Vísir - 27.11.1964, Síða 4

Vísir - 27.11.1964, Síða 4
4 VlSÍR . Föstwdapuv 27. nóvenabev 1985 I Heimdalli getur hver og einn fundið eitthvað við sitt hæfi / vetur eignast Heimdailur sitt fyrsta féiagsheimili Allt frá því að Heimdallur F.U.S., var stofnað fyrir 37 árum hefur félagið verið lang fjölmennasta og virk- asta æskulýðsfélag landsins. Margir virðast álíta að félag, sem Heimdallur sé aðeins pólitísk uppeldisstöð, en svo er ekki. í Heimdall ganga þeir sem vilja sam- einast um hugsjón sjálfstæðishreyfingarinnar, — þeir er vilja stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn fylgist með straumi tímans og sé jafnan frjálslyndasti og víð- sýnasti stjórnmálaflokkur landsins og stefna hans í samræmi við hugsjónir samtímans. í Heimdall ganga þeir sem vilja verða útverðir þess, að allar stéttir njóti sömu þjóðfélagsréttinda og hver og einn einstaklingur njóti sín sem bezt. Félagsstarfsemi Heimdallar er fjölþætt og getur þar hver og einn fundið eitthvað við sitt hæfi. Má sem dæmi nefna, hina vinsælu klúbbfundi, sem haldnir hafa ver- ið á þriggja vikna fresti um skeið. Heimdellingar koma þá saman á laugardögum og snæða hádegisverð saman Undir borðum flytur gestur fundarins ræðu, og er þá gjarnan tekin fyrir þau mál, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Á eftir eru frjálsar umræður og fyrirspurn ir. Hafa klúbbfundir jafnan verið vel sóttir og umræður hinar fjörug- ustu. Málfundaklúbbur er starfræktur vetur hvern. Þar er mönnum gefið tækifæri á kennslu og þjálfun í mælskulist og fundar- störfum. Launþegaklúbbur var stofnsettur s.l. vetur Þátttakendur í honum eru úr röðum iðnaðar og verka manna. Tókst starfsemi klúbbsins með ágætum. Á fundum hans voru flutt erindi um verkalýðsmál og sýndar kvikmyndir. Þá fóru með- limir klúbbsins í heimsókn í Al- þingishúsið og til Morgunblaðsins. Stofnun klúbbs þessa var mikill á-> vinningur bæði félaginu og og þátt- takendum hans. Þeir ræddu vánda- mál sín og áttu kost á að koma skoðunum sínum á framfæri við ýmsa forystumenn flokksins, Tafl og bridgekvöld eru haldin öðru hverju og vetur hvern er háð hraðskákkeppni og tvimenningskeþþni 'í bridge innan félagsins. Á súmrin er farið i lengri eða skemmri skemmtiferðir og á vetrum er farið í stuttar kynnis- heimsóknir í þekkt fyrirtæki í borg inni eða nágrenni hennar. Árshátíð og jólagleði hafa verið fastir liðir í starfsemi félagsins og hafa jafnan verið fjölmennar samkomur. í vetur mun svo langþráð tak- mark nást. Heimdallur eignast sitt fyrsta félagsheimili Verður það í kjallara Valhallar við Suðurgötu. Verður þar stórt fundaherbergi og setustofa. Vonir standa til að fram kvæmdum við félagsheimilið verði lokið um áramót, og er ætlunin að það verði opið 5—6 daga í viku. Þar mun fara fram tónlistar og bók- menntakynningar svo og ýmiss kon ar tómstundastarfsemi. Þar eiga menn einnig að geta komið, rabb- að saman og sinnt sínum áhuga- málum. Með þessu félagsheimili er að leysast eitt mesta vandamál Heim- dallar allt frá stofnun félagsins, og Heimdellingar eru staðráðnir í að láta einskis ófreistað til að félags heimilið verði sú lyftistöng félag- inu, sem eigi eftir að auka hróður þess enn að mun. Heimdallur er félag unga 1 fólksins. Ungir Reykvíkingar hafa skipað sér undir merki þess og tekið þátt | í fjölbreyttu og þroskandi félags- . starfi á vegum þess. Við bjóðum ! nýja félaga velkomna í hópinn og væntum góðs af samstarfi við þá. Stjórn Heimdallar 1964-’65: Fremri röð frá vinstri: Valur Valsson, framkvæmdastjóri, Grétar Br. Kristjáns- son, varaform., Styrmir Gunnarsson formaðúr, Már Gunnarsson ritari, Eggert Hauksson gjaldkeri. Aftari röð: Halldór Runólfsson, Gylfi Þór Magnússon, Haraldur Sumarliðason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jón Magnússon Bragi Kristjánsson, Steinar J. Lúðvíksson. LHEPPNUÐ ÁRSHÁTÍÐ HJÁ FRAMTfÐINNI Framtíðin, en svo nefn- ist málfundafélag Menntaskólans í Reykja vík, hélt árshátíð sína 18. nóv. s.l. Undanfarin ár hefur árshátíðin verið haldin í tvennu lagi, þar sem erfitt hefur verið að finna samkomuhús er rúmaði allan þann fjölda sem í skólanum er. Nú var hins vegar öllu stokk að í eitt og stærsta sam- komuhús borgarinnar, Hótel Sap '’ngin fyr- ir fagnað IÍR FELAGSLÍFI SKÓLANNA Þegar við komum, um hálf níu leytið, streymdi að prúðbú- ið fólk, kennarar og nemendur. Skólabækur, kennslustundir og próf voru gleymd. Menn komu hingað til að varpa af sér oki hversdagsins — skemmta sér. Þegar hvert sæti í húsinu var skipað og vel það, gekk forseti félagsins, Jón Sigurðsson, að hljóðnemanum, bauð fólk vel- komið og setti samkomuna. Þessu næst tók til máls ræðu maður kvöldsins, Sverrir Hólm- arsson kennari. Flutti hann skegglega ræðu og ávítaði nem endur sína föðurlega fyrir fagur fræðilegt áhugaleysi og að ljá jafn ómerkilegu fyrirbæri og Bítlunum eyru sín. Þegar Sverr- ir hafði lokið ræðu sinni var píanóið dregið fram og við það settust tvær ungar stúlkur, Anna Áslaug Ragnarsdóttir og Lára Rafnsdóttir. Var auðheyrt, að þar voru engir viðvaningar á ferð, enda er þess að minnast að önnur þeirra, Áslaug, lék ein leik á píanó á sinfóníutónleik- um í fyrra vetur. Léku þær fjór hent þrjú létt og fjörug tón- verk og var óspart klappað lof í lófa fyrir. Þá upphófst dansinn með fjör- ugum marsi. Buðu nemendur kennurum sínum upp, og fóru þeir fremstir í flokki. Siðan bætt ist stöðugt við og varð úr löng halarófa er marséraði um króka og kima. Eftir stutta stund var gert hlé á dansinum og gaman- vísnasöngvarinn Ómar Ragnars- son birtist í sviðsljósunum. Byrj aði hann á að minnast þess, að Eftir að skemmtiatriðum lauk var stiginn dans (Ljósm. B. Þ. B.) nú eru liðin sjö ár síðan hann gerðist sprellari, en það vár ein- mitt á árshátíð Framtíðarinnar. Skemmti Ómar síðan um stund við mikinn fögnuð áheyranda og horfanda. Eftir að Ómar hafði lokið skemmtiskrá sinni dunaði dans- inn á ný, allt til að tveir vörpu legir menn snöruðust upp að hljóðnemanum og stjórnuðu fjöldasöng. Var sungið á ís- lenzku, frönsku, þýzku, ensku og latínu af krafti miklum, — auðvitað hver með sínu nefi. Og enn var dansað. Rómantík in og „shake’ skiptust á, þar til kl. hálf þrjú, en þá var samkom unni slitið og hver hélt til sinna heima með minningar um árs- hátíðina í huga sínum. á næsta leiti N.k. laugardag verður haldinn khibbfundur í Sjálfstæðishúsinu og héfst hann að venju kl. 12,30. Þar mun Magnús Z. Sigurðsson for- stjóri flytja erindi sem hann nefn- ir „Skipulag útflutnings og mark- aðsmála“. Klúbbfundirnir eru einna vinsælasti liðurinn í starfsemi Heim dallar og ávallt mjög vel sóttir. I næstu viku heldur erindaflokk- ur Heimdallar um „Stjórnmála- stefnur samtímans“ áfram, og mur. þá dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri flytja erindi. Fundarefni og fund- ardagur verður auglýstur síðar. Þessi erindaflokkur Heimdallar virð ist njóta vaxandt vinsælda og að- sjálfsögðu er allt ungt fólk velkom- ið. (

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.