Vísir - 18.11.1964, Qupperneq 11
VÍSIR . Miðvikudagur 18. nóvember 1964
n
a) Hvannalindir fyrra er-
indi. Benedikt Gíslason frá
Hofteigi.
b) Islenzk tónlist: Lög eft
ir Bjarna Þorsteinsson.
c) Frá Yorkshire.
Einar Guðmundss. kennari
d) Kvæðalög.
21.30 í tónleikasal.
22.10 Létt músík á síðkvöldi.
23.00 Bridgeþáttur. Hallur Sím-
onarson.
Sjónvarpið
Miiðvikudagur 18. nóv.
17.00 Hrói höttur.
17.30 Sea Hunt. — Mike Nelson
að störfum neðansjávar.
18.00 To tell the truth: — Að
segja sannleikann.
18.30 Þáttur um stjómmála-
stefnur.
19.00 Fréttir.
19.15 Science Report: — Úr
heimi vísindanna.
19.30 Gamanþáttur Dick van
Dyke: Á golfvellinum fær
Rob nýja leikfélaga, mann
sem ort hafði ástarljóð til
Lauru áður en hún giftist
Rob.
20.00 Hollywood Palace: Þekktar
leikstjörnur og skemmti-
kraftar í sviðsljósinu.
21.00 Hljómleikar hjá hljóm-
sveit flotans á Keflav.flv.
21.30 „Úr undirheimum stórborg
anna“.
22.30 Kvikmyndaleikarinn Ray
Milland í hlutverki Roy
Markham, einkalögreglumanns.
23.00 Fréttir.
23.15 On Broadway Tonight: „Á
leiksviði á Broadway". —
Rudy Vallee kynnir unga
hæfileikamenn á leið til
frægðar.
Hin blóðheita ungverska
leikkona Zsa Zsa Gabor sem
— og virðist engum einkenni-
legt — orð liggur á að safni
eiginmönnum og demöntum,
sagði sér til varnar: Þeir mörgu
sem kjafta um mig verða að
muna að þótt ég hafi reyndar
oft skipt um eiginmenn þá hef
ég verið demöntunum mínum
algjörlega trygg.
Þessi einkennilega auglýsing
stóð nýlega f blaði á Nýja Sjá-
landi: Óska með hjónaband
fyrir augum að kynnast konu
sem á tvo aðgöngumiða að
krikket kappleiknum, sem á að
vara milli Englands og Nýja
Sjálands. Ef einhver vildi svara
þessu þá á mynd að fylgja.
>f
Jj .ERÆGT FÓLK
Varla hafa Sofia Loren og
Carlo Ponti flutt inn í nýju
draumahöllina sína nálægt Róm
fyrr en þau flytja þaðan aftur.
Nú á nefnilega að verða alvara
með ráðagerð þeirra að gifta
sig á löglegan hátt. Þau hafa
komizt að því að þetta er hægt
í París, en fyrst þurfa þau að
hafa fasta aðsetu þar og til þess
að það sé hægt hafa þau Ieigt
sér luxusíbúð á Champs-
Elysées og þangað munu þau
flytja inn bráðlega.
~K
1 fyrirlestri, sem dr. White-
foot hélt í beknafélagi New
York sagði hann: Útbreiðsla
sjónvarpsins hefur haft ein-
kennileg áhrif á hvað svefnleysi
hefur minnkað meðal fólks.
Manneskjur, sem áður festi
ekki blundur á brá, sofna vært
fyrir framan sjónvarpið.
Byggingaverkamaðurinn Ro-
bert F. Kennedy í New York,
er orðinn hundleiður á nafninu
sínu eftir að nafni hans kom
til bæjarins til þess að taka
þátt í kosningabaráttunni sem
var nýlega. Fólk hringdi í hann
til þess að hóta honum öllu
illu, skammarbréfunum rigndi
yfir hann, en einnig fékk hann
send bréf með ávísunum og tékk
um frá stuðningsm. já jafnvel
var einu sinni hent þefsprengju
inn um gluggann til hans. —
Þessi falska frægð er mér of
dýr sagði hann, ég er að hugsa
um að skipta um nafn.
Spáin gildir fyrir fimmtudag-
inn 19. nóvember.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl. Hætt við að eitthvað
veki með þér söknuð í dag —
kannski verða það gamlar end-
urminningar, sem rifjast upp
vegna einhvers atviks, kannski
verður þú að sjá á bak ein-
hverjum. sem þér er kær.
Nautið. 21. apríl til 21. mai:
Láttu ekki á þig fá þó að ein-
hver sýni þér óvild, varastu
að gjalda líku líkt þó að það
kunni að vera freistandi, en
þetta fellur um sjálft sig inn-
an skamms, og þá er eins gott
að hafa sjálfur hreinan skjöld.
Tvíburarnir, 22. mai til 21.
júní. Gættu þess að ofþreyta
þig ekki, kapp er bezt með for
sjá og þó að þú sért þurfandi
fyrir peninga, eru þeir ekki
allt. Gömul kynni endurnýjast,
og verða enn nánari en fyrr,
þér til mikillar ánægju.
Krabbinn, 22. júni tii 23. júii:
Þú ættir að reyna að halda aft-
ur af þeirri áráttu þinni, að
láta það stöðugt bitna á öðrum
ef eitthvað veldur þér áhyggj-
um eða gremju. Einhver vina
þinna er að því kominn að
glata þolinmæðinni.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Það er mikið umrót kringum
þig í dag. Þú kannt því kannski
ekki illa, en gættu þess samt
að taka ekki neinar ákvarðan-
ir í fljótfæmi, sizt þegar þér
sýnist að þú hafir allt í hendi
þér.
Meyjan 24. ágúst til 23 sept,:
Hafir þú gefið sjálfum þér
loforð, er hætt við að á það
reyni í dag, og að mikið verði
undir því komið fyrir sjálfan
þig að þú standir við það.
Reiddu þig ekki á sögusagnir
um kunningja þinn.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Láttu þér ekki gott tækifæri úr
greipum ganga, sem þó að öll-
um líkindum verður ekki i sam
bandi við peninga eða við-
skipti. Varastu að gefa þeim
nokkur bindandi loforð, sem
viija knýja þig til þess.
Drekinn, 24. okt til 22. nóv.:
Ef til vill veldur einhver ná-
kominn ættingi þér áhyggjum
í dag, en reyndu að taka þvi
eins og hverju öðru óumflýjan-
legu. Þú þarft á hvíld að halda
en gera má ráð fyrir að það
gangi ekki auðveldlega.
Bogmaðurinn, 23. nóv til 21
des. Reyndu að losa þig við
allar áhyggjur af þeim af gagn ^
stæða kyninu, sem ekki eru i
þess.-yerðn:. Táktu upp sem /
mannlegast,a’ lífsháttu og líttu ! I
mannlega á hlutina, við erum (•
nú einu sinni jarðneskar verur.
Steingeitir:. 22 des. til 20
jan.: Verðir þú fyrir einhverju
óvæntu happi í dag, skaltu
fagna því mátulega — það er
ekki strax séð að hverju þér
verður það, og fer ekki ein-
göngu eftir sjálfum þér, held-
ur og þínum nánustu.
Vatnsberinn, 21 jan. til 19
febr. Reyndu að vinna þér
sem léttast, og þó að þér falli
ekki allskosta við allt eða alla
á vinnustað, skaltu láta sem
minnst á því bera. Trúi einhver
þér fyrir ómerkilegu leyndar-
máli skaltu samt gæta þess.
Fiskamir, 20 febr til 20.
marz. Þetta getur orðið gæfu-
dagur fyrir þig, og fer fyrst og
fremst eftir því að þú tortrygg-
ir ekki góðan vin, og sættist
að fullu í máli — þar sem þú
átt sjálfur alla sökina, þó að
þú viljir ekki viðurkenna það.
Gjörið svo vel og flýtið yður
segir Toledo við ræðarann. Við
munum ekki missa af hinum
gondólanum, ungfrú segir ræð-
arinn. Þama leggur hann að
landi, leggðu bátnum rétt fyrir
aftan hann. Doktor Lee, loksins
segir Toiedo og breiðir út faðm-
inn í gleði sinni.
Vanja fj-^endKeftii;
þriðjá^vleik-
rit Tsjekhovs, sem sýbt 'ér héif
á landi, áður hafa verið sýnd
Þrjár systur hjá Leikfélaginu
og Kirsuberjagarðurinn hjá
Þjóðleikhúsinu. — Myndin sýn-
ir Helga Skúlason og Helgu
Bachmann i hlutverkum sínum.
IVIirLiiiriDarsfjjöld
Minningarsjóður Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju. Minningarkort
fást i Oculus, Valhöll Og Lýsing
h.f. Hverfisgötu.
Minningarspjöld blómsveigar-
sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur
eru seld hjá Áslaugu Ágústsdótt
ur Lækjargötu 12B, Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar Aust
urstræti 18, Emellu Sighvatsdótt
ur Teigagerði 17 Guðrúnu Bene
diktsdóttur Laugarásvegi 49 og
Guðrúnu Jóhannsdóttur Ásvalla
götu 24.
borgin i dag borgin í dag borgin í dag
% % stjörnuspá #