. 2. í þetta j skipti mun ágóðinn renna til þyrl unnar, sem Landhelgisgæzlan og Slysavarnafélag íslands eru að kaupa. j Allir vita hversu þarflegt björg- ! unartæki þyrla er, bæði við björg- : un á mönnum og eins við að flytja ' björgunartæki á slysstað svo eitt- hvað sé nefnt, er ekki vafamál að margir munu vilja styðja þetta góða málefni og um leið eignast einhvern góðan grip, en á boðstól- um munu verða margir góðir mun- ir húsgögn, vefnaðarvara o. fl. j Slysavarnakonur heita þvl á j borgarbúa að sýna góðvild sína sem fyrrum og styrkja þetta mál- efni. Allir vita hvað mannslífið er dýrmætt ekki sízt fyrir okkur fs- lendinga. Heitið er á félagskonur að þær komi með gjafir sínar niður í Lista mannaskála á laugardaginn. Strnnd — Framfjrafp.. ^pu: StraniaíB %áÆn -áiistffs.!® nífe- inu, en það gengur til norðurs, vestast á Snæfellsnesi. Sat skipið þarna með afturendan á klöppunum, en var laust að framan, og vonuðust menn til, að það gæti losnað af sjálfu sér. þegar flæddi. Á Bárunni eru tíu menn og er skipstjórinn Guðjón Ólafsson. Báran er I talsambandi við ná- læg skip, sem eru viðbúin að koma tii hjálpar, m. a. Akurey og Elding Hafsteins froskmanns. Síðast er blaðið frétti var Eld- ingin að reyna að færa sig nær, ef línu yrði kom'ið milli skip- anna. Björgunarsveitir frá Hellissandi, Ólafsvík og Lóran- stöðinni í Gufuskálum voru komnar á vettvang, og biðu á klettunum fyrir ofan strand- staðinn. Á þessum slóðum var f morgun lognblíða, og má telj- ast mesta mildi, að strandið varð undir þeim kringumstæð- um, því ’-rtrna eru klettar við sjó og ströndin er illræmdur strandstaður. Síðast er blaðið frétti, virtist ekki nein hætta á ferðum og skipið var Iítið eða ekkert skemmt. Báran KE 3 er 80 tonna eik- arbátui, smíðaður 1943 í Sví- þjóð, eign Hraðfrystistöðvar Keflavíkur en gerð út af Hrað- frystistöð Reykjavíkur. Gordon-Walker — Framhald af bls. 5. tekið fram, að sjá yrði um, að innflytjendur gætu búið við mannsæmandi skilyrði og unnið að því að hvorki þeir sjálfir eða aðrir litu á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna, en fyr- ir margt af þessu fólki væri brýn þörf f efnahagslífinu. Margt þyrffi frekari athugunar við og Viðræður yrðu við stjórn ir samveldislandanna. Undir umræðunni vfsaði Sir Alec Douglas-Home fyrrv. for- sætisráðherra heim til föður- húsanna ummælum sem hnigu í þá átt, að íhaldsstjórnin ætti sök á kynþáttamisrétti. Skólamál — Framh. at bls. 16 greinastofur f kjallara. Ein kennslustofan er nú tekin fyr- ir kennarastofu og skólastjórn. Álftamýrarskólahverfi tak- markast af Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Miklubraut og er hverfið að fullu skipulagt. Munu verða 4 bekkjardeildir f hverjum ár- gangi barna og unglinga í hverf inu fullbyggðu, eða alls 24 deildir í barnaskóla og 8 deild- ir á unglingastigi. Áformað er, að hefja byggingu 2. áfanga á næsta ári. Fræðslustjóri gat þess einn- ig, að nú þegar væru um 500 börn í skólanum f 20 bekkjar- deildum. Við skólann starfa 17 kennarar, yfirkennari er Krist- ján Sigtryggsson. Þá gat fræðslustjóri þess, að með bygg ingu þessa skóla væru reyndar nokkrar nýjungar. M.a. er sal- erni fyrir hverja stofu, þá er stór stálvaskur inni í hverri stofu og einnig eru allar yfir- hafnir geymdar inni í stofunum. Þetta er m.a. gert til þess að litjjokg" . allt_ gangarán s Plem þ’að |sp|rar|tea|ga -temá. . þ& J&örzlti - nemendur sjálfir halda uppi. Sumar af þeim nýjungum, sem eru í Álftamýrarskóla hafa ver- ið reyndar í Hlíðaskólanum og gefizt vel þar. Þá voru einnig til sýnis í skólanum mjög full komin kennslu- og hjálpartæki sem skólinn á. Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, flutti stutta ræðu við þetta tækifæri og þakkaði öllum þeim, sem að byggingu þessa skóla hafa unn ið. Gat borgarstjóri þess, að f ár legði Reykjavíkurborg fram 34 millj. kr. til skólabygginga, auk 2 millj. kr. til byggingar iðnskóla og legði sfðan ríkið til jafnháa upphæð. Næsta ár er áætlað að Reykjavíkurborg leggi fram um 40 millj. kr. til skólabygginga. En stefnt er að því, að ekki þurfi meira en tvi setja hverja kennslustofu. Að Iokum ámaði borgarstjóri kenn urum skólans heilla í starfi sfnu Útvarpið — Frh. af bls. 1: urðu t. d truflanir fimm sinnum i einu og sama laginu. Sigurður Þorkelsson yfirverkfræð ingur taldi í viðtali við blaðið. að það tæki um átta vikur að setja nýja sendinn upp. Hann er híð merkilegasta tæki og kostaði. þegar Kona óskast Kona óskast strax hálfan eða allan daginn í fjarveru húsmóður. Tvennt í heimili. Öll þægindi — Sími 12260 til kl. 6 og 36525 eftir kl. 6,30. Bifreiðaeigendur — bifreiðaverkstæði Nýkomnir rokkerarmar, knastásar, olíudælur og sett í olíudælur í Ford og Chevrolet. Sendum í póstkröfu. Þ. JÓNSSON & CO. Brautarholti 6 — Símar 15362 — 19215 Orðsending til skipaeigenda Með tilvísun til 15. gr. hafnarreglugerðar Reykjavíkur eru skipaeigendur áminntir um að skilja ekki svo við skip sín hér í höfninni, að ekki sé þar að minnsía kosti einn maður um borð. Hafnarstjórinn í ReykjavHi. Bifreiðastióri fTFrffTí ífr f J $\ #e$ rrjfeirapi óf i óskar eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 23211. áðvsk™ sam stoðvun vegna Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10 22. marz 1960 verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu sem enn skulda söluskatt 3. ársfjórðungs 1964 svo og söluskatt eldri ára stöðvaður þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun verða að gera full skil nú þegar til Toilstjóraskrifstofunn- ar Arnarhvoli 18. nóvember 1964 Lögreglustjórinn í Reykjavík Sigurjón Sigurðsson Fósturfaðir minn STEFÁN filíppusson frá Kálfafellskoti andaðist þriðjudaginn 17. þ. m. á Hrafnistu. Ingibjörg Stefánsdóttir árum, níu milljómr króna. Hann er J svissneskur að gerð. frá fyrirtækinu í Brown, Boveri. Þurfti miklar j breytingar á útvarpsstöðinni til að | koma honum upp. Um 20 men.-i f vinna að uppsetningu sendisins og er verkið framkvæmt af Radíótækni deild Landssímans, sem hefur frá -| áramótum annazt rekstur sendi- j Sölubörn álf heðmum og nógr.Í Afgreiðsla til sölubarna er að Langholtsvegi 178, kjallara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.