Vísir - 27.11.1964, Page 3

Vísir - 27.11.1964, Page 3
VÍSIR . Föstudagur 27. nóvember 1964. á, þegar svertingjar skutu fjölskylduföðurinn. Heimkoma þeirra sem HfSu af Tjað var köld morgunþoka yfir Briissel, höfuðborg Belgíu. Ot úr þokunni sá allt í einu i björt lendingarljós flugvélar sem var að lenda og svo glytti í hana, þár sem hún snerti braut flug- hafnarinnar við Briissel. Þetta var stór farþegaþota af tegund- 'inni Boeing 707. Brátt opnuðust dyr flugvélár- innar og farþegarnir gengu út. Þeir voru illa til reika, í augum þeirra glitruðu tár. Loksins voru þeir komnir heim úr viti. Loksins gátu þeir andað léttará. "Dráðlega voru þeir komnir í hóp vina og vandamanna inni í hlýrri og bjartri flughafnar- byggingunni. Það var áhrifamikil stund. Margt fólkið gat ekki Frú Hamaide og börn hennar á flugveilinum. Þau höfðu falið sig í húsi sínu í Stanleyville. En fjölskyldu- faðirinn var leiddur burt af svertingjahermönnum. Hann fannst svo myrtur fyrir framan girðinguna. haldið grátinum niðri. Það hafði haldið að það mundi aldrei fram- ar sjá vini sína. Ungar konur tóku á móti eiginmönnum sínum og þrýstu þeim að sér. Hér vora líkar heilar fjölskyldur nýkomn- ar heiríi, eða fjölskyldur sem vantaði heimilisföðurinn. Hann höfðu svertingjarnir myrt með köldu blóði. Jprásagnir flóttafólksins af á- standinu í Staaleyville eru hrollvekjandi. Ein fjölskyldan hafði séð þegar heimilisfaðirinn var tekinn. Það var ekkjan frú Hamaide og sex börn hennar hún var enn á sömu sandölunum og hún hafði þegar hinn ægilegi atburðir gerðust. Hún var köld óg stíf á svipinn. Þau höfðu dval izt 14 ár í Kongó. Svertingjarnir höfðu leyft þeim að búa áfram i húsi sínu gegn peningagreiðsium. En svo þegar belgísku fallhlífa- mennirnir lentu í Stanleyvilie - fóru vopnaðir flokkar svertingja um bæinn. Þau földu sig í reyk- háfnum, en svo fór faðir þeirra að grennslast fyrir um hvað væri að gerast. Þá komu svert- ingjar og tóku hann. Þau fundu hann svo seinna um daginn rétt fyrir utan girðinguna, þar höfðu svertingjarnir skotið hann. TTér er McAllister kristniboðs- fjölskyldan. Þar vantar heim- Framh 9 bls 6 Flóttabörnin leika sér að brúðum sínum, og svo er komið með kettling, sem á heima á flugstöðinni við Briissel, til að reyna að gleðja þau. Á flugvellinum voru sælir endurfundir, en blandnir hryllingi siðustu daga. Hér tekur eiginkonan, sem dvaldist í Belgíu, á móti eiginmanni sínum, sem hafði verið fangi uppreisnarmanna í Stanleyville. Hún óttaðist að hún myndi aldrei sjá hann framar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.