Vísir - 18.11.1964, Blaðsíða 9
VtSIR . Þriðiiidagur J7. nnvemlw 1964.
0
Þannig líta skoðunarmiðarnir út
í Hamborg, en þeir eru settir á
skrásetningarnúmer bifreiðarinn
ar. Bíll, sem ber þennan miða,
hefur verið skoðaður í nóvem
ber 1959 og vísar talan 11 upp,
þannig að hann á að koma til
skoðunar í nóvember 1961
„Ég held að það dylj-
ist engum, sem til þekk-
ir, að með hinni auknu
fjölgun ökutækja hér á
landi þurfi að bæta
starfsskilyrði Bifreiða
eftirlitsins, sagði Gestur
Ólafsson, forstöðumað-
ur Bifreiðaeftirlitsins í
stuttu viðtali við Vísi
fyrir skömmu.
árlega. Lögreglan hefur
hins vegar þann hátt á, að hún
framkvæmir alltaf öðru hvoru
skyndiskoðun á bílum. Ef þeir
reynast ekki í fullkomnu lagi
tekur hún númerin af þeim á
staðnum og hengir önnur á,
sem eru á bílnum, þar til gert
hefur verið við. Er því mönnum
gefinn ákveðinn frestur til þess
að laga viðkomandi atriði, en ef
þe'ir géra það ekki fyrir tilsett-
an tíma ‘ er bíllinn tekinn úr
umferð. í sambandi við þessar
skyndiskoðanir er ákaflega
mikil áherzla lögð á að öll ör-
yggistæki bifréiðarinnar séu i
fullkomnu lagi. í Kaupmanna-
höfn eru, að mig minnir. um
130 þús. ökutæki.
Danir ætla að byggja 50
skoðunarstöðvar.
— Hvað svo um skoðunar-
stöðvarnar?
— Skoðunarstöðin í Kaup-
mannahöfn var byggð fyrir
nokkrum árum og hafa síðan
verið byggðar tvær svipaðar
úti á landi, en alls hafa Danir
áætlað að byggja 50 slíkar
stöðvar. Þessar skoðunarstöðv-
ar eru mjög vel skipulagðar. Sá
háttur er t.d. hafður á, að eig-
Fyrir framan hina glæsilegu skoðunarstöð
gengi. (Ljósm.: G. Ólafsson).
í Hamborg, Eins og myndin sýnir, eru á stöðinni sex
Nauðsynlegt er að bæta starfs-
skilyrði Bifreiðaeftirlitsins
Gestur sótti í sumar mót
norrænna bifreiðaeftirlitsmanna
sem haldið var í Danmörku 27
31 ágúst ásamt Svavari Jóhanns
syni bifreiðaeftirlitsmanni á
Akureyri. Á þessum mótum
eru umferðar. og öryggismál
mikið rædd og allar tækn'ilegar
nýjungar í öryggisbúnaði öku-
tækja. í bessari ferð heimsótti
Gestur m.a. biðreiðaeftirlitið I
Kaupmannahöfn, sem hetur
komið sé upp allfullkominni
skoðunarstöð og einnig fór
hann yfir til Þýzkalands, ásamt
Sigurjón'i Sigurðssyni lög-
reglustjóra og skoðuðu þeir þar
skoðunarstöðina I Hamborg,
sem þykir mjög fullkominn.
Einkabílar skoðaðir
eftir 5 ár
— Hvernig er bifreiðaskoðun
háttað I Danmörku, Gestur?
— í Danmörku fer skoðun á
einkabílum fram eftir 5 ár, en
svo árlega eftir það en almennings
vagnar og leigubílar eru skoðaðir
Danir hafa i hyggju að byggja 50 skoðunarsföðvor
irariáöT
--itjníia §o lióimuijjfg n
laf ssön
forstöðumann Bifreiðaeffirlitsins
andinn. kemur með bílinn sinn a
stæði fyrir framan stöð'ina, þar
tekur síðan bifreiðaeftirlits-
maður við bílnum. Síðan fer
bíllinn í gegnum skoðunarstöð-
ina og er hægt að skoða þrjá
bíla samtímis. Þar eru hemlar
bílsins fyrst reyndir, síðan
stýrisútbúnaðurinn, þá undir-
vagninn skoðaður og til þess er
gryfja og síðast er ljósaútbún-
aðurinn tekinn fyrir. Ef t.d, eft-
irlitsmaðurinn finnur eitthvað
athugavert við hemlana, er
bílnum ekið út á sérstakt
„plan“ þar sem hemlarnir eru
reyndir b ur.
360 þús. bílar í
Hamborg.
— En stöðin í HamborgV
— Hún er mun fullkomnari
og stærri, þó skipulagið sé
svipað, en þar er hægt að skoöa
6 bíla samtímis, enda veitir
ekki af því, þar sem 360 þús.
bílar eru í Hamborg. Þar eru 12
menn við bifreiðaskoðun allan
daginn.
— Hvernig er með skráning-
una?
— Það er athyglisvert að
víðast hvar erlendis virðist
skráning skoðun vera alveg
aðskilið og er skráningin oftast
í béinum tengslum við lög-
reglústöðvarnar.
Nauðsynlegt að bæta
starfsskilyrði bifreiða-
eftirlitsins.
— Teíurðu ekki nauðsynlegt
að fjölga bifreiðaeftirlitsmönn-
um hér?
— Það þarf kannski ekki að
fjölga mikið bifreiðaeft’irlits-
mönnum hér, en það er nauð-
synlegt að bæta starfsskilyrði
Bifreiðaeftirlitsins m'ikið og
koma upp skoðunarstöð og með
aukinni vinnuhagræðingu og
bættum vinnuskilyrðum nýt’ist
vinnukrafturirn betur. í Ham-
borg eru t.d. aðeins 30 bifreiða-
eftirlitsmenn með forstjóra og
Gestur Ólafsson forstöðumaður.
fulltrúum. — Og ég veit að
fyrir þessu er fullur Vilji hjá
þeim mönnum er þessum mál-
um ráða hér, og núna er verið
að athuga með góða lóð fyrir
bifreiðaeftirlitið
Stöðin í Danmörku er byggð 1961 og er hún helmingi minni en
stöðin í Hamborg. Bíliinn, sem er að koma út úr húsinu, hefur
farið í gegnum athugun á hemlabúnaði, stýrisbúnaði, undirvagni
og ljósum. Ef hemlarnir reynast ekki í fullkomnu lagi, eru þeir
reyndir betur á „pianinu“ fyrir utan. :t ; . ,
„ VH erum ekki hættir
— segir Þorsteinn Þórisson skipstjóri á Jóni Kjartanssyni
„Síldarvertiðinni fyrir austan
er enn ekki lokið,“ sagði Þor-
steinn Þórisson, skipstjóri á
aflahæsta síldarbáti sögunnar,
bæði fyrr og síðar, en hann fór
fyrir nokkru yfir 50.000 mál
og tunnur, sem er einstætt afla-
magn. „Við erum enn við veiðar
hér a.m.k. 5 eða 6 Austfjarða
bátar, — bátarnir að sunnan
eru allir farnir heim held ég.“
Þorsteinn sagði að landlega
hefði verið síðan á mánudag og
ekkert útlit væri fyrir veiði-
veðri næstu daga. „Við höldum
samt áfram til jóla eða lengur
ef til þess kemur. Síldin er
hérna úti fyrir og engin ástæða
til að hætt að reyna við hana.
Þetta er einmitt framtíðin í
síldveiði, „Flóinn“ er of lítill
fyrir öll þessi skip og þar er
líka of lítið af síld. Annars er-
um við óánægðir með að ekkert
síldarleitarskip • skuli vera
hérna fyrir austan. Hér var
slíkt skip síðast í septemberlok.
það var Pétur Thorsteinsson en
síðan hefur engin síldarleit ver
ið hér. Kannski stafar þetta af
einhverjum erfiðleikum á að út
vega skip en vonandi verður
hægt að bæta úr þessu.“
Þorsteinn kvað menn orðna
allþreytta eftir erfiði sumars-
ins og haustsins, eins og gefur
að skilja, en nú væri hægt að
hvíla sig nokkuð, þegar ekki
gæfi á sjó nema öðru hvoru.
Sagði hann að lokum að rússn-
eski flotinn héldi sig enn á mið
unum með eitthvað milli 200
300 skip og væru þeir greinilega
sama sinnis og Islendingarnir,
að halda áfram veiðum þarna.
meðan síldin ekki hverfur.