Vísir - 18.11.1964, Side 16

Vísir - 18.11.1964, Side 16
Áætlað er að Reykjavíkurborg verji á næsta ári um 40 miilj. kr. til skálabygginga. Þetta kom fram í kaffiboði, sem haldið var í gær, þegar borgarráði fræðsluráði, og öðrum forystu- mönnum fræðslumála, ásamt blaðamönnum var boðið að skoða Álftamýrarskóla. einn ný- tízkulegasta og glæsilegasta skóla Jandsins. Fyrsti áfangi af þremur er fullgerður og núna stunda nám í skólanum um 500 nemendur. Skólastjóri er Ragn- ar Júlfusson. Við þetta tækifæri flutti Jón- as B. Jónsson, fræðslustjóri stutta ræðu og lýst.i skólanum. Alftamýrarskóli er teifaiaður á teiknistofunni Tómasarhaga 21. Vinna við bygginguna HiJfst í marzmánuði 1963 og um haustið sama ár var lokið við að steypa upp kjallarann og fyrstu hæð áfangans. I byrjun september- mánaðar 1964 var byggingu lok ið og tók þá skólinn til starfa. — Verktakar fyrsta áfanga bygg ingarinnar voru byggingameist- ararnir Magnús K. Jónsson og Magnús Árnason. I þeim hluta hússins, sem nú er fullgerður, eru 8 almennar kennslustofur, hver um sig 75;5 ferm. að gólffleti og þrjár sér- Framh. á bls. 6. Miövikudagur 18. nóv. 1964. Álftamýrarskáli einn nýtízkulegasti skóli landsins Myndin er tekin í Álftamýrarskóla í gær. Á myndinni sjást m. a. talið frá vinstri: Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Ragnar Júlíusson, skólastjóri, Jónas B. Jónsson fræðslu- stjóri. Fyrir aftan Jónas standa Helgi Elíasson, fræðslumálastj. og Áuður Auðunsforseti borgarstjórnar. Flýgur yfir 20 ferðir á viku nrailli lands og Eyja Vestmannaeyingar hrósa nú betri i ast flugsamgöngur þangað. Flug- samgöngum við umheiminn en félag fslands með daglegar ferðir, nokkru sinni fyrr. Tveir aðilar ann og nýja flugfélagið Eyjaflug, sem HLÝINDUM SPÁÐ Hóteiin í Reykja- vík nær fullsetin Hótel Holt tekur l'iklega til starfa i febrúar Segja má að fyrsti snjórinn hér sunnanlands a. m. k. á láglendi, hafi komið f nótt er leið. Byl- sveljandi var i nótt og morgun um allt sunnanvert landið og vonzku- veður til fjalla og heiða. Ekki hafði þessi hríðargusa þó neins staðar valdið samgöngutrufl- unum svo vitað væri. Mjólkur- flutningar gengu vel og eðlilega fyrir s'ig bæði í Reykjavfk og Borgarnesi og urðu engar tafir á. Hér syðra fóru mjólkurbílarnir Þrengslaveginn og töldu hvergi ó- færð á veginum, en hins vegar hafi verið seinlegt að aka vegna hríð- arsortans og vegna þess hve ’illa sá frá sér. Veðurstofan tjáði Vísi í morgun að snjókoman næði aðeins yfir sunnanvert landið, eða frá Horna- firði og vestur á Snæfellsnes. Þar fyrir norðan var yfirleitt þurrt veður og viðast hvar bjart í morg- un og h'iti víða við frostmark. Veðurstofan spáir veðurbreyt- ingu þegar á daginn líður, þannig að þá dragi tii þíðviðris og að snjókoman breytist í rigningu. Eftir hríðarkastið á dögunum versnaði færð víða á Vesturlandi Aðalfundur Varð■ ar i kvöld Gunnar G. Schram ritstjóri ræðir um utanrikismól Aðalfundur landsmálafélags- ins Varðar verður haldinn I Sjálf stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30 e.h. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Að þeim loknum mun Gunnar G. Schram ritstjóri flytja stutt erindi sem nefnist: Stjórnar- skipti í austri og vestri. Verður þar fjallað um þá atburði sem gerðust í Sovétríkjunum í síð- asta mánuði er Krúsév var steypt af stóli og þau nýju við- horf er þar hafa skapazt. Einn ig mun verða rætt um hina nýju stjórn' Verkamannaflokksins í Bretlandi og stefnu hennar i inn anlands og utanríkismálum. Skorað er á Varðbergsféiaga að fjölmenna til aðalfundarins og taka með sér gesti. flýgur óreglulega milli lands og Eyja en oft yfir 20 ferðir á viku. Eyjaflug hóf starfsemi slna um mánaðamótin ágúst.-sept., þeg- ar flugleyfi fékkst fyrir 10 sæta De Haviland Dove flugvél félagsins. Síðan hefur þessi flugvél flutt yfir 4000 farþega milli lands og Eyja auk þess sem hún hefur farið I við lögum í ferðir út á land. Flugvélin heitir Helgafell og fljúga henni Sverrir Jónsson, Kristján Gunnars- son, Guðmundur Ólafsson og Sverr ir Þórólfsson, Eigendur flugfélags ins eru mjög ánægðir með rekstur inn þessar fyrstu vikur og er sam- anlagður farþegafjöldi bráðum orð- inn jafn íbúafjölda Vestmannaeyja. Þótt hótelskortur hafi langa tíð bagað I Reykjavik I sumrum, hefur yfirleitt verið auðvelt að fá hótelherbergi að vetrarlagi, einkum eftir að Hótel Saga kom til sögunnar með sínum 90 hótel herbergjum. Það er þó nú svo komið, að hótelin I Reykjavík rétt anna við skiptunum, þegar fjölmenn þing eru haldin í borginni. Nú stendur yfir Alþýðusambandsþing, sem um 370 manns sitja, og eru marg ir þeirra komnir utan af landi. Þingið hefur aukið álag á hótel in I borginni og eru þau nú öll fullsetin nema það stærsta,. Hótel Saga, sem getur rúmað um 150 manns, og er yfirleitt ekki fullsetið nema um sumartímann. Smærri hótel, eins og Borgin, sem rúmar 75, City Hotel, sem rúmar 44, Skjaldbreið, sem rúm ar 60, og Hótel Vík, sem rúmar 38, eru öll fullsetin. 50 rúm eru laus á Hótel Sögu, svo ekki mega ráðstefnur vera miklu fjölmennari en ASÍ-þingið til að fylla öll hótel I borginni. Nú er þetta land annálað ráð- stefnuland, svo að segja má, að hótelkosturinn hér sé ekkert of mikiil árið um kring, þótt Saga hafi bætzt I hópinn. Eftir áramót in verður haldið hér geysifjöl- mennt þing Norðurlandaráðs, og verður þá vafalaust hvert hótel setið I borginni. Nýja hótel Þorvalds Guð- mundssonar, Hótel Holt., á að opna I febrúar næsta árs. Ekki er enn ákveðið, hvað þar verða mörg rúm, en svo virðist sem markaðurinn rúmi það hótel vel, án þess að það taki neitt frá hinum. Nístingskuldi er nú víðu / íbúðum ú hitaveitusvæði Dæmi þess að fólk hafi flutt burt með börn sín úr íbúðum Mjög mikill kuldi undan- fama daga hefur leitt í ljós, að hitaveitan getur ekki Iátið nægi leg vatnsmagn I té, þegar eftir spurn eftir því er í hámarki. Hef ur ástandið víða orðið mjög til finnanlegt af þessum sökum. Við lauslega athugun I morg- un virtist sem nýja Ibúðahverf ið við Háaleitisbraut hefði orð ið einna verst úti af þessum sök- um. Þar hefur ein fjölskylda beinlfnis yfirgefið íbúð sína, kjallaraíbúð, sem alls ekki tókst að halda nógu heitri. Ein kona við Háaleitisbraut sagði að það hefði tekið sig 10 mínútur að láta renna I vask og I ofnunum hefði ekkert eða mjög lítið vatn seytlað, hitinn í íbúð- inni væri 10 stig, börnunum hefði hún komið fyrir vestur I bæ og sjúklingur væri hjá sér sem þyldi illa kuldann. Sumir töldu að milljónatjón. gæti hlotizt af þessum kulda, sem færi mjög illa með nýjar íbúðir. sem gætu sprungið illa. Á 4. hæð við blokk við Háaleit- isbraut hitnuðu tveir ofnar í íbúðinni, en I næsta stigagangi var ekki vottur af hita 1 neinni íbúðanna. í Vesturbænum var öllu betra ástand. ,,Þeir hafa bara gleymt að tengja dælustöðina okkar,“ sagði Guðmundur Jónsson, söngvari, en hann býr við Kaplaskjólsveg, „annars eru Is lendingar orðnir of linsoðnir finnst mér, stofuhitinn orðinn 25 stig. Það verður engum kalt ef hann fer I sundlaugina á morgnana. Það geri ég alltaf. Annars hefur verið I kaldara lagi hjá okkur undanfarið, en alls ekki neitt til baga.“ í Laugarneshverfinu var víð- ast mjög kalt, nema helzt við aðalæðar. „Þetta er I fyrsta skipti I þau 5 ár, sem við höfum haft hitaveitu, sem ástæða er til að kvarta", sagði ein hús- móðirin við Hofteig. í „gamla bænum" var víðast allsæmilega hlýtt, nema þar sem hverfi standa mjög hátt, þar var mjög kalt víða, t.d. á Freyjugötu, Skólavörðustlg og vlðar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.