Vísir - 27.11.1964, Side 1
VÍSIR
54. árg. Föstudagur 27. nóvember 1964. - 263. tbl
Varð aðjárna óðan innbrots
þjóf / DÓMKIRKJUNNI
Hafði rifið altarisklæðið til að binda um sár sín
Drukkinn ógæfumaður brauzt
inn í Dómkirkjuna í Reykjavlk f
gær, en var handtekinn inni í
kirkjunni.
Þessi maður, sem er ungur
utanbæjarmaður, hefur oftlega
komið við sögu lögreglunnar í
Reykjavík áður .Hann mun og
áður hafa gerzt sekur um inn-
brot í kirkju
Ekki er ljóst í hvaða skyni
maðurinn brauzt inn í kirkjuna,
en rúðu braut hann í glugga til
að komast inn. Við það tiltæki
sitt skar hann sig á glerbrotun-
um og blæ'ddi talsvert úr. Ekki
dó hann þó ráðalaus, því hann
reif altarisklæði kirkjunnar nið-
ur til að binda um sár sín.
Þegar lögreglumennirnir komu
á vettvang til að handsama pilt-
inn, varð hann óður, sparkaði
og barði, svo að járna varð hann
bæði á höndum og fótum. Hann
var fyrst fluttur í Slysavarð-
stofuna til að sauma sár hans
saman, en að því búnu í fanga-
geymsluna í Síðumúla, þar sem
hann fékk gistingu í nótt.
' .
Stjórn LlÚ kom saman til fundar í gær í fundarsal sambandsins íHafnarhvoIi og tók IM þessa mynd á fundinum. — Frá vinstri í fremri
röð eru þessir: Ágúst Flygenring, Hafnarfirði, Valtýr Þorsteinsson, Akureyri, Loftur Bjarnason, varaform., Hafnarfirði, Sverrir Júlíusson,
formaður LÍÚ, Reykjavík, Sveinn Benediktsson, Reykjavík, Finnbogi Guðmundsson, Reykjavík, Hafsteinn Bergþórsson, Reykjavik. I aftari
röð talið frá vinstri: Kristján Ragnarsson, fulltrúi, Ingimar Einarsson, fulltrúi, Gunnar Hafsteinsson, fulltrúi, Jónas Jónsson, Reykjavík, Ingvar
Vilhjálmsson, Reykjavík, Sigurður H. Egilsson, framkv.stjóri, Jón Árnason, Akranesi, Jóhann Pálsson, Vestmannaeyjum, Víglundur Jónsson,
Ölafsvík, Ólafur Tr. Einarsson, Hafnarfirði, Baldur Guðmundsson, Reykjavík, Þórarinn Pétursson, Grindavfk, Matthías Bjarnason, ísafirði,
Hallgrímur Jónasson, Eskifirði.
Meðalhlutur sjómannu á stærstu bát-
unum / 4 ý mánuð 144 þásund kr.
r r
Aðallundur LIU hófst í gær — Ræða Sverris lúlíussonar
Á aðalfundi LÍÚ, sem hófst
í gær, flutti Sverrir Júlíusson,
“ormaður sambandsins setning-
arræðu, þar sem hann ræddi al
mennt um útvegsmál. Þá flutti
framkvæmdastjóri sambandsins,
-4>
Viðræðurum al-
menna vaktavinnu
verzlunarfólks
Sigurður M. Egilsson, ræðu, þar
sem hann skýrði ársreikninga
sambandsins og innkaupadeild
ar þess. Fundarstjóri var kjör
inn Jón Árnason frá Akranesi
og fundarritari Gunnar I. Haf-
steinsson.
I upphafi ræðu sinnar vék
Sverrir Júlíusson að kjaramál-
unum. Hann sagði m.a. að L.l.Ú.
væri ekki aðili að samning-
unum í júnímánuði sl. og hefði
ástæðan verið sú að kjarasamn
ingar sjómanna og útvegsmanna
giltu til áramótanna.
Þrátt fyrir það, að útvegs-
menn eru ekki aðilar að þessu
samkomulagi leggst þungi þess
jafnt á útvegsmenn sem aðra
Framhald A bls. 6.
Verður hluup
í Skeiðurú?
Búizt er við að Skeiðará geti
hlaupið hvaða dag sem er úr þessu
en hiaupin eiga upptök sln f Grfnts-
vötnum eins og kunnugt et.
Sl. vor mældu leiðangursfarar
frá Jöklarannsóknafélag'inu yfir-
borðshæð Grímsvatna. Vantaði þá
aðeins 4 y2 m. á þá hæð sem
Grímsvötn voru komin í í septemb
ermánuði 1959, þrem mánuðum áð
ur en Skeiðará hljóp sfðast fram.
Samkvæmt mælingum Jökla-
rannsóknarmanna á undangengn-
um árum nemur meðaltalshækkun
f Grímsvötnum 12-14 m. á ári. Þeg
ar síðasta hlaup kom úr Gríms-
vötnum hafði vatnsflöturinn hækk
að um 68 m. eftir næsta hlaup áð
ur úr Grímsvötnum. En þá höfðu
orðið rétt um fimm ár á milli
hlaupa.
Miðað við framangreinda meðal
talshækkun í Grímsvötnum, eiga
þau nú að vera komin í áþekka
hæð og þau voru í þegar síðasta
hlaup varð. Það má því búast við
hlaupi hvenær sem er úr þessu.
BLAÐIÐ I DAG
í gærkvöld var haldinn fundur
í Verzlunarmannafélagi Reykjavik-
ur og fyrir honum lágu tilmæli frá
samtökum kaupmanna um að taka
upp hið svonefnda hverfaskipulag
varðandi afgreiðslutfma matvöru-
i búða, en gert er ráð fyrir því fyr-
I irkomulagi f reglugerð, sem borgar
ráð hafði samþykkt. Jafnframt lágu
fyrir fundinum tilmæli frá öðr-
um sérgreinafélögum um að VR
BEITI EKKI bannákvæði, -— sem
það hefir heimild til að beita sam-
kvæmt úrskurði Félagsdóms —
á föstudögum í desembermánuði.
Fundurinn taldi sig ekki geta
orðið við þessum sérstöku tilrrtæl
um, en samþykkti þó jafnframt að
óska eftir viðræðum við viðsemj-
endur sína almennt um vaktavinnu
fyrirkomulag hjá verzlunarfólki.
70 þúsund „ támtunnur
afgangs norðanlands
vegna lítillar söltunar þar í sumar
Eins og kunnugt er vantaði
um 100 þúsund tunnur upp á að
síld væri söltuð upp í gerða
samninga í sumar og kom það
langharðast niður á Norðurlandi
sem kunnugt er. Þar eru því af-
gangs í birgðum um 70 þúsund
tómar tunnur þrátt fyrir bruna
tunnuverksmiðjunnar á Siglu-
firði í fyrra. Þetta eru tunnur,
smíðaðar í verksmiðjunni á Ak-
ureyrl og átti eðlilega að flytja
þær sem stytzt og nota til sölt-
unar norðan lands í sumar. En
þar var þá svo til engin söltun.
Jón L Þórðarson, varaformað
ur Síldarútvegsnefndar, sagði
viðtali við blaðið ( morgun að
þessar miklu tunnubirgðir á Ak-
ureyri væru t'il óhagræðis er
starfsemi tunnuverksmiðjunnar
þar hæfist f vetur og því væri
hugleitt að flytja af þessum
birgðum til Suðurlands, ef Suð
urlandssíldin glæðist.
Jón sagði, að smíði nýrrar
tunnuverksmiðju á Siglufirði
gengi ágætlega og yrði bráðlega
farið að ganga frá vélum í verk-
smiðjuhúsinu. í gömlu' verk-
smiðjunni á Siglufirði var hægt
að setja saman 500 tunnur á 8
klukkustundum. Afköstin verða
sízt minn’i í nýju verksmiðjunni
og véltækni og vinnuaðstaða
Framh. á bls. 6