Vísir - 18.11.1964, Side 8
8
V í S IR . Miðvikudagur 18. nóvember 1964
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsmgar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 kr. á mánuði
I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 Hnur)
Prentsmiðja Vísis — Edda h.t.
Et þetta röng stefna?
§á áróður stjórnarandstöðunnar, að stefna núverandi
ríkisstjórnar hafi leitt til ófarnaðar fyrir þjóðina, verð-
ur ærið öfgakenndur, þegar hann er athugaður í ljósi
staðreyndanna. Þeir sem muna hvernig ástatt var þeg-
ar vinstri stjórnin valt úr sessi, þurfa ekki annað en
bera saman ástandið þá og nú.til þess að sannfærast
um, hve fjarri það er öllum sanni, að núveirandi stjórn-
arstefna rafi reynzt röng.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók til starfa fyrir fimm
árum, var við margan vanda að etja, en einn var þó
öllum öðrum meiri. Það var hin bágborna gjaldeyris-
staða þjóðarbúsins. Hún hafði farið síversnandi í tíð
vinstri stjórnarinnar. Allt atvinnulíf í landinu var lam-
að af látlausri skuldasöfnun og gjaldeyrisskorti, og
fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar var í alvarlegri
hættu. Hér var því skjótra aðgerða þörf. Reynslan hafði
;ýnt svo að ekki varð um villzt, að stefna vinstri stjórn
irinnar var röng. Það þurfti því að gerbreyta um
>tefnu. Það þurfti að losa þjóðina úr viðjum haftanna
og uppbótarkerfisins, ef nokkur von átti að vera um
að koma á jafnvægi í efnahagsmálunum, endurvekja
iraust. annarra þjóða á íslenzkum gjaldmiðli og endur-
neimta lánstraust erlendis.
Hvernig hefur þetta svo tekizt? Það er staðreynd,
að gerbreyting hefur orðið á stöðu þjóðarbúsins út á
/ið. Þjóðin á nú í fyrsta sinn síðan í styrjaldarlok við-
anandi gjaldeyrisforða. Höftunum hefur verið aflétt að
nestu og viðskiptalífið hefur færzt í eðlilegt horf. Upp-
bctarkerfið er einnig að miklu leyti úr sögunni, en þetta
tvennt olli mestu um það misræmi, sem var í verð-
lagskerfinu í tíð vinstri stjórnarinnar. Atvinnuvegun-
um hefur verið sköpuð heilbrigðari starfsskilyrði en
áður með réttri skráningu íslenzku krónunnar, og af-
námi haftafargansins, sem legið hafði eins og mara á
þjóðinni um langt árabil, var tekið með fögnuði. — Er
hægt að halda því fram með rökum, að þetta sé röng
stjórnarstefna? Tíminn er að reyna það, en ferst það
óhönduglega, sem von er.
Alhliða efnahagsframfarir
£ins og Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra sagði í
fjár’agaræðunni 23. okt. s. 1., hefur stefna ríkisstjóm-
arinnar „leyst úr læðingi mikið afl með þjóðinni til
framtaks og aukinnar framleiðslu". Lagður hefur verið
grundvöllur mestu alhliða efnahagsframfara, sem
nokkru sinni hafa átt sér stað hér á landi á jafn
skömmum tíma. Vissulega hafa hagkvæmar ytri að-
stæður, svo sem góður afli og hagstæðir markaðir átt
mikinn þátt í þessu, eins og ráðherrann tók fram, en
hagstæð ytri skilyrði ein nægja ekki nema fylgt sé heil-
brigðri stjórnarstefnu. Það sannaðist á dögum vinstri
stjórnarinnar.
Þrátt fyrir það, að enn hefur ekki tekizt að tryggja
það jafnvægi í kaupgjalds- og verðlagsmálum, sem
c kilegt væri, hefur stjórnarstefnan í heild reynzt þjóð-
inni mjög farsæl.
Afhending handritanna trufl
ar ekki danskar rannsóknir
Samtalið v/ð próf. Jón Helgason i Aktuelt
Próf. Jón Helgason við dyr Árnasafns.
Á blaðamannafundi i útvarp-
inu f fyrradag lýsti próf. Einar
ÓI. Sveinsson þvf yfir, að hann
teldi yfirlýsingar próf. Jóns
Helgasonar I blaðinu Aktuelt á
laugardaginn einn þýðingar-
mesta og merkilegasta atburð-
inn í handritamálinu. Til orða
hans um handritasafnið yrðu
allir að taka tillit til, hann
hefði gefið yfirlýsingu slna
sem forstöðumaður Ámasafns
og á vfsindalegum grundvelli.
Þykir Vísi því rétt að birta
hér I heild ummæli Jóns Helga-
sonar, en I þeim kemur það
greinilega fram, að afhending
handritanna mun ekki hindra
dönsk rannsóknarstörf, bæði
Áraa Magnússonarstofnunin f
Kaupmannahöfn og Handrita-
stofnunin á íslandi munu hafa
nóg verkefni til að vinna að.
Þá segir hann að flutningur
handritanna til lslands verði á-
vinningur fyrir vísindin einfald
lega vegna þess, að hér sé um
að ræða vfsindastarf, sem ís-
lendingar hafa sérstaklega mik-
inn áhuga og hæfileika til að
vinna og því sé hagkvæmast að
vinna það á íslandi.
UMMÆLI
VÍSINDAMANNA
Greinin í Aktuelt hefst með
svohljóðandi formála.
„Mestur hluti þeirra mörgu
vísindamanna, sem hafa látið'
í ljósi álit sitt i handritamálinu
hafa verið mótfallnir afhend-
ingu og mest rökstutt það með
því að afhending muni verða
visindarannsóknum til tjóns.
Þessar yfirlýsingar hafa vakið
talsverða athygli. Það er þó ekki
fyrr en nú sem sá maður sem
stendur fremst í þessum rann-
sóknum Iætur í ljósi álit sitt.
Það er prófessorinn I fslenzku
og forstöðumaður Ámasafns,
dr. phil. Jón Helgason, sem læt
ur I ijósi skoðanir slnar í sam-
tali við Aktuelt og hann er ekki
sömu skoðunar og starfsbræður
hans. Hann gefur yfirlýsingar
slnar f athugasemdum við neð-
anmálsgrein sem hann skrifaði
1 Politiken 1950 en Aktuelt leit
aði til Jóns Helgasonar, bar
undir hann þessa gömlu neð-
anmálsgrein I nokkrum liðum
og spurði, hvort hann væri enn
sömu skoðunar.
FORSKOT ÍSLENDINGA
Jón Helgason skrifaði 1950:
„Alveg frá þvl á 17. öld hef-
ur útgáfa á íslenzkum hand-
ritum verið það svið, sem Is-
lenzkir rannsóknarmenn hafa
verið virkastir á. 1 byrjun var
yfirhöfuð ekki um aðra að ræða,
vegna þess að þeir voru þeir
einu sem gátu lesið handritin
og skýrt þau. Það var fyrst á
19. öld, þegar orðabækur, mál-
fræði og önnur hjálparmeðöl
voru komin til skjalanna, að
aðrir fóru að geta tekið þátt
í starfinu með góðum árangri,
en lslendingamir höfðu alltaf
og hafa enn eins konar forskot,
vegna þess að þetta er þeirra
tungumál. Það má rétt Imynda
sér, að þetta er sérstaklega
þýðingarmikið á þeim stöðum,
þar sem skriftin er máð og
dökknuð, ep það er mjög al-
gengt f fslenzku handritunum.
— Það er samt hægt að verða
'dús við málið með lærdómi og
það hafa sérstaklega verið f
Iok sfðustu aldar og byrjun
þessarar aldar, einstakir
fræðimenn, sem ekki voru fs-
lenzkir, sem hafa unnið að þýð
ingarmiklu útgáfustarfi. Sá síð
asti þeirra var Daninn Kr. Ká-
lund, sem dó 1920. Eftir það
hafa aðeins mjög fáir menn
sem ekki voru íslendingar skipt
sér af útgáfum texta handrit-
anna.“
Umsögn Jóns Helgasonar nú:
— Ég er enn sömu skoðunar,
að undantekinni síðustu setn-
ingunni. Eftir að Árna Magnús-
sonarstofnunin var sett á fót
hefur starfsemin aukizt og það
má nú telja 6 danska vfsinda-
menn og stúdenta, sem hafa unn
ið að útgáfum eða eru að vinna
að þeim. Þar að auki koma
nokkrir af öðrum þjóðemum.
FLESTAR ÚTGÁFUR
lSLENDINGA
Jón Helgason skrifaði 1950:
„Ég hef fyrir framan mig yf-
irlit yfir útgáfur þær sem
komu út á árunum 1930-1950
og fjallar það einungis um þær
útgáfur sem byggja á sjálfum
handritunum í Árnasafni, eftir-
útgáfur ekki taldar með. Á list-
anum eru 40 bækur. Af þeim
eru 35 gefnar út af íslending-
um, ein af Norðmanni og ís-
lendingi í sameiningu, 2 af Eng
lendingum og ein af Hollendingi
Ef litið er á stærð bókanna og
blaðsíðutal, verður hlutfallið
fslendingum enn meira í hag.“
Jón Helgason bætir við nú:
— Við þetta má bæta, að síð
an 1950 hafa verið gefnar út
20 útgáfur af íslendingum, Dön
um, Svíum og Englendingum.
Auk þess hafa einstök verk ver
ið gefjn út á íslandi i grund-
velli handritanna f Árnasafni.
TVENNS KONAR
STARFSEMI
Jón Helgason skrifaði 1950:
„Það verk sem vinna á f
handritasafninu og aðeins er
hægt að gera þar, er að gera
samanburð á handritunum, að
athuga í hverju þau eru frá-
brugðin hvort öðru og ákvarða
samband þeirra sín í milli og
skýra síðan út eins saman-
þjappað og hægt er, allt sem
hægt er að upplýsa um elzta
form textans og sögu hans. Þeg
ar þessi öruggi grundvöllur er
fenginn í slíkri útgáfu koma
aðrir rannsóknarmenn til sög-
unnar og farið er að rannsaka
vissar hliðar verksins, stíl þess
tilgang þess og bókmenntalegt
gildi þess. Þetta siðasta verk
hefur ekkert með handritin
sjálf að gera, en er hægt að
framkvæma það alls staðar þar
sem nauðsynlegar bækur eru
til. Það er því rangt, þegar því
er haldið fram að rannsóknir
á þessum bókmenntum yrðu úti
lokaðar þó handritin væru af-
hent.
Jón Helgason segir nú um
þetta:
— Þetta gildir að sjálfsögðu
enn í dag. Ég hef þess vegna
furðað mig á því, að í umræð-
um um handritamálið er enn
verið að tala um það að leggja
aðaláherzluna á það að við
rannsóknir handritanna þurfi
mikið bókasafn. Það skal þó
tekið fram, að slikt bókasafn
þarf við sum verkin, sérstaklega
þau handrit, sem hafa verið
þýdd eða endursögð eftir erlend
um ritum, en þau eru þó til-
tölulega lítill hluti safnsins. Ég
tel enn að það verði að skilja
skýrt á milli útgáfustarfsemi
við handritin og annarrar starf
semj í sambandi við textann.
Árna Magnússonarstofnunir.
Framh bls. 4